Háskólagátt 2020 bæklingur

bifrostuniversity
from bifrostuniversity More from this publisher

HÁSKÓLAGÁTT<br />

- í fararbroddi í fjarnámi


Mótaðu framtíð þína<br />

<strong>Háskólagátt</strong>in þjónar þeim sem uppfylla ekki formleg inntökuskilyrði háskóla og þeim sem þurfa á undirbúningsnámi<br />

að halda og vilja styrkja stöðu sína áður en sótt er um inngöngu í grunnnám háskóla. Nám í <strong>Háskólagátt</strong> býr nemendur<br />

undir nám á háskólastigi í greinum hug- og félagsvísinda og veitir einnig undirstöðumenntun á framhaldsskólastigi<br />

sem eykur samkeppnishæfni einstaklinga á vinnumarkaði.<br />

Fjölbreytt nám - hagkvæmur kostur<br />

Kennslan er sniðin að þörfum fullorðinna og nemendur eru hvattir til að byrja strax að búa sig markvisst undir<br />

það háskólanám sem þeir hyggjast stunda eftir að námi í <strong>Háskólagátt</strong> lýkur. Nemendur vinna með námsefnið á<br />

fjölbreyttan hátt og glíma við raunhæf verkefni þar sem áhersla er lögð á sjálfstæða, skapandi og gagnrýna hugsun.<br />

Þá er mikil áhersla lögð á námstækni, markmiðasetningu, framkomu, tjáningu, verkefnastjórnun og sjálfsmynd<br />

nemenda. Nemendur í <strong>Háskólagátt</strong> njóta sömu réttinda og háskólanemar og eiga fulltrúa í háskólaráði.<br />

Inntökuskilyrði<br />

Til þess að eiga kost á að hefja nám í <strong>Háskólagátt</strong> þurfa umsækjendur að hafa lokið 140 framhaldsskólaeiningum<br />

(f-ein) samkvæmt núgildandi einingakerfi framhaldsskóla. Það jafngildir um 80-90 einingum samkvæmt gamla<br />

einingakerfinu. Auk þess verða umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga í íslensku, stærðfræði og<br />

ensku. Ef umsækjandi uppfyllir ekki inntökuskilyrði en býr yfir töluverðri starfsreynslu gefst honum kostur á að leggja<br />

fram niðurstöður raunfærnimats sem metur jafngilda reynslu og menntun.


Skipulag náms og kennsluaðferðir<br />

Nám í <strong>Háskólagátt</strong> er 62 f-ein og nær yfir tvær annir. Einnig er hægt að bæta þriðju önninni<br />

við (sumarönn) og taka allt að 15 f-ein. Námið hefst á haustönn en á sumarönn gefst kostur á<br />

að bæta við sig allt að 15 f-ein í kjarnagreinum. Sá valkostur er ætlaður nemendum sem þurfa<br />

að bæta við sig námsgreinum til að uppfylla sértæk inntökuskilyrði annarra háskóla. Einnig er<br />

hægt að taka <strong>Háskólagátt</strong> með vinnu, en þá nær námið yfir fjórar annir og er ætlað þeim sem<br />

vilja taka færri námskeið í einu.Einnig getur viðkomandi sótt um að taka viðeigandi áfanga í<br />

fjarnámi við framhaldsskóla með milligöngu Háskólans á Bifröst.<br />

Kennt er í lotum og er hver lota sjö vikur þar sem kennt er í sex vikur og námsmat er í sjöundu<br />

viku. Stuðst er við nútíma kennsluaðferðir, t.a.m. vendikennslu en hún felur í sér að nemendur<br />

fá fyrirlestra á stafrænu formi og sækja síðan umræðu- og verkefnatíma með kennurum.<br />

Í <strong>Háskólagátt</strong> eru kenndar þrjár kjarnagreinar; íslenska, stærðfræði og enska auk fjögurra<br />

áherslugreina; bókfærslu, lögfræði, dönsku og heimspeki. Enn fremur eru kennd stutt námskeið<br />

í námstækni, upplýsingatækni og nýsköpun. Með þessum námskeiðum er leitast við að þjálfa<br />

gagnrýna hugsun og aðferðir sem endurspegla það sem efst er á baugi í háskólamenntun og<br />

atvinnulífi. Námið fylgir aðalnámskrá framhaldsskóla og er unnið í fullu samstarfi við menntaog<br />

menningarmálaráðuneytið.<br />

Fyrir utan hina hefðbundnu <strong>Háskólagátt</strong> þá er einnig hægt að taka <strong>Háskólagátt</strong> með áherslu<br />

á félagsvísindi, þar sem eru færri áfangar í stærðfræði og í stað þeirra, áfangar í almennum<br />

félagsvísindum.


