13.07.2015 Views

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

Aðalnámskrá tónlistarskóla : rytmísk tónlist [Eingöngu á rafrænu formi]

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

AÐALNÁMSKRÁ TÓNLISTARSKÓLARYTMÍSK TÓNLISTMENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2010


EFNISYFIRLITFormáli .......................................................................................................... 9Nám í rytmískri tónlist ................................................................................... 10Upphaf náms ......................................................................................... 10Tengsl við nám í klassískri tónlist .......................................................... 11Þættir í hljóðfæra- og tónfræðanámi í rytmískri tónlist ................................. 12Hljóðfæranám ........................................................................................ 12VerkSafnlistarUppritÆfingarTónstigar og hljómarUtanbókarnámNótnalesturSpuniTónsmíðarHeildarsvipurSamleikur ............................................................................................... 16Tónfræðanám ........................................................................................ 16Tengsl hljóðfæra- og tónfræðanáms ..................................................... 17Nótnaheiti og hljómatákn ....................................................................... 17Námsmat og próf .......................................................................................... 19Almennt um námsmat ............................................................................ 19Áfangapróf .................................................................................................... 22Skipulag og tilgangur ............................................................................. 22Samræming mats og prófdæming ......................................................... 22Einkunnagjöf og lágmarkseinkunn ........................................................ 22Prófskírteini ............................................................................................ 23Lengd prófa ............................................................................................ 23Almennar prófreglur – hljóðfæra- og tónfræðapróf ................................ 23Prófreglur – hljóðfærapróf ...................................................................... 24Prófreglur – tónfræðapróf ...................................................................... 25Grunnpróf tónlistarskóla ........................................................................ 25HljóðfæraprófTónfræðapróf3


Miðpróf tónlistarskóla ............................................................................. 26HljóðfæraprófTónfræðaprófFramhaldspróf tónlistarskóla ................................................................. 27HljóðfæraprófTónfræðaprófTónleikarNámslokSkýringar við einstaka prófþætti á áfangaprófum .................................. 29Verk og safnlistarUppritÆfingarTónstigar og hljómarVal – grunnprófVal – miðprófVal – framhaldsprófÓundirbúinn nótnalesturHeildarsvipurStigspróf ........................................................................................................ 34Skipulag ................................................................................................. 34Prófdæming og einkunnagjöf ................................................................. 34Píanó ............................................................................................................. 35Nokkur atriði varðandi nám á píanó og hljómborð ................................. 35Upphaf náms á hljómborð ..................................................................... 36Grunnnám .............................................................................................. 36Markmið í grunnnámiRaddsetning hljóma og hljómferlaVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 44Markmið í miðnámiRaddsetning hljóma og hljómferlaVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 55Markmið í framhaldsnámiRaddsetning hljóma og hljómferlaVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldspróf4


Rafgítar ......................................................................................................... 66Nokkur atriði varðandi nám á rafgítar .................................................... 66Grunnnám .............................................................................................. 67Markmið í grunnnámiVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 73Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 80Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldsprófTónstigar og hljómar – dæmi ................................................................. 89GrunnprófMiðprófFramhaldsprófKontrabassi ................................................................................................... 97Nokkur atriði varðandi nám á kontrabassa ............................................ 97Grunnnám .............................................................................................. 97Markmið í grunnnámiVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 104Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 112Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldsprófRafbassi ........................................................................................................ 122Nokkur atriði varðandi nám á rafbassa .................................................. 122Grunnnám .............................................................................................. 122Markmið í grunnnámiVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 129Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðpróf5


Framhaldsnám ....................................................................................... 137Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldsprófTónstigar og hljómar – dæmi ................................................................. 145Trommusett ................................................................................................... 147Nokkur atriði varðandi nám á trommusett ............................................. 147Víbrafónn ............................................................................................... 148Náms- og prófþættir á trommusett ......................................................... 149VerkTaktbrigðalistiSneriltrommaTækniæfingarValNótnalesturHeildarsvipurHandslagverkGrunnnám .............................................................................................. 151Markmið í grunnnámiVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 160Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 172Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldsprófUndirstöðuæfingar í grunnnámi ............................................................. 186Undirtstöðuæfingar í miðnámi ............................................................... 187Undirstöðuæfingar í framhaldsnámi ...................................................... 188Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri ............................................................... 189Nokkur atriði varðandi nám á blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri ........ 189Grunnnám .............................................................................................. 189Miðnám .................................................................................................. 190Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 197Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldspróf6


Söngur .......................................................................................................... 207Nokkur atriði varðandi nám í söng ......................................................... 207Grunnnám .............................................................................................. 208Markmið í grunnnámiVerkefnalisti í grunnnámiGrunnprófMiðnám .................................................................................................. 215Markmið í miðnámiVerkefnalisti í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 224Markmið í framhaldsnámiVerkefnalisti í framhaldsnámiFramhaldsprófTónfræðanám ............................................................................................... 236Skipulag tónfræðanáms ......................................................................... 236Grunnnám .............................................................................................. 237Miðnám .................................................................................................. 237Markmið í miðnámiMiðprófFramhaldsnám ....................................................................................... 244DjasshljómfræðiTónheyrnDjass- og rokksagaValgreinMarkmið í framhaldsnámiFramhaldsprófTónfræðanám sem aðalnámsgrein ............................................................... 253Inntökuskilyrði ........................................................................................ 253Samsetning námsins ............................................................................. 253TónsmíðarÚtsetningarTölvutækniLokatónleikarMarkmið ................................................................................................. 254TónsmíðarÚtsetningarTölvutækniLokatónleikarNámslokNámsmat og próf ................................................................................... 256Mat á lokatónleikum7


Lagasöfn og spunabækur ............................................................................. 258Lagasöfn ................................................................................................ 258Bækur um spuna ................................................................................... 260Tónstigar ....................................................................................................... 266Kirkjutóntegundir .................................................................................... 263Ýmsar tóntegundir ................................................................................. 2648


FORMÁLIAðalnámskrá tónlistarskóla skiptist annars vegar í almennan hluta og hinsvegar í greinanámskrár fyrir einstök hljóðfæri og námsgreinar í tónlistarskólum.Námskrárnar miðast við þá skipan tónlistarnáms sem mælt erfyrir um í almennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla.Í almennum hluta aðalnámskrár eru hlutverk og meginmarkmið tónlistarskólaskilgreind. Náminu er skipt í þrjá námsáfanga, grunnnám, miðnámog framhaldsnám, og lögð áhersla á samræmt námsmat við lok áfanganna.Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði einstakra skóla,skapandi starf og samvinnu í skólastarfi.Aðalnámskrá tónlistarskóla er ætlað að tryggja fjölbreytni en jafnframt aðstuðla að samræmingu þeirra námsþátta sem aðalnámskrá tekur til, bæðiinnan einstakra tónlistarskóla og á milli skóla.Almenn atriði varðandi námsþætti og námsmat er að finna í almennumhluta aðalnámskrár. Þar er einnig að finna umfjöllun um áfangapróf,þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur,prófdæmingu og einkunnagjöf. Því er mikilvægt er að allir, sem hlut eigaað máli, kynni sér almennan hluta aðalnámskrár tónlistarskóla vandlega.Í almennum hluta aðalnámskrár er mælst til þess að tónlistarskólarskilgreini starfssvið sitt í eigin skólanámskrám. Við þá námskrárgerð erhverjum skóla ætlað að taka mið af stefnumörkun aðalnámskrár tónlistarskólaásamt því að sinna sérhæfðum og staðbundnum markmiðum.9


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiNÁM Í RYTMÍSKRI TÓNLISTHugtakið rytmísk tónlist er safnheiti yfir djass, rokk og skyldar tónlistartegundirsem ekki teljast til klassískrar tónlistar í almennri merkingu þesshugtaks. Miðað er við að nám í rytmískri tónlist sé eins upp byggt og lútisömu lögmálum og annað tónlistarnám sem skilgreint er í aðalnámskrátónlistarskóla en viðfangsefni eru að miklu leyti önnur.Viðfangsefni nemenda í rytmísku námi geta verið margvísleg og ættu allargerðir rytmískrar tónlistar, þ.m.t. djass, popp, rokk og ólíkar gerðir heimstónlistar,að geta rúmast innan námsins eftir óskum nemenda, áherslumog aðstæðum á hverjum stað. Æskilegt er að nemendur í grunnnámikynnist eins fjölbreyttri rytmískri tónlist og kostur er. Í mið- og framhaldsnámier aukin áhersla lögð á djasstónlist sem nokkurs konar þungamiðju ínáminu þó að áfram sé rúm aðrar gerðir rytmískrar tónlistar. Ástæðurþessa eru meðal annars mun lengri kennsluhefð og meira námsefnisframboðí djasstónlist en í öðrum gerðum rytmískrar tónlistar. Þá mábenda á að við lok framhaldsnáms er gert ráð fyrir að nemendur séu undirþað búnir að takast á við háskólanám í rytmískri tónlist en víðast hvar erslíkt nám mjög djassmiðað.Í námskrá í rytmískri tónlist eru sett fram sameiginleg meginmarkmiðhinna þriggja ólíku námsstiga, grunnnáms, miðnáms og framhaldsnáms,fyrir öll hljóðfæri. Í þessari námskrá er einnig að finna sértæk markmið ogprófkröfur fyrir eftirfarandi hljóðfæri: píanó, rafgítar, kontrabassa,rafbassa, söng og trommusett. Nám á blásturs-, strok- og önnur hljóðfæribyggist annars vegar á sameiginlegum markmiðum þessara hljóðfæra oghins vegar á sértækum markmiðum hefðbundinna greinanámskráaviðkomandi hljóðfæra.Umfjöllun um tónfræðagreinar í rytmísku tónlistarnámi birtist í sérstökumkafla en gert er ráð fyrir sérhæfðu tónfræðagreinanámi fyrir nemendur írytmískri tónlist frá upphafi miðnáms.Upphaf námsNám í rytmískri tónlist getur hafist á ýmsum aldri. Sumir nemendur hefjatónlistarnám með rytmísku sniði en aðrir stunda hefðbundið tónlistarnámáður en rytmískt nám hefst. Þá er ótalinn sá hópur sem kynnist rytmískritónlist meðfram hefðbundnu tónlistarnámi eða alfarið upp á eigin spýtur.Þessi fjölbreytti bakgrunnur og ólíki aldur nýnema í rytmískri tónlist10


Rytmísk tónlist – Almennur hlutikallar á sveigjanleika í námsframboði og kröfum, einkum í fyrri hlutanámsins.Í ljósi þessa er boðið upp á tvær grundvallarleiðir til að hefja nám írytmískri tónlist, annars vegar geta nemendur stundað rytmískt nám frábyrjun og hentar þessi leið t.d. vel fyrir nemendur á rafgítar, bassa ogtrommur. Hins vegar er mögulegt, að nemendur, sem lokið hafa almennugrunnprófi á sitt hljóðfæri, hefji rytmískt tónlistarnám í miðnámi. Þessileið á vel við eðli blásturs- og strokhljóðfæra.Tengsl við nám í klassískri tónlistAlmennt er gert ráð fyrir að nemendur í íslenskum tónlistarskólum stundiannaðhvort hefðbundið tónlistarnám eða nám í rytmískri tónlist. Í báðumtilfellum eru megináfangarnir þrír, grunnnám, miðnám og framhaldsnám.Mögulegt er að skipta á milli námsleiða, þ.e. að fara frá klassísku námi yfirí rytmískt og öfugt. Nemandi, sem lokið hefur klassísku grunnprófi, þarfekki nauðsynlega að taka rytmískt grunnpróf áður en hann tekst á viðmiðnám í rytmískri tónlist. Við lok miðnáms þarf hann hins vegar að hafanáð öllum markmiðum rytmískrar námskrár bæði í grunn- og miðnámi ogmá því gera ráð fyrir að námstíminn lengist sem því nemur. Hið samagildir að sjálfsögðu um nemanda sem fer frá rytmískri tónlist yfir íklassíska.Á sama hátt getur nemandi, sem lokið hefur miðprófi í einum tónlistarstíl,farið beint í framhaldspróf í öðrum að því gefnu að öllum markmiðumfyrri áfanga beggja stíla hafi verið náð. Bent er á að ekkert er þó því tilfyrirstöðu að nemandi, sem lokið hefur einu áfangaprófi, taki sama próf íöðrum tónlistarstíl telji kennari og nemandi það heppilegt.Ofangreindar reglur eiga ekki við ef nemandi skiptir um hljóðfæri. Íslíkum tilfellum þarf alltaf að byrja frá grunni.11


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiÞÆTTIR Í HLJÓÐFÆRA- OGTÓNFRÆÐANÁMI Í RYTMÍSKRITÓNLISTMeginviðfangsefni tónlistarskóla er nám og kennsla í hljóðfæraleik, söngog tónfræðum. Í aðalnámskrá tónlistarskóla er kveðið á um að við loktiltekinna námsáfanga þurfi nemendur að uppfylla ákveðnar samræmdarkröfur um hæfni í þessum greinum. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreytnií starfi tónlistarskóla og að tekið sé tillit til margbreytilegra áhugasviðanemenda, getu þeirra og þroska.HljóðfæranámHljóðfæranám í rytmískri tónlist er tvíþætt, annars vegar þurfa nemendurað ná góðum tæknilegum tökum á hljóðfærum sínum á sambærilegan háttog nemendur í hefðbundnu tónlistarnámi. Hins vegar snýst námið umþjálfun í spuna og fjölmörgum öðrum atriðum sem greina rytmíska tónlistfrá annarri tónlist.VerkÍ rytmískri tónlist felst flutningur verka annars vegar í túlkun laglínu oghins vegar í spuna. Fyrir nemendur á hljómahljóðfæri kemur einnig tilflutningur hljómagangs í undirleik. Trommuleikur byggir á öðrumforsendum sem skilgreindar eru í viðeigandi kafla síðar í þessu riti.Í grunnnámi geta viðfangsefni nemenda spannað vítt svið rytmískrartónlistar og ekki eru gerðar kröfur um ákveðnar stíltegundir. Í mið- ogframhaldsnámi er hins vegar gert ráð fyrir að djasstónlist sé nokkurs konarburðarás í náminu og að vægi hennar sé ekki minna en helmingurviðfangsefna. Ástæður þessa eru meðal annars þær að kennsla djasstónlistará sér lengri og meiri hefð og felur í sér skýrari námsframvindumöguleikaen aðrar gerðir rytmískrar tónlistar. Benda má á að djass ermjög vítt hugtak og sú þekking og reynsla, sem nemendur öðlast í djasstengdunámi, nýtist í víðu samhengi. Þá má benda á að framboðkennsluefnis er mun meira en í öðrum gerðum rytmískrar tónlistar.Mikilvægt er að laglínur séu fluttar á sannfærandi hátt og meðpersónulegum blæ. Undirleikur þarf að vera rytmískur, vel raddsettur ogstílrænt viðeigandi. Spuni er þungamiðja rytmísks tónlistarnáms. Það eruþví ekki síst hljómrænar forsendur og spunamöguleikar laga sem ráða12


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiþyngdarstigi þeirra. Þessar forsendur eru að mestu leyti óháðarhljóðfærum. Þess skal gæta að viðfangsefni séu fjölbreytt og að yfirferðverkefna í hverjum námsáfanga sé viðunandi áður en hugað er aðáfangaprófi.SafnlistarÍ heimi rytmískar tónlistar er nauðsynlegt að kunna talsverðan fjölda lagasem aðrir kunna líka. Af þessum sökum er mikilvægt að í náminu sé jafntog þétt aukið við lagakunnáttu og haldið við því sem áður hefur veriðlært. Mælt er með því að halda skrá yfir þau lög sem lærð hafa verið enjafnframt getur verið hentugt að gera lista yfir lög sem æskilegt er talið aðlæra. Eðlilegt er að lögin séu einföld í upphafi en þyngist eftir því semlengra dregur í náminu. Miðað er við að sá lagafjöldi, sem bætist við fráeinum námsáfanga til annars, sé af þyngdarstigi hins nýja áfanga.Æskilegt er að nemendur kynnist íslenskri tónlist bæði djassi og annarskonar rytmískri tónlist og ekkert er því til fyrirstöðu að hún sé með ásafnlistum, enda þótt alþjóðleg tónlist ætti að vera í meirihluta eðli málsinssamkvæmt. Miðað er við að einungis útgefin tónlist, hvort heldur er ánótum eða hljóðriti, teljist gjaldgeng á lista.Miðað er við að djasstónlist sé að minnsta kosti helmingur laga á safnlistavið lok mið- og framhaldsnáms en í grunnnámi eru ekki gerðar kröfur umviðfangsefni í tilteknum stíltegundum.UppritUpprit er þýðing á enska orðinu transcription og vísar til niðurritunar eðautanbókarlærdóms á hljóðrituðum spunaköflum þekktra tónlistarmanna.Tilgangurinn með slíku er að þroska tilfinningu fyrir hendingamótun,hryntilfinningu, stíl, tón, lagrænu flæði, skilningi á línubyggingu oghljómrænu innihaldi í spuna. Auk þess þroskar starf af þessu tagi tóneyraog nótnaritun.Að minnsta kosti fjórar leiðir eru til að hafa gagn af uppritun. Hugsanlegter að læra einleikskafla utan að án þess að rita hann niður. Einnig erhugsanleg að rita niður án þess að læra utan að. Í þriðja lagi er mögulegtað vinna með upprit úr útgefnum bókum. Í fjórða lagi er hugsanlegt aðrita niður eða læra utan að gagnlega styttri búta úr lengri sólóum. Hafa mágagn af öllum þessum aðferðum, hverri fyrir sig eða blöndun þeirra.Eðlilegt er að upprit verði lengri og meira krefjandi eftir því sem lengradregur í náminu.13


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiUpprit eru flutt á mið- og framhaldsprófum. Á miðprófi geta nemendurvalið um hvort þeir flytja eigið eða útgefið upprit. Í báðum tilfellum skalflutningurinn þó vera utanbókar en uppritinu skilað til prófdómara. Áframhaldsprófi er miðað við að nemendur flytji upprit sem þeir hafi unniðsjálfir, lært utan að og skrifað niður. Þegar um eigið upprit nemanda er aðræða skal skila snyrtilega frágengnu uppriti með nótum og hljómatáknumtil prófdómara í prófinu.Erfitt er að setja algilda viðmiðun varðandi lengd upprita, hvort heldur erí tíma eða <strong>formi</strong>, þar sem innihaldið getur verið mjög miskrefjandi. Ímiðnámi má þó til viðmiðunar nefna u.þ.b. tvo kórusa af 32 takta lag<strong>formi</strong>(þ.e. 64 taktar), 5–6 kórusa af 12 takta blús<strong>formi</strong> eða sambærilega lengd. Íframhaldsnámi má miða við u.þ.b. þrjá kórusa af 32 takta lag<strong>formi</strong> eða 8–9kórusa af 12 takta blús<strong>formi</strong> eða sambærilega lengd.Meginatriði er að heildarflutningur nemandans sé sannfærandi. Í þeimtilvikum, sem heppileg verkefni fara út fyrir getustig nemandans, mábenda á þann möguleika að spila stöku nótur eða hendingar áttund ofareða neðar en fyrirmyndin ef viðkomandi einleikskafli gerir of miklarhljóðfæratæknilegar kröfur miðað við námsstig nemandans.ÆfingarGóðar æfingar (etýður) stuðla að markvissri uppbyggingu hljóðfæratæknien taka auk þess á túlkunaratriðum, svo sem hendingamótun, styrk ogblæbrigðum. Miðað er við að nemendur í rytmísku námi fáist við sömueða sambærilegar æfingar og nemendur í hefðbundnu tónlistarnámi ásama hljóðfæri. Annaðhvort má nýta klassískar æfingar eða sambærilegaræfingar af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarf að gæta þess að þauverkefni, sem valin eru, séu skrifuð sem æfingar.Tónstigar og hljómarFjölmörg atriði þjálfast með markvissri æfingu tónstiga og hljóma, meðalannars tækni, tónmyndun, inntónun og tónsvið. Síðast en ekki síst erutónstigar og hljómar byggingarefni tónlistar og hráefni til spuna og þvígrundvallarþáttur í rytmísku tónlistarnámi. Í ljósi þessa er mikilvægt aðnemendur skilji uppbyggingu tónstiga og hljóma og þekki notagildi þeirratil spuna. Regluleg vinna með tónstiga og hljóma er því undirstaðaframfara á ýmsum sviðum.UtanbókarnámSterk hefð er fyrir því að rytmísk tónlist sé leikin utanbókar. Þetta helgastmeðal annars af forsendum spunans og þeirri staðreynd að form oglaglínur eru alla jafna styttri en í klassískri tónlist. Í náminu er því eðlilegt14


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiað leggja áherslu á utanbókarlærdóm þó ekki sé nauðsynlegt að öllverkefni, sem fengist er við, séu lögð á minnið. Nauðsynlegt er aðnemendur læri tónstiga og hljóma utanbókar frá upphafi náms.NótnalesturNótnalestur í rytmískri tónlist felst annars vegar í hefðbundnum nótnalestriog hins vegar í lestri hljómatákna. Hljómatáknin eru undirstaðaspuna en nemendur á hljómahljóðfæri nýta þau einnig til undirleiks.Markviss þjálfun í nótnalestri er mikilvægt grundvallaratriði í tónlistarnámi,m.a. til að nemendur geti greiðlega tileinkað sér tónlist og tekið þáttí samspili. Mikilvægt er að nemendur læri að góður nótnalestur felureinnig í sér skilning og túlkun ýmissa leiðbeinandi orða og tákna.Óundirbúinn nótnalestur þarf að æfa reglubundið í kennslustundum ogheimanámi. Til þess þarf að velja efni eftir getu hvers og eins. Miða má viðverkefni sambærileg þeim sem nemendur hafa fengist við í hljóðfæranámieinu til þremur árum áður. Á sama hátt er nauðsynlegt að nemendur, semleika á tónflutningshljóðfæri, s.s. trompet og saxófón, þjálfist reglulega ítónflutningi, einkum nótna sem skrifaðar eru fyrir C-hljóðfæri.SpuniSnarstefjun eða spuni er þungamiðja í djasstónlist og mikilvægur þáttur íöðrum gerðum rytmískrar tónlistar. Spuni er því afar mikilvægur þáttur íöllu rytmísku tónlistarnámi sem ber að sinna jafnt í einkakennslu,tónfræðagreinum og samspili. Leiðsögn í spuna þarf að vera fyrir hendifrá upphafi námsins og gæta þarf að eðlilegri framvindu varðandi þennannámsþátt allan námstímann.TónsmíðarTónsmíðar eru eðlilegur hluti starfssviðs flestra hljóðfæraleikara sem fástvið rytmíska tónlist. Því er mjög æskilegt að nemendur fái örvun tiltónsmíða, jafnvel allt frá upphafi námsins. Vægi þessa námsþáttar geturverið breytilegt og veltur meðal annars á áhuga nemandans og áherslumskólans.HeildarsvipurHluti tónlistarnáms felst í því að læra að flytja tónlist á öruggan ogsannfærandi máta, undirbúa og setja saman efnisskrá. Jafnframt ernauðsynlegt að leiðbeina nemendum um örugga og viðeigandi framkomu,ekki síst á tónleikum og á prófum. Þjálfa þarf nemendur reglulega í öllumþessum atriðum. Markviss kennsla á þessu sviði nýtist öllum nemendum15


Rytmísk tónlist – Almennur hlutisíðar, hvort sem þeir verða tónlistarmenn eða hasla sér völl á öðrumsviðum.Eftir því sem lengra miðar í náminu vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem og prófum, þyngra. Hér átt við aðraþætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt er aðreglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara en meðvaxandi áherslu á frumkvæði og sjálfstæði nemandans. Stefnt skal að þvíað við lok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrirheildstæðum, sannfærandi og persónulegum tónleikum.SamleikurSamspil er grundvallaratriði í rytmísku tónlistarnámi. Samspilskennslatengir saman ólíka þræði rytmísks tónlistarnáms, svo sem einkakennslu ogtónfræðagreinar, og að vissu leyti má segja að iðkun samleiks sé lokatakmarkí rytmísku tónlistarnámi. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt aðnemendur stundi samspil á hverju ári og gjarnan í fleiri en einumsamspilshópi.Mikilvægt er að tónlistarskólar leggi metnað í samspilsstarf, bjóði upp áólíka samspilshópa og eins breitt úrval rytmískrar tónlistar og mögulegt ereftir aðstæðum og áherslum á hverjum stað. Nauðsynlegt er aðsamspilshópar starfi reglulega, þ.e. allt skólaárið, og þeim gefist kostur ákoma fram bæði innan og utan skólans. Bent er á þann möguleika aðskólar á nærliggjandi svæðum sameinist um stærri samleikshópa, svo semstórsveitir og kóra, en einnig kann að vera heppilegt að skólar með litlarytmíska starfsemi sameinist um litla samspilshópa.TónfræðanámÍ aðalnámskrá eru fleirtöluorðin tónfræði og tónfræðagreinar notuð semsamheiti fyrir ýmsar greinar, svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn,tónlistarsögu, tónsmíðar og snarstefjun. Tölvunám tengt tónlist telst einnigtil tónfræðanáms, hvort heldur tölvan er notuð til tónsköpunar, nótnaritunar,sem tóngjafi eða upptökutæki. Miðað er við að nemendur írytmísku tónlistarnámi stundi hefðbundið grunnnám en frá og meðmiðnámi sé um sérhæft tónfræðanám að ræða.Þó að gert sé ráð fyrir að nemendur í rytmísku tónlistarnámi stundihefðbundið grunnnám í tónfræðagreinum ásamt öðrum tónlistarskólanemummá benda á þann möguleika að stærri skólar eða skólar, semsérhæfa sig í rytmískri tónlist, safni nemendum í grunnnámi í rytmískritónlist saman í sérstaka tíma. Þessir nemendur þurfa augljóslega að ná16


Rytmísk tónlist – Almennur hlutisömu markmiðum og aðrir grunnnámsnemendur í tónfræðagreinum enæskilegt gæti verið að veita þeim meiri þjálfun og stuðning varðanditónstiga, hljóma og tónheyrn sem nýtist þeim í hljóðfæranáminu. Annarmöguleiki er að nemendur í rytmísku námi stundi grunnnám í tónfræðagreinummeð öðrum nemendum en auk þess sé nemendum í rytmískritónlist boðið upp á sérstaka tíma þar sem unnið væri með efni sem styðurhljóðfærakennslu og samleik. Tekið skal fram að tónlistarskólum er hvorkiskylt að bjóða upp á viðbótarnám né sérhæft nám í tónfræðagreinum fyrirgrunnnámsnema í rytmískri tónlist.Í miðnámi er eins og áður segir gert ráð fyrir sérhæfðu tónfræðanámi írytmískri tónlist. Miðað er við að um samþætta kennslu tónfræðagreina séað ræða. Í framhaldsnámi er aftur á móti gert ráð fyrir að tónfræðagreinarséu kenndar aðskildar. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að einstakir skólarsamþætti tvær eða fleiri tónfræðagreinar svo lengi sem markmiðumnámskrár er mætt.Nauðsynlegt er að tónfræðanám tengist fjölbreyttri rytmískri tónlist afýmsu tagi. Þó er gert ráð fyrir að djasstónlist, aðferðir hennar og leiðir séuþungamiðja í náminu. Um inntak og námsþætti er nánar fjallað í kafla umtónfræðagreinar síðar í þessu riti.Nauðsynlegt er að tónlistarskólar, sem bjóða upp á rytmískt hljóðfæranámí mið- og framhaldsnámi, bjóði upp á viðeigandi tónfræðagreinarsamkvæmt þessari námskrá.Tengsl hljóðfæra- og tónfræðanámsTengsl hljóðfæra- og tónfræðanáms eru afar mikilvæg í rytmísku tónlistarnámi.Ýmsir námsþættir, svo sem tónheyrn, hljómrænn skilningur ogspunatækni, þjálfast bæði í tónfræðagreinum, samspili og hljóðfæranámi.Þekking, sem aflað er á einum stað, styður framvindu á öðrum. Í rytmískutónlistarnámi eru þessi tengsl annars eðlis og áþreifanlegri en í öðrutónlistarnámi.Nótnaheiti og hljómatáknÍ heimi rytmískrar tónlistar hafa þróast aðrar hefðir varðandi nótna- oghljómaheiti en þær sem þekktar eru úr klassískri tónlist. Hefðir rytmískrartónlistar mótast af málsvæðum enskrar tungu en hafa náð heimsútbreiðsluá síðustu áratugum. Í rytmískri tónlist er nótan H almennt kölluð B ognótan B kölluð Bb (Bes). Þetta er raunin í nánast öllu útgefnu efni semvarðar rytmíska tónlist víðast hvar í heiminum. Til hægðarauka ogeinföldunar er því notast við alþjóðlegar hefðir rytmískrar tónlistar íþessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla.17


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiÝmsar leiðir eru til að rita hljóma með bókstafstáknum. Ólíkar aðferðir ogekki fullkomlega samræmdar hafa þróast í mismunandi heimshlutum ogþví miður er ekki til eitt samræmt kerfi fyrir alla heimsbyggðina. Því ermikilvægt að nemendur þekki algengustu aðferðir og skilji þá hugsun semað baki liggur.18


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiNÁMSMAT OG PRÓFÍ þessum kafla og næstu tveimur er fjallað um námsmat í tónlistarskólum.Í þessum kafla eru almennar ábendingar um námsmat og í næsta kafla ergerð grein fyrir áfangaprófum í tónlistargreinum.Námsmat er öll viðleitni til að afla sem öruggastrar vitneskju um árangurskólastarfs og hvernig nemendum hefur tekist að ná settum markmiðum.Megintilgangur námsmats er að bæta nám og kennslu. Í því felst ekki sístað afla upplýsinga sem hjálpa nemendum við námið, örva þá og hvetja.Námsmat á meðal annars að veita nemendum, foreldrum/forráðamönnumþeirra og kennurum upplýsingar um námsgengi nemenda,einkum frammistöðu, framfarir, ástundun og sókn að settum markmiðum.Þá þarf námsmat að gefa vísbendingar um það hvort námsmarkmið hafiverið raunhæf og kennsluaðferðir við hæfi. Enn fremur er mikilvægt að afnámsmati sé unnt að draga ályktanir um það hvort skólastarfið er ísamræmi við námskrár og yfirlýst markmið skólans.Almennt um námsmatMikilvægt er að mat á árangri kennslu og framvindu náms sé fastur liður ískólastarfi. Með því að meta stöðu nemenda í upphafi námstímabils mámeðal annars fá gagnlegar upplýsingar sem auðvelda skipulag kennslu ogstuðla að markvissu námi.Mat á námi verður að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt.Reglulega þarf að meta alla þætti námsins, svo sem áhuga, virkni,skilning, þekkingu og leikni, í samræmi við vægi þeirra í náminu.Markmið tónlistarnáms eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til aðná þeim. Því er nauðsynlegt að matsaðferðir séu fjölbreytilegar og ísamræmi við eðli settra markmiða. Skólastjóri og kennarar bera ábyrgð ánámsmati innan hvers skóla, bæði einstökum þáttum þess og þeimaðferðum sem beitt er.Suma námsþætti hentar að meta með prófum. Niðurstöður prófa veitaupplýsingar um það hvernig nemendum hefur tekist að leysa tiltekinviðfangsefni á ákveðnum tíma samkvæmt markmiðum og skilgreindumkröfum námskrár. Annars konar aðferðir kunna að henta betur þegar metaþarf aðra þætti námsins. Til að veita upplýsingar um langtímaframfarirgetur verið heppilegt að nota umsagnir eða dagbók um námsframvindu19


Rytmísk tónlist – Almennur hlutinemenda. Vel hentar einnig að nota gátlista, 1 umsagnir og aðrar huglægaraðferðir þegar meta á skapandi vinnu nemenda, þátttöku í samleik ogsamsöng, framkomu á tónleikum, yfirferð viðfangsefna og fjölbreytni íverkefnavali. Við námsmat má jafnframt beita ýmiss konar tækjabúnaði.Til dæmis má nefna hljóð- og myndupptökur sem gagnlegar eru við margskonar námsmat. Þær má meðal annars nota til að safna upplýsingum umvirkni og samvinnu nemenda, leikni þeirra, skilning og afrakstur skapandistarfs. Upptökur geta auk þess nýst vel við sjálfsmat nemenda. Ummeðferð þess efnis, sem þannig er safnað, gilda sömu reglur og um önnurnámsmatsgögn, þar á meðal þau lög er á hverjum tíma gilda umpersónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og þær reglur sem settareru með stoð í þeim lögum.Formlegt mat á námsárangri fer fram með prófum. Annars vegar eruáfangapróf og lúta þau ákveðnum reglum, sjá nánar í næsta kafla. Hinsvegar eru próf sem skólar hafa frjálsar hendur um, svo sem stigspróf, sjánánar bls. 34, könnunarpróf og vorpróf.Sjálfsmat nemenda, sem byggist á gagnrýninni hlustun og þekkingu, ernauðsynlegur hluti af vinnuferli í öllu tónlistarnámi. Einnig getasamræður milli nemenda og kennara um einstök verkefni eða námið íheild flokkast undir námsmat.Starfsmönnum tónlistarskóla ber að gera nemendum og foreldrum/forráðamönnum vandlega grein fyrir því mati sem fram fer í skólanumeigi sjaldnar en árlega.Óski nemandi eða foreldri/forráðamaður eftir skriflegri umsögn um stöðunemanda í námi er tónlistarskólum skylt að verða við slíkri beiðni.Umsagnir og annan vitnisburð 2 þarf að setja fram á skýran og ótvíræðanhátt þannig að ekki fari á milli mála við hvað er átt. Ef vitnisburður ergefinn með tölum er nauðsynlegt að útskýra hvað þær merkja og hvernigþær eru fengnar. Sama á við ef notaðir eru bókstafir.Skólum er frjálst að ákveða með hvaða hætti niðurstöður námsmats erubirtar nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Æskilegt er aðsamræma framsetningu vitnisburðar innan hvers skóla.1Atriðalisti þar sem skráð er hvort nemandi hefur náð tökum á tilteknum þáttum í náminu. Ágátlista með matskvarða skráir kennari mat sitt á ákveðnum eiginleikum út frá fyrirframgefnumviðmiðunum.2Átt er við einkunn í víðasta skilningi, t.d. í <strong>formi</strong> talna, bókstafa eða orða.20


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiFlytjist nemandi milli skóla er það á ábyrgð viðtökuskóla að meta stöðuhans í námi. Þetta á við um nemendur sem ekki hafa lokið áfangaprófi eðaeru staddir milli áfangaprófa í námi sínu.21


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiÁFANGAPRÓFVið lok grunnnáms, miðnáms og framhaldsnáms skulu nemendur þreytaáfangapróf, annars vegar í hljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum.Ekki er nauðsynlegt að nemendur ljúki báðum hlutum áfangaprófs á samaári en nemandi getur ekki þreytt miðpróf fyrr en grunnprófi er að fullulokið. Sömuleiðis þarf að ljúka báðum hlutum miðprófs áður enframhaldspróf er tekið. Til að ljúka framhaldsprófi þarf nemandi að haldasjálfstæða tónleika innan eða utan skólans auk þess að standast próf íhljóðfæraleik og tónfræðagreinum.Skipulag og tilgangurTilgangur áfangaprófa er fjölþættur. Prófunum er ætlað að skera úr umhvort og að hve miklu leyti nemendur uppfylla ákveðnar samræmdarkröfur um hæfni. Þeim er einnig ætlað að afla upplýsinga um nám ogkennslu á vissum sviðum innan tónlistarskóla, meta frammistöðunemenda í samræmi við markmið og kröfur aðalnámskrár og geranemendum grein fyrir eigin frammistöðu í hverjum prófþætti. Enn fremureru prófin lokapróf í viðkomandi áfanga innan tónlistarskólans.Áfangapróf í hljóðfæraleik geta farið fram hvenær sem er skólaársins. Gerter ráð fyrir að nemendur þreyti próf þar sem þeir stunda nám en skólumer þó heimilt að sameinast um prófstað eða prófstaði sé það hagkvæmara.Samræming mats og prófdæmingTil að tryggja samræmi, hlutlaust mat og þar með sem áreiðanlegastarniðurstöður á áfangaprófum í hljóðfæraleik skulu utanaðkomandi prófdómarardæma prófin. 3 Miðað er við að einungis sérþjálfaðir prófdómarará sviði rytmískrar tónlistar dæmi áfangapróf í rytmískri tónlist. Þessirprófdómarar dæma próf á öll hljóðfæri, jafnt grunnpróf, miðpróf semframhaldspróf. Því er ekki gert ráð fyrir sérhæfingu prófdómara eftirhljóðfærum og námsstigum.Einkunnagjöf og lágmarkseinkunnÁ áfangaprófum í hljóðfæraleik skal bæði gefa skriflegar umsagnir umhvern prófþátt og einkunn í tölustöfum (einingum). 4 Frammistaðanemanda í sérhverjum prófþætti er metin til eininga allt að tilgreindu3Frekari útfærsla á samræmingu mats og prófdæmingu er í höndum Prófanefndar tónlistarskóla.4Í tónlistarskólum er hugtakið einingar notað við mat á frammistöðu nemenda og útreikningeinkunna á hljóðfæraprófum.22


