13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Rytmísk tónlist – Almennur hlutiÞÆTTIR Í HLJÓÐFÆRA- OGTÓNFRÆÐANÁMI Í RYTMÍSKRITÓNLISTMeginviðfangsefni tónlistarskóla er nám og kennsla í hljóðfæraleik, söngog tónfræðum. Í aðalnámskrá tónlistarskóla er kveðið á um að við loktiltekinna námsáfanga þurfi nemendur að uppfylla ákveðnar samræmdarkröfur um hæfni í þessum greinum. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreytnií starfi tónlistarskóla og að tekið sé tillit til margbreytilegra áhugasviðanemenda, getu þeirra og þroska.HljóðfæranámHljóðfæranám í rytmískri tónlist er tvíþætt, annars vegar þurfa nemendurað ná góðum tæknilegum tökum á hljóðfærum sínum á sambærilegan háttog nemendur í hefðbundnu tónlistarnámi. Hins vegar snýst námið umþjálfun í spuna og fjölmörgum öðrum atriðum sem greina rytmíska tónlistfrá annarri tónlist.VerkÍ rytmískri tónlist felst flutningur verka annars vegar í túlkun laglínu oghins vegar í spuna. Fyrir nemendur á hljómahljóðfæri kemur einnig tilflutningur hljómagangs í undirleik. Trommuleikur byggir á öðrumforsendum sem skilgreindar eru í viðeigandi kafla síðar í þessu riti.Í grunnnámi geta viðfangsefni nemenda spannað vítt svið rytmískrartónlistar og ekki eru gerðar kröfur um ákveðnar stíltegundir. Í mið- ogframhaldsnámi er hins vegar gert ráð fyrir að djasstónlist sé nokkurs konarburðarás í náminu og að vægi hennar sé ekki minna en helmingurviðfangsefna. Ástæður þessa eru meðal annars þær að kennsla djasstónlistará sér lengri og meiri hefð og felur í sér skýrari námsframvindumöguleikaen aðrar gerðir rytmískrar tónlistar. Benda má á að djass ermjög vítt hugtak og sú þekking og reynsla, sem nemendur öðlast í djasstengdunámi, nýtist í víðu samhengi. Þá má benda á að framboðkennsluefnis er mun meira en í öðrum gerðum rytmískrar tónlistar.Mikilvægt er að laglínur séu fluttar á sannfærandi hátt og meðpersónulegum blæ. Undirleikur þarf að vera rytmískur, vel raddsettur ogstílrænt viðeigandi. Spuni er þungamiðja rytmísks tónlistarnáms. Það eruþví ekki síst hljómrænar forsendur og spunamöguleikar laga sem ráða12

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!