13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriBLÁSTURS-, STROK- OG ÖNNURHLJÓÐFÆRIÍ þessum kafla er fjallað um nokkur atriði varðandi rytmískt tónlistarnámá blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri en þau sem eiga sérstaka námskrárkaflaí þessu riti. Langalgengust þessara hljóðfæra í rytmísku námi erusaxófónn, trompet og básúna. Gert er ráð fyrir að rytmískt tónlistarnám áþessi hljóðfæri og önnur, sem heyra undir þennan kafla, hefjist í miðnámiog að nemendur hafi áður lokið hefðbundnu grunnprófi.Nokkur atriði varðandi nám á blásturs-, strok- og önnurhljóðfæriUpphaf náms í rytmískri tónlist á blásturs- og strokhljóðfæri er meðnokkrum öðrum hætti en nám á önnur hljóðfæri sem fjallað er um í þessarinámskrá. Vegna eðlis blásturs- og strokhljóðfæra er ekki algengt að nemendurhefji tónlistarnám sitt í rytmískri tónlist heldur með hefðbundnumhætti. Hér er því gert ráð fyrir að rytmískt nám á blásturs- og strokhljóðfærihefjist í miðnámi enda nauðsynlegt að nemendur hafi náðgrundvallartökum á hljóðfærunum áður en rytmískt tónlistarnám hefst.Vísað er til almennra klassískra námskráa varðandi grunnnám á þau hljóðfærisem hér um ræðir en einnig varðandi ýmis sértæk mál á öllumnámsstigum sem lúta að hverju hljóðfæri fyrir sig, svo sem upphaf náms,tónmyndun, tækni og tónsvið, leikmáta og hraða tónstiga.Hér eru, fyrir blásturs- og strokhljóðfæri, birt sameiginleg markmið,tónstiga- og hljómakröfur auk dæma um prófverkefni, annars vegar viðlok miðnáms og hins vegar við lok framhaldsnáms. Sameiginleg verkefniog kröfur helgast af spunaeðli tónlistarinnar og þeirri staðreynd aðaðferðir og leiðir eru að mestu óháðar hljóðfærum og eðli þeirra. Aftur ámóti er vísað í klassískar greinanámskrár viðkomandi hljóðfæra varðandisértæk hljóðfæratæknileg mál. Þar er einnig fjallað um byrjunaraldur,stærðir og gerðir hljóðfæra. Mikilvægt er því að nemendur og kennarar írytmísku tónlistarnámi á þau hljóðfæri, sem hér um ræðir, séu velkunnugir og noti jöfnum höndum námskrá í rytmískri tónlist og klassískanámskrá viðkomandi hljóðfæris.GrunnnámÞó að ekki sé gert ráð fyrir að rytmískt tónlistarnám á þau hljóðfæri, semhér um ræðir, hefjist fyrr en í miðnámi má benda á að verkefnaval íhefðbundnu grunnnámi er sveigjanlegt og getur meðal annars innifalið189

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!