12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Finnland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Looking Back

Aksel

Joonas Angeria, Whitney Phillips, Connor McDonough,

Riley McDonough og Toby McDonough

Hin heittelskaða finnska undankeppni UMK eða Uuden Musikiin Kilpailu, var endurvakin í ár, eftir

að hafa legið í nettum dvala síðan 2017 og gladdi það ótalmarga aðdáendur. Okkur þykir nú alltaf

voða vænt um Finna og tengjum mikið við þá.

Sex lög kepptu til úrslita í ár, og allt þar til seinustu stigin höfðu verið talin, var það mál manna að

leðurklædda diskódrottningin Erika Vikman og bráðskemmtilegur aðdáunaróður hennar til ítölsku

klámdrottningarinnar og stjórnmálakonunnar Cicciolinu, væri eina rökrétta niðurstaðan. Finnskur

almenningur var svo sannarlega á bandi Eriku (og bjarndýranna hennar) því að Cicciolina vann

símakosninguna og var með 99 stig á móti 94 stigum Aksels. Óútreiknanleiki Eurovision kom

berlega í ljós þegar alþjóðlegu dómnefndirnar höfðu sagt sitt, því að þær settu Eriku í þriðja sæti

en Aksel í fyrsta og þegar búið var að telja stigin saman, stóð Aksel uppi sem sigurvegari með 170

stig, en Erika varð að láta sér annað sætið lynda með 157 stig.

Aksel Kankaaranta er mikill rólyndisdrengur frá Turku sem flutti fallega ballöðu í anda James Bay

um það að fagna lífinu og vera ekki að dvelja of mikið í fortíðinni. Hann lenti í öðru sæti í The Voice:

Finland árið 2017 og er hörkusöngvari.

Finnar ætla að halda

UMK-keppnina árið

2021 og gefið hefur

verið út að Aksel geti

sent inn lag í úrtakið.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!