13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Mennta- og menningarmálaráðuneytiINNGANGURAlmennur <strong>hluti</strong> aðalnámskrár framhaldsskóla kveður á um markmið og fyrirkomulagskólastarfs á framhaldsskólastigi. Í námskránni er fjallað um hlutverk aðalnámskrár,almenna menntun og grunnþætti, mat á skólastarfi, nýjar áherslur og nýtt skipulag viðnámskrárgerð á framhaldsskólastigi, samstarf, réttindi, skyldur, skólanámskrá og fleira.Framhaldsskólinn sinnir margþættu hlutverki. Hann á að stuðla að alhliða þroska allranemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemandanám við hæfi. Honum er einnig ætlað að búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinuog frekara nám. Innan veggja framhaldsskólans gefst nemendum því kostur á að veljasér fjölbreyttar námsleiðir sem veita margs konar undirbúning og réttindi á sviði almennsnáms, listnáms, bóknáms og starfsnáms. Náminu lýkur með mismunandi námsgráðum,svo sem framhaldsskólaprófi, prófi til starfsréttinda, stúdentsprófi, iðnmeistaraprófi eðameð öðru lokaprófi. Námsbrautarlýsingar á framhaldsskólastigi taka mið af þessum miklafjölbreytileika. Þær þurfa að mæta kröfum atvinnulífs og næsta skólastigs, um leið ogþær veita nemendum alhliða almenna menntun.Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, færist ábyrgð á námskrárgerð í auknummæli til framhaldsskólanna. Þeim er nú falið að gera tillögur um fyrirkomulag, samhengiog inntak náms í samræmi við viðmið, sniðmát og reglur um gerð námsbrautarlýsinga.Með þessu er framhaldsskólum gefið aukið umboð til að byggja upp nám sem tekur mið afsérstöðu skóla, þörfum nemenda, nærsamfélags og atvinnulífs. Þetta skipulag á jafnframtað veita skólum tækifæri til að bregðast markvisst við þörfum nemenda, samfélags ogatvinnulífs, niðurstöðum rannsókna og gæðaeftirlits. Tillögur um námsbrautir þurfastaðfestingu ráðuneytis til að verða <strong>hluti</strong> af aðalnámskrá framhaldsskóla.Í nýrri námskrá er öllu námi í framhaldsskóla skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annarsvegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu umþekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar fagmennsku. Námsloknámsbrauta eru tengd við hæfniþrep. Lokamarkmið námsbrauta kallast hæfniviðmið ogsegja til um þá hæfni sem stefnt er að nemendur búi yfir við námslok. Við uppbyggingunámsbrauta skulu framhaldsskólar fylgja reglum ráðuneytis en þær birtast meðal annarsí almennum hluta aðalnámskrár.Á framhaldsskólastigi er gert ráð fyrir að taka upp nýtt einingamatskerfi, framhaldsskólaeiningar,sem gefur möguleika á að meta vinnu nemenda í öllu námi. Framhaldsskólaeining(fein.) er mælikvarði á vinnuframlagi nemenda í framhaldsskólum óháð þvíhvort námið er verklegt eða bóklegt og hvort það fer fram innan skóla eða utan. Hvereining samsvarar u.þ.b. þriggja daga vinnu nemenda (6-8 klst/dag).7

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!