13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Rytmísk tónlist – PíanóPÍANÓÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á píanó og hljómborð. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinnaþriggja megináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Íþessum köflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið semnemendur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á píanó og hljómborðPíanóið er yngra hljóðfæri en margur hyggur, aðeins rúmlega tveggja aldagamalt. Tilurð þess byggist þó á nokkurra aldra þróun ýmissa annarrahljómborðshljóðfæra. Vinsældir píanós eru miklar og sækist fólk á öllumaldri eftir að nema píanóleik. Algengast er að námið hefjist um 8 ára alduren með ákveðnum kennsluaðferðum geta nemendur byrjað fyrr.Margir píanónemendur, sem hefja rytmískt píanónám, hafa áður stundaðklassískt nám um lengri eða skemmri tíma. Ekkert er þó því til fyrirstöðuað stunda píanónám með rytmísku sniði allt frá upphafi.Segja má að píanóið hafi tvöfalt hlutverk í rytmískri tónlist. Annars vegarer það algengt undirleikshljóðfæri og því er mikilvægt fyrir píanónemendurað tileinka sér góða og fjölbreytta raddsetningu hljóma oghljómasambanda, allt frá upphafi námsins. Þekkingu á þessu sviði þarf aðauka jafnt og þétt á námsferlinu ásamt samleiksþjálfun með öðrumundirleikshljóðfærum. Á hinn bóginn gegnir píanóið einleikshlutverki,bæði í hljómsveitum og við aðstæður þar sem píanóleikari leikur einn ogóstuddur. Spunaþjálfun er því ekki síður mikilvæg í gegnum allt námið enþekkingu og þroska á þessu sviði þarf að auka markvisst í gegnum alltnámið.Auk hins hefðbundna píanós hafa rafpíanó og hljóðgervlar af ýmsumgerðum orðið snar þáttur í veröld píanóleikara í rytmískri tónlist. Æskilegter að nemendur á efri stigum rytmísks píanóleiks kynnist rafhljómborðum,þar á meðal Rhodes-píanóum og Hammond-orgelum, og möguleikumþeirra ásamt eiginleikum magnara, hljóðkerfa, tónbreyta ogannarra jaðartækja.35

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!