13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTITil að öðlast lykilhæfni þurfa nemendum að gefast ríkuleg tækifæri til að fást viðmismunandi viðfangsefni sem tengja má starfsumhverfi og daglegu lífi. Í öllu skólastarfi,bæði í og utan kennslustunda, þarf að styrkja nemendur til að móta sér skoðanir, viðhorfog hæfni bæði almennt og á tilteknum sviðum. Þetta gerir kröfu um að nemendursamþætti þekkingu sína og leikni, um leið og þeir fái tækifæri til að þjálfa félagshæfni,sem byggir á siðgæði og virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti. Gæta verður þesseinnig að nemendur æfist í að tjá skoðanir sínar og skýra verklag á ábyrgan, gagnrýninnog skýran hátt. Náms- og kennsluumhverfi starfsnámsnemanda þarf að vinna að því aðnemendur verði virkir og ábyrgir fagmenn sem búa yfir góðri fagmennsku.6.3 StarfsnámStarfsnám fer yfirleitt bæði fram í skóla og á vinnustað. Stór þáttur námsins felur í sér aðnemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Þjálfunin fer annars vegarfram í verklegu sérnámi skóla undir leiðsögn kennara og hins vegar í vinnustaðanámi eðastarfsþjálfun á vinnustað.Um starfsnám á vinnustað eru ýmist notuð hugtökin vinnustaðanám eða starfsþjálfun.Hér er gengið út frá því að í vinnustaðanámi séu alla jafna gerðar meiri kröfur ummarkvissa, skipulagða fræðslu, leiðsögn og eftirlit en þegar um starfsþjálfun er að ræða.Í starfsþjálfun er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að þjálfa frekar verkþættiog verkferla sem þeir hafa þegar fengið kennslu í. Það er því gert ráð fyrir að þeir getisýnt meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en þegar um vinnustaðanám er að ræða.Vinnustaðanám og starfsþjálfun veita nemendum mikilvæg tækifæri til að hagnýtaþekkingu sína og leikni og öðlast þar með hæfni til þátttöku í atvinnulífinu. Til að stuðlaað markvissu vinnustaðanámi og starfsþjálfun á vinnustað er lögð áhersla á notkunnámsferilsbóka. Um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað eru gerðir samningar ísamræmi við gildandi lög og reglugerðir.40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!