12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Söngvakeppnin

Söngvakeppnin 2020 var haldin með pompi og prakt í febrúarmánuði í ár og að venju var glæsibragur yfir

öllu. Fyrirkomulag valsins á lögum í keppnina var með sama sniði og í fyrra, leitað var til þekktra höfunda

til að semja lag sérstaklega fyrir Söngvakeppnina ásamt því að opið var fyrir innsendingar á lögum. Alls

voru 157 lög send inn í keppnina og af þeim voru valin 10 lög sem myndu keppa um heiðurinn að flagga

fána Íslands í Rotterdam.

Hópur keppenda var blanda af reynsluboltum og nýliðum og sérstaklega var gaman að sjá hversu margir

ungir og einnig lítt þekktir keppendur stigu á svið í ár. Á meðal nýliðanna voru rokkhljómsveitin Dimma og

söngkonan Hildur Vala, sem eiga langan tónlistarferil að baki en voru að stíga sín fyrstu skref á sviði

Söngvakeppninnar. Aðrir nýliðar voru Brynja Mary, Kid Isak, Ísold og Helga, Iva og Nína. Reynsluboltana

skipuðu Daði og Gagnamagnið, Matti Matt og Elísabet Ormslev.

Lögunum tíu var skipt jafnt á milli tveggja undankeppna sem haldnar voru í Háskólabíói þann 8. og 15.

febrúar, þar sem þau kepptust um að komast í úrslitin í Laugardalshöll þann 29. febrúar. Í fyrri

undankeppninni voru það Ísold og Helga með lagið Klukkan tifar og Dimma með lagið Almyrkvi sem

komust áfram í úrslitin. Í seinni undankeppninni voru það svo Daði og Gagnamagnið með lagið

Gagnamagnið og Iva með lagið Oculis Videre sem komust áfram. Í lok seinni undankeppninnar var það

einnig tilkynnt að ákveðið hafi verið að hleypa einu lagi enn í úrslitin til viðbótar, en eitt lag enn ársins var

Nína með lagið Ekkó.

Líkt og áður þurftu lögin að vera sungin á íslensku í undankeppnunum, en í úrslitunum áttu þau að vera

sungin á því tungumáli sem ætlað var Eurovision. Dimma var fyrst um sinn eina atriðið sem hélt sig við hið

ástkæra ylhýra, en einungis degi eftir að ákvörðun um tungumálaval var gerð opinber tilkynnti Iva að hún

hefði hætt við að syngja lag sitt á ensku og ákvað að halda sig við íslensku útgáfuna. Það voru því tvö lög á

íslensku og þrjú á ensku sem kepptust um flugmiðann til Rotterdam.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!