13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – Almennur hlutiNÁMSMAT OG PRÓFÍ þessum kafla og næstu tveimur er fjallað um námsmat í tónlistarskólum.Í þessum kafla eru almennar ábendingar um námsmat og í næsta kafla ergerð grein fyrir áfangaprófum í tónlistargreinum.Námsmat er öll viðleitni til að afla sem öruggastrar vitneskju um árangurskólastarfs og hvernig nemendum hefur tekist að ná settum markmiðum.Megintilgangur námsmats er að bæta nám og kennslu. Í því felst ekki sístað afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja.Námsmat á meðal annars að veita nemendum, foreldrum/forráðamönnumþeirra og kennurum upplýsingar um námsgengi nemenda,einkum frammistöðu, framfarir, ástundun og sókn að settum markmiðum.Þá þarf námsmat að gefa vísbendingar um það hvort námsmarkmið hafiverið raunhæf og kennsluaðferðir við hæfi. Enn fremur er mikilvægt að afnámsmati sé unnt að draga ályktanir um það hvort skólastarfið er ísamræmi við námskrár og yfirlýst markmið skólans.Almennt um námsmatMikilvægt er að mat á árangri kennslu og framvindu náms sé fastur liður ískólastarfi. Með því að meta stöðu nemenda í upphafi námstímabils mámeðal annars fá gagnlegar upplýsingar sem auðvelda skipulag kennslu ogstuðla að markvissu námi.Mat á námi verður að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt.Reglulega þarf að meta alla þætti námsins, svo sem áhuga, virkni,skilning, þekkingu og leikni, í samræmi við vægi þeirra í náminu.Markmið tónlistarnáms eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til aðná þeim. Því er nauðsynlegt að matsaðferðir séu fjölbreytilegar og ísamræmi við eðli settra markmiða. Skólastjóri og kennarar bera ábyrgð ánámsmati innan hvers skóla, bæði einstökum þáttum þess og þeimaðferðum sem beitt er.Suma námsþætti hentar að meta með prófum. Niðurstöður prófa veitaupplýsingar um það hvernig nemendum hefur tekist að leysa tiltekinviðfangsefni á ákveðnum tíma samkvæmt markmiðum og skilgreindumkröfum námskrár. Annars konar aðferðir kunna að henta betur þegar metaþarf aðra þætti námsins. Til að veita upplýsingar um langtímaframfarirgetur verið heppilegt að nota umsagnir eða dagbók um námsframvindu19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!