Rytmísk tónlist – Almennur hlutihámarki. Samanlagður hámarkseiningafjöldi allra prófþátta á hverju prófier 100 einingar og skal gefið í heilum einingum. Einkunn er reiknuð áþann hátt að deilt er í heildareiningafjölda með 10. Nota skal hundraðeininga kvarða og tilgreina einkunn með tölunum 1 til 10 og einumaukastaf, t.d. gefa 79 einingar einkunnina 7,9. Gerð er grein fyrir vægiprófþátta í umfjöllun um einstök áfangapróf á bls. 25–29. Til að standastáfangapróf þarf nemandi að ná samtals 60 einingum í hljóðfæraleik semsamsvarar lágmarkseinkunn 6,0 og jafnframt að hljóta sömu lágmarkseinkunní tónfræðagreinum. Sjá nánar á bls. 25–29.PrófskírteiniPrófskírteini, sem notuð eru á áfangaprófum, eru tvenns konar. Annarsvegar eru vitnisburðarblöð þar sem fram koma einkunnir og umsagnirfyrir viðkomandi prófhluta og hins vegar áfangaprófsskírteini áneinkunna og umsagna. Vitnisburðarblöð skulu afhent nemanda að loknumhverjum prófhluta. Áfangaprófsskírteini eru afhent þegar nemandi hefurlokið áfangaprófi að öllu leyti.Lengd prófaTil að tryggja að próftími fari ekki fram úr hófi eru sett viðmið umhámarkslengd áfangaprófa. Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófií hljóðfæraleik, öðrum en prófum á trommusett, fari ekki fram yfir 30 mínútur,próftími á miðprófi ekki fram yfir 50 mínútur og framhaldspróf takiekki lengri tíma en eina klukkustund. Heildarpróftími á grunnprófi átrommusett getur verið allt að 40 mínútur en á mið- og framhaldsprófum átrommusett er sami við miðunartími og á öðrum mið- og framhaldsprófum.Í öllum tilfellum er átt við heildarpróftíma og gert ráð fyrir aðallir prófþættir, þar með talinn flutningur tónstiga og hljóma, valþáttur ogóundirbúinn nótnalestur, ásamt eðlilegum hvíldartíma milli prófþátta,rúmist innan gefinna tímamarka.Almennar prófreglur – hljóðfæra- og tónfræðapróf1. Kennarar bera faglega ábyrgð á undirbúningi nemenda og á því aðmeta hvenær þeir eru tilbúnir til að þreyta áfangapróf í hljóðfæraleikog tónfræðum.2. Það ræðst eingöngu af heildareinkunn allra prófþátta í hljóðfæraleikog tónfræðum hvort nemandi stenst próf eða ekki. Til að standastáfangapróf þarf nemandi að ná samtals 60 einingum í hljóðfæraleiksem samsvarar lágmarkseinkunn 6,0 og jafnframt að hljóta sömulágmarkseinkunn í tónfræðagreinum. 55Til að standast framhaldspróf í tónfræðagreinum þarf lágmarkseinkunnina 6,0 í hverri grein, sjánánar í kafla um tónfræðagreinar síðar í þessu riti.23


Rytmísk tónlist – Almennur hluti3. Kennurum ber að útskýra fyrir nemendum og foreldrum/forráðamönnumhvað niðurstöður hljóðfæra- og tónfræðaprófa merkja.4. Komi til ágreinings um einkunnagjöf eiga nemandi og foreldri/forráðamaðurrétt á að fá ítarlegar útskýringar á forsendum og niðurstöðummats, bæði í hljóðfæra- og tónfræðaprófum.Prófreglur – hljóðfærapróf1. Við val prófverkefna skal kennari gæta þess að lengd prófsins sé ísamræmi við tímamörk aðalnámskrár. Miðað er við að prófverkefniséu leikin til enda.2. Kennari skal gæta þess að þyngd prófverkefna sé í samræmi viðkröfur námskrár.3. Fylgja skal fyrirmælum námskrár um fjölda, inntak og umfangprófþátta. Þannig getur t.d. eitt langt verk ekki komið í stað tveggjastyttri og einstakir kaflar sama tónverks ekki talist aðskildir prófþættir.4. Fylgja skal fyrirmælum námskrár varðandi tónstiga og hljóma semundirbúnir skulu fyrir hvert áfangapróf. Á prófi velur prófdómari hvaðatónstigar og hljómar eru leiknir.5. Nemandi ræður röð prófþátta.6. Áfangapróf skulu einungis dæmd af utanaðkomandi prófdómurum.7. Gæta skal þess að sami prófdómari dæmi ekki mörg ár í röð í samaskóla.8. Kennari skal leggja verkefnalista prófsins fyrir prófdómara fyrir upphafprófs. Einnig skal á öllum prófum fylgja safnlisti og upprit á miðprófi ogframhaldsprófi.9. Uppfylli verkefnaval prófsins ekki ákvæði viðeigandi námskrár að matiprófdómara ber honum að skila skriflegri athugasemd til Prófanefndartónlistarskóla sem getur ákveðið að ógilda próf að hluta eða öllu leyti.10. Prófdómari er ábyrgur fyrir því að nemandi fái hæfilegt prófverkefni íóundirbúnum nótnalestri.11. Kennara er heimilt að vera viðstaddur áfangapróf enda hafi hann ekkiáhrif á niðurstöður prófdómara.12. Prófdómari dæmir frammistöðu nemandans á prófi án tillits tilhugsanlegra skýringa eða athugasemda.13. Prófdómara ber að gera nemendum grein fyrir mati sínu á hverjumþætti prófsins með skriflegri umsögn og tölum, bæði hvað vel var gertog hvað betur hefði mátt fara.14. Prófdómari skal vera viðstaddur framhaldsprófstónleika og gefaskriflega umsögn um frammistöðu nemandans. Sé þess nokkur kosturskal það vera sami prófdómari og dæmdi framhaldspróf viðkomandinemanda.24


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiPrófreglur – tónfræðapróf1. Tónfræðapróf í miðnámi er skriflegt, verklegt og munnlegt.2. Framhaldspróf í djasshljómfræði er skriflegt og verklegt, framhaldsprófí tónheyrn er skriflegt og munnlegt, framhaldspróf í djass- og rokksöguer skriflegt. Alla jafna skal prófa í valgrein til framhaldsprófs en gerðprófs eða annars námsmats veltur á eðli valgreinar.3. Það ræðst eingöngu af meðaleinkunn allra prófþátta hvort nemandistenst próf eða ekki. Til að standast miðpróf í tónfræðum þarfeinkunnina 6,0. Til að standast framhaldspróf í tónfræðum þarfeinkunnina 6,0 í eftirtöldum greinum, hverri fyrir sig: djasshljómfræði,tónheyrn, djass- og rokksögu og einni valgrein. Til að standastframhaldspróf í tónfræðum sem aðalgrein þarf einkunnina 6,0 í hverrieftirtalinna greina: tónsmíðum, útsetningu og tölvutækni.4. Miðpróf skal fara fram að vori, samkvæmt nánari ákvörðun Prófanefndartónlistarskóla.5. Próftími miðprófs skal auglýstur í upphafi hvers skólaárs.6. Miðpróf skal samið á vegum Prófanefnd tónlistarskóla.7. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd og fyrirgjöf munnlegra ogverklegra prófþátta fylgja miðprófi. Skólastjórar í einstökum skólumbera ábyrgð á að framkvæmd og fyrirgjöf sé í samræmi viðleiðbeiningar og fyrirmæli Prófanefndar.8. Skriflegar úrlausnir nemenda á miðprófi, ásamt einkunn úrmunnlegum prófþáttum, skal senda Prófanefnd sem annast yfirferð ogsendir niðurstöður til viðkomandi skóla.9. Framhaldspróf skal fara fram að minnsta kosti einu sinni á ári svofremi að nemendur í viðkomandi skóla hyggist þreyta prófið.10. Framhaldspróf eru samin í hverjum skóla og skulu þau vera ísamræmi við ákvæði aðalnámskrár tónlistarskóla.11. Framhaldspróf skulu yfirfarin í hverjum skóla.12. Prófdómari skal vera viðstaddur framhaldsprófstónleika nemenda ítónfræðum sem aðalnámsgrein og gefa skriflega umsögn umtónleikana, framlag nemandans og heildaráhrif. Prófanefnd tónlistarskólagefur út vitnisburðarblað fyrir tónleikana og áfangaprófsskírteinivið námslok.Grunnpróf tónlistarskólaGrunnpróf tónlistarskóla er tvíþætt: hljóðfærapróf og tónfræðapróf. Til aðstandast prófið þarf 60 einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik, þ.e.lágmarkseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræðagreinum.Ekki eru gerðar kröfur um lágmarksárangur í einstökum prófþáttum. Ekkiþarf að ljúka báðum þáttum prófsins á sama árinu.25


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiHljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á grunnprófi í hljóðfæraleik fari ekki framyfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja eftirfarandi þætti utanbókar:aðallög, lög af safnlista, tónstiga og hljóma. Önnur prófverkefni erheimilt að leika eftir nótum. Á grunnprófi er heimilt að notast viðundirleik kennara eða hljóðritaðan undirleik.Prófþættir eru þessir:1. Verk (15 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög.b) Eitt lag af fjögurra laga safnlista – valið af prófdómara.2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur.b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá.6. Heildarsvipur (5 einingar).Próf á trommusett og í söng fellur ekki algjörlega að þessum prófþáttum.Nánar er gerð grein fyrir útfærslu prófþátta á grunnprófi á trommusett ábls. 156–160 og prófþátta á grunnpróf í söng á bls. 212–215 í þessu riti.TónfræðaprófGert er ráð fyrir að nemendur í rytmísku tónlistarnámi stundi almenntgrunnnám í tónfræðagreinum og ljúki grunnprófi samkvæmt námskrá ítónfræðagreinum. Prófkröfur á grunnprófi í tónfræðagreinum miðast viðþekkingu og færni nemenda við lok grunnnáms. Í tónfræðanámskrá ergerð nánari grein fyrir einstökum prófþáttum, inntaki þeirra og framkvæmdprófsins.Miðpróf tónlistarskólaTil að geta þreytt miðpróf tónlistarskóla þarf nemandi áður að hafa lokiðgrunnprófi að fullu. Miðprófið er tvíþætt: hljóðfærapróf og tónfræðapróf.Til að standast prófið þarf 60 einingar af 100 mögulegum í hljóðfæraleik,þ.e. lágmarkseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf í tónfræðagreinum.Ekki eru gerðar kröfur um lágmarksárangur í einstökum prófþáttum.Ekki þarf að ljúka báðum þáttum prófsins á sama árinu.26


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiHljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á miðprófi í hljóðfæraleik fari ekki framyfir 50 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja eftirfarandi þættiutanbókar: aðallög, lög af safnlista, upprit, tónstiga og hljóma ogvalverkefni samkvæmt prófþætti 5 b). Önnur prófverkefni er heimilt aðleika eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit.b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara.2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur.b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá.7. Heildarsvipur (5 einingar).Próf á trommusett og í söng fellur ekki algjörlega að þessum prófþáttum.Nánar er gerð grein fyrir útfærslu prófþátta á miðprófi á trommusett á bls.167–171 og útfærslu prófþátta á miðprófi í söng á bls. 220–224 í þessu riti.TónfræðaprófÍ tónfræðakafla á bls. 243–244 í þessu riti er gerð grein fyrir þeimlágmarkskröfum sem nemendur þurfa að uppfylla til að ljúka miðprófi ítónfræðagreinum í rytmísku tónlistarnámi. Einnig er gerð grein fyrireinstökum prófþáttum, inntaki þeirra, og framkvæmd prófa.Framhaldspróf tónlistarskólaFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Til að geta þreyttprófið þarf nemandi áður að hafa lokið miðprófi að fullu.Framhaldspróf tónlistarskóla er þríþætt: hljóðfærapróf, tónfræðapróf ogtónleikar. Til að standast prófið þarf 60 einingar af 100 mögulegum í27


Rytmísk tónlist – Almennur hlutihljóðfæraleik, þ.e. lágmarkseinkunn er 6,0. Sömu lágmarkseinkunn þarf ítónfræðagreinum. Ekki þarf að ljúka öllum þáttum prófsins á sama árinuen útskrift fer ekki fram fyrr en þeim er öllum lokið.HljóðfæraprófMiða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi í hljóðfæraleik fari ekkifram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja eftirfarandi þættiutanbókar: aðallög, lög af safnlista, upprit, tónstiga og hljóma ogvalverkefni samkvæmt prófþáttum 5 b) og 5 c). Önnur prófverkefni erheimilt að leika eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (12 einingar hvert) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög.b) Eitt lag af 32 laga safnlista – valið af prófdómara.2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.d) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur.b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá.7. Heildarsvipur (5 einingar).Próf á trommusett og í söng fellur ekki algjörlega að þessum prófþáttum.Nánar er gerð grein fyrir útfærslu prófþátta á framhaldsprófi á trommusettá bls. 179–185 og útfærslu prófþátta á framhaldsprófi í söng á bls. 231–235 í þessu riti.TónfræðaprófÍ tónfræðakafla á bls. 250–252 í þessu riti er gerð grein fyrir þeimlágmarkskröfum sem nemendur þurfa að uppfylla til að ljúka framhaldsprófií tónfræðagreinum í rytmísku tónlistarnámi. Einnig er gerð greinfyrir einstökum prófþáttum, inntaki þeirra, framkvæmd prófa oglágmarkseinkunn. Á framhaldsprófi skal gefið fyrir próf í einstökumtónfræðagreinum. Til að standast próf þarf lágmarkseinkunnina 6,0 íhverri grein.28


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiTónleikarAð loknu framhaldsprófi í hljóðfæraleik í rytmískri tónlist skal nemandihalda tónleika með u.þ.b. 60 mínútna langri efnisskrá. Alla jafna er gertráð fyrir að tónleikarnir séu samfelldir, án hlés. Efnistök eru frjáls og engarstílrænar takmarkanir eru gerðar um efnisskrá en áhersla lögð á að hún sésannfærandi og persónuleg, fjölbreytt og krefjandi. Ekki er heldur gerðkrafa um tengingu við efnisskrá undangengins framhaldsprófs en heimilter að nota hana eða hluta hennar á tónleikunum. Þá er heimilt að notaeigin tónsmíðar á tónleikunum, þær geta verið hluti efnisskrár eðahugsanlega getur efnisskrá alfarið byggst á eigin tónsmíðum. Megináherslaner á að nemandi undirbúi og flytji efnisskrá sem er sannfærandimúsíkölsk upplifun frá upphafi til enda. Nemandi ber ábyrgð áframsetningu tónlistarinnar, þ.m.t. samsetningu hljómsveitar og frammistöðumeðleikara. Fyrir frammistöðu á tónleikunum er gefin umsögn enekki einkunn. Ekki er nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári oghljóðfæraprófið fer fram.NámslokTil að ljúka framhaldsprófi tónlistarskóla þurfa nemendur að standast prófí hljóðfæraleik og tónfræðagreinum samkvæmt þessari námskrá jafnframtþví að ljúka tónleikaþætti framhaldsprófsins.Skýringar við einstaka prófþætti á áfangaprófumHér á eftir fara stuttar skýringar á prófþáttum á áfangaprófum sem hafaber til hliðsjónar þegar áfangapróf er undirbúið.Verk og safnlistarVelja skal verkefni á áfangaprófum með hliðsjón af markmiðum ogdæmum í viðeigandi hluta þessarar námskrár. Gæta skal þess að verkefnavalsé fjölbreytt og að nemendur leiki verk sem sýna ólík stílbrigði ogtempó. Sérstaklega ætti að gæta þess að aðallögin tvö sýni ólíkar hliðar áleik nemandans. Nemendur sem leika á hljómahljóðfæri skulu sýnaundirleik í aðallögum og öllum safnlistalögum. Sömuleiðis skal laglínuflutningurog spuni koma fram í öllum lögum samkvæmt prófþætti 1.Nemendur á bassa skulu sýna undirleik og spuna í öllum lögumsamkvæmt prófþætti 1 og laglínuflutningur skal koma fram í a.m.k.helmingi aðallaga og helmingi safnlistalaga.Mikilvægt er að safnlistar innihaldi fjölbreytt úrval stílbrigða og tempóa.Miðað er við að sá lagafjöldi, sem bætist við frá einum námsáfanga tilannars, sé af þyngdarstigi hins nýja áfanga. Heimilt er að nota bæðiaðallög og safnlistalög frá fyrri prófum á safnlista síðari prófa. Ekkert erþó því til fyrirstöðu að allur safnlistinn sé endurnýjaður á milli prófa.29


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiMiða skal við að flutningur aðallaga sé vandaðri og betur undirbúinn enflutningur safnlistalaga. Hlutverk safnlistans er að stuðla að efnisskráruppbygginguog verður fjöldi laganna umtalsverður þegar líður á námsferilinn.Því eru gerðar ögn vægari kröfur um flutning safnlistalaga enaðallaga á áfangaprófum.Sé notast er við hljóðritaðan undirleik á prófum er nauðsynlegt að nemandiheyri vel í upptökunni sem hann leikur með. Sömuleiðis er mikilvægtað prófdómari heyri vel og í jöfnum hlutföllum í nemanda og hljóðriti.Mikilvægt er að á prófstað sé hugað vel að þessum atriðum áður en prófhefst.Á áfangaprófum í trommuleik kemur taktbirgðalisti í stað safnlista.UppritUpprit eru flutt á miðprófi og framhaldsprófi. Þau eru flutt utanbókar meðhljóðritun af upprunalegum einleikara. Á miðprófi geta nemendur valiðað flytja eigið upprit eða útgefið. Í báðum tilfellum skal flutningurinn þóvera utanbókar en uppritinu skilað til prófdómara. Á framhaldsprófi ermiðað við að nemendur flytji upprit sem þeir hafa unnið sjálfir, lært utanað og skrifað niður. Þegar um eigið upprit nemanda er að ræða skal skilasnyrtilega frágengnu uppriti með nótum og hljómatáknum til prófdómaraí prófinu.Í ljósi þess að einleikskaflar á bassa og trommur eru oft styttri en einleikskaflarannarra hljóðfæra getur verið heppilegt að bassa- og trommunemendurriti upp og flytji hluta undirleiks á undan eða eftir einleikskafla.Í slíkum tilfellum er gert ráð fyrir að undirleikur og einleikskafli sé fluttursem ein heild. Mikilvægt undirleiks- og samleikshlutverk þessara hljóðfærastyður val verkefna af þessari gerð.Við flutning upprita á áfangaprófum er nauðsynlegt að huga að styrkjafnvægi,sjá nánari umfjöllun um verk efst á þessari síðu.ÆfingarÁ áfangaprófum geta nemendur í rytmísku tónlistarnámi leikið klassískaetýðu eða sambærilega æfingu af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarfað gæta þess að um sé að ræða verk sem skrifað er sem æfing, meðalannars með styrkbreytingum, leiðbeinandi orðum eða táknum. Við valæfingar skal hafa til hliðsjónar dæmi um æfingar úr viðeigandi hlutaþessarar námskrár eða sambærilegri klassískri greinanámskrá.Á áfangaprófum í söng koma raddæfingar í stað æfingar.30


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiTónstigar og hljómarÍ greinanámskrám er að finna ákvæði um hvaða tónstiga og hljómanemendur skulu undirbúa fyrir hvert áfangapróf. Enn fremur eru ígreinanámskrám fyrirmæli um tónsvið, hraða og annan leikmáta. Á prófivelur prófdómari hvaða tónstigar og hljómar eru leiknir.Rétt eins og í öðrum verkefnum er mikilvægt að flutningur sé vandaður.Tónstiga og hljóma skal leika jafnt, hiklaust og utanbókar. Mikilvægt aðsvörun sé greið og hraði í samræmi við kröfur námskrár.Á áfangaprófum í trommuleik koma undirstöðuæfingar, handsetningaræfingarog samhæfingaræfingar í stað tónstiga og hljóma.Val – grunnprófÁ grunnprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftirtalinnaviðfangsefna:a) Nemandi flytji frumsamið verk eða eigin útsetningu. Þess er ekkikrafist að nemandinn hafi skráð verkið. Heimilt er að leika frumsamiðsamleiksverk að því tilskildu að höfundur leiki á sitt aðalhljóðfæri oggegni lykilhlutverki.b) Nemandi leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegriþyngd og prófverkefni á klassísku grunnprófi.Val – miðprófÁ miðprófi er nemanda gefinn kostur á að velja eitt eftirtalinnaviðfangsefna:a) Nemandi flytji frumsamið verk eða eigin útsetningu. Þess er ekkikrafist að nemandinn hafi skráð verkið. Heimilt er að leika frumsamiðsamleiksverk að því tilskildu að höfundur leiki á sitt aðalhljóðfæri oggegni lykilhlutverki.b) Nemandi leiki verk að eigin vali. Verkið skal vera af sambærilegriþyngd og önnur miðprófsverkefni. Þessi valþáttur er þannig sambærilegureinstökum liðum í prófþætti 1a) og gefur meðal annarsmöguleika á að nemandi sýni enn aukna stílræna breidd í tónlistarflutningi.c) Nemandi leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegriþyngd og prófverkefni á klassísku miðprófi.Val – framhaldsprófÁ framhaldsprófi er nemanda gefinn kostur á að velja á eitt eftirtalinnaviðfangsefna:a) Nemandi flytji frumsamið verk eða eigin útsetningu. Þess er ekkikrafist að nemandinn hafi skráð verkið. Heimilt er að leika frumsamið31


Rytmísk tónlist – Almennur hlutisamleiksverk að því tilskildu að höfundur leiki á sitt aðalhljóðfæri oggegni lykilhlutverki.b) Nemandi leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnurframhaldsprófsverkefni. Þessi valþáttur gefur meðal annars möguleikaá að nemandi sýni enn aukna stílræna breidd í tónlistarflutningi.c) Nemandi leiki verk á annað hljóðfæri úr sömu hljóðfærafjölskyldu ogaðalhljóðfæri. Hér er til dæmis átt við að tenórsaxófónleikari leiki verká sópransaxófón, trompetleikari á flygilhorn eða rafgítarleikari leiki áannars konar gítar. Ekki er gert ráð fyrir að leikið sé á fjarskyldarihljóðfæri, svo sem að saxófónleikari leiki á flautu eða gítarleikari ábassa.Óundirbúinn nótnalesturPrófkröfur í óundirbúnum nótnalestri í rytmískri tónlist eru breytilegareftir hljóðfærum og námsstigum. Almennt er óundirbúinn nótnalestur ááfangaprófum tvískiptur. Annars vegar er um að ræða hefðbundinnnótnalestur og hins vegar hljómalestur til spuna og undirleiks. Nemendurá laglínuhljóðfæri og í söng spinna yfir hljómana en nemendur áhljómahljóðfæri og bassa flytja bæði undirleik og spuna yfir hljómana.Prófdómari leikur hljómana með nemandanum eða notar hljóðritun. Efum söngvara er að ræða er hljómagangurinn leikinn einu sinni áður enspuni hefst.Á framhaldsprófi þurfa nemendur sem leika á tónflutningshljóðfæri (t.d.trompet og saxófón), auk ofanritaðs, að tónflytja nótur sem ritaðar erufyrir C-hljóðfæri.Hjá trommunemendum er annars vegar um að ræða hefðbundinn lestur ásneriltrommu og hins vegar útsetningalestur á trommusett. Meðútsetningalestri er átt við lestrardæmi sem skrifað er á sambærilegan háttog trommurödd, t.d. í stórsveitarútsetningu. Ákveðinn stíll eða taktbrigðier lagt til grundvallar og má nemandinn leika það frjálslega. Hann fylgistmeð skráðu <strong>formi</strong> en leikur þau hrynmynstur og áherslur sem skrifaðareru á stöku stað.Á áfangaprófi fær nemandi eina mínútu til að líta yfir nótnalestrardæmið íhljóði og skal síðan flytja verkefnið einu sinni. Nemandi fær eina mínútutil að líta í hljóði yfir verkefni í óundirbúnum hljómalestri. Að þeim tímaliðnum skuku nemendur á laglínuhljóðfæri spinna tvisvar yfir dæmið.Söngnemendur hlusta á dæmið einu sinni og spinna svo tvisvar yfir það.Nemendur á hljómahljóðfæri og bassa leika undirleik tvisvar og spinnatvisvar yfir dæmið.32


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiÞegar um tvö verkefni er að ræða gildir hvort þeirra helming af vægiprófþáttarins (5 einingar af 10). Sé tónflutningur auk þess prófaður gildirhver liður 1/3 að vægi prófþáttarins. Prófverkefni í óundirbúnumnótnalestri og hljómalestri skulu vera stutt og í samræmi við markmið íþessari námskrá. Prófverkefni í óundirbúnum tónflutningi skulu vera stuttog léttari en almenn óundirbúin nótnalestrar- og hljómalestrardæmi áframhaldsprófi.HeildarsvipurÁ áfangaprófum í rytmískri tónlist er gefin sérstök einkunn fyrirframkomu, listræna túlkun, öryggi og yfirbragð prófsins. Á miðprófi ogenn frekar á framhaldsprófi hefur val meðleikara, geta þeirra og frammistaða,útsetningar, samsetning og framsetning efnisskrár einnig áhrif áeinkunn fyrir heildarsvip. Þannig er meðal annars tekið mið af samsetningusafnlista, einkum hvað varðar fjölbreytni og metnað.33


Rytmísk tónlist – Almennur hlutiSTIGSPRÓFSkipulagTónlistarskólum er í sjálfsvald sett hvort námi innan áfanga er skipt niðurí stig. Jafnframt hafa skólar frjálsar hendur um önnur próf en áfangapróf.Fyrir þá skóla, sem kjósa að halda stigspróf á milli áfangaprófa, fara hér áeftir nokkrar ábendingar.Í greinanámskrám eru skilgreind markmið og gerð grein fyrir námskröfumvið lok grunnnáms, miðnáms og framhaldsnáms. Tónlistarskólargeta skilgreint markmið og námskröfur fyrir einstök stig innan áfangannaen gæta þarf samræmis við þær námskröfur og markmið sem nemendurþurfa að hafa náð við lok viðkomandi áfanga. Þannig er tónlistarskólumheimilt að skipta grunnnámi í þrjú stig, miðnámi í tvö stig og framhaldsnámií tvö stig, alls sjö stig.Skólum er heimilt að halda stigspróf á milli áfangaprófa, þ.e. við lok I., II.,IV. og VI. stigs en grunnpróf kemur í stað III. stigs, miðpróf í stað V. stigsog náminu lýkur með framhaldsprófi sem kemur í stað VII. stigs. Ef tekineru stigspróf í hljóðfæraleik er mælt með því að prófin séu með líku sniðiog áfangapróf, einkum hvað varðar fjölda og vægi prófþátta. Þannigmiðist I. og II. stigs próf við grunnpróf, IV. stigs próf við miðpróf og VI.stigs prófið við framhaldspróf. Verkefnaval og þyngdarstig stigsprófa eralfarið á ábyrgð hvers skóla.Ef tekin eru stigspróf í tónfræðagreinum er mælt með sambærilegritilhögun og á áfangaprófum, þ.e. að prófa í sömu námsþáttum og hafahliðsjón af greinanámskrá í tónfræðum.Prófdæming og einkunnagjöfHver skóli ber ábyrgð á prófdæmingu stigsprófa. Þótt ekki séu gerðarsömu kröfur til prófdómara sem dæma stigspróf og prófdómara ááfangaprófum er mikilvægt að vanda til prófdæmingar.Setji skólar reglur um einkunnagjöf og lágmarkseinkunn á stigsprófum ermælt með því að hafa þær sambærilegar því sem gildir um áfangapróf.Mikilvægt er að nemendur fái ætíð skriflega umsögn um frammistöðu sínaá stigsprófum í hljóðfæraleik.34


Rytmísk tónlist – PíanóPÍANÓÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á píanó og hljómborð. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinnaþriggja megináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Íþessum köflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið semnemendur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á píanó og hljómborðPíanóið er yngra hljóðfæri en margur hyggur, aðeins rúmlega tveggja aldagamalt. Tilurð þess byggist þó á nokkurra aldra þróun ýmissa annarrahljómborðshljóðfæra. Vinsældir píanós eru miklar og sækist fólk á öllumaldri eftir að nema píanóleik. Algengast er að námið hefjist um 8 ára alduren með ákveðnum kennsluaðferðum geta nemendur byrjað fyrr.Margir píanónemendur, sem hefja rytmískt píanónám, hafa áður stundaðklassískt nám um lengri eða skemmri tíma. Ekkert er þó því til fyrirstöðuað stunda píanónám með rytmísku sniði allt frá upphafi.Segja má að píanóið hafi tvöfalt hlutverk í rytmískri tónlist. Annars vegarer það algengt undirleikshljóðfæri og því er mikilvægt fyrir píanónemendurað tileinka sér góða og fjölbreytta raddsetningu hljóma oghljómasambanda, allt frá upphafi námsins. Þekkingu á þessu sviði þarf aðauka jafnt og þétt á námsferlinu ásamt samleiksþjálfun með öðrumundirleikshljóðfærum. Á hinn bóginn gegnir píanóið einleikshlutverki,bæði í hljómsveitum og við aðstæður þar sem píanóleikari leikur einn ogóstuddur. Spunaþjálfun er því ekki síður mikilvæg í gegnum allt námið enþekkingu og þroska á þessu sviði þarf að auka markvisst í gegnum alltnámið.Auk hins hefðbundna píanós hafa rafpíanó og hljóðgervlar af ýmsumgerðum orðið snar þáttur í veröld píanóleikara í rytmískri tónlist. Æskilegter að nemendur á efri stigum rytmísks píanóleiks kynnist rafhljómborðum,þar á meðal Rhodes-píanóum og Hammond-orgelum, og möguleikumþeirra ásamt eiginleikum magnara, hljóðkerfa, tónbreyta ogannarra jaðartækja.35


Rytmísk tónlist – PíanóUpphaf náms á hljómborðHljómborðsnám á rætur sínar að rekja til náms á tveggja borða orgel(skemmtara) sem var mjög vinsælt með tilkomu þeirra hljóðfæra um 1980.Í því námi var lögð áhersla á að leika hljóma í vinstri hönd og laglínu íhægri og gátu orgelin fyllt upp í undirleikinn með trommum, bassa ogýmsum öðrum hljóðum. Þróunin hefur orðið sú að algengari eru hljóðfærimeð einu hljómborði þar sem hægt er að skipta hljómborðinu. Þanniggetur vinstri hönd nýst áfram til að leggja niður hljóma sem stýra þá samskonar undirleiksvél og kom fyrst fram í skemmturunum.Nám í hljómborðsleik fellur undir grunnnám í rytmískri tónlist og er lítiðsem ekkert frábrugðið námi í píanóleik í rytmískri tónlist. Þó að leiðirkunni að vera aðrar eru markmið og prófkröfur hinar sömu. Nauðsynlegter að nemendur í hljómborðsleik séu orðnir vanir þungum áslætti áður enhugað er að grunnprófi og skulu þreyta prófið annaðhvort á píanó eðarafpíanó með fullri stærð hljómborðs (88 nótum), þungum áslætti ogpedal.Æskilegt er að nemendur, sem hafa hljómborð sem aðalhljóðfæri ígrunnnámi, kynnist möguleikum hljóðfærisins og læri að beita þeimsmekklega. Eftir grunnnám er gert ráð fyrir að nemendur leiki á píanó ogfrekara nám í hljómborðsleik er ekki í boði.Í þessari námskrá er miðað við að nemendur geti stundað píanónám írytmískri tónlist frá upphafi náms. Einnig er mögulegt að hefja nám meðklassísku sniði og skipta yfir í rytmíska tónlist síðar á námsferlinum.GrunnnámGrunnnám er fyrsti áfanginn í rytmísku tónlistarnámi. Námshraði geturverið ólíkur þar sem aldur nemenda og bakgrunnur er mjög misjafn og þvíer erfitt að fullyrða um heildarnámstíma í þessum áfanga.Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.36


Rytmísk tónlist – PíanóVið lok grunnnáms eiga píanónemendur í rytmísku námi að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum grundvallartökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðleiki með vel mótaðri handstöðuhafi öðlast allgóða fingraleiknileiki með jöfnum og skýrum áslættigetið leikið skýrt staccato og allgott legatogeti leikið samtímis staccato með annarri hendi og legato með hinnihafi náð allgóðu valdi á mismunandi tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar heyranlegarhafi kynnst öllu hljómborðinuhafi náð valdi á eðlilegum hreyfingum um allt hljómborðiðgeri sér grein fyrir mikilvægi hentugrar fingrasetningarleiki með markvissri og öruggri fingrasetningugeti dregið fram laglínu á móti undirleikkunni skil á einfaldri pedalnotkunHljómborðNemandi sem leikur á hljómborð sem aðalhljóðfærihafi góða þekkingu á hljóðfæri sínu og möguleikum þesshafi góða tilfinningu fyrir raddvali og beiti því smekklegahafi öðlast grunnþekkingu á mögnurum og litlum hljóðkerfumsé fær um að ná allgóðum tóni með magnara og litlu hljóðkerfiHrynur og formNemandihafi öðlast allgott hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengustu formgerðirsýni gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi grundvallarskilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveit37


Rytmísk tónlist – PíanóTónstigar og hljómarNemandihafi allgóð tök á notkun og þjálfast reglulega í leik eftirfarandi tónstiga:dúr og dúr-pentatónískur: C, G, D, F, Bbdórískur, moll-pentatónískur og blústónstigi: D, A, E, G, C,mixólýdískur: G, D, A, C, Fkrómatískur tónstigihafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi hljóma:dúr-þríhljómar og maj7 hljómar: C, G, D, F, Bbmoll-þríhljómar og m7 hljómar: D, A, E, G, C,7 hljómar: G, D, A. C, Fhafi kynnst og skilji uppbyggingu +7, og dim7 hljóma í algengustutóntegundumskilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunahafi öðlast grundvallarskilning á eðli og uppbyggingu kirkjutóntegundaleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarRaddsetning hljóma og hljómasambandaNemandigeti leikið niðurlagshljóma í algengustu tóntegundum, sjá dæmi á bls.40hafi skilning á II-V-I samböndum og geti leikið þau í algengustutóntegundum með einföldum en góðum raddsetningum, sjá dæmi á bls.40Fjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórum þekktum lögum á safnlistaSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir einföld hljómferli á díatónískan mátasýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarhafi allgóð tök á notkun blús- og pentatóntónstigum, einkum til spunayfir einfalt blúsformleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglína38


Rytmísk tónlist – Píanógeti spunnið út frá hljómagöngum laga af sambærilegri þyngd og lögsem nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á grunnprófiSamspilsiðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleikhafi fengið tækifæri til að leika í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi kynnst algengasta taktslætti og bendingum stjórnandahafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikhæfni til að vinna undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiþekkingu á algengasta taktslætti og bendingum stjórnandaLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri bókstafshljóma til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri bókstafshljóma til undirleiksog spunaskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 6geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra einfaldar laglínur og hljómaganga eftireyraTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíl6„Lead sheet.“39


Rytmísk tónlist – Píanótilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskráRaddsetning hljóma og hljómferlaMikilvægt er að nemendur tileinki sér frá upphafi námsins hentuga ogstílrænt viðeigandi raddfærslu hljóma og hljómasambanda. Í grunnnámier einkum lögð áhersla á notkun hljómhvarfa og eðlileg tengsl hljóma meðvali á nærtækum hljómhvörfum. Annars vegar er mikilvægt að nemendurþjálfist í leik hljóma með hægri hendi og grunntóna með vinstri hendi.Hins vegar er mikilvægt að nemendur öðlist leikni í leik hljóma meðvinstri hendi til stuðnings við laglínur eða spuna með hægri hendi.DæmiNiðurlagshljómar í C dúrII-V-I hljómferli í C dúrVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.40


Rytmísk tónlist – PíanóListanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera erfiðarien hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefnaeinnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniAEBERSOLD, JAMEYMaiden VoiageJamey Aebersold JazzÁSTVALDUR TRAUSTASONHljómar í bókstaflegum skilningiTónheimar ehf.BEALE, CHARLESJazz piano pieces grade 1-4ABRSMBJÖRGVIN Þ. VALDIMARSSONPíanó eftir eyranuNótnaútgáfa B. Þ. V.NEELY, BLAKEHow to play from a fake bookHal LeonardSIGFÚS ÓLAFSSONÞú og hljómborðið 1, 2 og 3Sigfús ÓlafssonGrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í bóklegum greinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggjafram safnlista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur þessarar námskrár. Aðrir prófþættir eru æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á grunnprófi fari ekki fram yfir 30 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 3. Annað prófefni máleika eftir nótum. Á grunnprófi er heimilt að notast við undirleik kennaraeða hljóðritaðan undirleik.41


Rytmísk tónlist – PíanóPrófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).b) Eitt lag af fjögurra laga safnlista – valið af prófdómara (15 einingar).2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og lög á safnlistaBlue Monk (Monk)Cantaloupe Island (Hancock)Danny boy (Þjóðlag)House of the rising sun (Þjóðlag)Mr. PC (Coltrane)Samferða (Magnús Eiríksson)So what (Davis)Song for my father (Silver)Summertime (Gerswin)Vem kan segla förutan vind (Þjóðlag)Dæmi um æfingarCZERNY, CARLÆfing nr. 12 í F-dúrÚr: Czerny / Germer: Æfingar1. bindi, 1. hlutaWilhelm HansenSPINDLER, FRITZÆfing í C-dúr (Mountain Climbing)Úr: Hirschberg, D.: Technic is fun,1. hefti, bls. 10Belwin Mills42


