13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTIEins og sjá má gegnir framhaldsskólinn margþættu hlutverki. Hann á að stuðla aðalhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því aðbjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Honum er einnig ætlað að búa nemendur undirþátttöku í atvinnulífinu og frekara nám.Í framhaldsskólum gefst nemendum kostur á að velja sér fjölbreyttar námsbrautir semveita margs konar undirbúning og réttindi á sviði almenns náms, listnáms, bóknáms ogstarfsnáms. Á sumum námsbrautum er megináherslan lögð á virkni nemenda í daglegulífi, undirbúning fyrir frekara nám og störf sem ekki krefjast sérhæfðrar menntunar. Aðrarnámsbrautir hafa þau lokamarkmið að undirbúa nemendur undir sérhæfð störf eðasérhæft nám á næsta skólastigi. Þannig þurfa námsbrautir að mæta kröfum atvinnulífs ognæsta skólastigs um leið og þær tryggja nemendum alhliða almenna menntun. Námsloknámsbrauta geta til dæmis verið framhaldsskólapróf, starfsréttindapróf, stúdentsprófeða önnur lokapróf.Allt nám í framhaldsskóla þarf að fela í sér áherslur hlutverkagreinar laganna. Þaðer á ábyrgð hvers skóla að ákvarða með hvaða hætti þeim er best fundinn staður íviðfangsefnum nemenda og vinnulagi. Líta þarf jöfnum höndum til starfshátta skólanssem inntaks námsins og þurfa þessir tveir meginþræðir að mynda órofa heild í skólastarfi.Allt skólasamfélagið þarf að vera meðvitað um það hlutverk framhaldsskólans að hafavelferð nemenda í fyrirrúmi. Velferð og heilbrigði krefst þess að líkamlegum, andlegum ogfélagslegum þáttum nemenda sé sinnt. Foreldrar ólögráða nemenda bera ábyrgð á uppeldibarna sinna en framhaldsskólar hafa einnig uppeldishlutverk. Þar fer fram mikilvægtmótunarstarf samhliða þjálfun og fræðslu. Uppeldisstarf skóla miðar að því að nemendurverði virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðissamfélagi, virði jafnrétti í samskiptum ogtaki ábyrga afstöðu til eigin velferðar og annarra. Hér skiptir skólabragurinn, samskiptiinnan skóla sem utan og virk þátttaka nemenda í mótun skólasamfélagsins, höfuðmáli.30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!