13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – TrommusettTROMMUSETTÍ þessum hluta rytmískrar námskrár er fjallað um nokkur atriði varðandinám á trommusett. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggja megináfanganámsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessum köflumeru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendur þurfaað hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistar meðdæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Á eftir verkefnalistunumer prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum og gerð greinfyrir flutningsmáta tækniæfinga fyrir trommusett.Nokkur atriði varðandi nám á trommusettTrommusettið telst vera ungt hljóðfæri þó að einstakir hlutar þess eigi sérflestir langa sögu. Með tilkomu bassatrommupedala um aldamótin 1900varð mögulegt fyrir einn trommuleikara að gegna hlutverki tveggja meðþví að leika á sneriltrommu og bassatrommu samtímis. Þar var kominnkjarni hljóðfærisins sem síðan hefur verið í stöðugri þróun en um 1930 tóktrommusettið á sig þá mynd sem er ríkjandi í dag með pedölum fyrir báðafætur auk margvíslegra tromma og gjalla sem leikið er á með mismunandisleglum. Eftir því sem stílbrigðum rytmískrar tónlistar hefur fjölgað hefursérhæfing orðið meiri með tilheyrandi fjölbreytileika hljóðfærisins. Ummiðbik 20. aldar fór að koma fram kennsluefni fyrir trommusettið og hefursú útgáfa aukist æ síðan. Í dag er framboð af bókum og myndefni orðiðmjög fjölbreytt.Þungamiðja þessarar námskrár er trommusettsleikur samkvæmt afrískamerískuhefðinni en jafnframt er klassískur sneriltrommuleikur mikilvægurgrundvallarþáttur í öllu náminu. Einnig er afrísk-latnesku handslagverkigerð nokkur skil.Aðalhljóðfæri í grunn-, mið- og framhaldsnámi eru trommusett ogsneriltromma. Í grunnnámi er gert ráð fyrir að nemendur nái að aukitökum á algengustu slagverkshljóðfærum, s.s. hristum, tambúrínum oghandtrommum. Einnig er æskilegt að nemendur kynnist helstu klassískuásláttarhljóðfærunum eftir því sem aðstæður leyfa. Í mið- og framhaldsnámiaukast kröfur á handslagverk, s.s. congatrommur, timbales og spilatækniá viðkomandi hljóðfæri. Bent er á að hóptímar geta verið heppilegurvettvangur fyrir kennslu á ofangreind aukahljóðfæri.Eðli málsins samkvæmt hefur trommusettið sérstöðu hvað varðartónmálsþáttinn meðal annarra hljóðfæra og söngs sem falla undir námskrá147

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!