Rytmísk tónlist – PíanóTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Fyrir upphaf prófs skal leggja fram lista yfir þátónstiga og hljóma sem undirbúnir hafa verið. Í prófinu velur prófdómariþá tónstiga og hljóma sem leiknir eru.EfniNemandi geti leikiðkrómatískan tónstiga frá nótu að eigin vali, eina áttund upp og niðurmeð hvorri hendi fyrir sigsamstíga dúrtónstiga til og með tveimur formerkjum, 2 áttundir upp ogniður í báðum höndum, ein áttund á milli handasamstíga hljómhæfa molltónstiga til og með tveimur formerkjum, 2áttundir upp og niður með báðum höndum, ein áttund á milli handatvo gagnstíga dúrtónstiga að eigin vali, eina áttund með báðumhöndum í einubrotna þríhljóma í dúr- og molltóntegundum til og með tveimurformerkjum, eina áttund með hvorri hendi fyrir sigdúr-pentatónískan tónstiga frá eftirtöldum tónum: C, G, D, F og Bb,tvær áttundir með hægri hendi, sbr. dæmi á bls. 44dórískan tónstiga, moll-pentatónískan tónstiga og blústónstiga fráeftirtöldum tónum, tvær áttundir með hægri hendi: D, A, E, G og Cmixólýdískan tónstiga: G, D, A, C, og Feftirtalda hljóma í grunnstöðu í hægri hendi, auk þess sem grunntónner leikinn í áttund í vinstri hendi:dúr þríhljómar og maj7 hljómar: C, G, D, F og Bbmoll þríhljómar og moll7 hljómar: D, A, E, G og C7 hljómar: G, D, A, C, og Fniðurlagshljóma, sbr. dæmi á bls. 40, í tóntegundum til og með tveimurformerkjumII-V-I hljómferli í tóntegundum til og með tveimur formerkjum, sbr. dæmiá bls. 40Leikmáti og hraðiNemandileiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. = 72, miðað við að leiknarséu áttundapartsnóturleiki brotna hljóma eigi hægar en M.M.séu áttundapartsnótur í 6/8-takti= 48, miðað við að leiknarleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust, legato og utanbókar43


Rytmísk tónlist – PíanóDæmiC dúr brotinn þríhljómurhægri höndvinstri höndeðaC dúr, brotinn þríhljómur í grunnstöðuC dúr-pentatónískurMiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðumeinstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda.Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þessvegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og44


Rytmísk tónlist – Píanóviðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda íátt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga píanónemendur í rytmísku námi að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðleiki með vel mótaðri handstöðuhreyfi hendur eðlilega og leikandi um hljómborðiðhafi náð góðum tökum á sjálfstæði handahafi öðlast góða fingraleiknileiki með jöfnum og skýrum áslættileiki með skýrum og blæbrigðaríkum tónihafi náð góðu valdi á mismunandi áslætti, þ.m.t. legato og og staccatoleiki með markvissri fingrasetningu sem stuðli að öruggri hreyfinguhanda á hljómborðinuhafi náð talsverðu öryggi og snerpu í stærri hreyfingum um hljómborðiðhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar vel heyranlegarnoti pedal á skýran og markvissan hátthafi kynnst rafmagnspíanóum og hljóðgervlumhafi kynnst mögnurum, hljóðkerfum, tónbreytum og öðrum jaðartækjumeftir því sem tök eru áHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi kynnst blokkhljómaraddsetningu og geti raddsett einfaldar laglínurá þann máta, sjá dæmi á bls. 51geti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi góðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveit45


Rytmísk tónlist – PíanóTónstigar og hljómarNemandihafi góð tök á notkun og þjálfast reglulega í leik eftirfarandi tónstiga íöllum tóntegundum:dúrdjassmoll 7allar kirkjutóntegundirdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigimixólýdískur b9 b13hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi tónstiga:breyttur 8lýdískur b7hafi þjálfast reglulega í leik, þekki og skilji notkunarmöguleikaeftirfarandi níundarhljóma:maj9moll97(9)m7(b5)9hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi breyttra forhljóma:7(#9 #5)7(b9 #5)7(b9 b5)7(9 #5)hafi á valdi sínu samstígan krómatískan tónstiga frá hvaða nótu semer, þrjár áttundir með báðum höndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu gagnstígan krómatískan tónstiga frá as eða as' og deða d', tvær áttundir með báðum höndum í einuhafi á valdi sínu samstíga dúrtónstiga, fjórar áttundir með báðumhöndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu samstíga hljómhæfa molltónstiga, tvær áttundir meðbáðum höndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu gagnstíga dúrtónstiga, tvær áttundir með báðumhöndum í einuhafi á valdi sínu eftirtalda gagnstíga hljómhæfa molltónstiga, tværáttundir með báðum höndum í einu: a, e, d, chafi á valdi sínu brotna þríhljóma, sbr. dæmi á bls. 55, í dúr- ogmolltóntegundum til og með fjórum formerkjum með báðum höndum íeinuhafi á valdi sínu arpeggíur í grunnstöðu, sbr. dæmi á bls. 55, til og meðfjórum formerkjum með báðum höndum í einu7Moll með stórri sexund og stórri sjöund.8„Altered“.46


Rytmísk tónlist – PíanóRaddsetning hljóma og hljómasambandaNemandihafi náð góðum tökum á algengustu vinstri handar raddsetningum fyrirII-V-I hljómferli í dúr í grunnstöðu og 2. hljómhvörfum, sbr. dæmi á bls.50hafi náð góðum tökum á tveggja handa II-V-I raddsetningum íalgengustu tóntegundum, sbr. dæmi á bls. 50hafi kynnst vinstri handar raddsetningum fyrir II-V-I í moll í grunnstöðuog 2. hljómhvörfum, sbr. dæmi á bls. 50hafi kynnst „So what“-raddsetningunni og geti beitt henni við eftirfarandihljóma: m7, maj7, maj7#11, sus9, sbr. dæmi á bls. 50hafi kynnst algengustu gerðum ferundaraddsetninga og notkun þeirravið algengustu hljómgerðir, sbr. dæmi á bls. 50hafi kynnst algengustu gerðum „upper structure“-raddsetninga viðalgengustu hljómgerðir, þ.m.t. breytta forhljóma, sbr. dæmi á bls. 51geti beitt ofangreindum raddsetningargerðum í algengum djasslögumFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunaleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfi47


Rytmísk tónlist – Píanóskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikhæfni til að vinna undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandaLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri allra algengrabókstafshljóma, bæði til undirleiks og spunahafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 9geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamanna9„Lead sheet“.48


Rytmísk tónlist – PíanóTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráRaddsetning hljóma og hljómferlaÍ miðnámi er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér helstu gerðirdjassraddsetninga við algengustu hljómgerðir og hljómferli. Hér er ímörgum tilfellum um að ræða grunntónslausar raddsetningar sem nýtaspennur, eina eða fleiri, þ.e. 9und, 11und og 13und. Megináhersla er ágrunntónslausar vinstri handar raddsetningar fyrir II-V-I hljómferli í dúrog moll. Einnig koma til tveggja handa II-V-I raddsetningar, ferundaraddsetningar,„So what“-raddsetningin og svokallaðar „upper structure“-raddsetningar, þ.e. grunntónn, þríund og sjöund (mögulega fimmund) ívinstri hendi og dúrþríhljómur sem inniheldur spennur, annar enforhljómurinn sjálfur, í hægri hendi.Hér er um að ræða umtalsverða viðbót við það hljómræna efni semtilheyrir grunnnámi. Því er mikilvægt að nemendur vinni markvisst aðþessum námsþætti allt frá upphafi miðnáms undir leiðsögn kennara.Skilningur og liðug beiting þróaðri raddsetningargerða er grundvallaratriðií djass-píanóleik og því afar mikilvægur námsþáttur á þessu stigi.49


Rytmísk tónlist – PíanóDæmiVinstri handar raddsetning fyrir II-V-I hljómferli í dúrGrunnstaða2. hljómhvörfVinstri handar raddsetning fyrir II-V-I hljómferli í mollGrunnstaða2. hljómhvörfTveggja handa II-V-I raddsetning í dúr„So what“-raddsetningÞessi raddsetning getur meðal annars nýst sem Dm7, Bbmaj, Gsus9, Ebmaj #11.Ferunda-raddsetningÞessi raddsetning getur meðal annars nýst sem G7, Dm6, Bm7b5 eðaDb7(#9,#5).50


Rytmísk tónlist – Píanó„Upper structure“-raddsetningViðkomandi hljómur í vinstri hendi og annar þríhljómur í hægriBlokkhljómaraddsetningHver nóta hljómsett og áttund tvöfölduðNíundarhljómarNíundarhljómar (maj9, moll9, 7(9), og m7(b5)) lagðir niður í 1-7-3-5-9raddsetningu. Grunntónn og sjöund í vinstri og hinar nóturnar í hægri.51


Rytmísk tónlist – PíanóVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera léttarieða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömuviðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennslubækurLEVINE, MARKThe Jazz Piano BookSher Music Co.LEVINE, MARKThe Jazz theory bookSher Music Co.MANTOOTH, FRANKVoicings for jazz keyboardHal LeonardTRACY, MIKEJazz piano voicings for the nonpianistJamey AebersoldMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja framlista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Allseru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmtprófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmtprófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b)52


Rytmísk tónlist – Píanóutanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og valsamkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum. Eðli málsinssamkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftirnótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar)b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir birtast dæmi um prófverkefni á miðprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd. Dæmin eiga við um aðallög og þau lög sem bæst hafa á safnlistafrá grunnprófi, sjá nánari umfjöllun í kafla um áfangapróf á bls. 29–30 íþessu riti.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaAll the things you are (Kern)Beautiful love (Young)Corcovado (Jobim)Ef þú ert mér hjá (Magnús Eiríksson)In walked bud (Monk)It could happen to you (Burke / Van Heusen)53


Rytmísk tónlist – PíanóLight my fire (The Doors)Stella by starlight (Young)Vetrarsól (Gunnar Þórðarson)What’s this thing called love (Porter)Dæmi um uppritWynton Kelly: Freddie freeloader (Miles Davis: Kind of Blue)Kenny Kirkland: La Belle Dame Sans Regrets (Sting: Mercury Falling)Dæmi um æfingarBERTINI, HENRIÆfing í e-moll op, 29, nr. 14Úr: Bertini: Æfingar op. 29Peterseða: First studies of GradedPianoforte Studies, 4. stigAssociated BoardGURLITT, CORNELIUSÆfing í F-dúr op. 51, nr. 8Úr: Second Series of GradedPianoforte Studies, 4. stigAssociated BoardTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.EfniNemandi geti leikiðsamstígan krómatískan tónstiga frá nótu að eigin vali, þrjár áttundirmeð báðum höndum í einu, ein áttund á milli handagagnstígan krómatískan tónstiga frá as, as', d eða d', tvær áttundir meðbáðum höndum í einusamstíga dúrtónstiga til og með fjórum formerkjum, tvær áttundir meðbáðum höndum í einu, ein áttund á milli handasamstíga hljómhæfa molltónstiga til og með fjórum formerkjum, tværáttundir með báðum höndum í einu, ein áttund á milli handatvo gagnstíga dúrtónstiga, tvær áttundir með báðum höndum í einueinn gagnstígan hljómhæfan molltónstiga, tvær áttundir með báðumhöndum í einutvo brotna dúrþríhljóma og tvo brotna mollþríhljóma, tvær áttundir meðbáðum höndum í einu, sbr. dæmi á bls. 55; velja skal tóntegundir semsýna mismunandi tækniarpeggíur í grunnstöðu í tveimur dúr- og tveimur molltóntegundum,tvær áttundir með báðum höndum og áttund á milli handa, sbr. dæmi ábls. 55; velja skal tóntegundir sem sýna mismunandi tæknidjassmoll 10 , tvær áttundir með hægri höndallar kirkjutóntegundir, tvær áttundir með hægri höndblústónstiga, dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og mixólýdíska (b9b13), tvær áttundir með hægri hönd10Moll með stórri sexund og stórri sjöund.54


Rytmísk tónlist – Píanóalla maj9, moll9, 7(9), og m7(b5)9 hljóma, í raddsetningu sbr. dæmi ábls. 51, grunntónn og sjöund í vinstri og hinar nóturnar í hægriII-V-I samband í öllum tóntegundum, sbr. dæmi á bls. 50moll II-V-I hljómferli í a, d, g, e, og b moll, sbr. dæmi á bls. 50Leikmáti og hraðiNemandileiki tónstiga eigi hægar en M.M. = 80, miðað við að leiknar séusextándapartsnóturleiki brotna þríhljóma eigi hægar en M.M. = 108, miðað við að leiknarséu áttundapartsnóturleiki arpeggíur eigi hægar en M.M. = 72, miðað við að leiknar séuáttundapartsnótur í 6/8-taktileiki þá tónstiga, sem einungis skulu leiknir með annarri hendi (rytmískatónstiga), eigi hægar en M.M. = 100, miðað við að leiknar séuáttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust, legato og utanbókarDæmiC dúr, brotinn þríhljómurC dúr, arpeggíur í grunnstöðuFramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma en einniggetur lengri námstími verið eðlilegur.55


Rytmísk tónlist – PíanóEftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér er áttvið aðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra ogframmistöðu, útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár.Mikilvægt er að reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögnkennara en með vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal aðþví að við lok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrirheildstæðum, sannfærandi og persónulegum tónleikum.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga píanónemendur í rytmísku námi að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi á valdi sínu öruggar og hnitmiðaðar hreyfingar um allt hljómborðiðhafi mjög gott vald á samhæfingu ólíkra hreyfingahafi öðlast mikla fingraleikni og snerpuhafi öðlast lipurð og hraða í leik brotinna hljóma og arpeggíahafi öðlast góða áttundatæknileiki með jöfnum og skýrum áslættihafi náð mjög góðum tökum á mismunandi áslættileiki með sannfærandi og persónulegum tónihafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarráði yfir víðu styrkleikasviðigeti dregið fram laglínu eða einstakar raddirnoti pedal á markvissan og fjölbreyttan hátthafi öðlast nokkra reynslu af leik á rafmagnspíanó og hljóðgervlahafi öðlast nokkra reynslu af leik á Hammond-orgel og Rhodes-píanóhafi öðlast nokkra reynslu í meðhöndlun magnara, hljóðkerfa, tónbreytaog annarra jaðartækja56


Rytmísk tónlist – PíanóHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi náð góðum tökum á undirbúnum leik laglína meðblokkhljómaraddsetningu, sjá dæmi á bls. 62geti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að leika einn, m.a. annars í skálmstíl 11hafi þroskaðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum:dúrdjassmoll 12allar kirkjutóntegundirdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigimixólýdískur (b9 b13)breyttur 13lýdískur b7samhverfur minnkaður – hálfur/heillsamhverfur minnkaður – heill/hálfurheiltónatónstigiþekki og skilji alla hljóma og hafi þjálfast reglulega í leik þeirrahafi kynnst óhefðbundnum hljómum, svo sem samsettum eðaskástrikshljómum 14hafi á valdi sínu samstígan krómatískan tónstiga frá hvaða nótu semer, fjórar áttundir með báðum höndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu gagnstígan krómatískan tónstiga frá hvaða nótu semer, tvær áttundir með báðum höndum í einu11„Stide“.12Moll með stórri sexund og stórri sjöund.13„Altered“.14„Slash“, „hybrid“.57


Rytmísk tónlist – Píanóhafi á valdi sínu alla samstíga dúrtónstiga, fjórar áttundir með báðumhöndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu alla samstíga hljómhæfa molltónstiga, fjórar áttundirmeð báðum höndum í einu, ein áttund á milli handahafi á valdi sínu alla gagnstíga dúrtónstiga, tvær áttundir með báðumhöndum í einuhafi á valdi sínu alla gagnstíga hljómhæfa molltónstiga, tvær áttundirmeð báðum höndum í einuhafi á valdi sínu dúrtónstiga í samstígum þríundum til og með þremurformerkjum, tvær áttundir með báðum höndum í einuhafi á valdi sínu brotna þríhljóma í öllum dúr- og molltóntegundum,tvær áttundir með báðum höndum í einu, sbr. dæmi á bls. 55hafi á valdi sínu arpeggíur í grunnstöðu í öllum dúr- ogmolltóntegundum, fjórar áttundir með báðum höndum í einuRaddsetning hljóma og hljómasambandaNemandihafi á valdi sínu raddsetningu II-V-I hljómferlis í dúr í öllumtóntegundum, sbr. dæmi á bls. 61hafi á valdi sínu raddsetningu II-V-I hljómferlis í moll í öllumtóntegundum, sbr. dæmi á bls. 62hafi góð tök á ferundaraddsetningumhafi góð tök á „upper structure“-raddsetningum, sjá dæmi á bls. 51hafi góð tök á vinstri handar raddsetningum af öllum gerðumhafi kynnst „drop two“-raddsetningum og geti nýtt sér þær íhljómsetningum á laglínum, sbr. dæmi á bls. 62hafi kynnst helstu aðferðum í endurhljómsetningu og notkunstaðgengilshljómahafi kynnst fjölbreyttri notkun breyttra forhljóma og geti notaðmismunandi gerðir þeirra á skapandi háttgeti beitt ofangreindum raddsetningargerðum á sannfærandi ogskapandi mátaFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16 djasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegund58


Rytmísk tónlist – Píanógeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 15sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunahafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 16leiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrkleika- ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða samspil sjálfurhafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfærihafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikum15„Outside“.16„Displacement“.59


Rytmísk tónlist – PíanóSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri allra bókstafshljóma semtalist geta í almennri notkun, bæði til undirleiks og spunasé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum,bæði til undirleiks og spunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 17geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómagang utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumTónsmíðarNemandihafi fengist við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðar17„Lead sheet“.60


Rytmísk tónlist – PíanóTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Raddsetning hljóma og hljómferlaÍ framhaldsnámi er gert ráð fyrir að nemendur þjálfist enn frekar í þvíhljómræna efni sem tilheyrir miðnámi. Gert er ráð fyrir dýpri skilningi ogenn sveigjanlegri notkun efnisins en í miðnámi. Í framhaldsnámi bætistvið „drop two“-raddsetning, tveggja handa II-V-I raddsetningar í dúr ogmoll, endurhljómsetning, notkun staðgengilshljóma og samsettir eðaskástrikshljómar. Einnig er lögð áhersla á sólópíanóleik, meðal annars ískálmstíl („stride“).Við lok framhaldsnáms er gert ráð fyrir að nemendur séu færir um aðtakast á við flestar gerðir hefðbundinna og óhefðbundinna hljóma oghljómferla, bæði til undirleiks og spuna.DæmiTveggja handa raddsetning fyrir II-V-I í dúr61


Rytmísk tónlist – PíanóTveggja handa raddsetning fyrir II-V-I í mollBlokkhljómar – „drop two“ raddsetningVerkefnalistar í framhaldsnámiLög og önnur viðfangsefni nemenda í rytmísku tónlistarnámi eru alla jafnasameiginleg fyrir alla, þ.e. óháð hljóðfærum. Af þessari ástæðu er birtureinn sameiginlegur listi með dæmum um safnbækur og bækur meðverkum einstakra tónskálda á bls. 255–260 í þessu riti. Hið sama á við umbækur er varða spunatækni en þær eru einnig birtar á sameiginlegum listaá bls. 260–262.Eftirfarandi listi hefur að geyma viðbótarefni sem sérstaklega getur nýstpíanónemendum í rytmísku tónlistarnámi. Vakin er athygli á að flestarkennslubækur í rytmískri tónlist spanna vítt svið og geta nýst nemendumá ýmsum stigum. Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar.KennsluefniCROOK, HALHow to compAdvance MusicGILLESPIE, LUKEStylistic II/V/I voicings forkeyboardistsJamey AebersoldHUGES, FREDThe jazz pianist: Left-hand voicingsand chord theoryAlfredLEVINE, MARKPiano Masterclass: The drop 2bookSher MusicLEVINE, MARKThe Jazz Piano BookSher MusicMANTOOTH, FRANKVoicings for jazz keyboardHal Leonard62


Rytmísk tónlist – PíanóTRACY, MIKEJazz piano voicings for the nonpianistJamey AebersoldFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er aðfinna á bls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli,kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmtprófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingusamkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af 32 laga lista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.63


Rytmísk tónlist – Píanó6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaAnthropology (Parker)Bolivia (Walton)Darn that dream (Van Heusen)Elm (Beirach)Giant steps (Coltraine)Nefertiti (Davis)Prism (Jarrett)Ruby my dear (Monk)Very Early (Evans)Woody’n You (Gillespie)Dæmi um uppritBill Evans – Love for sale (Miles Davis: ’58 sessions) – a.m.k. 2 mínútur af sólóiHerbie Hancock – All of you (Miles Davis: My funny valentine) – a.m.k. 2½ mínútaaf sólóiDæmi um æfingarMOSZKOWSKY, MORITSEtýða í F-dúr op. 72, nr. 6Úr: Moszkowsky: 15 Études deVirtuosité op. 72SchirmerCZERNY, CARLÆfing í As-dúr op. 740, nr. 6Úr: Czerny: Art of Finger Dexterityop. 740Peters / Alfred MusicTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.64


Rytmísk tónlist – PíanóEfni og leikmátiNemandi geti leikiðsamstígan krómatískan tónstiga frá hvaða nótu sem er, fjórar áttundirmeð báðum höndum í einu, ein áttund milli handagagnstígan krómatískan tónstiga frá c' eða fís', tvær áttundir meðbáðum höndum í einusamstíga dúrtónstiga í öllum tóntegundum, fjórar áttundir með báðumhöndum í einu, ein áttund milli handasamstíga hljómhæfa molltónstiga, í öllum tóntegundum, fjórar áttundirmeð báðum höndum í einu, ein áttund milli handatvo dúrtónstiga að eigin vali í samstígum þríundum, tvær áttundir meðbáðum höndum í einubrotna þríhljóma í tveimur dúrtóntegundum og tveimurmolltóntegundum, tvær áttundir með báðum höndum í einu, ein áttundmilli handa, sbr. tóndæmi á bls. 55arpeggíur í tveimur dúrtóntegundum og tveimur molltóntegundum að eiginvali, fjórar áttundir með báðum höndum í einu, ein áttund milli handaeftirfarandi tónstiga með hægri hönd, tvær áttundir:djassmoll 18allar kirkjutóntegundirblústónstigi, dúr-pentatónískur, moll-pentatónískurmixólýdískur (b9 b13)breyttur 19lýdískur b7samhverfur minnkaður (1/2-1), samhverfur minnkaður (1-1/2)heiltónatónstigihvaða hljóm sem erHraðiNemandileiki tónstiga eigi hægar en M.M. = 88, miðað við að leiknar séusextándapartsnóturleiki brotna hljóma og arpeggíur eigi hægar en M.M. = 80, miðað viðað leiknar séu sextándapartsnóturleiki dúrtónstiga í samstígum þríundum með hvorri hendi fyrir sig eigihægar en M.M. = 80 miðað við að leiknar séu áttundapartsnóturleikið þá tónstiga sem einungis skulu leiknir með annarri hendi(rytmíska tónstiga) eigi hægar en M.M. = 120, miðað við að leiknarséu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust, legato og utanbókar18Moll með stórri sexund og stórri sjöund.19„Altered“.65


Rytmísk tónlist – RafgítarRAFGÍTARÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á rafgítar. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendurþurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistarmeð dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Á eftir verkefnalistunumer prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum oggerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á rafgítarÁ liðnum áratugum hafa fá hljóðfæri notið meiri vinsælda en gítarinn.Hann er vinsæll í klassískri tónlist og djasstónlist en nánast ómissandi írokk-, blús- og popptónlist. Auk þess er hann algengastur undirleikshljóðfæravið alþýðusöng.Miðað við flest önnur hljóðfæri á rafgítarinn sér stutta sögu. Fyrstuheimildir um rafgítar eru frá 1932 og fyrsta upptaka frá 1938. Það vareinkum þörfin fyrir hljómsterkari gítar í stórsveitum sem varð til þess aðrafgítarinn var fundinn upp. Ólíkt klassískum gítar, sem er meðnælonstrengjum, eru stálstrengir í rafgítarnum. Hljóð frá strengjunum ernumið af „pick up“ gítarsins sem breytir því í rafbylgjur sem síðan erusendar með snúru í gítarmagnara þar sem hægt er að hafa áhrif á tóninnog magna upp hljóðið nánast endalaust. Tilgangur tækninnar er aðhljóðfæraleikarinn öðlist annars vegar góðan og persónulegan tón en hinsvegar breytilegan tón, viðeigandi fyrir ólíka tónlistarstíla. Mikilvægt er þvíað gítarnemendur öðlist haldgóða þekkingu á mögnurum, jaðartækjum ogtónbreytum. Oftast er leikið á rafgítar með gítarnögl en einnig meðfingrum og stöku sinnum með fiðluboga eða með ýmsum öðrumóhefðbundum ásláttaraðferðum.Margir rafgítarleikarar byrja að spila ungir að aldri og flestir nemendurgeta notað venjulegan rafgítar frá um það bil 10 ára aldri. Til eru rafgítararí barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf og það eru sjaldan vönduðhljóðfæri. Rafgítarleikarar byrja oft ekki í hefðbundnu námi fyrr en þeirhafa leikið á hljóðfærið í nokkur ár. Þeir eru því oft nokkuð vel að sérvarðandi algengustu hljóma en hafa yfirleitt litla eða enga reynslu ínótnalestri er þeir hefja nám. Nauðsynlegt er að taka mið af þessu íkennslunni. Einnig er mikilvægt að kenna nemendum rétta líkamsbeitinguog að varast alla spennu í líkamanum þegar leikið er.66


Rytmísk tónlist – RafgítarÞessi námskrá er einnig ætluð nemendum sem leika á rafmagnaðankassagítar í stað rafgítars sem og nemendum sem nýta bæði hljóðfærinjöfnum höndum.GrunnnámAlmennt er miðað við að nemendur, sem hefja nám í hljóðfæraleik 8 til 9ára gamlir, ljúki grunnnámi á um það bil þremur árum. Þessi viðmiðun erþó engan veginn einhlít þar sem nemendur hefja nám á ýmsum aldri ognámshraði getur verið mismunandi.Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok grunnnáms eiga nemendur í rafgítarleik að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum grundvallartökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð góðri handstöðu beggja handabeiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingumhafi náð góðum tökum á að leika með nöglleiki með allgóðum tóni og öruggri tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar heyranlegarhafi náð allgóðum tökum á vibratohafi öðlast grunnþekkingu á gítarmögnurumsé fær um að ná allgóðum tóni með magnara67


Rytmísk tónlist – RafgítarHrynur og formNemandihafi öðlast allgott hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengustu formgerðirsýni gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi grundvallarskilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga:allir dúrtónstigar með þremur fingrasetningum, sbr. tóndæmi á bls.89allir dúr-pentatónískir og moll-pentatónískir tónstigar með tveimurfingrasetningum, sbr. tóndæmi á bls. 89 og 90allir dórískir, mixólýdískir og blústónstigar með tveimurfingrasetningumhafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi hljóma með a.m.k. þremurfingrasetningum í öllum tóntegundum, slegið og brotið:dúr og moll þríhljómarmaj7, m7 og 7hafi náð góðum tökum á leik dúr- og molltónstiga til og með fjórumformerkjum í opinni fingrastöðuhafi náð góðum tökum á leik algengustu hljóma í opinni fingrastöðuhafi kynnst leik dúr- og molltónstiga og brotinna þríhljóma í 1. fingrastöðu(með lausum strengjum)hafi kynnst +7 og dim7 hljóma í algengustu tóntegundumskilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunahafi öðlast grundvallarskilning á eðli og uppbyggingu kirkjutóntegundaleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórum þekktum lögum á safnlista68


Rytmísk tónlist – RafgítarSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir einföld hljómferli á díatónískan mátasýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarhafi allgóð tök á notkun blús- og pentatóntónstigum, einkum til spunayfir einfalt blúsformleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið út frá hljómagöngum laga af sambærilegri þyngd og lögsem nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á grunnprófiSamspilsiðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleikhafi fengið tækifæri til að leika í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi kynnst algengasta taktslætti og bendingum stjórnandahafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri bókstafshljóma til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri bókstafshljóma til undirleiksog spunaskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 20geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnáms20„Lead sheet“.69


Rytmísk tónlist – Rafgítarþekki og skilji TAB-kerfiðhafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra einfaldar laglínur og hljómaganga eftireyraTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lokgrunnnáms.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera erfiðarien hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefnaeinnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniARNOLD, BRUCE E.Music Theory Workbook for GuitarVolume One1st Steps for a Beginning GuitaristMuse-eek PublishingBAIONE, LARRYBerklee Practice Method – GuitarBerklee PressCAPONE, PHILImprovisationSchott Music Ltd PublicationFEWELL, GARRISONJazz Improvisation for Guitar: AMelodic ApproachBerklee Press70


Rytmísk tónlist – RafgítarFISHER, JODYBeginning Jazz Guitar: TheComplete Jazz Guitar MethodHILMAR JENSSONÆfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurLAPORTA, JOHNA Guide To Jazz Improvisation: CInstrumentsBerklee PressLEAVITT, WILLIAM G.Classical Studies for Pick-StyleGuitarBerklee PressA Modern Method for Guitar:Volume 1Berklee PressA Modern Method for Guitar:Volume 2Berklee PressReading Studies for GuitarBerklee PressMelodic Rhythms for GuitarBerklee PressGrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf. Mikilvægter að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í rafgítarleik skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skalhann leggja fram lista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur þessarar námskrár. Aðrir prófþættir eru æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á grunnprófi í rafgítar fari ekki fram yfir 30mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 3.Annað prófefni má leika eftir nótum. Á grunnprófi er heimilt að notast viðundirleik kennara eða hljóðritaðan undirleik.Prófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).b) Eitt lag af fjögurra laga lista – valið af prófdómara (15 einingar).2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.71


Rytmísk tónlist – Rafgítarb) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og lög á safnlistaAutumn leaves (Cosma)Blue bossa (Dorham)Cantalopue island (Hancock)Freeway Jam (Middleton)Mo better Blues (Lee)So what (Davis)Summertime (Gerswin)The Chicken (Ellis)Tough Talk (Crusaders)Watermelon man (Hancock)Dæmi um æfingarHILMAR JENSSONÆfing nr. 15Úr: Æfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurCARCASSI, M.CapriceÚr: Classical studies for pick style-guitarBerklee PressTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.72


Rytmísk tónlist – RafgítarMiðnámEfni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðdúrtónstiga í öllum tóntegundum með þremur fingrasetningum, sbr.tóndæmi á bls. 89dúr-pentatónískan og moll-pentatónískan í öllum tóntegundum meðtveimur fingrasetningum, sbr. tóndæmi á bls. 89 og 90dórískan, mixólýdískan og blústónstiga í öllum tóntegundum meðtveimur fingrasetningum, sbr. tóndæmi á bls. 89dúr og moll þríhljóma, maj7, m7 og 7 með þremur fingrasetningum –slegið og brotiðleiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.að leiknar séu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar= 100, miðað viðÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækum markmiðumeinstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakra skólaog síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýtur uppbyggingnámsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefnibreytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settumarki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga nemendur í rafgítarleik að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð góðu valdi á samhæfingu handabeiti jafnri og lipurri fingratæknihafi náð mjög góðum tökum á að leika með nöglleiki með góðum tóni og öruggri tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnar73


Rytmísk tónlist – Rafgítarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar vel heyranlegarhafi náð góðum tökum á vibrato og beiti því smekklegahafi öðlast góða þekkingu á gítarmögnurumsé fær um að ná góðum tóni með magnarahafi kynnst og geti notað algengustu jaðartæki og tónbreytaþekki allt tónsvið gítarsinsgeti stillt hljóðfæriðHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi öðlast allgóð tök á að hljómsetja laglínur í „chord melody“-stílgeti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi góðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum:allir dúrtónstigar með fimm fingrasetningumdjassmoll 21 í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem er með fimmfingrasetningumallir dúr-pentatónískir, moll-pentatónískir og blústónstigar meðþremur fingrasetningummixólýdískur (b9 b13) í öllum tóntegundum með þremurfingrasetningumhljómhæfur molltónstigi í öllum tóntegundum með þremurfingrasetningumhafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi tónstiga:breyttur 22lýdískur b7allar kirkjutóntegundir21Moll með stórri sexund og stórri sjöund.22„Altered“.74


Rytmísk tónlist – Rafgítarhafi þjálfast reglulega í leik allra algengustu þríhljóma ogsjöundarhljóma með fimm fingrasetningumhafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi níundarhljóma með þremurfingrasetningum:maj9, moll9, 7(9)hafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi níundarhljóma með tveimurfingrasetningum:m7(b5)9, 7(b9) og 7(#9)geti brotið eftirtalda hljóma með fimm fingrasetningum:maj7, m7, 7 og m7(b5)geti brotið eftirtalda hljóma með þremur fingrasetningum:maj9, m9, 7(9) og m7(b5)9hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi hljóma:7(#9 #5), 7(b9 #5), 7(b9 b5), 7(9 #5)geti leikið krómatískan tónstiga tvær áttundir frá hvaða nótu sem ermeð tveimur fingrasetningumskilji uppbyggingu og þekki notkunarmöguleika allra framangreindrahljóma og tónstiga til spunaFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunaleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófi75


Rytmísk tónlist – RafgítarSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri allra algengrabókstafshljóma, bæði til undirleiks og spunahafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 23geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi góða þekkingu á TAB-kerfinuhafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyra23„Lead sheet“.76


Rytmísk tónlist – RafgítarUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera erfiðarien hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefnaeinnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniARNOLD, BRUCE E.Music Theory Workbook for Guitar:Vol 2Muse-eek PublishingGREENE, TEDJazz Guitar Single Note SoloingChord ChemistryAlfred77


Rytmísk tónlist – RafgítarHART, BILLYSolo Jazz GuitarHal LeonardHILMAR JENSSONÆfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurLEAVITT, WILLIAM G.Classical Studies for Pick-StyleGuitarBerklee PressA Modern Method for Guitar:Volume 3Berkless PressAdvanced Reading Studies forGuitarBerklee PressPASS, JOEChord SolosAlfredTHOMAS, JOHNVoice Leading for Guitar: Movingthrough the ChangesBerklee PressÝMSIRJazz Guitar Standards: ChordMelody SolosAlfredMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í rafgítarleik skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skalhann leggja fram lista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera ísamræmi við kröfur námskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur lagasamkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, tónstigarog hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið erfyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á miðprófi í rafgítarleik fari ekki fram yfir 50mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmtprófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum.Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti6 alltaf eftir nótum.78


Rytmísk tónlist – RafgítarPrófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit, þar af annað í „chordmelody“-stíl (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga lista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar)2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaAll the things you are (Kern)Black Orpheus (Bonfa)Bluesette (Thilemans)Cliffs of Dover (Johnson)Groovin High (Gillespie)Have a little faith in me (Hiatt)Just like a woman (Dylan)Minor Blues (Rosenwinkel)My funny valentine (Rodgers)What’s this thing called love (Porter)Dæmi um uppritW. Montgomery: Days of wine and roses (W. Montgomery: Boss Guitar)Jeff Beck: Freeway Jam (Jeff Beck: Blow by Blow)79


Rytmísk tónlist – RafgítarDæmi um æfingarHILMAR JENSSONÆfing nr. 26Úr: Æfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurPAGANINI, N.Excerpt from Perpeptual MotionÚr: Classical studies for pick style guitarBerklee PressTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðdúrtónstiga í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningum, sbr.tóndæmi á bls. 89–91djassmoll 24 í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningum, sbr.tóndæmi á bls. 89–91hljómhæfan moll í öllum tóntegundum með þremur fingrasetningum,sbr. tóndæmi á bls. 89–92allar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem er með fimm fingrasetningum,sbr. tóndæmi á bls. 89–92alla dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og blústónstiga með þremurfingrasetningum, sbr. tóndæmi á bls. 89–92mixólýdískan (b9 b13) í öllum tóntegundum með þremurfingrasetningumdúr-, moll-, stækkaða og minnkaða þríhljóma frá hvaða tóni sem ermeð fimm fingrasetningummaj7, m7, 7 og m7(b5) frá hvaða tóni sem er með fimmfingrasetningummaj9, m9 og 7(9) með þremur fingrasetningumm7(b5)9 með tveimur fingrasetningumleiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.að leiknar séu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFramhaldsnám= 144, miðað viðFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.24Moll með stórri sexund og stórri sjöund.80


Rytmísk tónlist – RafgítarGera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma en einniggetur lengri námstími verið eðlilegur.Eftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér átt viðaðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt erað reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara enmeð vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal að því að viðlok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrir heildstæðum,sannfærandi og persónulegum tónleikum.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir aðmarkmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegnahlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin ogviðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda íátt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga nemendur í rafgítarleik að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð mjög góðu valdi á samhæfingu handabeiti jafnri og lipurri fingratæknileiki með sannfærandi og persónulegum tónihafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði gítarsinshafi mjög gott vald á vibrato og beiti því smekklegahafi gott vald á teygjum, „hammer-on“ og „pull-off“-tæknihafi öðlast mjög góða þekkingu á gítarmögnurumsé fær um að ná persónulegum tóni með magnara81


