13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Rytmísk tónlist – TónfræðanámAðbúnaður og umhverfi í tónlistarskólum getur haft mikil áhrif ánámsárangur nemenda og á viðhorf og líðan allra sem í skólunum starfa. Íkennslustofum þar sem tónfræðagreinakennsla í rytmískri tónlist fer framþarf að huga að nægilegu rými til samleiks nemenda. Einnig ernauðsynlegt að viðeigandi hljóðfæra- og tækjakostur sé til staðar, svo sempíanó eða hljómborð og magnarar fyrir gítar og bassa. Þá er mikilvægt aðhljómflutningstæki séu til staðar. Í kafla um námsumhverfi í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 57–58, og í viðauka á bls. 68–72 erað finna umfjöllun um húsnæði og búnað tónlistarskóla.GrunnnámGert er ráð fyrir að nemendur í rytmísku námi ljúki hefðbundnu almennugrunnprófi í tónfræðum en þar er um samþætt nám að ræða. Ljúka þarfgrunnprófi til að hefja tónfræðanám í rytmískri tónlist.Í grunnnámi er lagður almennur grunnur að tónheyrn, hlustun oggreiningu og tónfræðilegum þekkingaratriðum. Ítarlega umfjöllun umgrunnnám í tónfræðagreinum er að finna í námskrá í tónfræðagreinum 99 .MiðnámÞó að gert sé ráð fyrir að nemendur í rytmísku tónlistarnámi stundihefðbundið grunnnám í tónfræðagreinum ásamt öðrum tónlistarskólanemummá benda á þann möguleika að stærri skólar eða skólar, semsérhæfa sig í rytmískri tónlist, safni nemendum í grunnnámi í rytmískritónlist saman í sérstaka tíma. Þessir nemendur þurfa augljóslega að násömu markmiðum og aðrir grunnnámsnemendur í tónfræðagreinum enæskilegt gæti verið að veita þeim meiri þjálfun og stuðning varðanditónstiga, hljóma og tónheyrn sem nýtist þeim í hljóðfæranáminu. Annarmöguleiki er að nemendur í rytmísku námi stundi grunnnám í tónfræðagreinummeð öðrum nemendum en að boðið sé upp á viðbótartónfræðagreinatíma,sérstaklega fyrir þá, þar sem unnið væri með efni semstyður hljóðfærakennslu og samleik. Tekið skal fram að tónlistarskólum erhvorki skylt að bjóða upp á viðbótarnám né sérhæft nám í tónfræðagreinumfyrir grunnnámsnema í rytmískri tónlist.Rytmískt tónfræðanám hefst í miðnámi og er gert ráð fyrir að sú kennslasé samþætt. Áhersla er á djasshljómfræði og hagnýta notkun hennar tilspuna en einnig á tónheyrn, hlustun og þau almennu tónfræðiatriði semekki var lokið í grunnnámi. Mikilvægt er að nemendur í rytmískutónlistarnámi sæki tónfræðatíma reglulega á öllum námstímanum eins ogaðrir miðnámsnemar. Fyrir þá sem ljúka miðnámi opna lok miðnáms dyr99Þ.e. aðalnámskrá tónlistarskóla – tónfræðagreinar (2005)237

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!