12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Danmörk

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

YES

Ben & Tan (Benjamin

Tsimalona Rosenbom and Tanne Amanda Balcells)

Emil Adler Lei, Jimmy Jansson og Linnea Deb

Úrslitakvöld Dansk Melodi Grand Prix (DMGP) var svo sannarlega með öðru sniði en áður þann 7. mars sl.

Þar sem dönsk stjórnvöld höfðu þegar sett bann á samkomur sem töldu fleiri en 100 manns, fór

úrslitakeppnin fram fyrir tómum sal en með frábærum kynnum, lifandi hljómsveit, flottum dönsurum og

svo auðvitað keppendum sjálfum varð DMGP hin mesta skemmtun þrátt fyrir skort á áhorfendum í sal. Tíu

lög kepptu til úrslita í DMGP 2020 og eftir að öll lögin höfðu verið flutt fór fram kosning sem byggðist á

helmingsvægi dómnefndar og helmingsvægi almennings. Þar voru þrjú lög kosin áfram í svokallað

ofureinvígi. Eftir það tók við hrein símakosning áhorfenda, sem réði endanlegum úrslitum.

Í fyrra komust Danir upp úr forkeppninni í Tel Aviv og máttu vel við una í aðalkeppninni, þegar ljúflingurinn

Leonora söng sig í 12. sæti með ofurdanska krúttsmellinum Love is Forever. Í ár var danska þjóðin

greinilega ennþá á krúttvagninum því Ben&Tan unnu með yfirburðum og voru með 61% greiddra atkvæða.

Ben&Tan-dúettinn samanstendur af vinunum Benjamin Rosenbohm og Tanne Balcells en þau kynntust

þegar þau kepptu bæði í 2019-seríunni af The X-Factor. Þau stofnuðu dúettinn Ben&Tan eftir að keppni

lauk og ákváðu að taka þátt í DMGP með lagið Yes. Lagið er samið af þeim Emil Rosendal Lei, Jimmy Janson

og Linneu Deb, en þau tvö síðarnefndu ættu að vera Eurovision-aðdáendum vel kunn enda heilarnir á bak

við mörg af flottari lögum seinustu ár, t.a.m tyggjókúlu-sprengjuna Hello Hi, með Dolly Style í

Melodifestivalen 2015, You sem var framlag Svia árið 2013 og svo auðvitað sigurlagið Heroes 2015.

Eins og áður sagði er Yes algjörlega þvottekta og skotheld dönsk krúttballaða með nettum sænskum

áhrifum, sem ætti að falla vel í kramið hjá áhorfendum víða um heim.

Danir hafa staðfest

að MGP verður haldin

á næsta ári. Ben&Tan

verða ekki fulltrúar

Dana 2021.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!