Rytmísk tónlist – Rafgítarhafi góða þekkingu á jaðartækjum og tónbreytumhafi gott vald á öllu tónsviði gítarsinsHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi öðlast góð tök á að hljómsetja laglínur í „chord melody“-stílgeti leikið hljóma í undirleik af öryggi og smekkvísihafi þroskaðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga til spuna:allir dúrtónstigar með fimm fingrasetningumdjassmoll 25 í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumhljómhæfur moll í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem er með fimmfingrasetningummixólýdískur (b9 b13) í öllum tóntegundum með fimmfingrasetningumallir dúr-pentatónískir, moll-pentatónískir og blústónstigar fráhvaða tóni sem er með fimm fingrasetningumbreyttur 26 og lýdískur b7 frá hvaða tóni sem er með fimmfingrasetningumsamhverfur minnkaður tónstigi (hálftónn/heiltónn) og samhverfurminnkaður tónstigi (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem er meðtveimur fingrasetningumheiltónatónstigi frá hvaða tóni sem er með tveimurfingrasetningumkrómatískur tónstigi, tvær áttundir, frá hvaða nótu sem er oghvaða fingri sem er, tvær áttundirallir þríhljómar, sjöundarhljómar og níundarhljómar frá hvaða tónisem er með fimm fingrasetningumallir hljómar aðrir en þeir sem nefndir eru í framangreindumarkmiði frá hvaða tóni sem er með tveimur fingrasetningum25Moll með stórri sexund og stórri sjöund.26„Altered“.82


Rytmísk tónlist – RafgítarFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16 djasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegundgeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 27sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunahafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 28leiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrkleika- ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða samspil sjálfurhafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfærihafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfa27„Outside“.28„Displacement“.83


Rytmísk tónlist – Rafgítarsé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikumSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum hljómalestri lestri allrabókstafshljóma sem talist geta í almennri notkun, bæði til undirleiks ogspunasé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum,bæði til undirleiks og spunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 29geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómagang utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflum29 „Lead sheet“.84


Rytmísk tónlist – RafgítarTónsmíðarNemandihafi fengist við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhaldsnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni sem hentar við upphaf framhaldsnáms til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera léttarieða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömuviðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniCOOK, FRANKSolo guitar etudes and duetsCuoco-Cooks PublishingCROOK, HALHow to CompAdvance85


Rytmísk tónlist – RafgítarDAMIAN, JONThe Guitarist's Guide to Composingand ImprovisingBerklee PressFISHER, JODYMastering Jazz GuitarImprovisationAlfredFRISELL, BILLAnthologyCherry Lane MusicGOODRICK, MICKAdvancing GuitaristMusic Sales LtdHALL, JIMJazz Guitar EnvironmentsHal LeonardHILMAR JENSSONÆfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurMETHENY, PATImprovisationsEditions Henry LemoineROSENWINKEL, KURTCompositionsMel BayFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er aðfinna á bls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli,kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingusamkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.86


Rytmísk tónlist – RafgítarPrófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit, þar af eitt í „chord melody“-stíl (12 einingar hvort).b) Eitt lag af 32 laga lista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaBright Size Life (Metheny)Dolphing Dance (Hancock)Foolish Door (Abercrombie)Heyoke (Wheeler)Hottentott (Scofield)How my heart sings (Zindars)Infant eyes (Shorter)Inner Urge (Henderson)Naima (Coltrane)Paranoid Android (Radiohead)87


Rytmísk tónlist – RafgítarDæmi um uppritP. Metheny: Nothing personal (Michael Brecker: Michael Brecker)W. Montgomery: Fried Pies (W. Montgomery: Boss Guitar)Dæmi um æfingarHILMAR JENSSONÆfing nr. 12Æfingar fyrir rafgítarÚtg. höfundurCOOK, FRANKÆfing nr. 12Solo guitar etudes and duetsCuoco-Cooks PublishingTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðalla dúrtónstiga með fimm fingrasetningumdjassmoll 30 í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumhljómhæfan moll í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem er með fimm fingrasetningummixólýdískan (b9 b13) í öllum tóntegundum með fimm fingrasetningumalla dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og blústónstiga frá hvaða tónisem er með fimm fingrasetningumbreyttan 31 og lýdískan b7 frá hvaða tóni sem er með fimmfingrasetningumsamhverfan minnkaðan tónstiga (hálftónn/heiltónn) og samhverfanminnkaðan tónstiga (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem er meðtveimur fingrasetningumheiltónatónstiga frá hvaða tóni sem er með tveimur fingrasetningumkrómatískan tónstiga – frá hvaða nótu sem er og hvaða fingri sem er,tvær áttundiralla þríhljóma, sjöundarhljóma og níundarhljóma frá hvaða tóni sem ermeð fimm fingrasetningumalla hljóma aðra en ofantalda frá hvaða tóni sem er með tveimurfingrasetingumleiki tónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.að leiknar séu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar= 200, miðað við30Moll með stórri sexund og stórri sjöund.31„Altered“.88


Rytmísk tónlist – RafgítarTónstigar og hljómar – dæmiGrunnprófDæmiC dúr, fingrasetning 1C dúr, fingrasetning 2C dúr, fingrasetning 3C moll-pentatónískur, fingrasetning 189


Rytmísk tónlist – RafgítarC moll-pentatónískur, fingrasetning 2C maj7 – brotinn hljómur, fingrasetning 1C maj7 – brotinn hljómur, fingrasetning 2C maj7, fingrasetning 1 C maj7, fingrasetning 290


Rytmísk tónlist – RafgítarMiðprófDæmiC dúr, fingrasetning 5C djassmoll, fingrasetning 4C dórískur, fingrasetning 3C mixólýdískur, fingrasetning 291


Rytmísk tónlist – RafgítarC moll-pentatónískur, fingrasetning 3C mixólýdískur (b9 b13), fingrasetning 2C hljómhæfur moll, fingrasetning 3C maj9, fingrasetning 1C maj9, fingrasetning 292


Rytmísk tónlist – RafgítarC maj9 brotinn hljómur, fingrasetning 1C maj9 brotinn hljómur, fingrasetning 2C maj7 brotinn hljómur, fingrasetning 3C7 – brotinn hljómur, fingrasetning 4Cm7 – brotinn hljómur, fingrasetning 593


Rytmísk tónlist – RafgítarCm7(b5,9) – brotinn hljómur, fingrasetning 1FramhaldsprófDæmiC hljómhæfur moll, fingrasetning 5C lýdískur, fingrasetning 2C mixólýdískur (b9 b13), fingrasetning 394


Rytmísk tónlist – RafgítarC moll-pentatónískur, fingrasetning 4C blústónstigi, fingrasetning 4C breyttur, fingrasetning 4C lýdískur b7, fingrasetning 495


Rytmísk tónlist – RafgítarC samhverfur minnkaður (hálftónn/heiltónn), fingrasetning 2C samhverfur minnkaður (heiltónn/hálftónn), fingrasetning 1C heiltónatónstigi, fingrasetning 196


Rytmísk tónlist – KontrabassiKONTRABASSIÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi rytmískt nám á kontrabassa. Þar á eftir fara kaflar um hvernhinna þriggja megináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám.Í þessum köflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmiðsem nemendur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan erubirtir verkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga.Á eftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á kontrabassaKontrabassinn er almennt talinn vera eini nútímaafkomandi „viola dagamba“ hljóðfærafjölskyldunnar sem á rætur sínar að rekja til Evrópu á 15.öld. Hann er stærstur og með dýpstan tón hljóðfæra strengjafjölskyldunnar.Kontrabassinn er fastur liður í strengjasveit sinfóníuhljómsveita ogsmærri samspilshópum í vestrænni klassískri tónlist. Hann er kjölfestuhljóðfærií djasstónlist en einnig mikilvægur í fjölmörgum öðrum tónlistartegundum,svo sem rokk-, rokkabillí-, blágras-, tangó- og popptónlist.Kontrabassanám í rytmískri tónlist leggur áherslu á pizzicato 32 en hefðbundinvinna með boga er engu að síður nauðsynleg ekki síst til að þroskaheyrn og inntónun. Í náminu þarf að huga að tvíþættu hlutverki bassans írytmískri tónlist, bæði sem undirleiks- og einleikshljóðfæris. Í rytmískritónlist nota kontrabassaleikarar oftast magnara, því er mikilvægt aðþekkja og skilja eðli þeirra og vinna að góðum tóni, bæði með og ánmagnara.Algengast er að nemendur hefji kontrabassanám á unglingsárum þegarlíkamsburðir eru orðnir nægir til að valda hljóðfæri af venjulegri stærð.Fyrir yngri nemendur eru til hljóðfæri í barnastærðum, a.m.k. niður í 1/16af fullri stærð, en tiltölulega stutt er síðan farið var að framleiða og kenna áslík hljóðfæri.GrunnnámAlmennt er gert ráð fyrir að nemendur ljúki grunnnámi á um það bilþremur árum. Þessi viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem nemendurhefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi.32Plokkaðan leik.97


Rytmísk tónlist – KontrabassiLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísihafi öðlast grundvallarskilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi á valdi sínu krómatískan tónstiga á tónsviðinu frá lausum E-strengað F á G-streng, arcohafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga og þríhljóma:dúrtónstigar og þríhljómar: C, G, D, A, E, F, Bb, Eb, Ab – eináttund, pizzicato og arcodjassmoll tónstigar, hljómhæfir molltónstigar, og þríhljómar: A, E,B, F#, C#, D, G, C, F – ein áttund, pizzicato og arcodúr-pentatónískur og mixólýdískur: G, Bb, C, D, Eb, Ab – eináttund, pizzicatodórískur, moll-pentatónískur og blústónstigi: A, B, C, D, G – eináttund, pizzicatohafi kynnst og skilji uppbyggingu +7, og dim7 hljóma í algengustutóntegundumhafi öðlast grundvallarskilning á eðli og uppbyggingu kirkjutegundaFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórum þekktum lögum á safnlistaSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir einföld hljómferli á díatónískan mátasýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarhafi allgóð tök á notkun blús- og pentatóntónstiga, einkum til spuna yfireinfalt blúsformleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið út frá hljómagöngum laga af sambærilegri þyngd og lögsem nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á grunnprófi99


Rytmísk tónlist – KontrabassiSamspilsiðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleikhafi fengið tækifæri til að leika í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi kynnst algengasta taktslætti og bendingum stjórnandahafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:skilning á hlutverki bassaleikara í hljómsveithlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri bókstafshljóma til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri bókstafshljóma til undirleiksog spunaskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 33geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra einfaldar laglínur og hljómaganga eftireyraTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomu33„Lead sheet“.100


Rytmísk tónlist – KontrabassiNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera erfiðarien hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefnaeinnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniALLEN, M. / GILLESPIE, R. /TELLEJOHN HAYES, P.Essential elements book 1Hal LeonardBROWN, RAYRay Brown’s Bass MethodHal LeonardEVANS, ARNOLDNote reading studies for bassMel BayHERFURTH, C. PAULA tune a dayBoston MusicREID, RUFUSThe evolving bassistMyriad LtdSHER, CHUCKThe Improviser´s Bass MethodSher MusicSIMANDL, FRANZMy First SimandlCarl FischerSTINNETT, JIMCreating Jazz Bass LinesPHILLIPS, TODDEssential Techniques for AcousticBassHal LeonardSjá enn fremur dæmi um kennslubækur og æfingar í aðalnámskrá tónlistarskóla,strokhljóðfæri, bls. 94101


Rytmísk tónlist – KontrabassiGrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í bóklegum greinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggjafram safnlista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur þessarar námskrár. Aðrir prófþættir eru æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins. Á grunnprófi er heimilt að notast við undirleikkennara eða hljóðritaðan undirleik.Á grunnprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðrutveggja aðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að kontrabassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnumí hvaða lögum próftaki flytur laglínu.Miða skal við að heildartími á grunnprófi fari ekki fram yfir 30 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 3. Annað prófefni máleika eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).b) Eitt lag af fjögurra laga safnlista – valið af prófdómara (15 einingar).2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár – leikinmeð boga.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).102


Rytmísk tónlist – KontrabassiFrekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og lög á safnlistaAutumn leaves (Kosma)Blue Bossa (Dorham)Cantloupe Island (Hancock)Don´t know why (Harris)How high the moon (Lewis)Misty (Garner)Mo better blues (Lee)So what (Davis)Summertime (Gerswin)Watermelon man (Hancock)Dæmi um æfingarÆfing nr. 1Úr: F. Simandl: 30 Etudes for the string bassEtude VIII, 1. hlutiÚr: Rufus Reid: The evolving bassistTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðkrómatískan tónstiga á tónsviðinu frá lausum E-streng að F á G-streng,arcodúrtónstiga og þríhljóma: C, G, D, A, E, F, Bb, Eb, Ab – eina áttund,pizzicato og arcodjassmoll tónstiga, hljómhæfa molltónstiga og þríhljóma: A, E, B, F#,C#, D, G, C, F – eina áttund, pizzicato og arcodúr-pentatónískan og mixólýdískan: G, Bb, C, D, Eb, Ab – eina áttund,pizzicato103


Rytmísk tónlist – KontrabassiMiðnámdórískan, moll-pentatónískan og blústónstiga: A, B, C, D, G – einaáttund, pizzicatotónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. = 80, miðað við að leiknarséu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma, hiklaust og utanbókarÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstími lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækum markmiðumeinstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakra skólaog síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýtur uppbyggingnámsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefni breytileg.Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settu marki meðviðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga kontrabassanemendur í rytmísku námi að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhaldi eðlilega á hljóðfærinu og boganumhafi náð tökum á góðu og öruggu bogagripigeti sýnt mismunandi bogatæknihafi náð góðum tökum á pizzicatohafi náð tökum á mjúkum bogaskiptumhafi náð tökum á jöfnum strengjaskiptumhafi náð tökum á markvissri og eðlilegri stöðu vinstri handarhafi náð góðu valdi á samhæfingu handahafi náð tökum á hnitmiðaðri fingratæknihafi náð góðum tökum á tónmyndun á öllu tónsviðinu frá ,E að d (íþumalstillingu á G-streng)hafi náð góðum tökum á inntónunhafi allgóð tök á vibrato104


Rytmísk tónlist – Kontrabassigeti gert styrkleikabreytingar og andstæður augljósarhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar vel heyranlegarhafi öðlast góða þekkingu á bassamögnurumsé fær um að ná góðum tóni með magnarahafi kynnst og geti notað algengustu jaðartæki og tónbreytaþekki allt tónsvið bassansgeti stillt hljóðfæri sitt sjálfurHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísihafi allgóð tök á að leika „walking bass“ yfir einfalda hljómagangahafi náð góðum tökum á leik miðlungserfiðra funk- og R&B-bassalínahafi góðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi á valdi sínu krómatískan tónstiga frá lausum E-streng að d íþumalstillingu á G-streng, arcohafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum – eina áttund, pizzicato og arco:dúrdjassmoll 34hljómhæfur mollallar kirkjutóntegundirblústónstigidúr-pentatónískurmoll-pentatónískurmixólýdískur (b9 b13)hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi tónstiga:breyttur 35lýdískur b734Moll með stórri sexund og stórri sjöund.35„Altered“.105


Rytmísk tónlist – Kontrabassihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi þríhljóma í öllumtóntegundum – eina áttund, pizzicato:dúrmollminnkaðurstækkaðurhafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi sjöundarhljóma íöllum tóntegundum – eina áttund, pizzicato:maj77m7m7(b5)dim77(#5)hafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi níundarhljóma:maj9moll97(9)m7(b5) 9hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi breyttra forhljóma:7(#9 #5)7(b9 #5)7(b9 b5)7(9 #5)Fjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunaleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spuna106


Rytmísk tónlist – Kontrabassisýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri allra algengrabókstafshljóma, bæði til undirleiks og spunahafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 36geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyra36„Lead sheet“.107


Rytmísk tónlist – KontrabassiUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannahafi kynnst uppritun valinna undirleikskafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni sem hentar við upphaf miðnáms til efnis sem hæfir við loknámsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera léttarieða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömuviðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.108


Rytmísk tónlist – KontrabassiKennsluefniALLEN, M. / GILLESPIE, R. /TELLEJOHN HAYES, P.Essential elements intermediateHal LeonardCOLIN, DR. CHARLES / BOWER,BUGSRythms completeCharles ColinCOOLMAN, TODDThe bass traditionEVANS, ARNOLDNote reading studies for bassMel BayGOLDSBY, JOHNThe Jazz bass bookBackbeat BooksPATTITUCCI, JOHN60 melodic etudesCarl FischerPETRACCISimplified higher technique fordouble bassSHER, CHUCKThe Improviser´s Bass MethodSher Music Co.SHER / JOHNSONChuck Sher & Marc JohnsonConcepts for Bass soloingZIMMERMAN, FRANZA contemporary concept of bowingtechnique for the double bassGOLDSBY, JOHNBass notesSjá enn fremur dæmi um kennslubækur og æfingar í aðalnámskrá tónlistarskóla,strokhljóðfæri, bls. 100.MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja framlista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Allseru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, tónstigar og hljómar,val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvipprófsins.Á miðprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðru tveggjaaðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að kontrabassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnum íhvaða lögum próftaki flytur laglínu.109


Rytmísk tónlist – KontrabassiMiða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmtprófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b)utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og valsamkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum. Eðli málsinssamkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftirnótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið afprófdómara (12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku 37 .3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár – leikinmeð boga.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir birtast dæmi um prófverkefni á miðprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.37Getur verið einleikskafli eða samfelld blanda einleiks og undirleiks sama flytjanda.110


Rytmísk tónlist – KontrabassiDæmi um aðallög og ný lög á safnlistaAll the things you are (Kern)Black Orpheus (Bonfa)Bluesette (Thielemans)I’ll remember April (Raye / DePaul / Johnston)My funny valentine (Rodgers)Pools (Grolnik)Samurai hee-haw (Johnson)The chicken ( Ellis)There will never be another you (Warren / Gordon)What’s this thing called love (Porter)Dæmi um uppritPaul Chambers: Freddie Freeloader (Miles Davis: Kind of Blue)Sam Jones: Sam Sack (Milt Jackson / Wes Montgomery: Bags meets Wes)Dæmi um æfingarExercise 1 Ode dripÚr: J. Goldsby: The jazz bass book, bls. 199SIMANDL, F.Æfing nr. 12Úr: 30 Etudes for the string bassTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðkrómatískan tónstiga frá lausum E-streng að d í þumalstillingu á G-streng, arcoeftirfarandi tónstiga í öllum tóntegundum – tvær áttundir, pizzicato ogeina áttund, arco:dúrdjassmoll 38hljómhæfur molleftirfarandi tónstiga í öllum tóntegundum – eina áttund, pizzicato ogarco:allar kirkjutóntegundirblústónstigadúr-pentatónískurmoll-pentatónískurmixólýdískur (b9 b13)38Moll með stórri sexund og stórri sjöund.111


Rytmísk tónlist – Kontrabassieftirfarandi þríhljóma í öllum tóntegundum – eina áttund, pizzicato:dúrmollminnkaðurstækkaðureftirfarandi sjöundarhljóma í öllum tóntegundum – eina áttund,pizzicato:maj77m7m7(b5)dim77(#5)eftirfarandi níundarhljóma í öllum tóntegundum, pizzicato:maj9moll97(9)m7(b5) 9leiki tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. = 120, miðað við aðleiknar séu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma, hiklaust og utanbókarFramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma en einniggetur lengri námstími verið eðlilegur.Eftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér átt viðaðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt erað reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara enmeð vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal að því að viðlok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrir heildstæðum,sannfærandi og persónulegum tónleikum.112


Rytmísk tónlist – KontrabassiMarkmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýturuppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefnibreytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settumarki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga kontrabassnemendur í rytmísku námi að hafanáð eftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð tökum á eðlilegri og vel þjálfaðri stöðu beggja handa ogsamhæfðum hreyfingumráði yfir nákvæmri og öruggri bogatæknihafi náð tökum á góðri og öruggri vinstrihandartæknibeiti lipurri og jafnri fingratækni og ráði yfir talsverðum hraðaráði yfir þjálum bogaskiptum, strengjaskiptum og stillingaskiptumhafi náð tökum á góðri tónmyndun á öllu tónsviðinuhafi náð mjög góðum tökum á inntónunhafi náð góðum tökum á vibrato og noti það með hliðsjón af stílráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði hljóðfærisinsleiki með sannfærandi og persónulegum tónihafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi öðlast mjög góða þekkingu á bassamögnurumsé fær um að ná persónulegum tóni með magnarahafi þekkingu á jaðartækjum og tónbreytumHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskyn113


Rytmísk tónlist – KontrabassiLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísihafi góð tök á að leika „walking bass“ yfir hvaða hljómaganga sem erhafi náð góðum tökum á krefjandi funk- og R&B-bassalínumhafi þroskaðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandigeti leikið alla dúrtónstiga og dúr þríhljóma, arco, þrjár áttundir átónsviðinu ,E til c'geti leikið alla djass- og hljómhæfa molltónstiga og moll þríhljóma, arco,þrjár áttundir á tónsviðinu ,E til c’hafi á valdi sínu krómatískan tónstiga, þrjár áttundir á tónsviðinu ,E tilc', arcohafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum – tvær áttundir, pizzicato:dúrdjassmoll 39hljómhæfur mollallar kirkjutóntegundirblústónstigidúr-pentatónískurmoll-pentatónískurmixólýdískur (b9 b13)breyttur 40lýdískur b7samhverfur minnkaður (hálftónn/heiltónn)samhverfur minnkaður (heiltónn/hálftónn)heiltónatónstigiþekki og skilji alla hljóma og hafi þjálfast reglulega í leik þeirrageti leikið alla helstu hljóma sem tíundirskilji og hafi kynnst heimahljómum og heimatónstigum djassmolltónstiganshafi náð góðum tökum á leik tónstiga í gangandi tónbilum, þ.e.tvíundum, þríundum, ferundum, fimmundum, sexundum og sjöundum39Moll með stórri sexund og stórri sjöund.40„Altered“.114


Rytmísk tónlist – KontrabassiFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16 djasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegundgeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 41sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunahafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 42leiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða samspil sjálfurhafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfærihafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfa41„Outside“.42„Displacement“.115


Rytmísk tónlist – Kontrabassisé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikumhafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfaSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum hljómalestri allra bókstafshljómasem talist geta í almennri notkun, bæði til undirleiks og spunasé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum,bæði til undirleiks og spunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 43geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómagang utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyra43„Lead sheet“.116


Rytmísk tónlist – KontrabassiUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður undirleikskafla þekktralistamannaTónsmíðarNemandihafi fengið hvatningu og tækifæri til að fást við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhaldsnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni sem hentar við upphaf framhaldsnáms til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera léttari117


Rytmísk tónlist – Kontrabassieða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömuviðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniALLEN, M. / GILLESPIE, R. /TELLEJOHN HAYES, P.Essential elements advancedHal LeonardBAY, MELNote reading studies for bassCOLIN, DR. CHARLES / BOWER,BUGSRythms completeCharles ColinCOLEMAN, TODDThe Bass traditionDRAGONETTI, DOMENICO5 StudiCarisch spa ItaliaGOLDSBY, JOHNJazz bowing techniques for theimprovising bassistGOLDSBY, JOHNThe Jazz bass bookBass Player Musician’s LibraryGOURLAY, ROBWalking in the footsteps of PaulChambersRob GourlayPETRACCHI, FRANCESCOSimplified Higher Technique forDouble BassYorke EditionREID, RUFUSEvolving upwardSHER, CHUCKThe Improviser´s Bass MethodSher Music Co.SHER, CHUCK / JOHNSON, MARCConcepts for Bass soloingZANIBON, G. / MENGOLI, ANNIBALE20 Studi da concerto percontrabassoItalia / Yorke EditionZIMMERMANN, F.25 Technical studies, opus 14 forstring bass I-IVZIMMERMANN, FA Contemporary Concept ofBowing Technique for the DoubleBassMCA Music PublishingFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt,hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er aðfinna á bls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli,kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar og118


Rytmísk tónlist – Kontrabassihljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Á framhaldsprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðrutveggja aðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að kontrabassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnumí hvaða lögum próftaki flytur laglínu.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingusamkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 eininar hvort).b) Eitt lag af 32 laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku 44 .3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár – leikinmeð boga.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf, bls. 29–33, í þessu riti.44Getur verið einleikskafli eða samfelld blanda einleiks og undirleiks sama flytjanda.119


Rytmísk tónlist – KontrabassiHér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaBright size life (Metheny)Dolphin Dance (Hancock)Giant steps (Coltrane)Heyoke (Wheeler)How my heart sings (Zindars)Infant eyes (Shorter)Inner Urge (Henderson)May dance (Holland)Naima (Coltrane)Prism (Jarret)Dæmi um uppritEddie Gomez: Pools (Steps ahead: Steps ahead)Marc Johnson: Turn out the stars (Paul Motion: Bill Evans)Dæmi um æfingarEtýða nr. 18Úr: Hrabe, J.: Eighty-six Etudes for String BassEtýða nr. 17Úr: Simandl, F.: 30 Etudes for the string bassTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðeftirfarandi tónstiga í öllum tóntegundum – tvær áttundir, arco ogpizzicato:dúrdjassmollhljómhæfur mollkrómatískan tónstiga frá ,E til c', arco og pizzicato:120


Rytmísk tónlist – Kontrabassieftirfarandi tónstiga í öllum tóntegundum – tvær áttundir, pizzicato:allar kirkjutóntegundirblústónstigidúr-pentatónískurmoll-pentatónískurmixólýdískur (b9 b13)breyttur 45lýdískur b7samhverfur minnkaður (hálftónn/heiltónn)samhverfur minnkaður (heiltónn/hálftónn)heiltónatónstigialla hljóma frá hvaða tóni sem er upp á efsta hljómtón og til baka aftur,pizzicatotónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. = 144, miðað við að leiknarséu áttundapartsnóturleiki tónstiga og hljóma, hiklaust og utanbókar45„Altered.“121


Rytmísk tónlist – RafbassiRAFBASSIÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám á bassa. Þar á eftir fylgja kaflar um hvern hinna þriggjamegináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessumköflum eru tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendurþurfa að hafa náð í lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistarmeð dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Á eftir verkefnalistunumer prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum oggerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám á rafbassaRafbassinn er ungt hljóðfæri. Hann var fundinn upp á fjórða áratugsíðustu aldar en komst fyrst í almenna notkun upp úr 1950. Rafbassinn erómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djasstónlist.Hljóð frá strengjum bassans er numið af „pick up“ sem breytir því írafbylgjur sem síðan eru sendar með snúru í bassamagnara þar sem hægter að hafa áhrif á tóninn og magna upp hljóðið nánast endalaust.Tilgangur tækninnar er að hljóðfæraleikarinn öðlist annars vegar góðan ogpersónulegan tón en hins vegar breytilegan tón, viðeigandi fyrir ólíkatónlistarstíla. Mikilvægt er því að bassanemendur öðlist haldgóðaþekkingu á mögnurum, jaðartækjum og tónbreytum. Oftast er leikið árafbassa með fingrunum en stöku sinnum með nögl. Flestir nemendurgeta notað venjulegan rafbassa frá um það bil 10 ára aldri. Þó að til séurafbassar í barnastærð er þeirra því yfirleitt ekki þörf.Margir rafbassaleikarar byrja að spila ungir að aldri. Þeir byrja þó oft ekki íhefðbundnu námi fyrr en þeir hafa leikið á hljóðfærið í allnokkur ár.Nemendur eru því oft nokkuð vel að sér varðandi algengustu hljóma enhafa yfirleitt litla eða enga reynslu í nótnalestri er þeir hefja nám.Nauðsynlegt er að taka mið af þessu í kennslunni. Einnig er mikilvægt aðhuga að tvíþættu hlutverki bassans í rytmískri tónlist, bæði semundirleiks- og einleikshljóðfæris í ólíkum stílum rytmískrar tónlistar.GrunnnámAlmennt er gert ráð fyrir að nemendur ljúki grunnnámi á um það bilþremur árum. Þessi viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem nemendurhefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur verið mismunandi.122


Rytmísk tónlist – RafbassiMarkmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýturuppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefnibreytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settumarki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok grunnnáms eiga rafbassanemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum grundvallartökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð góðri handstöðu beggja handabeiti jöfnum og markvissum fingrahreyfingumleiki með allgóðum tóni og öruggri tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar heyranlegarhafi öðlast grunnþekkingu á bassamögnurumsé fær um að ná allgóðum tóni með magnaraHrynur og formNemandihafi öðlast allgott hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengustu formgerðirsýni gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísigeti búið til einfaldar „two beat“-bassalínur og einfaldar poppbassalínurhafi kynnst leik einfaldra funk- og R&B-bassalínahafi öðlast grundvallarskilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveit123


Rytmísk tónlist – RafbassiTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga, eina áttund:dúr og dúr-pentatónískur: C, G, D, F, Bbhreinn moll, dórískur, moll-pentatónískur og blústónstigi: D, A, E,G, Cmixólýdískur: G, D, A. C, Fhafi vald á að leika framangreinda dúrtónstiga frá 2. fingri vinstrihandar, sjá dæmi á bls. 145hafi vald á að leika framangreinda molltónstiga frá 1. fingri vinstrihandar, sjá dæmi á bls. 145hafi kynnst leik dúr- og molltónstiga frá 4. fingri vinstri handar 46 , sjádæmi á bls. 146hafi kynnst og skilji uppbyggingu eftirtalinna hljómhæfra og djassmoll 47tónstiga: D, A, E, G, Chafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi hljóma, eina áttund:dúr þríhljómar og maj7 hljómar: C, G, D, F, Bb, sbr. tóndæmi ábls. 146moll þríhljómar og m7 hljómar: D, A, E, G, C, sbr. tóndæmi á bls.1467 hljómar: G, D, A. C, F, sbr. tóndæmi á bls. 146hafi kynnst og skilji uppbyggingu +7, og dim7 hljóma í algengustutóntegundumskilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunahafi öðlast grundvallarskilning á eðli og uppbyggingu kirkjutóntegundaleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórum þekktum lögum á safnlistaSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir einföld hljómferli á díatónískan mátasýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarhafi allgóð tök á notkun blús- og pentatóntónstiga, einkum til spuna yfireinfalt blúsformleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spuna46Hér eftir nefnd 2. fingrasetning.47Moll með stórri sexund og stórri sjöund.124


Rytmísk tónlist – Rafbassisýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið út frá hljómagöngum laga af sambærilegri þyngd og lögsem nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á grunnprófiSamspilsiðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleikhafi fengið tækifæri til að leika í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi kynnst algengasta taktslætti og bendingum stjórnandahafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:skilning á hlutverki bassaleikara í hljómsveithlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri bókstafshljóma til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri bókstafshljóma til undirleiksog spunaskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 48geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra einfaldar laglínur og hljómaganga eftireyra48„Lead sheet“.125


Rytmísk tónlist – RafbassiTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera til viðmiðunarvið skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við val annarskennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðantitil verks eða bókar. Í einstaka tilfellum kunna hlutar bóka að vera erfiðarien hæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu er sömu viðfangsefnaeinnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri en einum áfanga.KennsluefniBARTOLO, JOEL DISerious electric bassWarner BrothersCOLIN, DR. CHARLES / BOWER,BUGSRythms completeCharles Colin MusicCOOLMAN, TODDThe bottom lineJamey AebersoldEVANS, ARNOLDNote reading studies for bassMel BayFRIEDLAND, EDHal Leonard Bass method 1Hal LeonardJazz bassHal LeonardPASTORIOUS, JACO / EMMOTT,JERRY J.Jaco Pastorious Modern electricbassManhattan MusicSLUTSKY, ALANStanding in the shadows of MotownHal LeonardWILLIS, GARY101 bass tipsHal Leonard126


Rytmísk tónlist – RafbassiGrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í bóklegum greinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi í rafbassaleik skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skalhann leggja fram lista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur námskrárinnar. Aðrir prófþættir eru tónstigar og hljómar, valog óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvipprófsins. Á grunnprófi er heimilt að notast við undirleik kennara eðahljóðritaðan undirleik.Á grunnprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðrutveggja aðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að rafbassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnumí hvaða lögum próftaki flytur laglínu.Miða skal við að heildartími á grunnprófi á rafbassa fari ekki fram yfir 30mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 3.Annað prófefni má leika eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).b) Eitt lag af fjögurra laga safnlista – valið af prófdómara (15 einingar).2. Æfing (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).127


Rytmísk tónlist – RafbassiFrekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og lög á safnlistaAutumn leaves (Kosma)Blue Bossa (Dorham)Can´t buy me love (McCartney)Cantloupe Island (Hancock)Cissy strut (Meters)I wish (Wonder)Misty (Garner)Mo better blues (Lee)Satin doll (Ellington)Summertime (Gershwin)Dæmi um æfingarExercise 1 Ode dripÚr: J. Goldsby: The jazz bass book, bls. 199Total BluesÚr: J. Snidero: Jazz conception (21 solo etudes)Tónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.EfniNemandi geti leikiðdúr og dúr-pentatónískan: C, G, D, F, Bbhreinan moll, dórískan, moll-pentatónískan og blústónstiga: D, A, E, G,Cmixólýdískan: G, D, A, C, Fdúr þríhljóma og maj7 hljóma: C, G, D, F, Bb, sbr. tóndæmi á bls. 146moll þríhljóma og m7 hljóma: D, A, E, G, C, sbr. tóndæmi á bls. 1467 hljóma: G, D, A. C, F, sbr. tóndæmi á bls. 146128


Rytmísk tónlist – RafbassiMiðnámLeikmáti og hraðiNemandi leikidúrtónstiga frá 2. fingri vinstri handar, sjá dæmi á bls. 145molltónstiga frá 1. fingri vinstri handar, sjá dæmi á bls. 145þríhljóma með tveimur fingrasetningum, brotna og sem samhljómsjöundarhljóma með einni fingrasetningutónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.leiknar séu áttundapartsnóturtónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar= 80, miðað við aðÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýturuppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefnibreytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settumarki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga rafbassanemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð góðu valdi á samhæfingu handabeiti jafnri og lipurri fingratæknihafi kynnst því að leika með nöglhafi kynnst „slap“-tæknihafi kynnst „muted thumb“-tæknileiki með góðum tóni og öruggri tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar vel heyranlegar129


Rytmísk tónlist – Rafbassihafi kynnst vibratohafi öðlast góða þekkingu á bassamögnurumsé fær um að ná góðum tóni með magnarahafi kynnst og geti notað algengustu jaðartæki og tónbreytaþekki allt tónsvið bassansgeti stillt hljóðfæriðHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísihafi allgóð tök á að leika „walking bass“ yfir einfalda hljómagangahafi náð góðum tökum á leik miðlungserfiðra funk- og R&B-bassalínahafi góðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum:dúrdjassmoll 49hljómhæfur mollallar kirkjutóntegundirdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigimixólýdískur (b9 b13)geti leikið ofangreinda tónstiga tvær áttundir í 1. fingrasetningu og einaáttund í 2. fingrasetninguhafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi tónstiga:breyttur 50lýdískur b7allar kirkjutóntegundirhafi hlotið nokkra þjálfun í leik tónstiga í gangandi tónbilumhafi þjálfast reglulega í leik allra þríhljóma með tveimur fingrasetningum49Moll með stórri sexund og stórri sjöund.50„Altered“.130


Rytmísk tónlist – Rafbassihafi þjálfast reglulega í leik sjöundarhljóma með einni fingrasetninguhafi þjálfast reglulega í leik eftirfarandi níundarhljóma: maj9, moll9,7(9), m7(b5)9 – brotnir og sem samhljómurhafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi hljóma: 7(#9 #5), 7(b9 #5),7(b9 b5), 7(9 #5), 7(#9 b13)geti leikið krómatískan tónstiga tvær áttundir frá hvaða nótu sem ermeð tveimur fingrasetningumskilji uppbyggingu og þekki notkunarmöguleika allra framangreindrahljóma og tónstiga til spunaleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunaleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangri131


Rytmísk tónlist – Rafbassisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri allra algengrabókstafshljóma, bæði til undirleiks og spunahafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 51geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannahafi kynnst uppritun valinna undirleikskafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnu51„Lead sheet.“.132


Rytmísk tónlist – RafbassiTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni sem hentar við upphaf miðnáms til efnis sem hæfir við loknámsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda. Í einstaka tilfellum kunnahlutar bóka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.KennsluefniBARTOLO, JOEL DISerious electric bassWarner BrothersCOLIN, DR. CHARLES / BOWER,BUGSRythms completeCharles ColinEVANS, ARNOLDNote reading studies for bassMel BayFRIEDLAND, EDBass method 2 og 3Hal LeonardGOLDSBY, JOHNThe Jazz bass bookBass Player Musician’s LibraryPASTORIOUS, JACO / EMMOTT,JERRYJaco Pastorious Modern electricbassManhattan MusicPATTITUCCI, J.60 melodic etudesCarl FischerSHER, CHUCK / JOHNSON, MARCConcepts for Bass soloingSher Music Co.133


