13.07.2015 Views

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 : almennur hluti

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Mennta- og menningarmálaráðuneytiGrunnþættirnir fléttast inn í allt skólastarfHugmyndirnar að baki grunnþáttunum eiga að endurspeglast í starfsháttum skóla,samskiptum og skólabrag. Þeir skulu vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma framí inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börnog ungmenni skulu afla sér. Námssvið geta verið sérhæfing í viðfangsefnum skólastarfsþvert á námsgreinar og skólastig.Grunnþættirnir fléttast inn í aðalnámskrár á öllum skólastigum og fyrirmæli hennar umallt skólastarfið:• Efnisval og inntak náms, kennslu og leiks skal mótast af grunnþáttunum.• Starfshættir og aðferðir, sem börn og ungmenni læra, eru undir áhrifumhugmynda sem fram koma í umfjöllun um grunnþættina.• Vinnubrögð kennara og annarra, sem starfa í skólum, eiga að mótast afgrunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun ískólastarfi.• Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig grunnþættirnir hafi settmark sitt á nám, kennslu og leik og skólastarfið í heild.Aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er grunnur að heildstæðrinámskrárgerð í skólakerfinu. Skipulag hvers dags, viku, mánaðar og starfsárs skóla þarfað endurspegla þá heildarsýn sem grunnþættirnir móta. Nauðsynlegt er að nálgastviðfangsefnin á heildstæðan hátt af faglegri víðsýni og eftir atvikum samfaglega. Þaðgetur kallað á óhefðbundna kennsluhætti og nýstárlega nálgun í skólastarfi.Tengsl og eðli grunnþáttannaGrunnþættir menntunar eru settir fram sem sex þættir. Þeir tengjast þó innbyrðis ímenntun og skólastarfi og eru háðir hver öðrum. Með því að hugsa út frá þeim máskapa meiri heildarsýn um skólastarfið. Þeir byggjast á þeirri hugmynd að ekki geti orðiðvirkt lýðræði án læsis á hvers konar táknkerfi og samskiptakerfi samfélagsins. Þeir erueinnig byggðir á því að virkt lýðræði þrífist aðeins ef jafnframt er stuðlað að hvers konarjafnrétti milli einstaklinga og hópa í samfélaginu. Mannréttindi allra verða ekki tryggðnema stuðlað sé að heilbrigði og velferð hvers og eins og baráttu gegn mismunun oghvers konar ofbeldi, þar með töldu einelti.Sjálfbærni snýst um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Sjálfbærni felurí sér virðingu fyrir umhverfinu, ábyrgð, heilbrigði, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti,ekki bara í nútíma heldur og gagnvart komandi kynslóðum. Þannig er óhugsandi aðunnt sé að stuðla að mannréttindum án þess að jafnframt sé leitað eftir sjálfbærni ogjafnvægi í þróun samfélagsins. Sjálfbærni er einnig háð því að hugað sé að jafnrétti15

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!