28.11.2017 Views

Björgunarprinsessan og töfraduftið

Nóvember 2017 www.pabbasogur.com

Nóvember 2017
www.pabbasogur.com

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BJÖRGUNARPRINSESSAN<br />

OG<br />

TÖFRADUFTIÐ


TEXTI<br />

Ásta Kristín Andrésdóttir<br />

Andrés Ásgeir Andrésson<br />

TEIKNINGAR<br />

Ásta Kristín Andrésdóttir<br />

Öll réttindi áskilin<br />

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á<br />

annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild án skriflegs leyfis höfunda.<br />

www.pabbas<strong>og</strong>ur.com<br />

Mosfellsbær<br />

Nóvember 2017


PABBASÖGUR<br />

BJÖRGUNARPRINSESSAN<br />

OG<br />

TÖFRADUFTIÐ


Sólin<br />

Fannar prins í<br />

kastalanum<br />

Einu sinni fyrir ekkert svo voðalega löngu síðan, en<br />

samt pínu, bjuggu prinsessa <strong>og</strong> prins í köstulum sínum.<br />

Kastalarnir voru langt í burtu frá hvor öðrum <strong>og</strong> því<br />

þekktust þau ekki neitt.<br />

En eftir þetta ævintýra þá þekktust þau vel <strong>og</strong> urðu<br />

bestu vinir.


Björg prinsessa í<br />

kastalanum<br />

Og nú hefst ævintýrið, haldið ykkur fast <strong>og</strong> spennið<br />

beltin.


Regnb<strong>og</strong>inn<br />

Einn góðan veðurdag var Fannar prins eitthvað úti í<br />

göngutúr að labba. Hann var dálítið lengi í göngutúr<br />

því hann sá svo flottan regnb<strong>og</strong>a.<br />

Þar sem hann stóð <strong>og</strong> horfði dolfallinn á regnb<strong>og</strong>ann<br />

tók hann ekki eftir stóra andfúla drekanum sem læddist<br />

upp að honum.


Áður en hann gat sagt „tjútilú “ þá var drekinn<br />

búinn að taka hann <strong>og</strong> stinga honum ofan í bakpokann<br />

sinn. Drekinn fór með hann beinustu leið<br />

í hellinn sinn. Drekinn ógurlegi ætlaði nefnilega<br />

að nota Fannar prins fyrir jólatré þessi jólin.


<strong>Björgunarprinsessan</strong><br />

Þegar Björg prinsessa frétti af því að dreki hafi<br />

komið <strong>og</strong> stolið prinsinum ákváð hún að<br />

bjarga honum. Svo hún tók sig til <strong>og</strong> lagði af stað<br />

í björgunarleiðangurinn.


Smá bakgrunnur um Björgu<br />

prinsessu.<br />

(Björg prinsessa er engin venjuleg<br />

prinsessa. Hún er sko björgunarprinsessa.<br />

Hún bjargar bæði fólki<br />

<strong>og</strong> dýrum. Hún er með sítt bleikt<br />

hár sem glóir í myrkri <strong>og</strong> svo<br />

hjálpar hún líka að taka<br />

gullpeningana af ræningjum)<br />

Dúkka<br />

Bangsi<br />

Uppáhaldsdótið hennar<br />

Bjargar<br />

Sólarbangsi


Björg ánægð með sig<br />

Björg prinsessa var búin að ganga í eina mínútu þegar<br />

hún kom að krókódílavatninu ógurlega. Þar voru þrír<br />

risastórir krókódílar sem biðu hennar svangir.<br />

En Björg dó ekki ráðalaus. Hún opnaði bakpokann sinn,<br />

náði þar í verkfæri <strong>og</strong> hófst handa við að smíða sér brú<br />

yfir krókódílavatnið.


Krókódílarnir 3<br />

Brúarsmíðin tókst mjög vel <strong>og</strong> þegar Björg<br />

prinsessa labbaði yfir brúnna þá<br />

kölluðu krókódílarnir: „Viltu ekki bara koma<br />

ofan í vatnið til okkar frekar en að labba á<br />

þessari brú? “ „Nei takk “, svaraði Björg<br />

Prinsessa. Krókódílarnir urðu virkilega reiðir<br />

því þá þuftu þeir að vera svangir áfram.


