13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTI14.7.3 Framvinda námsFramhaldsskólum ber að setja fram skýrar verklagsreglur um framvindu nemenda í námi.Þær skulu birtast í skólanámskrá og vera aðgengilegar nemendum, forsjárforeldrum ogforráðamönnum. Reglur um framvindu náms geta verið mismunandi eftir hæfniviðmiðumnáms, á hvaða hæfniþrepi brautin skilar nemendum og hvort nemendur eru orðnirlögráða (18 ára). Reglur um framvindu náms skulu birtar í námsbrautarlýsingu og tekurráðuneytið afstöðu til þeirra þegar brautin er staðfest.14.8 Meðferð gagnaGögn í vörslu skóla sem hafa að geyma persónulegar upplýsingar um nemendur skalfarið með í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga,laga um Þjóðskjalasafn Íslands og ákvæði upplýsingalaga eftir því sem við á. Starfsfólkí framhaldsskólum er bundið trúnaði og óheimilt er að veita persónulegar upplýsingarum lögráða nemendur án samþykkis þeirra eða forsjárforeldra/forráðamanna ef um erað ræða nemendur yngri en 18 ára. Allir framhaldsskólar skulu varðveita upplýsingar umnám nemenda og veita þeim aðgang að þeim upplýsingum. Framhaldsskólar skulu opnaforsjárforeldrum og forráðamönnum, barna yngri en 18 ára aðgang að upplýsingakerfisínu þar sem meðal annars eru birtar einkunnir og skólasókn barna þeirra. Um réttforsjárlauss foreldris til aðgangs að upplýsingum um barn sitt upp að 18 ára aldri fersamkvæmt ákvæðum barnalaga nr. 76/2003. Þegar nemendur hafa náð lögræðisaldri ereinungis heimilt að veita þeim sjálfum, eða þeim sem nemendur veita skriflegt umboð,upplýsingar um mál er varða þá persónulega.Framhaldsskólum er þó heimilt að veita öðrum skólum upplýsingar um einstaka nemendurvegna flutnings þeirra milli skóla eða vegna þess að þeir stunda nám við fleiri en einnskóla eða fræðslustofnun. Einnig er heimilt að veita fræðsluyfirvöldum slíkar upplýsingarí skýrt afmörkuðum tilgangi. Sé um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða skulu þærþó ekki afhentar nema með upplýstu samþykki forsjárforeldra eða lögráða nemenda.Persónuupplýsingar skulu afhentar á öruggan hátt þannig að fyllsta trúnaðar sé gætt.14.9 Reykingar og vímuefniReykingar og önnur tóbaksnotkun er stranglega bönnuð í húsnæði og á lóðframhaldsskóla. Einnig er öll meðferð og neysla áfengis og annarra vímuefna stranglegabönnuð í húsakynnum skóla og á samkomum á þeirra vegum. Jafnan skal hafa sambandvið forsjárforeldra/forráðamenn ólögráða nemenda komi eitthvað upp á í þessum efnum.76

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!