12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bretland

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

My Last Breath

James Newman

James Newman, Adam Argyle, Ed Drewett og Iain James

Eurovision-keppnin hefur í seinni tíð ekki verið heilladrjúg fyrir Bretana en fram til ársins 1997 sigruðu

Bretar Eurovision fimm sinnum en hafa allar götur síðan endað ansi neðarlega og þar af fjórum sinnum í

neðsta sæti, nú síðast í fyrra.

Söngvarinn James Newman er frá bænum Settle í Norður-Englandi og er þekktur lagahöfundur í

heimalandinu. Hann hefur samið lög fyrir heimsfræga listamenn eins og Ed Sheeran, Kaiser Chiefs, Little

Mix, Olly Murs, Kesha, Toni Braxton og Backstreet Boys. Hann hlaut hin eftirsóttu Brit-verðlaun árið 2014

fyrir besta breska lagið Waiting All Night sem flutt var af hljómsveitinni Rudimental. James er stóri bróðir

Johns Newman – vel þekkts poppsöngvara og lagahöfundar í Bretlandi sem hefur selt yfir 1,3 milljón plötur

í heimalandinu. Litli bróðir segist afar stoltur af bróður sínum en þetta er í fyrsta sinn sem James syngur lag

einn og óstuddur. Einn lagahöfundanna, Iain James er sannarlega góðkunningi keppninnar en hann var

annar höfunda sigurlags Aserbaídsjan árið 2011, Running Scared sem flutt var af þeim Ell & Nikki. Hann

samdi einnig framlag Belga árið 2013, Love Kills sem flutt var af Roberto Bellarosa og hafnaði í 12. sæti.

Kveikjan af lagasmíðinni er sú að höfundarnir sáu heimildarmynd um breskan kafara sem bjarga þurfti úr

Norðursjó árið 2012 eftir að hann varð viðskila við hópinn sinn og var í kafi, án súrefnis í 30 mínútur. Það er

því viðeigandi að aðalstjarnan í myndbandinu er Hollendingurinn Wim Hof sem er heimsfrægur fyrir að

stunda ísböð (reyndar er hann líka heimsmethafi í slíkum dugnaði) og aðferðir hans eru meðal annars

kenndar hér á Íslandi. Í myndbandinu fer Wim Hof afar léttklæddur í ísbað og fer í kjölfarið í gönguferð í

snævi þöktum skógi, berfættur!

Ekki hefur verið

staðfest að James

muni taka þátt í

Eurovision 2021.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!