12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tékkland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Kemama

Benny Cristo (Ben Cristovao)

Osama Hussain, Rudy Ray og Filip Zangi/Ben Cristovao og Charles

Sarpong

Úrslit tékknesku undankeppninnar voru sýnd í beinni útsendingu á facebooksíðu keppninnar. Fyrst voru

atkvæði alþjóðlegu dómnefndarinnar kynnt. Þegar dómnefndarkosningu var lokið var Barbora Mochowa,

líkt og í fyrra, í fyrsta sæti með og vongóð um að í þetta sinn myndi þetta hafast. Í öðru sæti hjá dómnefnd

var Benny Cristo og í þriðja sæti Eliz Mraz feat. Čis T. Vegan-aktívistarnir í sveitinni We All Poop, sem

aðdáendur héldu svo mikið upp á, átti ekki upp á pallborðið hjá dómnefndinni því að þeir enduðu í sjötta

og næstneðsta sæti.

Í netkosningunni gekk We All Poop mun betur og lenti í fjórða sæti þegar heildarstig voru lögð saman, Eliz

Mrax feat. Čis T var í öðru sæti bæði í símakosningu og í heildarkosningu en greyið Barbora hlaut afhroð í

netkosningunni, endaði þar í neðsta sæti og annað árið í röð tapar hún fyrir

sigurvegara netkosningarinnar en það var Benny Cristo sem vann og var því sigurvegari þegar öll stigin

voru reiknuð saman.

Benny Cristo eða Ben Cristovao er fæddur í tékknesku borginni Pilsen. Móðir hans er tékknesk en faðir

hans er frá Angóla. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið í hæfileikaþætti í sjónvarpi árið 2009 og þrátt fyrir

að hafa dottið út fljótt var hann staðráðinn að meika það. Hann gaf út sína fyrstu plötu 2010 og notið

sívaxandi vinsælda í Tékkland og hélt meðal annars stóra tónleika í Prag á síðasta ári fyrir 15 þúsund

manns.

Lagið hans, Kemama (Ókei, mamma) fjallar einmitt um það hvernig það er að alast upp ólíkur öðrum en

vilja samt tilheyra hópnum. Lagið er hip hop undir sterkum áhrifum frá angólsku hip hopi nokkuð sem við

höfum ekki fengið að heyra áður í Eurovision og ber að fagna því þegar við fáum eitthvað nýtt og ferskt

sem víkkar sjóndeildarhring okkar sem elskum Eurovision.

Ekki hefur verið

staðfest að

Benny taki þátt í

Eurovision 2021

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!