Rytmísk tónlist – RafbassiSLUTSKY, ALANStanding in the shadows of MotownHal LeonardWILLIS, GARYFingerboard harmony for bassHal LeonardWILLIS, GARYUltimate ear training for guitar &bassHal LeonardMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja framlista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Allseru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmtprófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Á miðprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðru tveggjaaðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að rafbassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnum íhvaða lögum próftaki flytur laglínu.Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmtprófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b)utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og valsamkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum. Eðli málsinssamkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftirnótum.134


Rytmísk tónlist – RafbassiPrófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið afprófdómara (12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku. 523. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir birtast dæmi um prófverkefni á miðprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd. Dæmin eiga við um aðallög og þau lög sem bæst hafa á safnlistafrá grunnprófi, sjá nánari umfjöllun um í kafla um áfangapróf á bls. 29–30 íþessu riti.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaAll the things you are (Kern)Black Orpheus (Bonfa)Bluesette (Thielemans)Don´t give up (Gabriel)Groovin High (Gillespie)I’ll remember April (Raye / DePaul / Johnston)Portrait of Tracy (Pastorius)Rio funk (Ritenour)52Getur verið einleikskafli eða samfelld blanda einleiks og undirleiks sama flytjanda.135


Rytmísk tónlist – RafbassiThere will never be another you (Warren / Gordon)What’s this thing called love (Porter)Dæmi um uppritKai Eckhardt: Blue in Green (John McLaughlin trio: Live at the Royal Festival Hall)Jaco Pastorius: Bright size life (Pat Metheny: Bright size life)Dæmi um æfingarV. Blues with a bridgeÚr: 14 blues & Funk etudes (for Bass clef instruments)Mintzer/BobSvíta nr. 1, BWV 1007, 1. kafli PréludeÚr: J.S. Bach: Suiten für Violoncello soloTónstigar og hljómarEfniNemandi geti leikiðalla dúrtónstigadjassmoll 53 í öllum tóntegundumhljómhæfan molltónstiga í öllum tóntegundumallar kirkjutóntegundiralla dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og blústónstigamixólýdískan (b9 b13) í öllum tóntegundumkrómatískan tónstiga tvær áttundir frá hvaða nótu sem eralla þríhljóma með tveimur fingrasetningum – brotna og semsamhljómaalla sjöundarhljóma með tveimur fingrasetningummaj9, moll9, 7(9), m7(b5)9 – brotna og sem samhljómaLeikmáti og hraðiNemandi leikitónstiga tvær áttundir í 1. fingrasetningu og eina áttund í 2. fingrasetningukrómatískan tónstiga með einni fingrasetninguþríhljóma með tveimur fingrasetningumsjöundarhljóma með tveimur fingrasetningumtónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.leiknar séu áttundapartsnóturtónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar= 120, miðað við að53Moll með stórri sexund og stórri sjöund.136


Rytmísk tónlist – RafbassiFramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma en einniggetur lengri námstími verið eðlilegur.Eftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér átt viðaðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt erað reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara enmeð vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal að því að viðlok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrir heildstæðum,sannfærandi og persónulegum tónleikum.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir aðmarkmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegnahlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin ogviðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda íátt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga rafbassanemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðhafi náð mjög góðu valdi á samhæfingu handabeiti jafnri og lipurri fingratæknihafi náð mjög góðum tökum á að leika með nöglhafi náð góðum tökum á „slap“-tæknihafi náð góðum tökum á „muted thum“-tækni137


Rytmísk tónlist – Rafbassileiki með sannfærandi og persónulegum tónihafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarráði yfir víðu styrkleikasviði hvar sem er á tónsviði bassanshafi mjög gott vald á vibrato og beiti því smekklegahafi öðlast mjög góða þekkingu á bassamögnurumsé fær um að ná persónulegum tóni með magnarahafi góða þekkingu á jaðartækjum og tónbreytumhafi gott vald á öllu tónsviði bassansHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynLaglína og undirleikurNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumgeti leikið bassalínur í undirleik af öryggi og smekkvísihafi góð tök á að leika „walking bass“ yfir hvaða hljómaganga sem erhafi náð góðum tökum á krefjandi funk- og R&B-bassalínumhafi náð góðum tökum á „slap“-tæknihafi þroskaðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga:allir dúrtónstigardjassmoll 54 í öllum tóntegundumhljómhæfur moll í öllum tóntegundumallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem ermixólýdískur (b9 b13) í öllum tóntegundumallir dúr-pentatónískir, moll-pentatónískir og blústónstigar fráhvaða tóni sem erbreyttur 55 og lýdískur b7 frá hvaða tóni sem ersamhverfur minnkaður tónstigi (hálftónn/heiltónn) og samhverfurminnkaður tónstigi (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem erheiltónatónstigi frá hvaða tóni sem erkrómatískur tónstigi, tvær áttundir, frá hvaða nótu sem er – einfingrasetning54Moll með stórri sexund og stórri sjöund.55„Altered“.138


Rytmísk tónlist – Rafbassigeti leikið framangreinda tónstiga tvær áttundir í 1. fingrasetningu ogeina áttund í 2. fingrasetninguskilji og hafi kynnst heimahljómum og heimatónstigum djassmolltónstiganshafi náð góðum tökum á leik tónstiga í gangandi tónbilum: tvíundir,þríundir, ferundir, fimmundir, sexundir og sjöundirhafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi hljóma:allir þríhljómar, sjöundarhljómar og níundarhljómar frá hvaða tónisem erallir hljómar aðrir en þeir sem nefndir eru í framangreindumarkmiði frá hvaða tóni sem erFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16djasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegundgeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 56sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunahafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 57leiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófi56„Outside“.57„Displacement“.139


Rytmísk tónlist – RafbassiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða samspil sjálfurhafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfærihafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikumhafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfaSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum hljómalestri lestri allrabókstafshljóma sem talist geta í almennri notkun, bæði til undirleiks ogspunasé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum,bæði til undirleiks og spunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 5858„Lead sheet“.140


Rytmísk tónlist – Rafbassigeti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómagang utanbókar til notkunar íundirleik og spunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður undirleikskafla þekktralistamannaTónsmíðarNemandihafi fengið hvatningu og tækifæri til að fást við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhaldsnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt141


Rytmísk tónlist – Rafbassifrá kennsluefni sem hentar við upphaf framhaldsnáms til efnis sem hæfirvið lok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda. Í einstaka tilfellum kunnahlutar bóka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.KennsluefniBARTOLO, JOEL DISerious electric bassWarner BrothersCOLEMAN, TODDThe Bass traditionJamey AebersoldCOLIN, DR. CHARLES / BOWER,BUGSRythms completeCharles ColinEVANS, ARNOLDNote reading studies for bassMel BayGOLDSBY, JOHNThe Jazz bass bookBass Player Musician’s LibraryGOURLAY, ROBWalking in the footsteps of PaulChambersRob GourlayPASTORIOUS, JACO / EMMOTT,JERRYJaco Pastorious Modern electricbassManhattan MusicSHER, CHUCK / JOHNSON, MARCConcepts for Bass soloingSher Music Co.SLUTSKY, ALANStanding in the shadows of MotownHal LeonardWILLIS, GARYFingerboard harmony for bassHal LeonardWILLIS, GARYUltimate ear training for guitar &bassHal LeonardFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag,prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu ogeinkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er að finna ábls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmtprófþætti 1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar og142


Rytmísk tónlist – Rafbassihljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Á framhaldsprófi skulu bassanemendur að lágmarki flytja laglínu í öðrutveggja aðallaga og helmingi safnlistalaga. Ekki er nauðsynlegt að rafbassanemendurflytji laglínur í öðrum lögum. Tilgreina skal í prófgögnumí hvaða lögum próftaki flytur laglínu.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingusamkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af 32 laga lista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku. 593. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.59Getur verið einleikskafli eða samfelld blanda einleiks og undirleiks sama flytjanda.143


Rytmísk tónlist – RafbassiHér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaBright Size Life (Metheny)Dolphin Dance (Hancock)Giant steps (Coltrane)Heyoke (Wheeler)How my heart sings (Zindars)Infant eyes (Shorter)Inner Urge (Henderson)Portrait of Tracy (Pastorius)Teen Town (Pastorious)The necessary blonde (Willis)Dæmi um uppritJaco Pastorius: Havona (Weather Report: Heavy weather)Gary Willis: The necessary blonde (Scott Henderson & Tribal Tech: Primal tracks)Dæmi um æfingarXI. See foreverÚr: Mintzer, Bob: 14 Blues & Funk etudes (for Bass clef instruments)Æfing nr. 25Úr: Sher, Chuck / Johnson, Marc: Concepts for Bass soloingTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti leikiðalla dúrtónstigadjassmoll 60 í öllum tóntegundumhljómhæfan moll í öllum tóntegundumallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem ermixólýdískan (b9 b13) í öllum tóntegundumalla dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og blústónstiga60Moll með stórri sexund og stórri sjöund.144


Rytmísk tónlist – Rafbassibreyttan 61 og lýdískan b7 tónstiga frá hvaða tóni sem ersamhverfan minnkaðan tónstiga (hálftónn/heiltónn) og samhverfanminnkaðan tónstiga (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem erheiltónatónstiga frá hvaða tóni sem erkrómatískan tónstiga frá hvaða nótu sem er, tvær áttundiralla þríhljóma, sjöundarhljóma, níundarhljóma og alla aðra hljóma fráhvaða tóni sem erLeikmáti og hraðiNemandi geti leikiðframangreinda tónstiga tvær áttundir í 1. fingrasetningu og eina áttund í2. fingrasetningutónstiga og brotna hljóma eigi hægar en M.M.leiknar séu áttundapartsnóturtónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar= 176, miðað við aðTónstigar og hljómar – dæmiEftirfarandi dæmum er ætlað að sýna leikmáta og fingrasetningunokkurra algengra tónstiga og hljóma.C dúr í grunnstöðu, fingrasetning 1A moll í grunnstöðu, fingrasetning 1 (frá E-streng)C dúr, fingrasetning 2A moll, fingrasetning 2 (frá E-streng)61„Altered“.145


Rytmísk tónlist – RafbassiC dúr þríhljómur / C dúr maj7A moll þríhljómur / a moll m7G7E frýgískur, fingrasetning 2 (frá A-streng)B lókrískur, fingrasetning 2 (frá E-streng)A breyttur, fingrasetning 2 (frá A-streng)G7 (b9/b13), fingrasetning 2 (frá A-streng)146


Rytmísk tónlist – TrommusettTROMMUSETTÍ þessum hluta rytmískrar námskrár er fjallað um nokkur atriði varðandinám á trommusett. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinna þriggja megináfanganámsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Í þessum köflumeru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið sem nemendur þurfaað hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtir verkefnalistar meðdæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Á eftir verkefnalistunumer prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdum dæmum og gerð greinfyrir flutningsmáta tækniæfinga fyrir trommusett.Nokkur atriði varðandi nám á trommusettTrommusettið telst vera ungt hljóðfæri þó að einstakir hlutar þess eigi sérflestir langa sögu. Með tilkomu bassatrommupedala um aldamótin 1900varð mögulegt fyrir einn trommuleikara að gegna hlutverki tveggja meðþví að leika á sneriltrommu og bassatrommu samtímis. Þar var kominnkjarni hljóðfærisins sem síðan hefur verið í stöðugri þróun en um 1930 tóktrommusettið á sig þá mynd sem er ríkjandi í dag með pedölum fyrir báðafætur auk margvíslegra tromma og gjalla sem leikið er á með mismunandisleglum. Eftir því sem stílbrigðum rytmískrar tónlistar hefur fjölgað hefursérhæfing orðið meiri með tilheyrandi fjölbreytileika hljóðfærisins. Ummiðbik 20. aldar fór að koma fram kennsluefni fyrir trommusettið og hefursú útgáfa aukist æ síðan. Í dag er framboð af bókum og myndefni orðiðmjög fjölbreytt.Þungamiðja þessarar námskrár er trommusettsleikur samkvæmt afrískamerískuhefðinni en jafnframt er klassískur sneriltrommuleikur mikilvægurgrundvallarþáttur í öllu náminu. Einnig er afrísk-latnesku handslagverkigerð nokkur skil.Aðalhljóðfæri í grunn-, mið- og framhaldsnámi eru trommusett ogsneriltromma. Í grunnnámi er gert ráð fyrir að nemendur nái að aukitökum á algengustu slagverkshljóðfærum, s.s. hristum, tambúrínum oghandtrommum. Einnig er æskilegt að nemendur kynnist helstu klassískuásláttarhljóðfærunum eftir því sem aðstæður leyfa. Í mið- og framhaldsnámiaukast kröfur á handslagverk, s.s. congatrommur, timbales og spilatækniá viðkomandi hljóðfæri. Bent er á að hóptímar geta verið heppilegurvettvangur fyrir kennslu á ofangreind aukahljóðfæri.Eðli málsins samkvæmt hefur trommusettið sérstöðu hvað varðartónmálsþáttinn meðal annarra hljóðfæra og söngs sem falla undir námskrá147


Rytmísk tónlist – Trommusettí rytmískri tónlist. Þar af leiðandi eru tækniæfingar algerlega miðaðar viðslagtækni, samhæfingu og getu til að leika og spinna út frá mismunanditakbrigðum. 62Í aðalnámskrá tónlistarskóla er kveðið á um samræmdar kröfur ítónfræðum sem haldast í hendur við lok allra námsáfanga. Mikilvægt erað nemendur á trommusett stundi þetta nám eins og aðrir, sem ogfjölbreytt samspil í ólíkum hópum á víðu sviði rytmískrar tónlistar.Til að nám geti hafist á trommusett þarf nemandi að hafa líkamlega burðitil að valda auðveldlega trommukjuðum og ná til gólfs með báðum fótumþegar setið er á trommustól. Til eru ýmsar gerðir trommusetta fyrir ungabyrjendur en hljóðfæri sem fyrir hendi eru í tónlistarskólum eru yfirleitt afmiðlungsstærð en þó stillanleg í mismunandi hæð eftir atvikum. Það ættuekki að vera vandkvæði á að nemendur frá u.þ.b. 8 ára aldri geti hafið námþó einhverjar málamiðlanir gætu þurft að koma til fyrstu árin. Nauðsynlegter að þeir tónlistarskólar sem bjóða upp á kennslu á trommusett eigiþau hljóðfæri sem þörf er á samkvæmt námskrá og þeim námsstigum semkennt er á. Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að hljóðfærum til æfingaí skólanum. Mikilvægt er að kennsluaðstaða sé góð og viðeigandi hjálparbúnaðurtil staðar fyrir yngstu nemendurna, svo sem stólar og hljóðfærisem hægt er að setja í lága stöðu.VíbrafónnFrá upphafi náms þarf nemandi að hafa til umráða trommusett, æfingaplattaog kjuða af heppilegri stærð og þyngd. Þó að rafmagns- og æfingatrommusettgeti í vissum tilfellum hentað vel til heimaæfinga og jafnvelkennslu, er afar mikilvægt að nemendur öðlist verulega reynslu í leik áhefðbundið trommusett. Á öllum áfangaprófum skal nemandinn leika áhefðbundið trommusett. Til að ná tökum á tónfræðagreinum er æskilegtað nemandi hafi aðgang að krómatísku hljóðfæri, s.s. píanói, hljómborði,víbrafóni eða gítar.Hægt er að stunda nám á víbrafón sem aðalhljóðfæri í rytmískri tónlist fráog með miðnámi. Gert er ráð fyrir að þeir nemendur, sem hefja miðnám ívíbrafónleik, eigi að baki grunnnám á trommusett, í klassískum slagverksleikeða á píanó.Nemendur á víbrafón skulu taka mið af markmiðum og kröfum námskrárfyrir blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri varðandi almenna námsþættirytmísks tónlistarnáms, svo sem lög, spuna, tónstiga, lestur og upprit.Miða skal við klassíska námskrá ásláttarhljóðfæra varðandi tæknileg62„Feel“.148


Rytmísk tónlist – Trommusettmarkmið, æfingar, tónsvið og leikmáta tónstiga og önnur sértæk atriði erlúta að hljóðfærinu. Nýta skal rytmíska námskrá í píanóleik eftir föngumvarðandi hljóma og raddsetningar þeirra. Með stuðningi úr þessumþremur áttum er nemendum gert kleift að ljúka mið- og framhaldsprófimeð víbrafón sem aðalhljóðfæri.Náms- og prófþættir á trommusettVerkAlmenna umfjöllun um náms- og prófþætti í rytmískri tónlist er að finna íkafla á bls. 12–18 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem koma að rytmískutónlistarnámi, þekki innihald þess kafla vel. Þar sem trommusettið hefurnokkra sérstöðu varðandi ýmsa námsþætti fylgir hér á eftir sértækumfjöllun um náms- og prófþætti á trommusett.Undir þennan þátt falla verk með undirleik, upprit og önnur skrifuð verkfyrir trommusett ásamt tilheyrandi æfingum og einnig kennsluefni fyrirmismunandi stíltegundir og taktbrigði. Á áfangaprófi fellur þessi þátturundir „verk“. Sjá nánari umfjöllun á bls. 29–30.TaktbrigðalistiMismunandi stílbrigði tónlistar og hæfni til að spinna út frá þeim erveigamikill þáttur í rytmísku tónlistarnámi. Í hverjum námsáfanga er aðfinna lista yfir mismunandi taktbrigði. Listanum er ætlað að vera tilviðmiðunar hvað varðar fjölda taktbrigða sem nemandi þarf að hafa vald áog tæknilegar kröfur í hverjum námsáfanga. Flutningsmáta er skipt upp íþrjá samfellda þætti, t.d. 16 takta hvern: taktbrigði án tilbrigða, taktbrigðimeð tilbrigðum og spuna út frá taktbrigði (sóló). Á áfangaprófi velurprófdómari fyrirframákveðinn fjölda taktbrigða til flutnings, sjá yfirlitprófþátta á bls. 156–157, 167–168 og 179–180.SneriltommaNám á sneriltrommu fer fram samkvæmt námskrá fyrir ásláttarhljóðfærifrá 2003. Á áfangaprófi fellur þessi þáttur undir „æfingu“.Tækniæfingara) Undirstöðuæfingar fyrir sneriltrommu samkvæmt námskrá fyrirásláttarhljóðfæri.b) Handsetningaræfingar: Undir þennan þátt falla æfingar og æfingakerfisem þjálfa mismunandi samsetningar slaga milli handanna þarsem trommusettið er haft sérstaklega í huga (sjá nánar í verkefnalistaog prófkröfum viðkomandi námsáfanga).149


Rytmísk tónlist – Trommusettc) Samhæfingaræfingar: Undir þennan þátt falla æfingar og æfingakerfisem er ætlað að þjálfa samhæfingu handa og fóta (sjá nánar íverkefnalista og prófkröfum viðkomandi námsáfanga).ValLeikur handsetningaræfinga og samhæfingaræfinga (liðir b og c) miða aðþví að auka færni nemenda til að túlka gefinn rytma 63 með mismunandiaðferðum sem krefjast viðeigandi tækniæfinga. Æfingar geta verið sniðnarað áhuga og þörfum hvers nemanda. Kennari undirbýr með nemandasínum þær tækniæfingar sem hæfa viðkomandi áfangaprófi og útbýrlýsingu á þeim ásamt dæmi um gefinn rytma fyrir prófið. Dæmi tilviðmiðunar er að finna í köflunum um verkefni og prófkröfur í hverjumnámsáfanga og fjöldi þeirra tilgreindur ásamt hraða.Undir þessum þætti opnast möguleikar fyrir skapandi vinnu nemendasem geta falist í vali á einu af eftirfarandi atriðum: Frumsömdu verki, eiginútsetningu eða flutningi á verki samkvæmt klassískri námskrá á ásláttarhljóðfæri.Á mið- og framhaldsprófi bætist við möguleiki á verki afsambærilegri þyngd og önnur verkefni á sama prófi og að lokum getaframhaldsnemar á trommusett valið að leika á handslagverk eðavíbrafón/hljómborðs-slagverk með eða án undirleiks.NótnalesturUndirbúinn og óundirbúinn nótnalestur er mikilvægur þáttur námsins ogá áfangaprófum er geta nemenda í óundirbúnum nótnalestri prófuð ábæði sneriltrommu og trommusett. Sjá nánari umfjöllun á bls. 15 og 32–33.HeildarsvipurAlmenn framsetning námsefnis og atgervi nemanda skiptir miklu máli,bæði í námi og á áfangaprófi. Þar er átt við þá þætti sem varða flutning ogframkomu og snerta ekki tæknilega hlið hljóðfærisins beint. Dæmi umþetta er að nemandi sýni öryggi í allri framsetningu verka og æfinga, t.d.að tempó séu rétt, að talið sé inn fyrir hljómsveit á sannfærandi hátt (þegarvið á) o.s.frv. Á áfangaprófi fellur þessi þáttur undir „heildarsvip“. Sjánánari umfjöllun á bls. 15–16 og 33.HandslagverkDæmi um námsefni fyrir handslagverk er að finna aftast á verkefnalistunumí köflunum um mið- og framhaldsnám. Á framhaldsprófi geturnemandi leikið á handslagverk undir liðnum „val“.63Í þessari námskrá er hugtakið „gefinn rytmi“ notað yfir þær rytmísku hendingar sem túlkaðareru með mismundandi leikmáta (sjá dæmi um prófverkefni í öllum námsáföngum).150


Rytmísk tónlist – TrommusettGrunnnámAlmennt er gert ráð fyrir að nemendur ljúki grunnnámi á um það bilþremur árum. Þessi viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar semnemendur hefja nám á ýmsum aldri og námshraði getur veriðmismunandi.Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok grunnnáms eiga nemendur á trommusett að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð góðum grundvallartökum á leik á trommusetthafi náð góðum grundvallartökum á sneriltrommuleik samkvæmtnámskrá ásláttarhljóðfærahafi náð grundvallartökum á leik á algengustu slagverkshljóðfæri, t.d.tamborínur, hristur og handtrommurhafi kynnst öðrum hljóðfærum ásláttarfjölskyldunnar eftir því sem þörfer á og aðstæður leyfabeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfærinleiki með eðlilegri handsetningu á hvert hljóðfæri fyrir sighafi grundvallartök á tónmyndun viðkomandi hljóðfærahafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnargeti gert styrkbreytingar vel heyranlegarHljóðfæriNemandihafi kynnst því að velja viðeigandi hljóðfæri eftir viðfangsefnum,samhengi og fyrirmælumhafi grundvallarskilning á hentugri uppstillingu og staðsetningutrommusettsins og annarra slagverkshljóðfæra eftir aðstæðum hverjusinnihafi kynnst stillingu trommusetts og annarra slagverkshljóðfæra151


Rytmísk tónlist – TrommusettHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi þjálfast reglulega í að telja upphátt þar sem það á viðhafi kynnst því að syngja einn rytma og leika annan samtímisskilji og þekki algengustu formgerðirsýni gott formskynMeðleikshæfni og undirleikurNemandihafi hlotið þjálfun í undirleik, bæði við laglínuflutning og spuna annarrahafi hlotið þjálfun í að leika innan mismunandi takttegunda og stílbrigðahafi góð tök á grunnrytma og uppbroti í lögum sem hæfa þessumnámsáfangaUndirstöðu-, handsetningar- og samhæfingaræfingarNemandihafi þjálfast reglulega í leik undirstöðuæfinga á sneriltrommusamkvæmt markmiðum grunnnáms í klassískri námskrá fyrirásláttarhljóðfærihafi hlotið reglulega þjálfun í leik handsetningaræfinga samkvæmtþessari námskráhafi hlotið reglulega þjálfun í leik samhæfingaræfinga fyrir trommusettsamkvæmt þessari námskráhafi þjálfast í að leika grunn- og handsetningaræfingar frá báðumhöndumhafi þjálfast reglulega í að útfæra gefinn rytma í handsetningar- ogsamhæfingaræfingum samkvæmt þessari námskráFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnageti leikið og spunnið út frá sex mismunandi taktbrigðumSpuniNemandihafi hlotið þjálfun í að spinna innan mismunandi takttegunda ogstílbrigðaspinni með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spuna152


Rytmísk tónlist – Trommusettsýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og undirleikSamleikur – iðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleikhafi fengið tækifæri til að leika í hljómsveithafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamleikur – hæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestriskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 64geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnámshafi þjálfast reglulega í að leika utanbókarhafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyrahafi þjálfast reglulega í að læra taktbrigði, útsetningar og form eftir eyraTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskrá64„Lead sheet“.153


Rytmísk tónlist – TrommusettVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi átrommusett. Listarnir eru alls ekki tæmandi og er þeim einkum ætlað aðvera til viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars viðval annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.Í ýmsum tilfellum eru hlutar bóka þyngri en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu koma þær einnig fyrir í öðrum áföngum. Efninu er raðaðeftir stafrófsröð höfunda og útgefanda getið fyrir neðan titil verks eðabókar.Í dæmum um námsefni er að finna nokkuð af bókum með yfirgripsmiklunámsefni. Af þeirri ástæðu koma bækur fyrir í tveimur og jafnvel öllumnámsáföngum. Hafa skal í huga að fyrir unga nemendur getur reynstheppilegra að nota kennsluefni sem er ekki eins víðfeðmt og getur kennariþá leiðbeint um hvaða bækur samræmast uppgefnum viðmiðum ogmarkmiðum.Efninu er skipt upp í fjóra eftirfarandi þætti sem eru skilgreindir nánar ábls. 149–150.Kennslubækur, æfingar og verk – trommusettBERRY, MICK / GIANNI, JASONThe Drummer's Bible: How to PlayEvery Drum Style from Afro-Cubanto ZydecoSee Sharp PressHAPKE, TOM66 Drum Solos for the ModernDrummerCherry Lane Music CompanyHAZILLA, JONMastering the Art of BrushesBerklee PressKARAS, SPERIEJazz Drumming in Big Band andComboHal LeonardMORGENSTEIN, ROD / MATTINGLY,RICKThe Drumset MusicianHal LeonardÓLAFUR HÓLM EINARSSONKennlubók í trommuleik fyrirbyrjendurÓlafur Hólm EinarssonRILEY, JOHNThe Art of Bop DrummingManhattan Music PublicationsRILEY, PETECrash Course: DrumsSMT-Sanctuary PublishingSAVAGE, RON / SCHEUERELL,CASEY / THE BERKLEE FACULTYBerklee Practice Method: Drum Set(Berklee Practice Method)Berklee PressWECKL, DAVEUltimate Play-Along Drum Trax:Level 1Manhattan Music Publications154


Rytmísk tónlist – TrommusettÆfingar – sneriltrommaFINK, SIEGFRIEDPercussion Studio, Studien fürkleine Trommel, 1. og 2. heftiSimrockFIRTH, VICSnare Drum Method, 1. og 2. heftiCarl FischerGOLDENBERG, MORRISModern School for Snare DrumChappellHATHWAY, KEVIN / WRIGHT, IANGraded Music for Snare Drum, I og IIABRSM PublishingHOCHRAINER, RICHARDÜbungen für kleine TrommelDoblingerKEUNE, ECKEHARTSchlaginstrumente, Ein Schulwerk,Teil 1, Kleine TrommelDeutscher Verlag für MusikSCHINSTINE, WILLIAM J.Little Champ, First Year DrumSolosSouthern Music CompanySKINNER, MICHAELGuildhall School of Music & Drama– Percussion Syllabus: Snare DrumRudimentsUnited Music PublishersGuildhall School of Music & Drama,Rudiments for Snare DrumUnited Music PublishersSTONE, GEORGE LAWRENCEAccents and Rebounds for theSnare DrummerGeorge B. Stone & Son, Inc.WHALEY, GARWOODFundamental Studies for SnareDrumJ. R. PublicationsPETERS, MITCHELLElementary Snare Drum StudiesMitchell PetersHandsetningaræfingarCHAFFEE, GARYSticking PatternsSingle AccentsG C MusicPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaTækniundirstöður IÚtg. höfundurPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaAlhliða æfingamynstur IÚtg. höfundurSTONE, GEORGE LAWRENCEStick ControlGeorge B. Stone & Son, Inc.SamhæfingaræfingarCHAFFEE, GARYTime Functioning PatternsG C MusicCHESTER, GARYThe New Breed: Systems for theDevelopment of Your OwnCreativityModern Drummer Publications, Inc.RAMSAY, JOHNThe Drummer´s CompleteVocabulary As Taught by AlanDawsonManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNThe Art of Bop DrummingManhattan Music PublicationsPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaTvískipt jazzsamhæfingÚtg. höfundur155


Rytmísk tónlist – TrommusettNótnalestur fyrir trommusettGABRIELE, BOBBYChart Reading Workbook ForDrummersHal LeonardREED, TEDProgressive Steps To SyncopationFor The Modern DrummerAlfred Publishing Company, Inc.GrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í bóklegum greinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi á trommusett skal nemandi leika tvö ólík aðalverk, tvö affjórum undirbúnum taktbrigðum og eina æfingu. Æfingin skal flutt ásneriltrommu. Aðrir prófþættir eru tækniæfingar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildarpróftími á grunnprófi á trommusett fari ekki framyfir 40 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja að minnsta kosti eitt verkutanbókar samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýna dæmi umspuna í að minnsta kosti öðru verkinu samkvæmt sama prófþætti.Taktbrigði og undirstöðuæfingar samkvæmt prófþáttum 1b og 3a skulufluttar utanbókar en nemandi má hafa gefinn rytma útskrifaðan íprófþáttum 3b og 3c. Önnur prófverkefni má leika eftir nótum. Á grunnprófier fullnægjandi að undirleikur sé leikinn af geisladiski.Prófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrára) Tvö ólík aðalverk (15 einingar hvort).b) Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista fjögurra taktbrigða – valin afprófdómara (15 einingar).2. Æfing á sneriltrommu (15 einingar).3. Tækniæfingar 65 (15 einingar).a) Undirstöðuæfingar samkvæmt þessari námskrá (5 einingar).b) Handsetningaræfingar. Önnur af tveimur æfingum, frá hægri eðavinstri hendi – valin af prófdómara (5 einingar).c) Samhæfingaræfingar. Önnur af tveimur æfingum – valin af prófdómara(5 einingar).65Prófdómari velur þær undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá hvorri hendiundirstöðu- og handsetningaræfingar eru leiknar.156


Rytmísk tónlist – Trommusett4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna verkefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar)b) Viðfangsefni á trommusett (5 einingar)6. Heildarsvipur (5 einingar).Hér á eftir eru birt dæmi um prófverkefni á grunnprófi ásamt lista yfir þautaktbrigði sem eru til viðmiðunar. Síðan eru birt dæmi um handsetningaræfingarog samhæfingaræfingar ásamt flutningsmáta.Verk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um verkBye Bye Blackbird (Henderson)C Jam Blues (Ellington)The Girl from Ipanema (Jobim)HAPKE, TOMSolo 24, Funk Rock bls. 28úr: 66 Drum Solos for the Modern DrummerCherry Lane Music CompanyKARAS, SPERIEHolidays (Solo for Drumset) bls. 80úr: Jazz Drumming in Big Band and ComboHal LeonardMORGENSTEIN, ROD / MATTINGLY, RICKBig Foot bls. 59úr: The Drumset MusicianHal LeonardRILEY, JOHNSchool Days bls. 64úr: The Art of Bop DrummingManhattan Music PublicationsSAVAGE, RON / SCHEUERELL, CASEY / THE BERKLEE FACULTYDo it Nowúr: Berklee Practice Method: Drum Set (Berklee Practice Method)Berklee Press157


Rytmísk tónlist – TrommusettDæmi um æfingar – sneriltrommaSolo nr. 20Úr: Feldstein, S. / Black, D.: Alfred’s drum method, 1. hefti, bls. 66AlfredAllegro nr. 28Úr: Hochreiner, Richard: Übungen für kleine TrommelDoblingerTaktbrigðalistiFyrir áfangapróf setja nemandi og kennari saman lista yfir fjögurmismunandi taktbrigði sem hafa verið undirbúin. Hentug leið er að notaeitt einfalt form sem inniheldur úrvinnslu/spuna út frá hverju dæmi semer hugsað eins og stutt lag í viðkomandi stíl. Listinn samanstendur afnöfnum þeirra taktbrigða sem um ræðir og svo útlistingu á því <strong>formi</strong> semnotað er. Hafa skal í huga að meðfylgjandi dæmi eru til viðmiðunar hvaðþyngd varðar en kennari og nemandi geta í sameiningu fundið sambærilegtaktbrigði sem henta í hverju tilfelli.DæmiMeðalhraður rokktaktur (áttundaparts hi-hat)Meðalhægur fönktaktur (sextándaparts hi-hat með leiðandi hendi)Bossa nova-takturMeðalhraður rokk shuffle-takturForm: A=16 taktar (með tilbrigðum) B=16 taktar (spuni/sóló) C=8 taktar (án spunaog tilbrigða, með endi).UndirstöðuæfingarNemandi geti leikiðeinslagsþyrl eigi hægar en M.M. = 120tvíslagsþyrl eigi hægar en M.M. = 100einfalda samhengja (paradiddle) eigi hægar en M.M. = 92einfalt forslag (flam) eigi hægar en M.M. = 120tvöfalt forslag (drag) eigi hægar en M.M. = 90þrefalt forslag (ruff) eigi hægar en M.M. = 60fimm slaga þyrl eigi hægar en M.M. = 90sjö slaga þyrl eigi hægar en M.M. = 76níu slaga þyrl eigi hægar en M.M. = 96lokað þyrlHeildarlisti yfir undirstöðuæfingar er birtur á bls. 186–188. Í prófinu velurprófdómari þær undirstöðuæfingar sem leiknar eru.158


Rytmísk tónlist – TrommusettHandsetningar- og samhæfingaræfingarTil prófs skal undirbúa tvær handsetningaræfingar og tvær samhæfingaræfingareins og mælt er fyrir um hér á eftir eða aðrar sambærilegaræfingar. Æskileg lengd hverrar æfingar er átta taktar miðað viðáttundapartsnótur í 4/4. Hentugt er að nota einn gefinn rytma sem síðan ertúlkaður með hvorri handsetningaræfingu og hvorri samhæfingaræfingufyrir sig. Í prófinu velur prófdómari þær æfingar sem leiknar eru, þ.e. einahandsetningaræfingu og eina samhæfingaræfingu. Afhenda skal prófdómaraafrit af gefna rytmanum sem á að nota og lýsingu á flutningsmátaþeirra æfinga sem undirbúnar hafa verið, þ.e. ef þær eru frábrugðnardæmunum hér á eftir.Gefinn rytmiHandsetningaræfingarNemandi geti leikiðgefinn rytma með áherslum í samfelldum áttunda- eða sextándapörtummeð eins slags handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. =100)gefinn rytma með áherslum í samfelldum áttunda- eða sextándapartsrytmaþar sem önnur höndin leikur gefna rytmann og hin fyllir á milli.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 50)159


Rytmísk tónlist – TrommusettSamhæfingaræfingarNemandi geti leikiðfastan rytma með leiðandi hendi og fótum á meðan gefinn rytmi erleikinn á sneril.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 120)fastan rytma með höndum á meðan gefinn rytmi er leikinn ábassatrommu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 60)MiðnámÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga nemendur á trommusett að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:160


Rytmísk tónlist – TrommusettTónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á leik á trommusetthafi náð góðum tökum á sneriltrommuleik samkvæmt námskráásláttarhljóðfærahafi þjálfast í leik á algengustu slagverkshljóðfæri, t.d. tamborínur,hristur og handtrommurhafi kynnst algengum slagverkshljóðfærum afrísk-latnesku hefðarinnarásamt tilheyrandi hryn og tækni hljóðfærannahafi kynnst öðrum hljóðfærum ásláttarfjölskyldunnar eftir því sem þörfer á og aðstæður leyfa, s.s. hljómsveitarbassatrommu, þríhorni oghandsymbölumbeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfærinleiki með eðlilegri handsetningu á hvert hljóðfæri fyrir sigkunni skil á mismunandi sleglum viðkomandi hljóðfærahafi hlotið þjálfun í leik með burstum á trommusetthafi góð tök á tónmyndun viðkomandi hljóðfærahafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi náð góðum tökum á styrkbreytingum og allvíðu styrkleikasviðiHljóðfæriNemandihafi hlotið þjálfun í að velja viðeigandi hljóðfæri eftir viðfangsefnum,samhengi og fyrirmælumhafi góðan skilning á hentugri uppstillingu og staðsetningutrommusettsins og annarra slagverkshljóðfæra eftir aðstæðum hverjusinnihafi hlotið þjálfun í stillingu trommusetts og annarra slagverkshljóðfærahafi náð tökum á algengasta viðhaldi trommusettsins, svo sem aðskipta um skinnhafi kynnst rafrænum hryngjöfum og hafi hlotið nokkra þjálfun í notkunþeirraHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi þjálfast reglulega í að telja upphátt þar sem það á viðhafi góð tök á að skipta á milli taktbrigða innan sama verksgeti sungið einn rytma og leikið annan samtímishafi kynnst því að fylgja rafrænum hryngjöfum í leik sínum þar sem við áskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskyn161


