13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Aðalnámskrá framhaldsskóla <strong>2011</strong> – ALMENNUR HLUTIþjóðfélagshópa. Lýðræði og mannréttindi og heilbrigði og velferð felast þannig ísjálfbærni en eru jafnframt sjálfstæðir grunnþættir menntunar.Menntun til sjálfbærni, jafnréttis, lýðræðis- og mannréttinda miðar að því að börnog ungmenni skilji samfélagið eins og það er og hefur þróast. Jafnframt miðar þessimenntun að því að börn og ungmenni verði fær um að taka þátt í að móta samfélagiðog öðlist þannig sýn til framtíðarinnar og hugsjónir til að beita sér fyrir. Með því að notaorðin og orðasamböndin sjálfbærnimenntun, lýðræðis- og mannréttindamenntun ogjafnréttismenntun er ekki endilega verið að mótað nýjar námsgreinar eða ný námssviðheldur eru orðin notuð til vísbendingar um námsefni og viðhorf sem leggja skal áherslu á.Sköpun er nauðsynlegur þáttur í allri menntun og nær þannig til allra annarra grunnþátta.Sköpun er mikilvægur þáttur í öllu námi og starfi, ekki einungis í listmenntun. Allirgrunnþættirnir eiga sér rætur í gagnrýninni hugsun, ígrundun, vísindalegum viðhorfumog lýðræðislegu gildismati.Þótt grunnþættirnir séu samtvinnaðir hefur hver þeirra sín sérkenni. Þá má þannig notatil að halda utan um markmið skólakerfisins í heild og sérstakar áherslur hvers skóla eðaskólastigs. Grunnþættirnir eru þó ekki nýtt flokkunarkerfi námsþátta heldur skilgreindirtil þess að skerpa markmið skólanna og tengja þau saman. Flest atriði skólastarfs má fellaundir fleiri en einn grunnþátt og mörg þeirra undir hvern þeirra sem er.2.1.1 LæsiLæsi hefur löngum verið tengt við þá kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess aðgeta fært hugsun sína í letur (ritað) og skilið prentaðan texta (lesið). Það hefur snúistum eitt kerfi tákna, prentmálið, og þá menningu og þau tjáningarform sem tengdustþví. Í skólum hafa menn litið svo á að færni á þessu sviði væri fyrst og fremst bundin viðeinstaklinga og hægt væri að mæla hana, sumir væru fluglæsir en aðrir treglæsir eðajafnvel ólæsir.Með tímanum hafa hugmyndir manna um læsi breyst enda hefur fræðafólk í ýmsumgreinum varpað á það ljósi með rannsóknum sínum. Þótt kunnáttumenn séu ekkisammála um allt sem lýtur að læsi má nefna nokkur mikilvæg atriði sem þeir hafa bent á:Læsi snýst um samkomulag manna um málnotkun og merkingu orða í málsamfélagi oger því félagslegt í eðli sínu. Það er háð hefð og er því ekki færni sem einstaklingar getaöðlast og beitt óháð stað og stund, menningu og gildum. Læsi krefst skriffæra, efnis tilað skrifa á og miðils, t.d. bókar, til að koma ritsmíðinni á framfæri og snýst því að hlutatil um tæknimiðla og verkkunnáttu.Þrátt fyrir að læsi snúist um kerfisbundin tákn og miðlunartækni ber að undirstrika aðþað snýst fyrst og fremst um sköpun merkingar og sú merkingarsköpun á sér aldrei staðí tómarúmi. Tvær manneskjur kunna til dæmis að skilja tiltekinn texta á ólíkan máta16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!