“<strong>Háskólagátt</strong> er bara rosalega góður<br />

grunnur fyrir áfram-haldandi nám,<br />

sérstaklega ef fólk hefur verið lengi<br />

frá námi, þá mæli ég sérstakelga<br />

með þessu. Ég fann það um leið og<br />

ég byrjaði í háskólanáminu að það<br />

sem ég lærði í gáttinni nýttist mér<br />

rosalega vel í þessu áframhaldandi<br />

námi.<br />

“<br />

- Ásmundur Ásmundsson,<br />

nemandi í <strong>Háskólagátt</strong> 2017


<strong>Háskólagátt</strong> með áherslu á verslun og þjónustu<br />

Nám í <strong>Háskólagátt</strong> með áherslu á verslun og þjónustu er fjarnám þar sem áhersla er lögð á hagnýtingu námsins. Námið<br />

hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa innan verslunar og þjónustu. Hægt er að velja um tvær námsleiðir<br />

innan verslunar og þjónustu: Tveggja anna 40 f-eininga nám í verslun og þjónustu og fjögurra anna 80 f-eininga nám<br />

í <strong>Háskólagátt</strong> með áherslu á verslun og þjónustu.<br />

Inntökuskilyrði<br />

Til þess að eiga kost á að hefja nám í <strong>Háskólagátt</strong> með áherslu á verslun og þjónustu þurfa umsækjendur að hafa<br />

lokið 118 framhaldsskólaeiningum (f-ein) samkvæmt núgildandi einingakerfi framhaldsskóla. Það jafngildir um 70<br />

einingum samkvæmt gamla einingakerfinu. Auk þess verða umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga<br />

í íslensku, stærðfræði og ensku á framhaldsskólastigi.<br />

Umsækjendur sem hyggja á tveggja anna nám í verslun og þjónustu þurfa að vera orðnir 20 ára og hafa a.m.k. eins<br />

árs reynslu í faginu.<br />

Skipulag náms og kennsluaðferðir<br />

Fullt nám í <strong>Háskólagátt</strong> með áherslu á verslun og þjónustu er 80 f-einingar, þar af 40 f-einingar í kjarnagreinum<br />

samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskólanna; íslenska, stærðfræði og enska. Sérhæfingin felst í 40 f-eininga fagnámi<br />

verslunar og þjónustu. Fullt nám miðar að því að nemendur uppfylli að námi loknu inntökuskilyrði í viðskiptadeild<br />

Háskólans á Bifröst.<br />

Námið er fjarnám og fer fram í gegnum fjarnámsvef skólans. Kennt er í lotum og er hver lota fimm til sjö vikur.<br />

Nemendur verja einni staðnámslotu í hverri námslotu við verkefnavinnu á Bifröst. Lögð er áhersla á sjálfstæða,<br />

skapandi og gagnrýna hugsun, glímu við raunhæf verkefni og vinnu að lausn vandamála. Námið og reynslan sem því<br />

tengist stuðlar að agaðri hugsun og vinnulagi.


Hvers vegna að velja Bifröst?<br />

› Í fararbroddi í fjarnámi<br />

› Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar<br />

› Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum<br />

› Sterk tengsl við atvinnulífið<br />

› Persónuleg þjónusta<br />

- follow us - on follow social us media on social media<br />

Vertu með okkur<br />

- vertu með - vertu okkur með okkur<br />

#bifrostu<br />

#bifrostu<br />

Nánari upplýsingar á bifrost.is<br />

Háskólinn á Bifröst<br />

311 Borgarnes<br />

Iceland

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!