12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Ástralía

Lag:

Flytjandi:

Lag / texti:

Don't Break Me

Montaigne (Jess Cerro)

Montaigne, Anthony Egizii og David Musumeci

Ástralska undankeppnin Australia Decides er orðin ein af stærri og flottari undankeppnunum sem boði eru

á vertíðinni og úrslitakvöldið í Sydney var engin undantekning.

Tíu lög kepptu til úrslita og eftir æsispennandi keppni var það loks söngkonan Montaigne sem hampaði

titlinum, eftir ógleymanlegan flutning á Don´t break me. Kosningin skiptist til helminga á milli sérvalinnar

dómnefndar og símakosningar almennings. Montaigne rústaði dómnefndarkosningunni og hafði 54 stig

upp úr krafsinu, heilum 12 stigum meira en Vanessa Amorosi, sem margir höfðu spáð sigri. Í

símakosningunni var það hins vegar Casey Donovan sem átti hug og hjörtu landa sinna og vann með 60

stig, en Montaigne fylgdi fast á hæla hennar með 53 stig. Á endanum voru samanlögð stig úr dómnefndarog

símakosningunni nóg til að krýna hana sigurvegara kvöldsins.

Montaigne heitir réttu nafni Jessica Alyssa Cerro og er fædd í Sydney árið 1995. Hún hefur verið að gera

sína eigin tónlist síðan hún var 16 ára gömul, og sló í gegn í ástralska indípopp-heiminum, þegar hún gaf út

plötuna Glorious Heights árið 2016 og var tilnefnd til ýmissa verðlauna í kjölfarið og vann t.a.m. verðlaunin

sem besti nýliðinn. Hún hefur að mestu leyti daðrað við indípoppið en það er flókið að skilgreina

tónlistarstílinn hennar alveg í hörgul. Það er allavega smá Florence and the Machine í bland við Robert

Smith úr The Cure í rödd hennar. Montaigne samdi lag og texta sjálf og segir textann endurspegla þá

baráttu við að reyna að halda lífi í ástarsambandi sem er löngu útbrunnið og þá uppgjöf og reiði sem fylgir

því að þurfa að játa sig sigraðan að lokum. Um leið er þetta sjálfsstyrkingaróður sem gefur þau skilaboð að

maður á alltaf að setja sjálfan sig í fyrsta sætið og fjarlægja sjálfan sig úr eitruðum aðstæðum, hversu erfitt

sem það kann að vera.

Montaigne hefur

verið staðfest sem

fulltrúi Ástralíu í

Eurovision 2021.

Hér má finna texta lagsins

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!