Rytmísk tónlist – Trommusetthafi góðan skilning á lengri formum og lögum sem hafa flóknariuppbyggingu en algengast getur talist, s.s. lögum með fleiri en tveimurformþáttum og/eða óvenjulegum taktafjöldaMeðleikshæfni og undirleikurNemandihafi náð góðum tökum á undirleik, bæði við laglínuflutning og spunaannarrahafi náð góðum tökum í að leika innan mismunandi takttegunda ogstílbrigðahafi góð tök á grunnrytma og uppbroti í lögum sem hæfa þessumnámsáfangaUndirstöðu-, handsetningar- og samhæfingaræfingarNemandihafi þjálfast reglulega í leik undirstöðuæfinga á sneriltrommusamkvæmt markmiðum miðnáms í klassískri námskrá fyrirásláttarhljóðfærihafi hlotið reglulega þjálfun í leik handsetningaræfinga samkvæmtþessari námskráhafi hlotið reglulega þjálfun í leik samhæfingaræfinga fyrir trommusettsamkvæmt þessari námskráhafi þjálfast í að leika grunn- og handsetningaræfingar frá báðumhöndumhafi aukið leikni sína í leik undirstöðuæfinga á sneriltrommu samkvæmtgrunnnámskafla námskrár fyrir ásláttarhljóðfærihafi þjálfast reglulega í að útfæra gefinn rytma í handsetningar- ogsamhæfingaræfingum samkvæmt þessari námskráFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnageti leikið og spunnið út frá fjórtán mismunandi taktbrigðumSpuniNemandihafi náð góðum tökum á spuna innan mismunandi takttegunda ogstílbrigðaspinni með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og undirleik162


Rytmísk tónlist – TrommusettSamleikur – iðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveithafi tekið þátt í slagverkssamspilihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamleikur – hæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 66geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að leika utanbókarhafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyrahafi þjálfast reglulega í að læra taktbrigði, útsetningar og form eftir eyraUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannahafi kynnst uppritun valinna undirleikskafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnu66„Lead sheet“.163


Rytmísk tónlist – TrommusettTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi átrommusett. Listarnir eru alls ekki tæmandi og er þeim einkum ætlað aðvera til viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars viðval annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni, sem hentar við upphaf miðnáms, til efnis sem hæfir við loknámsáfangans. Í ýmsum tilfellum eru hlutar bóka þyngri eða léttari enhæfir þessum námsáfanga. Af þessari ástæðu koma þær einnig fyrir íöðrum áföngum. Efninu er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar.Efninu er skipt upp í fimm eftirfarandi þætti sem eru skilgreindir nánar ábls. 149-150.Kennslubækur, æfingar og verkBERGAMINI, JOEMD Classic Tracks. The World’sGreatest Drummers Note for Note!Modern Drummer Publications, Inc.BERRY, MICK / GIANNI, JASONThe Drummer's Bible: How to PlayEvery Drum Style from Afro-Cubanto ZydecoSee Sharp PressDA FONSECA, DUDUKA / WEINER,BOBBrazilian Rhythms for DrumsetManhattan Music PublicationsDAVIS, STEVEDrummers: Masters of TimeJamey AebersoldGADD, STEVEUp Close (bókin)Manhattan Music PublicationsGARIBALDI, DAVIDFuture SoundsAlfred Publishing Company, Inc.KARAS, SPERIEJazz Drumset Solos, SevenContemporary PiecesHal Leonard164


Rytmísk tónlist – TrommusettLATHAM, RICKAdvanced Funk StudiesRick Latham Publishing CompanyMALABE, FRANK / WEINER, BOBAfro-Cuban Rhythms for DrumsetManhattan Music PublicationsMAULEÓN, REBECASalsa Guidebook for Piano andEnsemble[Dæmi sem varða trommusett ogslagverk.]Sher Music Co.RAMSAY, JOHNArt Blakey´s Jazz MessagesManhattan Music PublicationsRILEY, HERLIN / VIDACOVICH,JOHNNYNew Orleans Jazz and Second LineDrummingManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNThe Art of Bop DrummingManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNThe Jazz Drummer´s WorkshopHal LeonardTHIGPEN, EDThe Sound of BrushesEd Thigpen/Action-ReactionÆfingar – sneriltrommaBUGGERT, R. W.Thundering throughRubankFINK, SIEGFRIEDPercussion Studio, Studien fürkleine Trommel, 2. heftiSimrockFIRTH, VICSnare Drum Method, 2. heftiCarl FischerGOLDENBERG, MORRISModern School for Snare DrumChappellHATHWAY, KEVIN/WRIGHT, IANGraded Music for Snare Drum, II ogIIIABRSM PublishingHOCHREINER, RICHARDÜbungen für kleine TrommelDoblingerKNAUER, HEINRICHPraktische Schule für kleineTrommelVEB Friedrich HofmeisterMusikverlagKEUNE, ECKEHARDTKleine TrommelVEB Deutscher Verlag für MusikMORELLO, JOEMaster StudiesModern Drummer Publications, IncPETERS, MITCHELLIntermediate Snare Drum StudiesMitchell PetersROTHMAN, JOELMixing MetersJ. R. PublicationsSCHINSTINE, W. / HOEY, F.Intermediate Drum BookSouthern Music CompanyWHALEY, GARWOODMusical Studies for theIntermediate Snare DrummerJ. R. PublicationsWHALEY, G. / MOONEY, J. M.Rhythmic Patterns of ContemporaryMusicJ. R. PublicationsWILCOXON, CHAS. S.Modern Rudimental Swing Solosfor the Advanced DrummerChas. S. WilcoxonÝMSIRNard Drum SolosLudwig Drum Co.165


Rytmísk tónlist – TrommusettTækniæfingarHandsetningaræfingarCHAFFEE, GARYSticking PatternsAccented single strokesG C MusicPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaTækniundirstöður II, III, IV og VIIÚtg. höfundurPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaGrunnsamhæfingarmynsturÚtg. höfundurSamhæfingaræfingarCHAFFEE, GARYTime Functioning PatternsLinear PhrasingG C MusicCHESTER, GARYThe New Breed. Systems for theDevelopment of Your OwnCreativityModern Drummer Publications, Inc.RAMSAY, JOHNThe Drummer´s CompleteVocabulary As Taught by AlanDawsonFour-Way CoordinationManhattan Music PublicationsRILEY, JOHThe Art of Bop DrummingManhattan Music PublicationsPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaAlhliða æfingamynstur IV:1–4Útg. höfundurNótnalestur fyrir trommusettCHESTER, GARYThe New Breed. Systems for theDevelopment of Your OwnCreativityModern Drummer Publications, Inc.PÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaRytmasafnÚtg. höfundurREED, TEDProgressive Steps to Syncopationfor the Modern DrummerAlfred Publishing Company, Inc.SPAGNARDI, RONThe Big Band DrummerModern Drummer Publications, Inc.HandslagverkGAJATE-GARCIA, RICHIEPlay Bongos & Hand PercussionNow: Basics and BeyondWarner Bros PublicationsSABANOVICH, DANIELBrazilian Percussion ManualAlfred Publishing Company, Inc.SULSBRÜCK, BIRGERLatin-American Percussion:Rhythms And Rhythm InstrumentsFrom Cuba And BrazilAdvance Music166


Rytmísk tónlist – TrommusettMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi á trommusett skal nemandi leika tvö ólík aðalverk, tvö af 14undirbúnum taktbrigðum og eina æfingu. Æfingin skal flutt á sneriltrommu.Aðrir prófþættir eru upprit, tækniæfingar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildarpróftími á miðprófi á trommusett fari ekki framyfir 50 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja að minnsta kosti eitt verkutanbókar samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýna dæmi umspuna í að minnsta kosti einu verki samkvæmt sama prófþætti. Taktbrigðiog undirstöðuæfingar samkvæmt prófþáttum 1b og 4a skulu fluttutanbókar en nemandi má hafa gefinn rytma útskrifaðan í prófþáttum 4bog 4c.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðalverk, a.m.k. annað þeirra flutt með hljómsveit(12 einingar hvort).b) Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista 14 taktbrigða – valin af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing á sneriltrommu (12 einingar).4. Tækniæfingar (15 einingar). 67a) Undirstöðuæfingar samkvæmt þessari námskrá (5 einingar).b) Handsetningaræfingar. Ein æfing af þremur, frá hægri eða vinstrihendi – valin af prófdómara (5 einingar).c) Samhæfingaræfingar. Ein æfing af þremur – valin af prófdómara(5 einingar).5. Val (10 einingar). Nemandi velur eitt eftirtalinna verkefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.67Prófdómari velur þær undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá hvorri hendiundirstöðu- og handsetningaræfingar eru leiknar.167


Rytmísk tónlist – Trommusettc) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar).b) Viðfangsefni á trommusett ( 5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Hér á eftir eru birt dæmi um prófverkefni á miðprófi ásamt lista yfir þautakbrigði sem eru til viðmiðunar. Síðan eru birt dæmi um handsetningaræfingarog samhæfingaræfingar ásamt flutningsmáta.Verk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um verkA Night in Tunisia (Gillespie)All the Things You Are (Kern)Birdland (Zawinul)On Green Dolphin Street (Kaper)Feel the Jazz (Karas) – úr: Jazz Drumset Solos, Seven Contemporary Pieces,útg. Hal LeonardSatch & Diz (Riley) (undirleikur af diski) – úr: The Art of Bop Drumming, útg.Manhattan Music PublicationsDæmi um uppritMax Roach: Blue 7 (Sonny Rollins: Saxophone Colossus) – fyrra trommusóló ca.4 mín. inn í laginuHarvey Mason: Chameleon (Herbie Hancock: Head Hunters) – spuni í kringumlínur og bassa og trommukafli þar á eftir (7:05–8:33 mín.:sek.)Dæmi um æfingar – sneriltrommaÆfing nr. 52Úr: Hochreiner, R.: Übungen für kleine TrommelÆfing á bls. 24Úr: Whaley, Garwood/Mooney, Joseph: Contemporary Patterns of TemporaryMusicTaktbrigðalistiFyrir áfangapróf setja nemandi og kennari saman lista yfir 14 mismunanditaktbrigði sem hafa verið undirbúin. Hentug leið er að nota eitt einfaltform sem inniheldur úrvinnslu/spuna út frá hverju dæmi sem er hugsaðeins og stutt lag í viðkomandi stíl. Listinn samanstendur af nöfnum þeirrataktbrigða sem um ræðir og svo útlistingu á því <strong>formi</strong> sem notað er. Hafa168


Rytmísk tónlist – Trommusettskal í huga að meðfylgjandi dæmi eru til viðmiðunar hvað þyngd varðaren kennari og nemandi geta í sameiningu fundið sambærileg taktbrigðisem henta í hverju tilfelli.DæmiMeðalhraður rokktaktur (áttundaparts hi-hat)Meðalhægur fönktaktur (sextándaparts hi-hat)Bossa nova-takturMeðalhraður rokk shuffle-takturMeðalhraður 12/8 rokktakturMeðalhratt djass swingDjass-shuffleSynkóperaður pop/fönktakturSambaDjassballaðaDjassvalsSalsataktur (Kúba)Diskótaktur (sextándaparts hi-hat með h+v slögum)MoTown-taktur, snerill á öllum slögum (sbr. The Supremes: Stop in the Name ofLove)Form: A=16 taktar (með tilbrigðum) B=16 taktar (spuni/sóló) C=8 taktar (án spunaog tilbrigða, með endi).Þegar um hraðari taktbrigði er að ræða, eins og t.d. sömbu, getur veriðheppilegra að tvöfalda taktafjöldann í <strong>formi</strong>nu hér að ofan.UndirstöðuæfingarNemandi geti leikiðflam paradiddlediddle eigi hægar en M.M. = 120double paradiddle eigi hægar en M.M. = 156ratamacue (einfalt) eigi hægar en M.M. = 90flam tap eigi hægar en M.M. = 72flam accent eigi hægar en M.M. = 84flamacue eigi hægar en M.M. = 112flam paradiddle (flamadiddle) eigi hægar en M.M. = 92ellefu slaga þyrl eigi hægar en M.M. = 100þrettán slaga þyrl eigi hægar en M.M. = 100Auk ofangreinds eiga nemendur að hafa á valdi sínu allar undirstöðuæfingarúr grunnnámi, sjá bls. 158. Heildarlisti yfir undirstöðuæfingar erbirtur á bls. 186-188. Í prófinu velur prófdómari þær undirstöðuæfingarsem leiknar eru.169


Rytmísk tónlist – TrommusettHandsetningar- og samhæfingaræfingarTil prófs skal undirbúa þrjár handsetningaræfingar og þrjár samhæfingaræfingareins og mælt er fyrir um hér á eftir eða aðrar sambærilegaræfingar. Æskileg lengd hverrar æfingar er tólf taktar miðað við áttundapartsnóturí 4/4. Hentugt er að nota einn gefinn rytma sem síðan ertúlkaður með hverri handsetningaræfingu og hverri samhæfingaræfingufyrir sig. Í prófinu velur prófdómari þær æfingar sem leiknar eru. Afhendaskal prófdómara afrit af gefna rytmanum sem á að nota og lýsingu áflutningsmáta þeirra tækniæfinga sem undirbúnar hafa verið, þ.e. ef þæreru frábrugðnar dæmunum hér á eftir.Dæmi um gefinn rytmaHandsetningaræfingarNemandi geti leikiðgefinn rytma með áherslum þar sem leiknar eru samfelldaráttundaparts þríólur með eins slags handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 100)gefinn rytma með einföldum forslögum („flam“) með áherslum ísamfelldum áttunda- eða sextándapörtum út frá eins slagshandsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 60)gefinn rytma með áherslum þar sem leiknar eru samfelldaráttundapartsnótur með tveggja slaga handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 112)Samhæfingaræfingar170


Rytmísk tónlist – TrommusettNemandi geti leikiðfastan rytma með leiðandi hendi og hi-hat með fæti á meðan gefinnrytmi 68 er túlkaður með áttundapartsnótum á sneril en lengri nótum ábassatrommu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 120)fastan rytma með höndum og hi-hat með fæti á meðan gefinn rytmi erleikinn á bassatrommu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 60)fastan rytma í hi-hat með fæti á meðan gefinn rytmi er túlkaður meðáttundapartsnótum á tom-tom trommu og lengri nótum á symbal ogbassatrommu þar sem leiðandi hendi leikur gefna rytmann en hin fyllirá milli með áttundaparts þríólum.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 100)68Sjá dæmi um gefinn rytma hér að framan.171


Rytmísk tónlist – TrommusettFramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Í einstaka tilvikum kann að vera unnt að ljúka náminu á skemmri tíma eneinnig getur lengri námstími verið eðlilegur.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga nemendur á trommusett að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á trommusettsleikhafi náð mjög góðum tökum á sneriltrommuleik samkvæmt námskráásláttarhljóðfærahafi þjálfast í leik á algengustu slagverkshljóðfæri, t.d. tamborínur,hristur og handtrommur, auk annarra slagverkshljóðfæra eftir atvikumhafi náð allgóðum tökum á leik á algeng slagverkshljóðfæri afrísklatneskuhefðarinnar ásamt tilheyrandi hryn og tækni hljóðfæranna aukhljóðfæra frá öðrum heimshlutum eftir atvikumhafi kynnst öðrum hljóðfærum ásláttarfjölskyldunnar eftir því sem þörfer á og aðstæður leyfa, s.s. helstu slagverkshljóðfærum sinfóníuhljómsveitarinnar,þ.e. pákum, ásláttarhljómborðshljóðfærum o.s.frv.beiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfærinleiki með eðlilegri handsetningu á hvert hljóðfæri fyrir sigkunni skil á mismunandi sleglum viðkomandi hljóðfæra og notkunþeirrahafi náð mjög góðum tökum á leik með burstum á trommusetthafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfæri172


Rytmísk tónlist – Trommusetthafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi náð mjög góðum tökum á styrkbreytingum og ráði yfir víðustyrkleikasviðiHljóðfæriNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að velja viðeigandi hljóðfæri eftirviðfangsefnum, samhengi og fyrirmælumhafi mjög góðan skilning á hentugri uppstillingu og staðsetningutrommusettsins og annarra slagverkshljóðfæra eftir aðstæðum hverjusinnihafi góð tök á stillingu trommusetts og annarra slagverkshljóðfærahafi góð tök á öllu venjubundnu viðhaldi trommusetts og annarraslagverkshljóðfæra eftir því sem við áhafi náð góðum tökum á rafrænum hryngjöfumhafi grundvallarskilning á mögnurum og hljóðkerfumHrynur og formNemandihafi öðlast óbrigðult hrynskyngeti leikið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi þjálfast reglulega í að telja upphátt þar sem það á viðhafi mjög góð tök á að skipta á milli taktbrigða innan sama verkshafi mjög gott vald á hraða og hryn, þ.m.t. hraðabreytingumhafi þjálfast í að leika einn rytma og syngja annanhafi hlotið þjálfun í og geti leikið á sannfærandi hátt með rafrænumhryngjöfumskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynhafi mjög góðan skilning á lengri formum og lögum sem hafa flóknariuppbyggingu en algengast getur talist, s.s. lögum með fleiri en tveimurformþáttum og/eða óvenjulegum taktafjöldaMeðleikshæfni og undirleikurNemandihafi náð mjög góðum tökum á undirleik, bæði við laglínuflutning ogspuna annarrahafi náð mjög góðum tökum á að leika innan margvíslegra takttegundaog stílbrigðahafi mjög góð tök á grunnrytma og uppbroti í lögum sem hæfa þessumnámsáfanga173


Rytmísk tónlist – TrommusettUndirstöðu-, handsetningar- og samhæfingaræfingarNemandihafi þjálfast reglulega í leik undirstöðuæfinga á sneriltrommusamkvæmt markmiðum framhaldsnáms í klassískri námskrá fyrirásláttarhljóðfærihafi hlotið reglulega þjálfun í leik handsetningaræfinga samkvæmtþessari námskráhafi hlotið reglulega þjálfun í leik samhæfingaræfinga fyrir trommusettsamkvæmt þessari námskráhafi þjálfast í að leika grunn- og handsetningaræfingar frá báðumhöndumhafi aukið leikni sína í leik undirstöðuæfinga á sneriltrommu samkvæmtgrunn- og miðnámskafla námskrár fyrir ásláttarhljóðfærihafi þjálfast reglulega í að útfæra gefinn rytma í handsetningar- ogsamhæfingaræfingum samkvæmt þessari námskráFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnageti leikið og spunnið út frá 32 mismunandi taktbrigðumSpuniNemandihafi náð mjög góðum tökum á spuna innan mismunandi takttegunda ogstílbrigðaspinni með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og undirleikSamleikur – iðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumhafi tekið þátt í slagverkssamspiligeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að setja saman og leiða hljómsveithafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfahafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikum174


Rytmísk tónlist – TrommusettSamleikur – hæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hafi skilning á ólíkum og breytilegum hlutverkum í samleik, s.s.undirleik, einleik, leiðandi og styðjandi hlutverkihlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleiksé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfiLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 69geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta framhaldsnámshafi þjálfast reglulega í að leika utanbókarhafi þjálfast reglulega í að leika eftir eyrahafi þjálfast reglulega í að læra taktbrigði, útsetningar og form eftir eyraUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður undirleikskafla þekktralistamannaTónsmíðarNemandihafi fengist við tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokframhaldsnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleik69„Lead sheet“.175


Rytmísk tónlist – Trommusettöruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhaldsnámiá trommusett. Listarnir eru alls ekki tæmandi og er þeim einkum ætlað aðvera til viðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars viðval annars kennsluefnis. Þyngdarstig verkefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni, sem hentar við upphaf framhaldsnáms, til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans. Í ýmsum tilfellum eru hlutar bóka léttari en hæfirþessum námsáfanga á meðan aðrir hlutar gætu hæft námi á háskólastigi. Íkaflanum um prófverkefni eru dæmi sem skýra viðmið og kröfur áframhaldsprófi. Efninu er raðað eftir stafrófsröð höfunda og útgefandagetið fyrir neðan titil verks eða bókar.Efninu er skipt upp í fimm eftirfarandi þætti sem eru skilgreindir nánar íformála þessarar námskrár.Kennslubækur, æfingar og verkBRUFORD, BILLWhen in Doubt, RollModern Drummer Publications, Inc.DA FONSECA, DUDUKA / WEINER,BOBBrazilian Rhythms for DrumsetManhattan Music PublicationsGADD, STEVEUp Close (bókin)Manhattan Music PublicationsGARIBALDI, DAVIDFuture SoundsAlfred Publishing, Inc.HARTIGAN, ROYAL, ADZENYAH,ABRAHAM / DONKOR, FREEMANWest African Rhythms for DrumsetManhattan Music PublicationsKARAS, SPERIEJazz Drumset Solos, SevenContemporary PiecesHal LeonardMALABE, FRANK / WEINER, BOBAfro-Cuban Rhythms for DrumsetManhattan Music Publications176


Rytmísk tónlist – TrommusettMORELLO, JOEMaster StudiesModern Drummer Publications, Inc.PORTNOY, MIKEAnthology, Volume oneHudson MusicRAMSAY, JOHNThe Drummer´s CompleteVocabulary As Taught by AlanDawsonManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNBeyond Bop DrummingManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNThe Jazz Drummer´s WorkshopModern Drummer Publications, Inc.RONDINELLI, BOBBY / LAUREN,MICHAELThe Encyclopedia of Double BassDrummingModern Drummer Publications, Inc.SAMBA, MOKHTARAfrican Rhythms and Independencefor DrumsetMusic in Motion Films Ltd.THIGPEN, EDThe Sound of BrushesEd Thigpen/Action-ReactionWECKL, DAVEBack to Basics for DrummersManhattan Music PublicationsÆfingar – sneriltrommaCIRONE, ANTHONYPortraits in RhythmBelwin MillsDELÉCLUSE, JACQUESDouze Études pour Caisse ClaireLeducPETERS, MITCHELLAdvanced Snare Drum StudiesMitchell PetersSCHINSTINE, WILLIAM J.Adventures in Solo DrummingSouthern Music CompanyFIRTH, VICThe Solo Snare DrummerCarl FischerLYLLOFF, BENTAarhus etude no. 9[sneriltromma]Wilhelm HansenHandsetningaræfingarCHAFFEE, GARYSticking PatternsCompound stickingsG C MusicRILEY, JOHNThe Jazz Drummer´s WorkshopThe Chop ShopModern Drummer Publications, Inc.PÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaTækniundirstöður IV, VIII, og IX tilXIIÚtg. höfundur177


Rytmísk tónlist – TrommusettSamhæfingaræfingarCHAFFEE, GARYTechnique PatternsHand-Foot CombinationsG C MusicCHAFFEE, GARYTime Functioning PatternsJazz IndependenceG C MusicCHESTER, GARY / ADAMS, CHRISThe New Breed IIDrummers Intensive CompanyPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaAlhliða æfingamynstur IV:6–10Útg. höfundurPÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaTríólusamhæfingÚtg. höfundurRAMSAY, JOHNThe Drummer´s CompleteVocabulary As Taught by AlanDawsonFour-Way CoordinationManhattan Music PublicationsRILEY, JOHNBeyond Bop DrummingManhattan Music PublicationsNótnalestur fyrir trommusettBELLSON, LOIS / BREINES, GILModern Reading Text in 4/4Ten Sycopated ExercisesHenry Adler PublicationBELLSON, LOIS / BREINES, GILOdd Time Reading TextHenry Adler PublicationCHESTER, GARY / ADAMS, CHRISThe New Breed IIDrummers Intensive CompanySHAUGHNESSY, ED / DEROSA,CLEMShow DrummingHal LeonardWECKL, DAVEContemporary Drummer + OneDCI MusicVideo Productions, Inc.and the Weckl/Oliver JointAdventurePÉTUR ÖSTLUNDHringir innan hringjaRytmasafnÚtg. höfundurHandslagverkMAULEÓN, REBECASalsa Guidebook for Piano andEnsembleSher Music Co.RENDON, VICTORThe Art of Playing Timbales Vol. 1Music in Motion Films, Ltd.SANCHEZ, PONCHOConga CookbookCherry Lane Music CompanySULSBRÜCK, BIRGERCongars – Tumbadoras, Your BasicConga RepertoireFolkeskolens MusiklærerforeningQUINTANA "CHANGUITO", JOSELUISA Master´s Approach to TimbalesManhattan Music Publications178


Rytmísk tónlist – TrommusettFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er aðfinna á bls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli,kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi á trommusett skal nemandi leika tvö ólík aðalverk, tvöaf 32 undirbúnum taktbrigðum og eina æfingu. Æfingin skal flutt á sneriltrommu.Aðrir prófþættir eru upprit, tækniæfingar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildarpróftími á framhaldsprófi á trommusett fari ekkifram yfir 60 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja að minnsta kosti eittverk utanbókar samkvæmt prófþætti 1a. Auk þess skal nemandi sýnadæmi um spuna í að minnsta kosti einu verki samkvæmt sama prófþætti.Taktbrigði og undirstöðuæfingar samkvæmt prófþáttum 1b og 4a skuluflutt utanbókar en nemandi má hafa gefinn rytma útskrifaðan í prófþáttum4b og 4c. Á framhaldsprófi skal nemandi hafa meðleikara sér tilfulltingis.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðalverk, flutt með hljómveit (12 einingar hvort).b) Taktbrigðalisti. Tvö verkefni af lista 32 taktbirgða – valin af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing á sneriltrommu (12 einingar).4. Tækniæfingar 70 (15 einingar).a) Undirstöðuæfingar skv. þessari námskrá (5 einingar).b) Handsetningaræfingar. Ein æfing af fjórum, frá hægri eða vinstrihendi – valin af prófdómara (5 einingar).c) Samhæfingaræfingar. Ein æfing af fjórum – valin af prófdómara(5 einingar.5. Val (10 einingar)a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur framhaldsprófsverkefni.70Prófdómari velur þær undirstöðuæfingar sem skulu fluttar og einnig frá hvorri hendiundirstöðu- og handsetningaræfingar eru leiknar.179


Rytmísk tónlist – Trommusettc) Leiki verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Viðfangsefni á sneriltrommu (5 einingar).b) Viðfangsefni á trommusett (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Hér á eftir eru birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi ásamt lista yfirþau takbrigði sem eru til viðmiðunar. Síðan eru birt dæmi um handsetningaræfingarog samhæfingaræfingar ásamt flutningsmáta.Verk og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má þó velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um verkConception (Shearing)Daahoud (Brown)Falling Grace (Swallow)Smatter (Wheeler)St. Alphonzo’s Pancake Breakfast og Father O’Blivion (Zappa)BRUFORD, BILLWhen in Doubt, Roll!The Drum Also WaltzesModern Drummer Publications, Inc.KARAS, SPERIEJazz Drumset Solos, Seven Contemporary PiecesFive's the TimeHal LeonardDæmi um uppritElvin Jones – Black Nile (Wayne Shorter: Night Dreamer) – trommusóló ogundirleikur (5:04 til enda)Steve Gadd – Nite Sprite (Chick Corea: The Leprechaun) – spuni í kringum línur,trommusóló og undirleikur (3:00 til enda)Dæmi um æfingar – sneriltrommaEtýða nr. 32Úr: Cirone, Anthony: Portraits in RythmBelwin MillsPETERS, MITCHELLEtýða nr. 22Úr: Advance Snare Drum180


Rytmísk tónlist – TrommusettTaktbrigðalistiFyrir áfangapróf setja nemandi og kennari saman lista yfir 32 mismunanditaktbrigði sem hafa verið undirbúin. Hentug leið er að nota eitt einfaltform sem inniheldur úrvinnslu/spuna út frá hverju dæmi sem er hugsaðeins og stutt lag í viðkomandi stíl. Listinn samanstendur af nöfnum þeirrataktbrigða sem um ræðir og svo útlistingu á því <strong>formi</strong> sem notað er. Hafaskal í huga að meðfylgjandi dæmi eru til viðmiðunar hvað þyngd varðaren kennari og nemandi geta í sameiningu fundið sambærileg taktbrigðisem henta í hverju tilfelli.DæmiMeðalhraður rokktaktur (áttundaparts hi-hat)Meðalhægur fönktaktur (sextándaparts hi-hat með leiðandi hendi)Bossa nova-takturMeðalhraður rokk shuffle-takturMeðalhraður 12/8 rokktakturMeðalhratt djass-swingDjass-shuffleSynkóperaður popp/fönktakturSambaDjassballaðaDjassvals5/4 swing (Take Five: Brubeck Quartett)Salsataktur (Kúba)Diskótaktur (sextándaparts hi-hat með h+v slögum)Meðalhægt þríólu-swing (Elvin Jones)MoTown-taktur, snerill á öllum slögum (sbr. The Supremes: Stop the Name ofLove)MoTown-shuffle (You can´t Hurry Love með The Supremes)Skipting úr einu taktbrigði yfir í annað (time modulation)Half time shuffle (Porcaro/Purdie/Bonham)12/8 afrískur rytmi (Bembe)Hratt djass-swingLínulegur taktur (t.d. Garibaldi, Chaffee)New Orleans Second LineKlezmer (hraður bulgar)Merengue (Dóminíska lýðveldið)Búlgarskir taktar (t.d. 5/16, 7/8, 9/8, 11/8)Mosambique (Gadd)Rumba Guaguanco (Kúba)Songo (Kúba)Reggae (Jamaika)Baião (Brasilía)Sikyi (Vestur-Afríka)Form: A=16 taktar (með tilbrigðum) B=16 taktar (spuni/sóló) C=8 taktar (án spunaog tilbrigða, með endi).181


Rytmísk tónlist – TrommusettÞegar um hraðari taktbrigði er að ræða, eins og t.d. sömbu, getur veriðheppilegra að tvöfalda taktafjöldann í <strong>formi</strong>nu hér að ofan.UndirstöðuæfingarNemandi geti leikiðdrag tap (einfalt) eigi hægar en M.M. = 60drag tap, (tvöfalt) eigi hægar en M.M. = 120drag paradiddle #1 eigi hægar en M.M. = 60drag paradiddle #2 eigi hægar en M.M. = 180Swiss Army Triplet eigi hægar en M.M. = 120Lesson 25 M.M. = 120Nemandi geti leikiðöll þyrl frá fimm til sautján slaga eigi hægar en M.M.að leiknar séu þrítugastaogannarspartsnótur= 112, miðað viðAuk ofangreinds eiga nemendur að hafa á valdi sínu allar undirstöðuæfingarúr grunnnámi, sjá bls. 158 og miðnámi, bls. 169. Heildarlisti yfirundirstöðuæfingar er birtur á bls. 186-188. Í prófinu velur prófdómari þærundirstöðuæfingar sem leiknar eru.Handsetningar- og samhæfingaræfingarTil prófs skal undirbúa fjórar handsetningaræfingar og fjórar samhæfingaræfingareins og mælt er fyrir um hér á eftir eða aðrar sambærilegaræfingar. Æskileg lengd hverrar æfingar er sextán taktar miðað viðáttundapartsnótur í 4/4. Hentugt er að nota einn gefinn rytma sem síðan ertúlkaður með hverri handsetningaræfingu og hverri samhæfingaræfingufyrir sig. Á framhaldsprófi er einnig gert ráð fyrir möguleika átækniæfingum sem, vegna uppbyggingar, samræmast ekki gefnarytmanum (sjá dæmi hér fyrir neðan). Í prófinu velur prófdómari þæræfingar sem leiknar eru. Afhenda skal prófdómara afrit af gefnarytmanum sem á að nota og lýsingu á flutningsmáta þeirra tækniæfingasem undirbúnar hafa verið, þ.e. ef þær eru frábrugðnar dæmunum hér áeftir.Dæmi um gefinn rytma182


Rytmísk tónlist – TrommusettHandsetningaræfingarNemandi geti leikiðgefinn rytma með einföldum forslögum („flam“) með áherslum ísamfelldum áttundaparts þríólum út frá eins slags handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 100)gefinn rytma með áherslum þar sem fyllt er upp með samfelldumsextándapartsnótum út frá paradiddle-handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 92)gefinn rytma með áherslum þar sem leiknar eru samfelldaráttundapartsnótur með einfaldri paradiddle-handsetningu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 100)út frá handsetningarkerfi sem byggir á samsettum einföldum ogtvöföldum slögum þar sem einföldu slögin eru leikin með áherslum, s.s.1+2, 1+2+2 o.s.frv. 71Dæmi (eigi hægar en M.M. = 92)71Hér er ekki hægt að nota gefna rytmann þar sem handsetningin ræður því hvar áherslur lenda.183


Rytmísk tónlist – Trommusettmismunandi hraða rytma með samfelldri tveggja slaga handsetningu. 72Dæmi (u.þ.b. M.M. = 80)SamhæfingaræfingarEfniNemandi geti leikiðfastan rytma með leiðandi hendi á meðan gefinn rytmi er túlkaður meðáttundapartsnótum á hi-hat með fæti, lengri nótum á bassatrommu ogfyllt er inn á milli með þríólurytma á sneriltrommu.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 100)fastan synkóperaðan rytma með fótum á meðan leiðandi hönd leikurgefna rytmann og hin fyllir inn á milli. Í þessu dæmi eru gefnu rytmarnirfluttir upp um eitt nótnagildi.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 80)72Í þessu dæmi er ekki um gefinn rytma að ræða.184


Rytmísk tónlist – Trommusettfastan rytma á hi-hat með fæti á meðan gefinn rytmi er túlkaður meðáttundapartsnótum á sneril með áherslum og lengri nótum á symbal ogbassatrommu þar sem fyllt er inn með þríólum með tvöföldum slögum.Þar sem eins slags handsetning er undirliggjandi í þessu dæmi er gertráð fyrir symbala bæði vinstra og hægra megin.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 92)fastan rytma á hi-hat með fæti og samsettan rytma með höndum ámeðan gefinn rytmi er leikinn á bassatrommu. Í þessu dæmi erurytmarnir fluttir upp um eitt nótnagildi.Dæmi (eigi hægar en M.M. = 72)fastan rytma í einni rödd á meðan hinar þrjár leika samsetningu semfærist til um hraðasta nótnagildið þar til öllum möguleikum er náð innaneins takts. 73Dæmi (eigi hægar en M.M. = 132)73Í þessu dæmi er ekki um gefinn rytma að ræða.185


Rytmísk tónlist – Trommusett186


Rytmísk tónlist – Trommusett187


Rytmísk tónlist – TrommusettÖll þyrl frá fimm til sautján slaga eigi hægar en M.M.leiknar séu þrítugastaogannarspartsnótur.= 112, miðað við að188


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriBLÁSTURS-, STROK- OG ÖNNURHLJÓÐFÆRIÍ þessum kafla er fjallað um nokkur atriði varðandi rytmískt tónlistarnámá blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri en þau sem eiga sérstaka námskrárkaflaí þessu riti. Langalgengust þessara hljóðfæra í rytmísku námi erusaxófónn, trompet og básúna. Gert er ráð fyrir að rytmískt tónlistarnám áþessi hljóðfæri og önnur, sem heyra undir þennan kafla, hefjist í miðnámiog að nemendur hafi áður lokið hefðbundnu grunnprófi.Nokkur atriði varðandi nám á blásturs-, strok- og önnurhljóðfæriUpphaf náms í rytmískri tónlist á blásturs- og strokhljóðfæri er meðnokkrum öðrum hætti en nám á önnur hljóðfæri sem fjallað er um í þessarinámskrá. Vegna eðlis blásturs- og strokhljóðfæra er ekki algengt að nemendurhefji tónlistarnám sitt í rytmískri tónlist heldur með hefðbundnumhætti. Hér er því gert ráð fyrir að rytmískt nám á blásturs- og strokhljóðfærihefjist í miðnámi enda nauðsynlegt að nemendur hafi náðgrundvallartökum á hljóðfærunum áður en rytmískt tónlistarnám hefst.Vísað er til almennra klassískra námskráa varðandi grunnnám á þau hljóðfærisem hér um ræðir en einnig varðandi ýmis sértæk mál á öllumnámsstigum sem lúta að hverju hljóðfæri fyrir sig, svo sem upphaf náms,tónmyndun, tækni og tónsvið, leikmáta og hraða tónstiga.Hér eru, fyrir blásturs- og strokhljóðfæri, birt sameiginleg markmið,tónstiga- og hljómakröfur auk dæma um prófverkefni, annars vegar viðlok miðnáms og hins vegar við lok framhaldsnáms. Sameiginleg verkefniog kröfur helgast af spunaeðli tónlistarinnar og þeirri staðreynd aðaðferðir og leiðir eru að mestu óháðar hljóðfærum og eðli þeirra. Aftur ámóti er vísað í klassískar greinanámskrár viðkomandi hljóðfæra varðandisértæk hljóðfæratæknileg mál. Þar er einnig fjallað um byrjunaraldur,stærðir og gerðir hljóðfæra. Mikilvægt er því að nemendur og kennarar írytmísku tónlistarnámi á þau hljóðfæri, sem hér um ræðir, séu velkunnugir og noti jöfnum höndum námskrá í rytmískri tónlist og klassískanámskrá viðkomandi hljóðfæris.GrunnnámÞó að ekki sé gert ráð fyrir að rytmískt tónlistarnám á þau hljóðfæri, semhér um ræðir, hefjist fyrr en í miðnámi má benda á að verkefnaval íhefðbundnu grunnnámi er sveigjanlegt og getur meðal annars innifalið189


