12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Lettland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Still Breathing

Samanta Tīna

Samanta Tīna/Aminata Savadogo

Lettar eru búnir að vera svolítið týndir undanfarin ár í keppninni. Síðast komust þeir í aðalkeppnina 2016,

þegar krúttmolinn Justs hlaut náð fyrir augum Evrópu. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá þessum

fyrrum sigurvegurum og skiljanlega er fólk þar á bæ orðið

örlítið pirrað yfir slæmu gengi landsins. En ekki gefast þeir upp, blessaðir, og því ber að fagna.

Forkeppnin Supernova fór fram með pompi og prakt í Riga, og á endanum var það Samanta Tina, sem

heillaði landa sína upp úr skónum með lagið sitt Still Breathing. Einungis níu lög

kepptu til úrslita í Lettlandi að þessu sinni, en þau voru valin úr hópi 28 laga sem komust í gegnum

nálarauga lettneska sjónvarpsins. Hrein síma- og netkosning almennings réði úrslitunum en samanlögð

prósenta úr báðum kosningum leiddi í ljós að Samanta var réttkjörinn sigurvegari Supernova 2020.

Í seinustu tvö skiptin sem Lettland komst áfram upp í aðalkeppnina, var söngkonan og lagahöfundurinn

Aminata Savodogo potturinn og pannan í því; samdi og flutti Love Injected í Vín 2015 og kom Lettum í

topp tíu, og ári seinna samdi hún lagið Heartbeat sem Justs

og jakkinn hans fluttu með bravúr í Stokkhólmi. Nú er Aminata aftur á ferð, en hún semur Still Breathing

ásamt Samöntu. Talandi um stórskotalið! Texti lagsins er óður til nútímakonunnar sem nær að halda

jafnvægi á öllum vígstöðvum, í heimilis-, vinnu- og einkalífi.

Samanta sjálf er ekkert bláókunnug aðdáendum Eurovision. Hún hefur fimm sinnum áður

tekið þátt í Supernova og einu sinni í litháísku forkeppninni Eurovizijos Atranka og loksins, loksins hafði hún

erindi sem erfiði. Hún er fædd í Turkums fyrir réttum 30 árum og ferill hennar hófst fyrir um áratug síðan,

þegar hún vann hæfileikaþáttinn O!Kartes akademija, þar sem fyrstu verðlaun voru námsstyrkur við Tech

Music School í Lundúnum.

Ekki hefur verið

staðfest að

Samanta taki þátt í

Eurovision 2021

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!