13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – RafgítarRAFGÍTARÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á rafgítar. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendurþurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistarmeð dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Á eftir verkefnalistunumer prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum oggerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á rafgítarÁ liðnum áratugum hafa fá hljóðfæri notið meiri vinsælda en gítarinn.Hann er vinsæll í klassískri tónlist og djasstónlist en nánast ómissandi írokk-, blús- og popptónlist. Auk þess er hann algengastur undirleikshljóðfæravið alþýðusöng.Miðað við flest önnur hljóðfæri á rafgítarinn sér stutta sögu. Fyrstuheimildir um rafgítar eru frá 1932 og fyrsta upptaka frá 1938. Það vareinkum þörfin fyrir hljómsterkari gítar í stórsveitum sem varð til þess aðrafgítarinn var fundinn upp. Ólíkt klassískum gítar, sem er meðnælonstrengjum, eru stálstrengir í rafgítarnum. Hljóð frá strengjunum ernumið af „pick up“ gítarsins sem breytir því í rafbylgjur sem síðan erusendar með snúru í gítarmagnara þar sem hægt er að hafa áhrif á tóninnog magna upp hljóðið nánast endalaust. Tilgangur tækninnar er aðhljóðfæraleikarinn öðlist annars vegar góðan og persónulegan tón en hinsvegar breytilegan tón, viðeigandi fyrir ólíka tónlistarstíla. Mikilvægt er þvíað gítarnemendur öðlist haldgóða þekkingu á mögnurum, jaðartækjum ogtónbreytum. Oftast er leikið á rafgítar með gítarnögl en einnig meðfingrum og stöku sinnum með fiðluboga eða með ýmsum öðrumóhefðbundum ásláttaraðferðum.Margir rafgítarleikarar byrja að spila ungir að aldri og flestir nemendurgeta notað venjulegan rafgítar frá um það bil 10 ára aldri. Til eru rafgítararí barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf og það eru sjaldan vönduðhljóðfæri. Rafgítarleikarar byrja oft ekki í hefðbundnu námi fyrr en þeirhafa leikið á hljóðfærið í nokkur ár. Þeir eru því oft nokkuð vel að sérvarðandi algengustu hljóma en hafa yfirleitt litla eða enga reynslu ínótnalestri er þeir hefja nám. Nauðsynlegt er að taka mið af þessu íkennslunni. Einnig er mikilvægt að kenna nemendum rétta líkamsbeitinguog að varast alla spennu í líkamanum þegar leikið er.66

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!