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriMiðnámspuna. Í hefðbundnu grunnnámi er gert ráð fyrir að allir tónlistarnemendurkynnist spuna og skapandi starfi og er nemendum, kennurumog tónlistarskólum í sjálfsvald sett hversu mikil áhersla er lögð á þennanþátt námsins. Því er ljóst að áhugasvið og þarfir nemenda, sem stefna árytmískt miðnám, rúmast innan hefðbundins grunnnáms.Í miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þó veriðmismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum. Við lokmiðnáms eiga nemendur í rytmísku námi á blásturs- og strokhljóðfæri aðhafa náð eftirfarandi markmiðum:Tengsl við klassíska námskráNemandihafi kynnt sér viðeigandi klassíska greinanámskrá fyrir sitt hljóðfærihafi náð hljóðfæratæknilegum markmiðum almennrar greinanámskrárviðkomandi hljóðfæris varðandi tónmyndun, tónsvið, inntónun,styrksvið, víbrató, tækni, fingrasetningar og önnur sértæk tækniatriðiTónn og tækniNemandihafi náð góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðbeiti jafnri og lipurri fingratæknileiki með góðum tóni og öruggri tónmyndunhafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi tileinkað sér viðeigandi tungutækni, leiki hann á blásturshljóðfærigeti gert styrkbreytingar vel heyranlegargeti stillt hljóðfærið190


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglínaNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi góðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga 74 :dúr: C, G, D, A, E, F, Bb, Eb, Ab,djassmoll 75 : A, E, B, F#, C#, G, D, C, Fhljómhæfur moll: A, E, B, F#, C#, G, D, C, Fdórískur: A, E, B, F#, C#, G, D, C, Fmixólýdískur: G, C, F, Bb, Eb, D, A, E, Blókrískur: B, F#, C#, G#, D#, E, A, D, Gdúr-pentatónískur: C, G, D, A, E, F, Bb, Eb, Ab,moll-pentatónískur: A, E, B, F#, C#, G, D, C, Fmixólýdískur (b9 b13): G, C, F, Bb, Eb, D, A, E, Bhafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi hljóma í öllumtóntegundum:dúr, moll, stækkaðir og minnkaðir þríhljómarmaj7, m7, 7, m7(b5)hafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi tónstiga:breyttur 76lýdískur b7allar kirkjutóntegundirhafi kynnst og skilji notagildi eftirfarandi hljóma:7(#9 #5)7(b9 #5)7(b9 b5)7(9 #5)skilji uppbyggingu og þekki notkunarmöguleika allra framangreindrahljóma og tónstiga til spunaleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar74Til og með fjórum formerkjum miðað við móðurtóntegund.75Moll með stórri sexund og stórri sjöund.76„Altered“.191


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunaleiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfiskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspiliSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleik192


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri og spuna út frá öllum bókstafshljómumsem talist geta í almennri notkunhafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri og spuna út frá öllumalgengum bókstafshljómumhafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 77geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íspunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraTónflutningurNemandi, sem leikur á saxófón eða trompet,hafi kynnst tónflutningi nótna og hljóma úr CUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum leikþekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomu77„Lead sheet“.193


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiVísað er annars vegar til kennslubóka og æfinga í klassískri námskráviðkomandi hljóðfæris og hins vegar til lista yfir spunakennslubækur oglagasöfn sem er að finna á bls. 258–262 í þessu riti.MiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi í rytmísku námi á blásturs-, og strokhljóðfæri skal nemandiundirbúa tvö aðallög. Auk þess skal hann leggja fram safnlista með fjórtánlögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings. Alls eru því undirbúinsextán lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfur námskrárinnar.Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist.Aðrir prófþættir eru upprit, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur, auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga og hljóma samkvæmtprófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmt prófþætti 5 b)utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingu samkvæmt prófþætti 3 og valsamkvæmt prófþætti 5 a) og 5 c), má leika eftir nótum. Eðli málsinssamkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftirnótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.194


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæri4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Leiki verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngd ogönnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir birtast dæmi um prófverkefni á miðprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk, safnlisti og æfingarEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og lög á safnlistaAdam’s apple (Shorter)All the things you are (Kern)Black Orpheus (Bonfa)Bluesette (Thilemans)Green Dophin Street (Kaper)Groovin High (Gillespie)My funny valentine (Rodgers)Solar (Davis)Stella by starlight (Young)What’s this thing called love (Porter)Dæmi um uppritEftirfarandi dæmum um upprit á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd. Tilgreind eru dæmi fyrir altsaxófón, tenórsaxófón, trompet ogbásúnu. Nemendur á önnur hljóðfæri skulu nota þessi dæmi til viðmiðunarvið val á sambærilegum verkefnum. Tekið skal fram að auk uppritaaf einleiksköflum á hljóðfæri nemandans er öllum nemendum heimilt aðvelja einleikskafla á önnur hljóðfæri að því gefnu að þyngdarstig sésambærilegt.195


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriAltsaxófónnPaul Desmond: Take five (Dave Brubeck: Time out)Art Pepper: Birks Works (Art Pepper meets the Rhytmsection)TenórsaxófónnDexter Gordon: Confirmation (Dexter Gordon: Daddy plays the horn)Lester Young: Lady be good (Lester Young: Prez at his very best)TrompetMiles Davis: Freddie Freeloader (Miles Davis: Kind of blue)Chet Baker: Autumn leaves (Chet Baker: She was to good to me)BásúnaJ.J. Johnson: See see rider (J.J. Johnson: Standards)Curtis Fuller: I'm old fashioned (John Coltrane: Blue Train)Dæmi um æfingarÁ miðprófi geta nemendur í rytmísku tónlistarnámi leikið klassíska etýðueða sambærilega æfingu af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarf aðgæta þess að um sé að ræða verk sem skrifað er sem tækniæfing. Við valæfingar má hafa til hliðsjónar dæmi um æfingar á miðprófi í klassískrigreinanámskrá viðkomandi hljóðfæris.Tónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru. Hér á eftir fylgja upplýsingar um tónsvið tónstigafyrir saxófón, trompet og básúnu, algengustu hljóðfærin sem heyra undirþennan kafla. Varðandi önnur hljóðfæri er vísað til viðeigandi klassískragreinanámskráa varðandi tónsvið, hraða og leikmáta tónstiga og hljóma.Á saxófón, trompet og básúnu skal leika tónstiga frá grunntóni upp á efstamögulegan tón viðkomandi tónstiga innan gefins tónsviðs, niður á dýpstatón innan gefins tónsviðs og aftur upp á grunntón. Tónsvið afmarkast þvíekki við áttundir eða hljómtóna heldur við tiltekin tón á hljóðfærinu. Komisá tónn ekki fyrir í viðkomandi tónstiga skal miða við hæsta mögulegantón yfir neðan efsta tón hins afmarkaða tónsviðs.SaxófónnSkrifað tónsvið: Frá litla Bb til þrístrikaðs FLágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 116196


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriTrompetSkrifað tónsvið: Frá litla A til tvístrikaðs ALágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 78BásúnaTónsvið: Frá Stóra E til einstrikaðs GLágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 72Önnur hljóðfæriMælt með því að beitt sé sambærilegri aðferð og greint er frá hér að ofanvarðandi saxófón, trompet og básúnu, þ.e. að tónstigar séu leiknir upp áefsta tón afmarkaðs tónsviðs, niður á dýpsta tón afmarkaðs tónsviðs ogaftur upp á grunntón. Kennurum og nemendum er falið að finna heppilegaleið í hverju tilviki sem taki þó mið af kröfum klassískrar greinanámskrárviðkomandi hljóðfæris. Að öðru leyti er vísað til klassískrar greinanámskrárvarðandi tónsvið, hraða og leikmáta tónstiga.EfniFyrir miðpróf skulu nemendur á blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriundirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma.Nemandi geti leikiðdúrtónstiga í tóntegundum til og með fjórum formerkjumdjassmoll 78 í í tóntegundum til og með fjórum formerkjumhljómhæfan moll í tóntegundum til og með fjórum formerkjumallar kirkjutóntegundir í tóntegundum til og með fjórum formerkjum(miðað við móður-dúrtóntegund)dúr-pentatónískan tónstiga frá eftirtöldum tónum: C, G, D, A, E, F, Bb,Eb, Abmoll-pentatónískan tónstiga og blús-tónstiga frá eftirtöldum tónum: A,E, B, F#, C#, D, G, C, Fmixólýdískan b9, b13 frá eftirtöldum tónum: E, A, D, G, C, B, F#, C#,Aballa dúr-, moll-, stækkaða og minnkaða þríhljómaalla maj7, m7, 7 og m7(b5)leiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.78Moll með stórri sexund og stórri sjöund.197


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriGera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil fjórum árum.Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmri tíma en einniggetur lengri námstími verið eðlilegur.Eftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér átt viðaðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt erað reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara enmeð vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal að því að viðlok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrir heildstæðum,sannfærandi og persónulegum tónleikum.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga nemendur í rytmísku námi á blásturs- ogstrokhljóðfæri að hafa náð eftirfarandi markmiðum:Tengsl við klassíska námskráNemandihafi kynnt sér vandlega viðeigandi klassíska greinanámskrá fyrir sitthljóðfærihafi náð hljóðfæratæknilegum markmiðum almennrar greinanámskrárviðkomandi hljóðfæris varðandi tónmyndun, tónsvið, inntónun,styrksvið, víbrató, tækni, fingrasetningar og önnur sértæk tækniatriðiTónn og tækniNemandihafi náð mjög góðum tökum á hljóðfærinubeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátt þegar leikið er áhljóðfæriðbeiti jafnri og lipurri fingratæknileiki með sannfærandi og persónulegum tónihafi öðlast tón sem hæfir stíl tónlistarinnar198


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfærisýni tónmótun sem hæfir stíl tónlistarinnarhafi náð góðum tökum á viðeigandi tungutækni, leiki hann áblásturshljóðfæriráði yfir víðu styrkleikasviðihafi öðlast reynslu af leik með uppmögnunöðlast grundvallarþekkingu á hljóðkerfumHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynleiki með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynLaglínaNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi þroskaðan skilning á hlutverki síns hljóðfæris í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í leik og notkun eftirfarandi tónstiga í öllumtóntegundum:dúrdjassmoll 79hljómhæfur mollallar kirkjutóntegundirmixólýdískur (b9 b13)allir dúr-pentatónískir, moll-pentatónískir og blústónstigar fráhvaða tóni sem erbreyttur 80 og lýdískur b7 frá hvaða tóni sem ersamhverfur minnkaður tónstigi (hálftónn/heiltónn) og samhverfurminnkaður tónstigi (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem erheiltónatónstigi frá hvaða tóni sem erkrómatískur tónstigi, tvær áttundir, frá hvaða tóni sem erallir þríhljómar, sjöundarhljómar og níundarhljómar frá hvaða tónisem erallir hljómar aðrir en þeir sem nefndir eru í framangreindumarkmiði frá hvaða tóni sem erleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar79Moll með stórri 6und og stórri 7und.80„Altered“.199


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriFjöldi og val verkefnaNemandihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16 djasslögumSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegundgeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 81sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunahafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 82leiki með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrkleika- ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínageti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleikhafi leikið reglulega í hljómsveitum af ólíkum stærðum og gerðumgeti unnið undir leiðsögn í samspili og hljómsveitarstarfihafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða samspil sjálfurhafi náð öruggri og þroskaðri tónmyndun á viðkomandi hljóðfærihafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfa81„Outside“.82„Displacement“.200


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfærisé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í samspilisé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem leika saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikumSamspilshæfniNemandi sýni með leik sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri allra bókstafshljóma sem talist geta íalmennri notkun, bæði til undirleiks og spunahafi þjálfast reglulega í lestri og spuna út frá öllum bókstafshljómumsem talist geta í almennri notkunhafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri og spuna út frá öllumalgengum bókstafshljómumsé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum tilspunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 83geti lesið og leikið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að leika laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómagang utanbókar til notkunar íspunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraTónflutningurNemandi, sem leikur á saxófón eða trompet,hafi þjálfast reglulega í tónflutningi nótna og hljóma úr C83„Lead sheet“.201


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriUppritNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannahafi náð mjög góðum tökum á að læra, líkja eftir og fylgja hljóðrituðumleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumTónsmíðarNemandihafi fengist við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29FramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag,prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu ogeinkunnagjöf. Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er að finna ábls. 29 í þessu riti. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi leika tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram lista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.202


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriAlls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmi við kröfurnámskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmt prófþætti1 sé djasstónlist. Aðrir prófþættir eru upprit, æfing, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60 mínútur.Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2 og tónstiga oghljóma samkvæmt prófþætti 4. Einnig skal leika valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c) utanbókar. Önnur prófverkefni, þ.e. æfingusamkvæmt prófþætti 3 og val samkvæmt prófþætti 5 a), má leika eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af 32 laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Æfing (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Leiki frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Leiki verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Leikið verk á annað hljóðfæri úr sömu fjölskyldu og aðalhljóðfæri.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur.b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá.c) Tónflutningur úr C 84 .7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.84Á eingöngu við um nemendur á trompet, saxófón og önnur tónflytjandi hljóðfæri.203


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriVerk og safnlistiEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaDolphing Dance (Hancock)Foolish Door (Abercrombie)Giant steps (Coltraine)Heyoke (Wheeler)How my heart sings (Zindars)Infant eyes (Shorter)Inner Urge (Henderson)Naima (Coltrane)Prism (Jarrett)Speak no evil (Shorter)Dæmi um uppritEftirfarandi dæmum um upprit á framhaldsprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd. Tilgreind eru dæmi fyrir altsaxófón, tenórsaxófón, trompet ogbásúnu. Nemendur á önnur hljóðfæri skulu nota þessi dæmi til viðmiðunarvið val á sambærilegum verkefnum. Tekið skal fram að, auk uppritaaf einleiksköflum á hljóðfæri nemandans, er öllum nemendum heimilt aðvelja einleikskafla á önnur hljóðfæri að því gefnu að þyngdarstig sésambærilegt.AltsaxófónnCannonball Adderley: Big P (Cannonball Adderle: Live at the Lighthouse)Kenny Garrett: November 19th (Kenny Garrett: Songbook)TenórsaxófónnJohn Coltrane: Mr PC (John Coltrane: Giant steps)Michael Brecker: Freight train (Jack Wilkins: Can’t live without it)TrompetWoody Shaw: There will never be another you (Woody Shaw: Solid)Freddie Hubbard: Birdlike (Freddie Hubbart: Ready for Freddie)BásúnaSteve Turre: Dat Dere (Woody Shaw: Imagination)Robin Eubanks: Jugglers parade (Dave Holland: Prime Directive)204


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriÆfingarÁ framhaldsprófi geta nemendur í rytmísku tónlistarnámi leikið klassískaetýðu eða sambærilega æfingu af rytmískum toga. Í báðum tilfellum þarfað gæta þess að um sé að ræða verk sem skrifað er sem tækniæfing. Viðval æfingar má hafa til hliðsjónar dæmi um æfingar á framhaldsprófi íklassískri greinanámskrá viðkomandi hljóðfæris. Hvað rytmískar æfingarvarðar skal miða þyngdarstig við markmið og dæmi í viðkomandiklassískri greinanámskrá.Tónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma með þeim hætti semmælt er fyrir um hér á eftir. Í prófinu velur prófdómari þá tónstiga oghljóma sem leiknir eru. Hér á eftir fylgja upplýsingar um tónsvið tónstigafyrir saxófón, trompet og básúnu, algengustu hljóðfærin sem heyra undirþennan kafla. Varðandi önnur hljóðfæri er vísað til viðeigandi klassískragreinanámskráa varðandi tónsvið, hraða og leikmáta tónstiga og hljóma.Á saxófón, trompet og básúnu skal leika tónstiga frá grunntóni upp á efstatón innan gefins tónsviðs, niður á dýpsta tón innan gefins tónsviðs ogaftur upp á grunntón. Tónsvið afmarkast því ekki við áttundir eðahljómtóna heldur við tiltekna nótu á hljóðfærinu.SaxófónnSkrifað tónsvið: Frá litla Bb til þrístrikaðs FLágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 138TrompetSkrifað tónsvið: Frá litla Fís til þrístrikaðs CLágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 78BásúnaSkrifað tónsvið: Frá stóra E til einstrikaðs BbLágmarkshraði miðað við að leiknar séu áttundapartsnótur er M.M. = 72Önnur hljóðfæri en saxófónn, trompet og básúnaMælt með því að beitt sé sambærilegri aðferð og greint er frá hér að ofanvarðandi saxófón, trompet og básúnu, þ.e. að tónstigar séu leiknir upp áefsta tón afmarkaðs tónsviðs, niður á dýpsta tón afmarkaðs tónsviðs ogaftur upp á grunntón. Kennurum og nemendum er falið að finnaheppilega leið í hverju tilviki sem taki þó mið af kröfum klassískrargreinanámskrár viðkomandi hljóðfæris. Að öðru leyti er vísað tilklassískrar greinanámskrár varðandi tónsvið, hraða og leikmáta tónstiga.205


Rytmísk tónlist – Blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriEfniFyrir framhaldspróf skulu nemendur á blásturs-, strok- og önnur hljóðfæriundirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma.Nemandi geti leikiðalla dúrtónstigaalla djassmoll 85 í öllum tóntegundumalla hljómhæfa mollaallar kirkjutóntegundir frá hvaða tóni sem ermixólýdískan b9, b13 frá hvaða tóni sem eralla dúr-pentatóníska, moll-pentatóníska og blústónstiga frá hvaða tónisem erbreyttan tónstiga 86 og lýdískan b7 tónstiga frá hvaða tóni sem ersamhverfan minnkaðan tónstiga (hálftónn/heiltónn) og samhverfanminnkaðan tónstiga (heiltónn/hálftónn) frá hvaða tóni sem erheiltónatónstiga frá hvaða tóni sem erkrómatískan tónstiga frá hvaða tóni sem eralla þríhljóma, sjöundarhljóma, níundarhljóma, ellefundarhljóma ogþrettánundarhljóma frá hvaða tóni sem erleiki tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar85Moll með stórri sexund og stórri sjöund.86„Altered“.206


Rytmísk tónlist – SöngurSÖNGURÍ þessum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla er fjallað um nokkur atriðivarðandi nám í rytmískum söng. Þar á eftir fara kaflar um hvern hinnaþriggja megináfanga námsins, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Íþessum köflum eru fyrst tilgreind þau leikni- og skilningsmarkmið semnemendur þurfa að hafa náð við lok hvers námsáfanga. Síðan eru birtirverkefnalistar með dæmum um viðfangsefni í hverjum námsáfanga. Áeftir verkefnalistunum er prófkröfum á áfangaprófum lýst með völdumdæmum og gerð grein fyrir flutningsmáta tónstiga og hljóma.Nokkur atriði varðandi nám í söngSöngnám hefur talsverða sérstöðu samanborið við hljóðfæranám. Hljóðfærisöngnemandans, röddin, er hverjum og einum gefin. Hún er hlutilíkamans, einstök og óendurnýjanleg. Bakgrunnur nemenda, sem hefjasöngnám samkvæmt rytmískri námskrá, er mjög breytilegur. Sumir hafastundað hljóðfæranám frá unga aldri, aðrir sungið með hljómsveitum eðatekið þátt í markvissu kórstarfi, stundað klassískt söngnám eða ekki hlotiðneina formlega tónlistarþjálfun. Taka þarf tillit til þessara atriða í náminu.Þau geta haft áhrif á framvindu námsins og því getur námshraði nemendaí söng verið afar mismunandi. Nám í söng getur hafist þegar nemendurhafa náð líkamlegum þroska og raddir þeirra stöðugleika eftir breytingargelgjuskeiðsins. Á undanförnum áratugum hefur meðalaldur byrjendaverið 16 til 18 ár en á síðustu árum hefur sá aldur færst neðar. Raddþroskier þó mjög einstaklingsbundinn og meta verður hvern einstaklingsérstaklega.Söngnám gerir um margt aðrar kröfur til nemenda en hljóðfæranám írytmískri tónlist. Söngnemar þurfa meðal annars að fást við textatúlkun,framburð og míkrófóntækni. Þá gera ólíkir stílar rytmískrar tónlistarkröfur um mismunandi raddbeitingu. Spuni er þungamiðja í rytmískutónlistarnámi og þurfa söngnemar að fást við hann eins og aðrir þó aðforsendur séu um margt aðrar. Sumt er varðar spuna er léttara fyrirsöngvara en annað mun erfiðara. Enn eitt atriði, sem greinir söngvara fráöðrum tónlistarmönnum, er sú staðreynd að þeir eru nánast alltaf íaðalhlutverki þegar þeir eru þátttakendur í hljómsveit. Þetta undirstrikarmikilvægi framkomu og samskipta við áheyrendur fyrir söngvara,umfram aðra. Mikilvægt er að söngnemum gefist kostur á tilsögn í ofangreindumefnum sem og reglulegum undirleikstímum. Þá er æskilegt aðsöngnemar fái eins fjölbreytta reynslu og mögulegt er af starfi með207


Rytmísk tónlist – Söngurmismunandi stærðum og gerðum hljómsveita í fjölbreyttum stílumrytmískrar tónlistar.GrunnámAð jafnaði má gera ráð fyrir að söngnemendur ljúki grunnámi á einu tiltveimur árum. Þessi viðmiðun er þó engan veginn einhlít þar sem undirbúningurnemenda er breytilegur og námshraði getur verið mismunandi.Markmið í grunnnámiUppbygging kennslu í grunnnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækummarkmiðum einstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfumnemenda. Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendurólíkir. Þess vegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundinog viðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok grunnnáms eiga söngnemendur að hafa náð eftirfarandimarkmiðum:Tónn og tækniNemandibeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátthafi tileinkað sér góða líkamsstöðuandi eðlilega og öndun fylgi hendingamótunhafi náð grundvallartökum á tónmyndunhafi náð allgóðum tökum á inntónunsýni skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndunsýni raddbeitingu sem hæfir stíl tónlistarinnargeti sungið með heyranlegum styrkleikabreytingumhafi allgóð tök á hljóðnematæknihafi náð grundvallartökum á söng með stuðningiTextiNemandisyngi með skýrum textaframburðihafi tileinkað sér góðan íslenskan textaframburðhafi náð grundvallartökum á enskum textaframburðihafi þjálfast í að syngja á ensku og íslenskusýni sannfærandi textatúlkunsýni augljósan skilning á innihaldi texta208


Rytmísk tónlist – SöngurHrynur og formNemandihafi öðlast allgott hrynskyngeti sungið með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengustu formgerðirsýni gott formskynLaglínaNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi grundvallarskilning á hlutverki söngvara í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í söng og notkun eftirfarandi tónstiga:dúrhreinn mollhljómhæfur molldórískurmixólýdískurdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigihafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi þríhljóma:dúrmollstækkaðurminnkaðursus4hafi kynnst og skilji notagildi stækkaðra og minnkaðra þríhljómaskilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunahafi öðlast grundvallarskilning á eðli og uppbyggingu kirkjutóntegundasyngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi kynnst og hafi skilning á ólíkum söngstílum rytmískrar tónlistar,þ.m.t. djassi, rokki og poppihafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórum þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. einulagi á íslensku og einu á ensku209


Rytmísk tónlist – SöngurSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir einföld hljómferli á díatónískan mátasýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarhafi allgóð tök á notkun blús- og pentatóntónstiga, einkum til spuna yfireinfalt blúsformsyngi með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínahafi kynnst einföldu textaspunatungumáli 87hafi kynnst spuna út frá texta lagsinsgeti spunnið út frá hljómagöngum laga af sambærilegri þyngd og lögsem nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á grunnprófiSamspilsiðkunNemandihafi kynnst ýmiss konar samleik/samsönghafi fengið tækifæri til að syngja með hljómsveithafi kynnst ýmiss konar rödduðum söng og samsönggeti unnið undir leiðsögn í hljómsveitarstarfi og kórhafi kynnst algengasta taktslætti og bendingum stjórnandahafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspili eða samsöngSamspilshæfniNemandi sýni með söng sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegtgetur talist við lok grunnnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri bókstafshljóma til spunahafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri bókstafshljóma til spunaskilji og geti farið eftir algengustu leiðbeinandi orðum og táknum semkoma fyrir á lagblöðum 8887„Scat“.88„Lead sheet “.210


Rytmísk tónlist – Söngurgeti lesið og flutt án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta grunnnámshafi þjálfast reglulega í að flytja laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íspunahafi þjálfast reglulega í að læra einfaldar laglínur og hljómaganga eftireyraTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokgrunnnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á grunnprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í grunnnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í grunnnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu námsins, meðal annars við val annarskennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni fyrir byrjendur til viðfangsefna sem henta við lok grunnnáms.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda. Í einstaka tilfellum kunnahlutar bóka að vera erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Af þessariástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið í fleiri eneinum áfanga.KennsluefniCOKER, PATTYThe singer's jam session: Athorough, immediate approach tothe numerous styles of jazz singingCOKER, PATTYVocal Improvisation - AnInstrumental Approach by PattyCokerDIBLASIO, DENISGuide For Jazz/Scat VocalistsDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: The SequelDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: GettingStarted in Improvisation211


Rytmísk tónlist – SöngurSADOLIN, CATHRINEComplete Vocal TechniqueCVI PublicationsSTOLOFF, BOBBlues ScatitudesSTOLOFF, BOBScat Singing MethodThe Real Vocal Book Volume 1Hal LeonardSTOLOFF, BOBScat Improv TechniquesGrunnprófVið lok grunnnáms skulu nemendur þreyta grunnpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í bóklegum greinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti, er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæminguog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ grunnprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hann leggjafram safnlista með fjórum lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin sex lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur þessarar námskrár. Að lágmarki skal eitt laganna vera áíslensku og eitt á ensku. Á grunnprófi er heimilt að notast við undirleikkennara eða hljóðritaðan undirleik.Aðrir prófþættir eru raddæfingar, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinnnótnalestur auk þess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á grunnprófi í rytmískum söng fari ekki framyfir 30 mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti1 utanbókar. Sama á við um raddæfingar samkvæmt prófþætti 2, tónstigaog hljóma samkvæmt prófþætti 3 og valverkefni samkvæmt prófþætti 4 b).Valverkefni samkvæmt prófþætti 4 a) er heimilt að flytja eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (45 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög (15 einingar hvort).b) Eitt lag af fjögurra laga safnlista – valið af prófdómara (15 einingar).2. Raddæfingar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.3. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Val (10 einingar). Nemandi velji annað eftirtalinna viðfangsefna:a) Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.212


Rytmísk tónlist – Söngurb) Syngi verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngdog önnur prófverkefni.5. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).6. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir birtast dæmi um prófverkefni á grunnprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk og safnlistiEftirfarandi dæmum um prófverkefni á grunnprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um verk og lög á safnlistaDjassAutumn Leaves (Kosma)It Could Happen To You (Burke / Van Heusen)Oh, Lady Be Good (Gershwin)Summertime (Gershwin)Íslenskur djassEinu sinni á ágústkvöldi (Jón Múli Árnason)Komdu í kvöld (Jón Sigurðsson)Stolin stef (Tómas R. Einarsson)Undir Stórasteini (Jón Múli Árnason)Erlend dægurlög/RokkCan’t Help Falling In Love With You (Weiss / Peretti / Creatore)Hey Jude (McCartney)Moondance (Morrison)Nights In White Satin (Moody Blues)Íslensk dægurlög/RokkBláu augun þín (Gunnar Þórðarson)Brúðarskórnir (Þórir Baldursson)Ó, þú (Magnús Eiríksson)Þakklæti / To Be Grateful (Magnús Kjartansson)213


Rytmísk tónlist – SöngurÆfingarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi raddæfingar. Raddæfingar skulusungnar án undirleiks. Í prófinu má leika hverja æfingu einu sinni fyrirnemandann, síðan er gefinn upphafstónn. Það er á valdi prófdómara aðvelja tónhæð, sérhljóða (a, e, í, o, ú) og styrkleika. Nemandi ræður röðæfinga.Auk neðangreindra skylduæfinga skal nemandi undirbúa eina raddæfinguað eigin vali. Valæfingunni skal skilað á nótum fyrir upphaf prófs.Tónmyndun og sérhljóðar= 80–90Inntónun og legato= 108–120Nákvæmni í hryn og tónmyndun= 100–120Lipurð= 66–72214


Rytmísk tónlist – SöngurTónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúna eftirfarandi tónstiga og hljóma sem sungnir skuluán undirleiks. Nemandi ræður hvort hann notar söngheiti eða ekki. Íprófinu velur prófdómari þá tónstiga og hljóma sem sungnir eru. Gefinner upphafstón hverju sinni.EfniNemandi geti sungið:eftirtalda tónstiga:dúrhreinan mollhljómhæfan molldórískanmixólýdískandúr-pentatónískanmoll-pentatónískanblústónstigaeftirtalda þríhljóma:dúrmollstækkaðanminnkaðansus4MiðnámFlutningsmáti og hraðiNemandisyngi tónstiga eina áttund upp og niðursyngi hljóma frá grunntóni upp á efsta tón og aftur niðursyngi tónstiga og hljóma M.M. = 50–63syngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarÍ miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur geti lokiðmiðnámi á um það bil tveimur til þremur árum en námshraði getur þóverið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur og þroski nemenda.Markmið í miðnámiUppbygging kennslu í miðnámi skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,sértækum markmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðumeinstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda.Leiðir að markmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þessvegna hlýtur uppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og215


Rytmísk tónlist – Söngurviðfangsefni breytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda íátt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga söngnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandibeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátthafi tileinkað sér góða líkamsstöðuandi eðlilega og úthald sé í samræmi við auknar kröfur þessanámsáfangahafi náð góðum tökum á stuðningihafi náð góðum tökum á tónmyndun og samræmingu raddsviðahafi náð góðum tökum á inntónunsýni skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndunsýni raddbeitingu sem hæfir stíl tónlistarinnarsyngi með greinilegum styrkleikabreytingumhafi náð góðum tökum á hljóðnematæknihafi öðlast grundvallarskilning á uppbyggingu hljóðkerfa og hlotiðþjálfun í hljómmótun eigin tónsTextiNemandisyngi með skýrum textaframburðihafi tileinkað sér góðan íslenskan textaframburðhafi náð allgóðum tökum á enskum textaframburðihafi kynnst flutningi sönglaga á upprunalegu tungumáli, öðru eníslensku og enskuhafi öðlast skilning á innihaldi þeirra texta og ljóða sem fengist var við ínáminuHrynur og formNemandihafi öðlast gott hrynskynsyngi með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki algengar formgerðirsýni mjög gott formskynLaglínaNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi þjálfast í flutningi „verse“ í standördumhafi góðan skilning á hlutverki söngvara í hljómsveit216


Rytmísk tónlist – SöngurTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í söng og notkun eftirfarandi tónstiga:dúrhreinn mollhljómhæfur molldjassmolldórískurlýdískurmixólýdískurlókrískurdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigimixólýdískur b9 b13krómatískur tónstigihafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi þríhljóma:dúrmollstækkaðurminnkaðursus4hafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi ferhljóma:maj 77m7m7(b5)+7dim7sus7skilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunasyngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi kynnst ólíkum stílbrigðum djasstónlistarhafi kynnst mismunandi stílbrigðum rytmískrar tónlistar, svo sem: rokki,poppi, heimstónlistar, þjóðlagatónlistar og söngleikjatónlistarhafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. fjórtán þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. sjödjasslögumhafi tileinkað sér a.m.k. tvö safnlistalög á íslensku og tvö á ensku217


Rytmísk tónlist – SöngurSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir meðalþung hefðbundin hljómferli í dúr og mollsýni með spuna sínum góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð grundvallartök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. meðnotkun á krómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spunasyngi með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrk ogstyrkbreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínahafi náð allgóðum tökum á textaspunatungumáli 89hafi allgóðum tökum á spuna út frá texta lagsinsgeti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni á miðprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast í ýmiss konar samleik/samsönghafi öðlast reynslu af að syngja með hljómsveitum af ólíkum stærðumog gerðumhafi þjálfast í að ákvarða heppilegar tóntegundir laga út frá eiginraddsviðihafi þjálfast í að tónflytja og skrifa út lag- eða hljómablöð í tóntegundumsem henta eigin raddsviðihafi hlotið reglubundna þjálfun í ýmiss konar rödduðum söng ogsamsönggeti unnið undir leiðsögn í hljómsveitarstarfi og kórskilji og geti fylgt algengasta taktslætti og bendingum stjórnandasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í hópastarfi, svo sem hljómsveit og kórsé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem starfa saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi fengið tækifæri til að koma fram á tónleikum sem þátttakandi ísamspili og samsönghafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem söngleikjum ogþematengdum tónleikum eftir því sem aðstæður leyfa89„Scat“.218


Rytmísk tónlist – SöngurSamspilshæfniNemandisýni með söng sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt geturtalist við lok miðnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleikhafi þjálfast í að leiða hljómsveit eða meðleikara, stjórna með látbragðiog bendingum, ákvarða tempó og telja í lagLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri og spuna út frá öllum bókstafshljómumsem talist geta í almennri notkunhafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri og spuna út frá öllumalgengum bókstafshljómumhafi góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem koma fyrir álagblöðum 90geti lesið og sungið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við í fyrri hluta miðnámshafi þjálfast reglulega í að flytja laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íspunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum söng eðahljóðfæraleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi kynnst uppritun valinna spunakafla þekktra listamannaTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt getur talist við lokmiðnáms:tilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunblæbrigði og andstæðurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleik90„Lead sheet“.219


Rytmísk tónlist – Sönguröruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á miðprófi samkvæmt þessarinámskráVerkefnalisti í miðnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í miðnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu hljóðfæranámsins, meðal annars við valannars kennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. alltfrá kennsluefni sem hentar við upphaf miðnáms til efnis sem hæfir við loknámsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda. Í einstaka tilfellum kunnahlutar bóka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.KennsluefniCOKER, PATTYThe singer's jam session: Athorough, immediate approach tothe numerous styles of jazz singingCOKER, PATTYVocal Improvisation - AnInstrumental Approach by PattyCokerDIBLASIO, DENISGuide For Jazz/Scat VocalistsDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: The SequelSADOLIN, CATHRINEComplete Vocal TechniqueCVI PublicationsSTOLOFF, BOBBlues ScatitudesSTOLOFF, BOBScat Improv TechniquesSTOLOFF, BOBScat Singing MethodThe Real Vocal Book Volume 1Hal LeonardDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: GettingStarted in ImprovisationMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,skipulag, prófþætti og vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu220


Rytmísk tónlist – Söngurog einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sérþessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurÁ miðprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hann leggjafram lista með fjórtán lögum og velur prófdómari eitt þeirra til flutnings.Alls eru því undirbúin sextán lög og skulu þau öll vera í samræmi viðkröfur námskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur laga samkvæmtprófþætti 1 sé djasstónlist. Að lágmarki skal eitt laganna vera á íslensku ogeitt á ensku. Spuni skal koma fram í öðru aðallaginu og a.m.k. fjórumsafnlistalögum. Aðrir prófþættir eru upprit, raddæfingar, tónstigar oghljómar, val og óundirbúinn nótnalestur auk þess sem gefið er fyrirheildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á miðprófi fari ekki fram yfir 50 mínútur. Áprófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1 utanbókar. Samaá við um upprit samkvæmt prófþætti 2, raddæfingar samkvæmt prófþætti3, tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4 og valverkefni samkvæmtprófþætti 5 b) og 5 c). Valverkefni samkvæmt prófþætti 5 a) má flytja eftirnótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinn nótnalestur samkvæmtprófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af fjórtán laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Raddæfingar (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Syngi verk að eigin vali af sambærilegri þyngd og önnur miðprófsverkefni.c) Syngi verk samkvæmt klassískri námskrá af sambærilegri þyngdog önnur prófverkefni.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla um áfangaprófá bls. 29–33 hér að framan.221


Rytmísk tónlist – SöngurHér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á miðprófi. Síðan eru birtfyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er til prófs.Verk og safnlistiEftirfarandi dæmum um prófverkefni á miðprófi er ætlað að skilgreinaþyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni af sambærilegriþyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaDjassAll The Things You Are (Kern)Girl From Ipanema (Jobim)My Funny Valentine (Rodgers)What’s This Thing Called Love (Porter)Íslenskur djassEf það sé djass (Tómas R. Einarsson)Gettu hver hún er? (Jón Múli Árnason)Hvar er tunglið? (Sigurður Flosason)Það sem ekki má (Jón Múli Árnason)Erlend dægurlög/rokkBoth Sides Now (Mitchel)Calling You (Telson / Bagdad Café)Grace (Buckley)Lately (Wonder)Íslensk dægurlög/RokkBraggablús (Magnús Eiríksson)Dagný (Sigfús Halldórsson)Litli tónlistarmaðurinn (Freymóður Jóhannesson)Þitt fyrsta bros (Gunnar Þórðarson)Dæmi um uppritChet Baker: Do It The Hard Way (Chet Baker: It Could Happen To You)Joni Mitchel: Dry Cleaner From Des Moines (Joni Mitchel: Mingus)RaddæfingarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi raddæfingar. Raddæfingar skulusungnar án undirleiks. Í prófinu má leika hverja æfingu einu sinni fyrirnemandann, síðan er gefinn upphafstónn. Það er á valdi prófdómara aðvelja tónhæð, sérhljóða (a, e, í, o, ú) og styrkleika. Nemandi ræður röðæfinga.Auk eftirtalinna skylduæfinga skal nemandi undirbúa eina raddæfingu aðeigin vali. Valæfingunni skal skilað á nótum fyrir upphaf prófs.222


