12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Holland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Grow

Jeangu Macrooy

J.A.U. Macrooy og P.L. Perquin

Hollendingar upplifðu sitt draumamóment í fyrra eftir 44 ára bið eftir sigri og enn munu þeir þurfa að

bíða í ár í viðbót! Í sárabætur fyrir að keppninni í ár í Rotterdam var aflýst munu Hollendingar þó verða

gestgjafar keppninnar 2021 og því ber að fagna!

Til að keppa fyrir land sitt á heimavelli var Jeangu Macrooy valinn og ríkismiðillinn AVROTROS skellti í nettan

ágiskunarleik til að tilkynna fulltrúa sinn; hann byrjaði á stafnum J. Hann er 27 ára gamall og fæddist í

Súrinam en flutti til Hollands árið 2014 til að stunda tónlistarnám. Súrinam er einmitt gömul hollensk

nýlenda og faðir Jeangu bjó um tíma í Amsterdam áður en hann flutti til Súrinam til að stofna fjölskyldu.

Jeangu vinnur mikið með tvíburabróður sínum, Xillan. Jeangu er ötull baráttumaður fyrir réttindum

samkynheigðra og hinsegin fólks og þótt tónlistarnám hafi verið aðalástæða flutnings hans til Hollands var

hluti ástæðunnar sú að honum fannst hann ekki geta um frjálst höfuð strokið í Súrinam. Jeangu, sem er

sjálfur kominn út úr skápnum fyrir alllöngu síðan, vill vera góð fyrirmynd fyrir allt ungt fólk í Súrínam, sem er

að uppgötva kynhneigð sína og sýna þeim að það sé ekkert rangt við þau.

Jeangu samdi sjálfur lagið Grow, sem hann hefði flutt í keppninni í ár. Lagið er sjálfsævisöguleg ballaða og

fjallar um að þroskast og finna sjálfan sig. Hann syngur um að því meira sem hann læri, því minna viti hann

og að nauðsynlegt sé að sætta sig við lífsins öldudali til að ná framförum og þroskast. Jeangu segir töfra

tónlistar til að sameina fólk ástæðuna fyrir því að hann geri það sem hann geri.

Búið er að gefa út að

Jeangu tekur þátt fyrir

hönd Hollands í

Eurovision 2021.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!