13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTIhámark efnisgjalds. Framhaldsskólar geta boðið upp á nám utan reglubundins daglegsstarfstíma og í fjarkennslu. Í slíkum tilvikum er þeim heimilt að taka gjald af nemendumfyrir hluta launakostnaðar vegna kennslunnar. Ráðuneytið setur á hverjum tíma framnánari reglur um gjaldtöku. Fari nám fram að sumri til er framhaldsskólum heimilt að takagjald af nemendum til að mæta sérgreindum kostnaði sem fellur til vegna kennslunnar.Þá er skólum heimilt að innheimta gjald af nemendum fyrir valkvæða starfsemi, svo semleikhús-, vettvangs- eða safnferðir í tengslum við námið.Heimilt er framhaldsskólum að innheimta gjald fyrir aðra þjónustu sem í boði er og telstekki vera <strong>hluti</strong> af eða leiða af lögbundnu hlutverki skóla. Gjaldið tekur til þátta eins ogútgáfu skírteina (annarra en prófskírteina), aðgangs að þráðlausu neti og tölvuforritum,útgáfu netfangs, gagnapláss, skápaleigu, prentunar, fjölföldunar og bílastæðis.Skólameistari auglýsir gjaldskrá að höfðu samráði við skólanefnd. Gjaldskrá skal aðhámarki miðast við kostnað og skal birta á vef skóla fyrir upphaf innritunartímabils.Mat á námi nemenda, sem farið hefur fram innan íslenska skólakerfisins nýlega ogkrefst ekki umfangsmikillar matsvinnu, skal vera nemendum að kostnaðarlausu.Framhaldsskólum er heimilt að taka hóflegt gjald fyrir umfangsmikla vinnu viðraunfærnimat og mat á námi nemenda. Gjaldskrá fyrir þannig mat skal að hámarkimiðast við kostnað og birt í skólanámskrá.14.7 SkólareglurSkólareglur skulu birtar í skólanámskrá og vera öllum aðgengilegar. Þær skulu geymaákvæði um eftirfarandi þætti:• skólasókn,• hegðun og umgengni,• námsmat, námsframvindu og prófareglur,• viðurlög vegna brota á skólareglum,• reglur um meðferð ágreiningsmála og um beitingu viðurlaga.Við ákvörðun skólameistara um rétt eða skyldu nemenda, svo sem brottvísun úr skóla ífleiri en einn skóladag eða að nemandum sé meinað að sækja kennslutíma í ákveðnu fagieða námsgrein um nokkurt skeið, skal fylgja reglum stjórnsýslulaga um málsmeðferð.Ákvörðun skólameistara er kæranleg til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ummálskot gilda ákvæði VII. kafla stjórnsýslulaga.14.7.1 SkólasóknarreglurFramhaldsskólar skulu veita umsögn um skólasókn nemenda í námsferli og prófskírteini.74

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!