13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Mennta- og menningarmálaráðuneytiFORMÁLIÍ þessari námskrá má lesa um þann ramma og aðbúnað fyrir nám og kennslu sem mótasthefur í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga. Innan rammans hafa veriðþróaðir sex grunnþættir sem mynda kjarna menntastefnunnar. Þeir varða starfshætti,inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslenskuskólakerfi. Þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði ogmannréttindi, jafnrétti og sköpun.Miklu skiptir að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkirgetu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur íjafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þessum grunnþáttum er m.a. ætlað að bæta úr því.Mennta þarf hinn almenna borgara nægilega vel til þess að hann geti veitt valdhöfumeðlilegt aðhald, hvort sem þeir eru í fjármálalífinu, stjórnmálum, fjölmiðum eða á öðrumsviðum. Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandikynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna ogskapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.Það eru gömul sannindi og ný að engin raunveruleg þróun verður í skólastarfi nemafyrir tilstuðlan kennara og skólastjórnenda. Lengi má lagfæra menntastefnu, skipulag,námsgögn og skólabyggingar en ef breytingum er ekki fylgt eftir í skólunum skilaþær ekki árangri. Innleiðing nýrrar hugsunar í skólastarfi byggist á góðri samvinnumenntayfirvalda við þá sem bera hitann og þungann af skólastarfinu.Ég ber þá von í brjósti að þessi námskrá hafi farsæl áhrif á skólastarf í landinu á tímumendurreisnar samfélagsins og hvet starfsfólk skóla, foreldra, forráðamenn og nemendurtil að kynna sér vel efni námskrárinnar og starfa í anda hennar.Katrín Jakobsdóttirmennta- og menningarmálaráðherra5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!