13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTI16.1.1 ÍþróttirNemendur sem stunda umfangsmikla líkamsþjálfun á vegum sérsambands og/eðaíþróttafélags undir stjórn sérmenntaðs þjálfara, íþróttafræðings eða kennara, samhliðanámi í framhaldsskóla, geta óskað eftir því að skólameistari veiti þeim undanþágu frávissum áföngum eða áfangahlutum í íþróttum, líkams- og heilsurækt.16.1.2 Nemendur með annað móðurmál en íslenskuFramhaldsskólar skulu koma til móts við þarfir nemenda af erlendum uppruna meðíslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag og menningu, liðsinni við heimanám,jafningjastuðningi og öðrum þeim ráðum sem að gagni mega koma. Hver skóli skalsetja sér móttökuáætlun þar sem fram koma helstu atriði um skólastarfið á máli semnemendur og forráðamenn ólögráða nemenda geta skilið. Í móttökuáætlun felst að gerðsé einstaklingsnámskrá sem tekur mið af bakgrunni og tungumálafærni viðkomandi, aðþróa námsaðferðir til að mæta viðkomandi nemendum, að skipuleggja samráð nemendaog starfsmanna skólans og upplýsa með skýrum hætti hvaða stuðning skólinn veitir tildæmis við heimanám og túlkun. Sérstaklega skal huga að þeim nemendum sem íslenskireru en hafa dvalið langdvölum erlendis. Margir þeirra þurfa á hliðstæðri aðstoð að haldaog nemendur af erlendum uppruna.Framhaldsskólum er heimilt að meta móðurmál nemenda til eininga í frjálsu vali eða tileininga í stað annars erlends tungumáls.Miða skal við að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái tækifæri til að viðhaldamóðurmáli sínu sem valgrein óski þeir þess. Framhaldsskólar geta boðið upp á slíkt námí staðnámi eða fjarnámi eða metið nám sem stundað er annars staðar. Viðkomandiframhaldsskóli þarf þá að veita samþykki fyrir náminu óski nemendur eftir að fá slíkt námmetið til eininga. Framhaldsskólar eru ekki ábyrgir fyrir náminu en geta verið tengiliðir,t.d. við gagnasöfn, bókasöfn, félög og annað það sem veitir nemendum aðgang aðkennslu í eigin móðurmáli.Nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku. Samagildir um heyrnarskerta nemendur. Nemendur sem hafa dvalið utan Norðurlanda ágrunnskólaaldri, geta sótt um að taka annað tungumál í staðinn fyrir Norðurlandamál.Nemendur sem fengið hafa undanþágu frá námi í Norðurlandamáli í grunnskóla, getaeinnig fengið undanþágu frá Norðurlandamáli í framhaldsskóla. Þeir skulu þó taka aðragrein í staðinn.80

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!