Sjóræninginn<br />

Hákarlar<br />

Veiðinet<br />

Áfram gekk Björg björgunarprinsessa í leit að Fannari prinsi.<br />

En ekki vildi betur til en að hún kom að sjóræningjasjónum<br />

sem var fullur af sjóræningjaskipum <strong>og</strong> hákörlum.


Björg<br />

Björg snaraði bakpokanum af<br />

bakinu <strong>og</strong> sótti samanbrotna<br />

vindsæng. Hún blés hana upp,<br />

lagðist ofan á hana <strong>og</strong> synti<br />

rólega að einu sjóræningjaskipi.<br />

Hún þurfti að fara mjög<br />

hljóðlega til að sjóræningjarnir<br />

tækju ekki eftir henni.<br />

Hún kom að skipinu <strong>og</strong> klifraði upp veiðinetið. Því næst<br />

henti hún yfir sig hvítu laki <strong>og</strong> sagði “úuuuuhhuuuu íiiiiiíiii”.<br />

Þegar sjóræninginn sá ógurlegan draug koma<br />

labbandi að sér þá pissaði hann í buxurnar <strong>og</strong> stökk út í<br />

sjó af hræðslu.<br />

Núna gat hún stytt sér leið yfir sjóinn með því að sigla á<br />

sjóræningjaskipinu.


Sólin<br />

En ekki var Björg björgunarprinsessa komin yfir allar<br />

hætturnar. Þegar hún var að koma að landi í<br />

sjóræningjaskipinu þá kom hún auga á Ísak <strong>og</strong> Jónatan,<br />

hættulegustu hákarlana í öllum sjónum.<br />

Ísak<br />

Jónatan


Þeir voru svo gamlir að amma hennar hafði sagt henni<br />

sögur af þessum ógurlegu hákörlum þegar hún var lítil.<br />

En amma hennar hafði líka sagt henni að þeir elskuðu<br />

sardínur í dós. Og auðvitað var hún með sardínur í dós<br />

í bakpokanum sínum. Hún opnaði dósirnar <strong>og</strong> gaf Ísaki<br />

<strong>og</strong> Jónatani að borða. Þeir urðu himinlifandi því það var<br />

svo langt síðan að þeir höfðu fengið svona gómsætar<br />

sardínur.<br />

Ísak sagði: „Takk kærlega fyrir sardínurnar, hvað getum<br />

við gert fyrir þig “?<br />

Björg svaraði: „Ef þið gætuð kannski gefið mér far að<br />

landi þá væri það frábært “.<br />

Stuttu seinna stóð Björg ofan á hættulegustu hákörlum<br />

hafsins <strong>og</strong> komst þurr í land.


Hún fann drekafnykinn magnast þegar hún gekk upp<br />

fjallið þar sem ógurlegi drekinn átti heima.<br />

Það var byrjað að rigna <strong>og</strong> hvessa.<br />

Ský<br />

Rigning<br />

Rigning


Töfraduftið<br />

Drekinn<br />

Björg björgunarprinsessa opnaði bakpokann sinn <strong>og</strong><br />

sótti <strong>töfraduftið</strong>. Björg læddist rólega að drekanum <strong>og</strong><br />

setti einn dropa af töfraduftinu á drekann sem sofnaði<br />

samstundis.<br />

Inni í kústaskáp fann hún Fannar prins sem grét af gleði<br />

þegar hann sá Björgu <strong>og</strong> að búið væri að bjarga honum.


Björg <strong>og</strong> Fannar<br />

3 dúfur<br />

Þegar Björg björgunarprinsessa <strong>og</strong> Fannar komu heim<br />

tók mömmur þeirra beggja vel á móti þeim. Þær voru<br />

búnar að baka bananaköku. Þrjár hvítar dúfur flugu í<br />

kringum þau.<br />

Stuttu seinna flutti Fannar prins í kastalann hennar<br />

Bjargar <strong>og</strong> þau bjuggu þar hamingjusöm ...


Risa kastali<br />

Dúkka<br />

Bangsakrútt<br />

... alveg þangað til að þau fluttu. Endir.


PABBASÖGUR<br />

WWW.PABBASOGUR.COM

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!