13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – TónfræðanámTÓNFRÆÐANÁMÍ þessum hluta námskrár í rytmískri tónlist er fjallað um nám ítónfræðagreinum. Fyrst er gerð grein fyrir skipulagi tónfræðanáms írytmískri tónlist. Í kjölfarið fylgir nánari umfjöllun um hvern hinna þriggjanámsáfanga, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Enn fremur eru prófkröfurskilgreindar og fyrirkomulag prófa kynnt. Að síðustu er umfjöllunum tónfræðagreinar sem aðalnámsgrein í rytmísku tónlistarnámi.Nám í tónfræðagreinum er órjúfanlegur hluti af námi í rytmískri tónlist.Hljómrænn skilningur, heyrnarþjálfun, greining, söguleg þekking ogskapandi starf eru nauðsynlegar undirstöður haldgóðrar menntunar áþessu sviði ekki síður en í klassísku tónlistarnámi. Því er mikilvægt aðtónlistarskólar hugi vel að námsframboði og sýni metnað á þessu sviði.Skipulag tónfræðanámsTónlistarskólar starfa við mismunandi aðstæður og skipulag þeirra geturverið með ýmsum hætti. Skólastjórnendur og kennarar einstakra skólaákvarða hvaða leiðir eru valdar til að ná markmiðum aðalnámskrártónlistarskóla, þ.m.t. markmiðum tónfræðahluta námskrár í rytmískritónlist.Gert er ráð fyrir að tónfræðanám í rytmískri tónlist fari fram í hóptímumsé þess nokkur kostur. Stærð hópa getur verið breytileg eftir skipulaginámsins. Mikilvægt er að tónfræðanám tengist hljóðfærakennslu og þeimviðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni í hljóðfæranámi. Gagnkvæmtengsl af þessu tagi geta verið með ýmsum hætti, allt eftir aðstæðum ogáherslum á hverjum stað.Inntaki námskrár og markmiðum námsins má ná eftir ólíkum leiðum. Séuaðstæður til reglubundinnar hópkennslu ekki fyrir hendi kunna aðrarleiðir að vera færar, svo sem nám í tengslum við hljóðfærakennslu,einstaklingsnám í tónfræðagreinum, námskeiðaform og fjarkennsla. Íöllum tilfellum er þó nauðsynlegt að fylgja inntaki og markmiðum náms írytmískum tónfræðagreinum.Mikilvægt er að nám í tónfræðagreinum og hljóðfæranám myndi einaheild. Til að svo megi verða þarf að huga að heildarskipulagningu ogmarkvissri samvinnu innan skólans. Brýnt er að í skólum séu þróaðaraðferðir til að styðja við slíkt samstarf svo að tryggja megi að nemendur fáiheildstæða kennslu í tónfræðum og hljóðfæraleik.236

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!