Rytmísk tónlist – SöngurInntónun og breitt tónsvið= 80–100Lipurð – styrkleiki= 88–104Legato, stökk, jöfnun milli raddsviða= 80–100Öndunartækni og staccato/legato= 100–120Tónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúna eftirfarandi tónstiga og hljóma sem sungnir skuluán undirleiks. Nemandi ræður hvort hann notar söngheiti eða ekki. Íprófinu velur prófdómari þá tónstiga og hljóma sem sungnir eru. Gefinner upphafstón hverju sinni.EfniNemandi geti sungiðeftirtalda tónstiga:dúrhreinan mollhljómhæfan molldjassmoll 91dórískanlýdískanmixólýdískan91Moll með stórri 6und og stórri 7und.223


Rytmísk tónlist – Söngurlókrískandúr-pentatónískanmoll-pentatónískanblústónstigamixólýdískan b9 b13krómatískan tónstigaeftirtalda þríhljóma:dúrmollstækkaðanminnkaðansus4eftirtalda ferhljóma:maj 77m7m7(b5)+7dim7sus7Flutningsmáti og hraðiNemandisyngi tónstiga eina áttund upp og niðurFramhaldsnámsyngi hljóma frá grunntóni upp á efsta tón og aftur niðursyngi tónstiga og hljóma M.M. = 66–80syngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og miðast lok framhaldsnáms við að nemendur séuundir það búnir að takast á við tónlistarnám á háskólastigi.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil tveimur tilþremur árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.Eftir því sem lengra miðar í framhaldsnámi vegur heildarmynd tónlistarflutningsnemandans, jafnt á tónleikum sem á prófum, þyngra. Hér átt viðaðra þætti en hljóðfæraleik, m.a. val meðleikara, getu þeirra og frammistöðu,útsetningar, samsetningu og framsetningu efnisskrár. Mikilvægt erað reglulega sé unnið að þessum námsþætti undir leiðsögn kennara en224


Rytmísk tónlist – Söngurmeð vaxandi áherslu á frumkvæði nemandans. Stefnt skal að því að viðlok framhaldsnáms sé nemandi fær um að standa fyrir heildstæðum,sannfærandi og persónulegum tónleikum.Markmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískrar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir að markmiðumgeta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Þess vegna hlýturuppbygging námsins ætíð að verða einstaklingsbundin og viðfangsefnibreytileg. Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settumarki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga söngnemendur að hafa náð eftirfarandi markmiðum:Tónn og tækniNemandibeiti líkamanum á eðlilegan og áreynslulausan hátthafi tileinkað sér góða líkamsstöðuandi eðlilega og úthald sé í samræmi við auknar kröfur þessanámsáfangahafi náð mjög góðum tökum á stuðningihafi náð mjög góðum tökum á tónmyndun og samræmingu raddsviðahafi náð mjög góðum tökum á inntónunsýni raddbeitingu sem hæfir stíl tónlistarinnarsýni skilning á sérhljóða- og samhljóðamyndunhafi á valdi sínu ólíkar gerðir stílrænnar raddbeitingar, t.d. rokk með„twang“ eða „distortion“ráði yfir víðu styrkleikasviðihafi náð mjög góðum tökum á hljóðnematæknihafi öðlast góðan skilning á uppbyggingu hljóðkerfa og náð mjöggóðum tökum hljómmótun eigin tónsTextiNemandisyngi með mjög góðum textaframburðihafi tileinkað sér mjög góðan íslenskan textaframburðhafi náð góðum tökum á enskum textaframburðihafi hlotið nokkra reynslu af flutningi sönglaga á upprunalegutungumáli, öðru en íslensku og ensku225


Rytmísk tónlist – Söngurhafi öðlast skilning á innihaldi þeirra texta og ljóða sem fengist var við ínáminuHrynur og formNemandihafi öðlast mjög gott hrynskynsyngi með hryntilfinningu sem hæfir stíl tónlistarinnarskilji og þekki allar algengar formgerðirsýni óbrigðult formskynLaglínaNemandiflytji laglínur á sannfærandi hátt, m.a. með persónulegri túlkun,hendingamótun og styrkbreytingumhafi þroskaðan skilning á hlutverki söngvara í hljómsveitTónstigar og hljómarNemandihafi þjálfast reglulega í söng og notkun eftirfarandi tónstiga:dúrhreinn mollhljómhæfur molldjassmolldórískurfrýgískurlýdískurmixólýdískurlókrískurdúr-pentatónískurmoll-pentatónískurblústónstigimixólýdískur b9 b13lýdískur b7breyttur 92samhverfur minnkaður (hálftónn/heiltónn)heiltónatónstigikrómatískur tónstigihafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi þríhljóma:dúrmollstækkaðurminnkaðursus 492„Altered“.226


Rytmísk tónlist – Söngurhafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi sjöundarhljóma:maj77m7m7(b5)m maj7+7sus7dim7hafi þjálfast reglulega í söng eftirfarandi níundarhljóma:maj9m9m7(b5,9)7(9)7(b9)m maj9skilji uppbyggingu og þekki helstu notkunarmöguleika allraframangreindra hljóma og tónstiga til spunasyngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókarFjöldi og val verkefnaNemandihafi kynnst ólíkum stílbrigðum djasstónlistarhafi kynnst mismunandi stílbrigðum rytmískrar tónlistar, svo sem: rokki,poppi, heimstónlistar, þjóðlagatónlistar og söngleikjatónlistarhafi farið yfir viðunandi fjölda verkefnahafi fengist við fjölbreytt úrval verkefnahafi safnað a.m.k. 32 þekktum lögum á safnlista, þar af a.m.k. 16 djasslögumhafi tileinkað sér a.m.k. þrjú safnlistalög á íslensku og þrjú á enskuSpuniNemandigeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli í dúr og mollgeti spunnið liðlega yfir krefjandi hljómferli sem ekki eru í ákveðinnitóntegundgeti spunnið liðlega yfir hljómferli sem innihalda samsetta og flóknahljómasýni grundvallartök á spuna utan ríkjandi tóntegundar 93sýni með spuna sínum mjög góðan skilning á hljómrænu innihalditónlistarinnarsýni góð tök á krómatísku nótnavali í spuna, m.a. með notkun ákrómatískum nálgunarnótum og breyttum spennumbeiti fjölbreyttum hryn í spuna93„Outside“.227


Rytmísk tónlist – Söngurhafi kynnst pólýrytmum og rytmískri hliðrun 94syngi með öruggri hryntilfinningusýni sannfærandi hendingamótun í spunasýni eðlilega framvindu í spunasýni sannfærandi uppbyggingu í spunasýni sannfærandi sjálfsprottna notkun á mismunandi styrkleika- ogstyrkleikabreytingum, bæði í spuna og flutningi laglínahafi náð mjög góðum tökum á fjölbreytilegu textaspunatungumáli 95hafi náð mjög góðum tökum á spuna út frá texta lagsinsgeti spunnið á sannfærandi máta út frá hljómagöngum laga afsambærilegri þyngd og nefnd eru sem dæmi um prófverkefni áframhaldsprófiSamspilsiðkunNemandihafi þjálfast reglulega í ýmiss konar samleik/samsönghafi öðast reynslu af að syngja með hljómsveitum af ólíkum stærðumog gerðumhafi þjálfast í að ákvarða heppilegar tóntegundir laga út frá eiginraddsviðihafi þjálfast í að tónflytja og skrifa út lag- eða hljómablöð í tóntegundumsem henta eigin raddsviðihafi hlotið reglubundna þjálfun í ýmiss konar rödduðum söng ogsamsönggeti unnið undir leiðsögn í hljómsveitarstarfi og kórhafi náð mjög góðum tökum á að fylgja taktslætti og bendingumstjórnandahafi hlotið reynslu í að leiða hljómsveit sjálfurhafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem tónleikum í fullri lengd,þematengdum verkefnum og söngleikjum, eftir því sem tök eru á ogaðstæður leyfasé meðvitaður um nauðsyn undirbúnings, góðrar ástundunar ogreglulegrar tímasóknar í hópastarfi, svo sem hljómsveit og kórsé meðvitaður um sameiginlega ábyrgð þeirra sem starfa saman áfarsælu starfi og góðum árangrisé meðvitaður um mikilvægi góðra samskipta og félagslegrar færni ísamstarfihafi hlotið umtalsverða þjálfun í að koma fram á tónleikum semþátttakandi í samspili og samsönghafi tekið þátt í stærri verkefnum, svo sem söngleikjum ogþematengdum tónleikum eftir því sem aðstæður leyfa94„Displacement“.95„Scat“.228


Rytmísk tónlist – SöngurSamspilshæfniNemandisýni með söng sínum eftirfarandi atriði í þeim mæli sem eðlilegt geturtalist við lok framhaldsnáms:hlustun á meðspilara og virkt samspilfrumkvæði í samleikað hann sé móttækilegur fyrir frumkvæði annarra í samleiköðlast reynslu og öryggi í að leiða hljómsveit eða meðleikara, stjórnameð látbragði og bendingum, ákvarða tempó og telja í lagLestur, leikur eftir eyra og utanbókarlærdómurNemandihafi þjálfast reglulega í nótnalestrihafi þjálfast reglulega í óundirbúnum nótnalestrihafi þjálfast reglulega í lestri og spuna út frá öllum bókstafshljómumsem talist geta í almennri notkunhafi þjálfast reglulega í óundirbúnum lestri og spuna út frá öllumalgengum bókstafshljómumsé fær um að leysa úr sjaldgæfum og óhefðbundnum hljómtáknum tilspunahafi mjög góða þekkingu á leiðbeinandi orðum og táknum sem komafyrir á lagblöðum 96geti lesið og sungið án undirbúnings verkefni sambærileg þeim semfengist var við á miðprófihafi þjálfast reglulega í að flytja laglínur utanbókarhafi þjálfast reglulega í að læra hljómaganga utanbókar til notkunar íspunahafi þjálfast reglulega í að læra laglínur og hljómaganga eftir eyraUppritNemandihafi þjálfast í að læra utan að, líkja eftir og fylgja hljóðrituðum söng eðahljóðfæraleik þekktra listamanna í völdum spunaköflumhafi hlotið umtalsverða þjálfun í að rita niður þekkta spunakafla valinnalistamannaTónsmíðarNemandihafi fengist við tónsmíðarhafi fengið tækifæri til að flytja eigin tónsmíðarTúlkun, tjáning, stíll og framkomaNemandi sýni með ótvíræðum hættitilfinningu fyrir túlkun og hendingamótunmargvísleg blæbrigði og andstæður96„Lead sheet“.229


Rytmísk tónlist – Söngurþekkingu og skilning á stíltilfinningu fyrir samleiköruggan og sannfærandi leikpersónulega tjáninguviðeigandi framkomuNámslokNemandihafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman fjölbreyttar og áhugaverðar efnisskrármeð sannfærandi heildarsvip að markmiðihafi undirbúið prófverkefni til flutnings á framhaldsprófi samkvæmtþessari námskráhafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskrá, bls. 29Verkefnalisti í framhaldsnámiHér á eftir fara nokkur sýnishorn viðfangsefna nemenda í framhaldsnámi.Listinn er alls ekki tæmandi og er honum einkum ætlað að vera tilviðmiðunar við skipulagningu námsins, meðal annars við val annarskennsluefnis. Þyngdarstig viðfangsefnanna er breytilegt, þ.e. allt frákennsluefni sem hentar við upphaf framhaldsnáms til efnis sem hæfir viðlok námsáfangans.Listanum er raðað eftir stafrófsröð höfunda. Í einstaka tilfellum kunnahlutar bóka að vera léttari eða erfiðari en hæfir þessum námsáfanga. Afþessari ástæðu er sömu viðfangsefna einnig í nokkrum tilvikum getið ífleiri en einum áfanga.KennsluefniCOKER, PATTYThe singer's jam session: Athorough, immediate approach tothe numerous styles of jazz singingCOKER, PATTYVocal Improvisation - AnInstrumental Approach by PattyCokerDIBLASIO, DENISGuide For Jazz/Scat VocalistsDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: The SequelDIBLASIO, DENISDiblasio's Bop Shop: GettingStarted in ImprovisationSADOLIN, CATHRINEComplete Vocal TechniqueCVI PublicationsSTOLOFF, BOBBlues ScatitudesSTOLOFF, BOBScat Improv TechniquesSTOLOFF, BOBScat Singing MethodÝMSIRThe Real Vocal Book Volume 1Hal Leonard230


Rytmísk tónlist – SöngurFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf á námsferli í tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang, skipulag, prófþættiog vægi þeirra, lengd prófa, prófreglur, prófdæmingu og einkunnagjöf.Umfjöllun um tónleika við lok framhaldsnáms er að finna á bls. 29. Mikilvægter að allir, sem hlut eiga að máli, kynni sér þessi atriði vandlega.Gera verður ráð fyrir að námstími í framhaldsnámi sé einstaklingsbundinnog ræður þar miklu ástundun, aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum áfanga á um það bil tveimur tilþremur árum. Afburðanemendur ættu að geta lokið náminu á skemmritíma en einnig getur lengri námstími verið eðlilegur.Verkefni og prófkröfurÁ framhaldsprófi skal nemandi flytja tvö aðallög. Auk þess skal hannleggja fram safnlista með 32 lögum og velur prófdómari eitt þeirra tilflutnings. Alls eru því undirbúin 34 lög og skulu þau öll vera í samræmivið kröfur námskrárinnar. Miðað er við að a.m.k. helmingur lagasamkvæmt prófþætti 1 sé djasstónlist. Að lágmarki skal eitt laganna vera áíslensku, eitt á ensku og eitt á þriðja tungumáli. Spuni skal koma fram íöðrum aðallaginu og a.m.k. 10 safnlistalögum. Aðrir prófþættir eru upprit,raddæfingar, tónstigar og hljómar, val og óundirbúinn nótnalestur, aukþess sem gefið er fyrir heildarsvip prófsins.Miða skal við að heildartími á framhaldsprófi fari ekki fram yfir 60mínútur. Á prófinu skal nemandi flytja öll lög samkvæmt prófþætti 1utanbókar. Sama á við um upprit samkvæmt prófþætti 2, raddæfingarsamkvæmt prófþætti 3, tónstiga og hljóma samkvæmt prófþætti 4 og valverkefnisamkvæmt prófþætti 5 b) og 5 c). Valverkefni samkvæmt prófþætti5 a) má flytja eftir nótum. Eðli málsins samkvæmt er óundirbúinnnótnalestur samkvæmt prófþætti 6 alltaf eftir nótum.Prófþættir eru þessir:1. Verk (36 einingar alls) í samræmi við kröfur greinanámskrár.a) Tvö ólík aðallög, flutt með hljómsveit (12 einingar hvort).b) Eitt lag af 32 laga safnlista, flutt með hljómsveit – valið af prófdómara(12 einingar).2. Upprit (12 einingar) flutt með upprunalegri upptöku.3. Raddæfingar (12 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.4. Tónstigar og hljómar (15 einingar) í samræmi við kröfur greinanámskrár.231


Rytmísk tónlist – Söngur5. Val (10 einingar). Nemandi velji eitt eftirtalinna viðfangsefna:a) Syngi frumsamið verk eða eigin útsetningu.b) Syngi verk af sambærilegri þyngd og önnur prófverkefni.c) Flytji samsöngsverkefni af sambærilegri þyngd og önnurframhaldsprófsverkefni þar sem próftaki gegnir veigamikluhlutverki.6. Óundirbúinn nótnalestur (10 einingar).a) Hefðbundinn nótnalestur (5 einingar).b) Lestur bókstafshljóma og spuni yfir þá (5 einingar).7. Heildarsvipur (5 einingar).Frekari umfjöllun um einstaka þætti prófsins er að finna í kafla umáfangapróf á bls. 29–33 hér að framan.Hér á eftir eru fyrst birt dæmi um prófverkefni á framhaldsprófi. Síðan erubirt fyrirmæli um leikmáta þeirra tónstiga og hljóma sem krafist er tilprófs.Verk og safnlistiEftirfarandi dæmum um prófverkefni á framhaldsprófi er ætlað aðskilgreina þyngdarstig prófsins. Fullt eins má velja önnur verkefni afsambærilegri þyngd.Dæmi um aðallög og ný lög á safnlistaDjassGoodbye Porkpie Hat (Mingus)Infant Eyes (Shorter)Naima (Coltrane)Twisted (Ross)Íslenskur djassHjartalag (Tómas R. Einarsson)In Memoriam (Sigurður Flosason)Journey To Iceland (Tómas R. Einarsson)Smátt og smátt (Sigurður Flosason)Erlent rokk/popAlone (Heart)She’s Gone (Stealheart)Who Wants To Live Forever (Queen)Wuthering Hights (Bush)232


Rytmísk tónlist – SöngurSöngleikir/karlaraddirGethsemane / Superstar (Webber / Rice)Heaven On Their Minds / Superstar (Webber / Rice)Only The Very Best / Tycoon (Starmania) (Berger / Plamondon / Rice)Söngleikir/kvenraddirAnd I Am Telling You / Dreamgirls (Kriger / Eyen)I Am Changing / Dreamgirls (Kriger / Eyen)Nobodys Side / Chess (Ulvaeus / Andersson / Rice)Dæmi um uppritBobby McFerrin: Moondance (Bobby McFerrin: Bobby McFerrin)Sarah Vaughan: Autumn Leaves (Sarah Vaughan: Crazy & Mixed Up)RaddæfingarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi raddæfingar. Raddæfingar skulusungnar án undirleiks. Í prófinu má leika hverja æfingu einu sinni fyrirnemandann, síðan er gefinn upphafstónn. Það er á valdi prófdómara aðvelja tónhæð, sérhljóða (a, e, í, o, ú) og styrkleika. Nemandi ræður röðæfinga.Auk neðangreindra skylduæfinga skal nemandi undirbúa eina raddæfinguað eigin vali. Valæfingunni skal skilað á nótum fyrir upphaf prófs.Inntónun og breitt tónsvið= 50–66Lipurð og styrkleiki= 66–70Legato, stökk og jöfnun raddsviða/moda= 50–66233


Rytmísk tónlist – SöngurÖndunartækni= 92–104Tónstigar og hljómarTil prófs skal undirbúa eftirfarandi tónstiga og hljóma sem sungnir skuluán undirleiks. Nemandi ræður hvort hann notar söngheiti eða ekki. Íprófinu velur prófdómari þá tónstiga og hljóma sem sungnir eru. Gefinner upphafstón hverju sinni.Efni, leikmáti og hraðiNemandi geti sungið eftirtalda tónstiga:dúrhreinan mollhljómhæfan molldjassmoll 97dórískanfrýgískanlýdískanmixólýdískanlókrískandúr-pentatónískanmoll-pentatónískanblústónstigamixólýdískan b9 b13lýdískan b7breyttan 98samhverfan minnkaðan (hálfur/heill)heiltónatónstigakrómatískan tónstiga97Moll með stórri sexund og stórri sjöund.98„Altered“.234


Rytmísk tónlist – SöngurNemandi geti sungið eftirtalda þríhljóma:dúrmollstækkaðanminnkaðansus 4Nemandi geti sungið eftirtalda sjöundarhljóma:maj77m7m7(b5)m maj7+7sus7dim7Nemandi geti sungið eftirtalda níundarhljóma:maj9m9m7(b5,9)7(9)7(b9)m maj9Flutningsmáti og hraðiNemandisyngi tónstiga eina áttund upp og niðursyngi hljóma frá grunntóni upp á efsta tón og aftur niðursyngi tónstiga og hljóma eigi hægar en M.M. = 80–100syngi tónstiga og hljóma jafnt, hiklaust og utanbókar235


Rytmísk tónlist – TónfræðanámTÓNFRÆÐANÁMÍ þessum hluta námskrár í rytmískri tónlist er fjallað um nám ítónfræðagreinum. Fyrst er gerð grein fyrir skipulagi tónfræðanáms írytmískri tónlist. Í kjölfarið fylgir nánari umfjöllun um hvern hinna þriggjanámsáfanga, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Enn fremur eru prófkröfurskilgreindar og fyrirkomulag prófa kynnt. Að síðustu er umfjöllunum tónfræðagreinar sem aðalnámsgrein í rytmísku tónlistarnámi.Nám í tónfræðagreinum er órjúfanlegur hluti af námi í rytmískri tónlist.Hljómrænn skilningur, heyrnarþjálfun, greining, söguleg þekking ogskapandi starf eru nauðsynlegar undirstöður haldgóðrar menntunar áþessu sviði ekki síður en í klassísku tónlistarnámi. Því er mikilvægt aðtónlistarskólar hugi vel að námsframboði og sýni metnað á þessu sviði.Skipulag tónfræðanámsTónlistarskólar starfa við mismunandi aðstæður og skipulag þeirra geturverið með ýmsum hætti. Skólastjórnendur og kennarar einstakra skólaákvarða hvaða leiðir eru valdar til að ná markmiðum aðalnámskrártónlistarskóla, þ.m.t. markmiðum tónfræðahluta námskrár í rytmískritónlist.Gert er ráð fyrir að tónfræðanám í rytmískri tónlist fari fram í hóptímumsé þess nokkur kostur. Stærð hópa getur verið breytileg eftir skipulaginámsins. Mikilvægt er að tónfræðanám tengist hljóðfærakennslu og þeimviðfangsefnum sem unnið er að hverju sinni í hljóðfæranámi. Gagnkvæmtengsl af þessu tagi geta verið með ýmsum hætti, allt eftir aðstæðum ogáherslum á hverjum stað.Inntaki námskrár og markmiðum námsins má ná eftir ólíkum leiðum. Séuaðstæður til reglubundinnar hópkennslu ekki fyrir hendi kunna aðrarleiðir að vera færar, svo sem nám í tengslum við hljóðfærakennslu,einstaklingsnám í tónfræðagreinum, námskeiðaform og fjarkennsla. Íöllum tilfellum er þó nauðsynlegt að fylgja inntaki og markmiðum náms írytmískum tónfræðagreinum.Mikilvægt er að nám í tónfræðagreinum og hljóðfæranám myndi einaheild. Til að svo megi verða þarf að huga að heildarskipulagningu ogmarkvissri samvinnu innan skólans. Brýnt er að í skólum séu þróaðaraðferðir til að styðja við slíkt samstarf svo að tryggja megi að nemendur fáiheildstæða kennslu í tónfræðum og hljóðfæraleik.236


Rytmísk tónlist – TónfræðanámAðbúnaður og umhverfi í tónlistarskólum getur haft mikil áhrif ánámsárangur nemenda og á viðhorf og líðan allra sem í skólunum starfa. Íkennslustofum þar sem tónfræðagreinakennsla í rytmískri tónlist fer framþarf að huga að nægilegu rými til samleiks nemenda. Einnig ernauðsynlegt að viðeigandi hljóðfæra- og tækjakostur sé til staðar, svo sempíanó eða hljómborð og magnarar fyrir gítar og bassa. Þá er mikilvægt aðhljómflutningstæki séu til staðar. Í kafla um námsumhverfi í almennumhluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 57–58, og í viðauka á bls. 68–72 erað finna umfjöllun um húsnæði og búnað tónlistarskóla.GrunnnámGert er ráð fyrir að nemendur í rytmísku námi ljúki hefðbundnu almennugrunnprófi í tónfræðum en þar er um samþætt nám að ræða. Ljúka þarfgrunnprófi til að hefja tónfræðanám í rytmískri tónlist.Í grunnnámi er lagður almennur grunnur að tónheyrn, hlustun oggreiningu og tónfræðilegum þekkingaratriðum. Ítarlega umfjöllun umgrunnnám í tónfræðagreinum er að finna í námskrá í tónfræðagreinum 99 .MiðnámÞó að gert sé ráð fyrir að nemendur í rytmísku tónlistarnámi stundihefðbundið grunnnám í tónfræðagreinum ásamt öðrum tónlistarskólanemummá benda á þann möguleika að stærri skólar eða skólar, semsérhæfa sig í rytmískri tónlist, safni nemendum í grunnnámi í rytmískritónlist saman í sérstaka tíma. Þessir nemendur þurfa augljóslega að násömu markmiðum og aðrir grunnnámsnemendur í tónfræðagreinum enæskilegt gæti verið að veita þeim meiri þjálfun og stuðning varðanditónstiga, hljóma og tónheyrn sem nýtist þeim í hljóðfæranáminu. Annarmöguleiki er að nemendur í rytmísku námi stundi grunnnám í tónfræðagreinummeð öðrum nemendum en að boðið sé upp á viðbótartónfræðagreinatíma,sérstaklega fyrir þá, þar sem unnið væri með efni semstyður hljóðfærakennslu og samleik. Tekið skal fram að tónlistarskólum erhvorki skylt að bjóða upp á viðbótarnám né sérhæft nám í tónfræðagreinumfyrir grunnnámsnema í rytmískri tónlist.Rytmískt tónfræðanám hefst í miðnámi og er gert ráð fyrir að sú kennslasé samþætt. Áhersla er á djasshljómfræði og hagnýta notkun hennar tilspuna en einnig á tónheyrn, hlustun og þau almennu tónfræðiatriði semekki var lokið í grunnnámi. Mikilvægt er að nemendur í rytmískutónlistarnámi sæki tónfræðatíma reglulega á öllum námstímanum eins ogaðrir miðnámsnemar. Fyrir þá sem ljúka miðnámi opna lok miðnáms dyr99Þ.e. aðalnámskrá tónlistarskóla – tónfræðagreinar (2005)237


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámað framhaldsnámi, síðasta áfanga almenns tónlistarskólanáms. Jafnframtgefst nemendur kostur á að sækja um aðgang að listnámsbrautumframhaldsskóla að miðnámi loknu.Í miðnámi eykst umfang námsins frá því sem er í grunnnámi og ætla máað námstíminn lengist að sama skapi. Miðað er við að nemendur getiðlokið miðnámi á um það bil fjórum til fimm árum en námshraði getur þóverið mismunandi. Ræður þar miklu ástundun, aldur, hæfileikar og þroskinemenda.Markmið í miðnámiUppbygging miðnáms skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,markmiðum námskrár í rytmískri tónlist, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir aðmarkmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Gert er ráð fyrirað nám í tónfræðagreinum fari að jafnaði fram í hóptímum en jafnframt ermikilvægt að uppbygging námsins taki mið af þörfum einstakra nemenda.Það er hlutverk kennara að leiða hvern nemanda í átt að settu marki meðviðeigandi viðfangsefnum.Við lok miðnáms eiga nemendur í rytmísku tónfræðanámi að hafa náðeftirfarandi markmiðum:Aukin leikniNemandihafi öðlast aukinn skilning og leikni í viðfangsefnum grunnnámssamkvæmt námskrá í tónfræðagreinum 100Nótnalestur og ritunNemandiþekki og geti skráð í viðeigandi lykli stofntóna, hækkaða tóna oglækkaða tóna á tónsviðinu C-c'''þekki öll áttundaheiti og hafi öðlast skilning á nótnaritun á ólíkumtónsviðumkunni skil á staðsetningu nótna í framangreindum áttundum áhljómborðihafi öðlast skilning á hlutverki lykla í nótnaritunhafi mjög gott vald á nótnaritun í G-lyklihafi náð góðum tökum á nótnaritun í F-lyklihafi náð góðum tökum á nótnaskrift, þ.m.t. ritun nótna, þagna ogformerkja100Þ.e. aðalnámskrá tónlistarskóla – tónfræðagreinar (2005).238


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámhafi náð góðum tökum djassritun 101hafi náð góðum tökum á lestri jafnra áttunduparta með swing-tilfinninguhafi náð góðum grundvallartökum á ritun og framsetningu lagblaða 102 ,þ.m.t. öllum helstu leiðbeinandi orðum og táknumHrynurNemandigeti greint eftir heyrn á milli eftirtalinna takttegunda: 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8hafi náð tökum á taktslætti í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8kunni skil á helstu lengdargildum nótna og þagnaskilji, geti beitt, flutt, greint á blaði og eftir heyrn eftirfarandi lengdargildiog hrynmynstur:hafi góð tök á lestri og ritun hrynmynstra sem eru dæmigerð fyrirrytmíska tónlistþekki, skilji, geti flutt, greint eftir heyrn og skráð synkópur og bindingar,meðal annars yfir taktstrikhafi þjálfast í að tengja heyrn og ritun hrynhendinga í samræmi viðmarkmið grunn- og miðnámsgeti endurtekið eftir heyrn stutt hryndæmi í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8geti skráð eftir heyrn stutt hryndæmi í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8hafi kynnst takttegundunum 5/4, 3/8, 7/8, 9/8, 12/8, 2/2 og 3/2Laglína og tóntegundirNemandihafi þjálfast í söng tónstiga, tónbila og hljómageti endurtekið eftirtalda tónstiga eftir heyrn: dúr, hljómhæfur moll,laghæfur moll, pentatónískur tónstigigeti greint hvort tóndæmi er í dúr eða mollgeti endurtekið eftir heyrn stuttar laglínur í dúr og moll með stökkuminnan tóntegundargeti skráð eftir heyrn stutta laglínu í 2/4, 3/4 og 4/4hafi þjálfast í að tengja heyrn og ritun laglínuhendinga101Þ.e. „swing“.102„Lead sheet“.239


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámgeti sungið eða blístrað við fyrstu sýn eða með litlum undirbúningieinfaldar laglínur í C dúr, F dúr og G dúr, A moll, D moll og E mollþekki og skilji hugtökin samnefndar, samhljóða og sammarkatóntegundir í dúr og mollþekki uppbyggingu fimmundahrings og hafi öðlast leikni í öllum dúr- ogmolltóntegundumþekki eftirtalin hugtök: frumtónn, grunntónn, undirfortónn, fortónn,leiðsögutónnskilji uppbyggingu og notkun allra algengustu tónstigaskilji uppbyggingu og notkun kirkjutóntegundageti tónflutt stuttar laglínur í hvaða tóntegund sem er í G-lykli og F-lykliTónbilNemandigeti greint eftir heyrn öll tónbil innan áttundar sem leikin eru brotin uppá við eða í samhljómi 103geti endurtekið öll tónbil innan áttundar sem leikin eru í samhljómigeti sungið öll tónbil innan áttundar upp frá gefnum tónihafi náð grundvallartökum á að greina tónbil utan áttundar sem leikineru brotin eða í samhljómigeti greint á blaði og skráð á nótnastreng öll tónbil innan áttundarHljómar og spuniNemandigeti sungið eftirtalda þríhljóma í grunnstöðu frá gefnum tóni: dúr, moll,minnkaðan og stækkaðangeti greint eftirtalda þríhljóma í hvaða tóntegund sem er, bæði skráðaog eftir heyrn: dúr, moll, minnkaðan og stækkaðangeti greint eftirtalda hljóma í hvaða tóntegundum sem er, bæði skráðaog eftir heyrn: maj7, 6, m7, m6, m maj7, m7(b5), 7, 7sus4geti beitt rómverskum tölum við greiningu hljómferlageti skráð dúr- og mollþríhljóma frá hvaða tóni sem er í grunnstöðu oghljómhvörfumhafi kynnst tengslum hljóma og tónstiga innan kirkjutóntegundageti greint heimaþríhljóma og heimaferhljóma í dúr og mollgeti greint aukaforhljóma og framlengda forhljóma 104geti greint II–V sambönd í dúr og mollhafi kynnst mixólýdískum b9 b13 tónstigaþekki djassmoll tónstiga 105hafi kynnst algengustu aðferðum við ritun allra helstu bókstafshljómasé meðvitaður um fjölbreytilega möguleika hljómtáknaritunarskrá hljóma eftir heyrn úr hlustunardæmum103Þ.e. báðir tónar leiknir samtímis.104Þ.e. röð forhljóma í fimmundahring – „extended dominants“.105Þ.e. moll með stórri sexund og stórri sjöund.240


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámhafi þjálfast reglulega í snarstefjun 106hafi þjálfast reglulega í að leika viðeigandi tónstiga yfir gefin hljómferli ídúr og mollhafi þjálfast reglulega í að brjóta upp hljóma yfir gefin hljómferli dúr ogmollhafi kynnst leik bókstafshljóma á hljómborðshljóðfærihafi þjálfast reglulega í snarstefjun á grundvelli framangreindra hljómaog tónstigahafi þjálfast í eðlilegri hendingamótun, uppbyggingu og framvinduspunakaflaOrð og táknNemandiskilji og geti beitt öllum helstu hugtökum og táknum sem lúta aðtónstyrkskilji og geti beitt eftirfarandi hugtökum: accelerando, ritardando,rallentando, a tempo, rubato, half time, double timeskilji og geti beitt eftirfarandi hugtökum: espressivo, marcatoskilji og geti beitt eftirtöldum hugtökum: poco, poco a poco, più, meno,sempre, subito, simile, senza, attacca, V.S., solo, tuttiskilji og geti beitt eftirtöldum hugtökum: Coda, D.S.al Coda, D.s.al Fine,D.c.al Fine, D.C.al Coda, con rep., senza rep., on cue, open repeat,last x, vampskilji og geti beitt eftirfarandi hugtökum: Intro, interlude, chorus, leadsheatskilji og geti beitt eftirfarandi hugtökum: Feel, two beat, four beat, time,stop time, broken time, solo break, pedal point, fadeþekki hugtökin: Swing, fusion, funk, shuffle, latin, ballade, straight 8ths.,waltzHlustun, greining og sagaNemandihafi öðlast leikni í að lýsa blæ tónverka með eigin orðumkunni skil á einröddun, margröddun 107 og fjölröddun 108hafi kynnst mismunandi stílbrigðum rytmískra tónsmíðaþekki uppbyggingu stórsveitar og hljóðfæri hennarþekki og geti greint helstu hljóðfæri sem notuð eru í popp-, rokk- ogdjasstónlisthafi kynnst völdum hljóðfærum frá mismunandi heimshlutumhafi nýtt viðfangsefni hljóðfæranámsins á fjölbreyttan hátt til aukinsskilnings í tónfræðanáminu106Spuna.107Hómófóníu.108Pólýfóníu.241


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámhafi nýtt viðfangsefni tónfræðanámsins á fjölbreyttan hátt til aukinsskilnings í hljóðfæranáminuhafi kynnst uppsetningu og lestri raddskráahafi þjálfast í að fylgja rödd tiltekins hljóðfæris í raddskráhafi fengið innsýn í sögu íslenskrar dægurtónlistarhafi kynnst valinni íslenskri dægurtónlist frá mismunandi tímahafi kynnst valinni heimstónlisthafi kynnst valinni popp- og rokktónlisthafi kynnst valinni djasstónlistHljóðfæriNemandihafi notað eigið hljóðfæri við leik tónstiga og hljóma, jafnt staka hljómasem samfellda hljómagangahafi notað eigið hljóðfæri til spuna yfir tilbúin hljómferli og þekkt lögsýni með leik sínum skilning á inntaki námsins og leikni í notkunefnisinshafi notað eigið hljóðfæri í flutningi eigin tónsmíða og annarraSkapandi starfNemandisýni frumkvæði og skapandi hugsunhafi fengið regluleg tækifæri til ýmiss konar tónsköpunar, bæði einn ogí hóphafi kynnst ýmsum möguleikum á skráningu/varðveislutónsköpunarverkefnaTölvutækniNemandihafi nýtt möguleika tölvunnar sem tækis til þjálfunar, upplýsingaöflunar,sköpunar, nótnaritunar, hljóðmyndunar og varðveisluhafi kynnst hljóðupptökum eftir því sem tök eru áhafi kynnst hljóðkerfum og virkni þeirra eftir því sem tök eru áNámslokNemandihafi öðlast færni í að draga ályktanir byggðar á þekkingu og leggjaeigið mat á tónlisthafi öðlast færni í beitingu þekkingar og í framsetningu eiginhugmynda, bæði munnlega og skriflegahafi öðlast færni og þekkingu til að takast á við tónfræðanám íframhaldsnámi samkvæmt þessari námskrá242


Rytmísk tónlist – TónfræðanámMiðprófVið lok miðnáms skulu nemendur þreyta miðpróf, annars vegar íhljóðfæraleik og hins vegar í tónfræðagreinum. Í kafla um áfangapróf ábls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,almennar prófreglur og einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eigaað máli, kynni sér þessi atriði vandlega.Miðpróf í tónfræðagreinum skal samið á vegum Prófanefndar tónlistarskólaí samræmi við ákvæði þessarar námskrár. Nefndin gefur útviðmiðanir og skýringar við einstaka prófþætti eftir því sem þurfa þykir.Prófanefnd tónlistarskóla ber ábyrgð á yfirferð skriflegs hluta prófsins ogað einkunnagjöf þess hluta sé í samræmi við ákvæði aðalnámskrártónlistarskóla. Viðkomandi skóli annast mat á hljóðfæraþætti ogmunnlegum hluta prófsins í samræmi við ákvæði aðalnámskrár tónlistarskólaog leiðbeiningar Prófanefndar.Verkefni og prófkröfurMiðpróf í tónfræðagreinum er þrískipt, þ.e. munnlegt próf, skriflegt prófog hljóðfæraleikur. Skal öllum hlutum prófsins lokið á sama skólaári. Miðaskal við að próftími á munnlegu prófi og hljóðfæraprófi fari ekki fram yfir10 mínútur á hvern nemanda. Hámarkstími á skriflegu prófi er ein og hálfklukkustund.Prófþættir á miðprófi eru þessir:A. Munnlegt próf (20 einingar)1. Hryndæmi endurtekið eftir heyrn (5 einingar)2. Hryndæmi lesið af blaði (5 einingar)3. Laglína endurtekin eftir heyrn (5 einingar)4. Laglína lesin af blaði (5 einingar)B. Skriflegt próf (60 einingar)1. Skriflegt próf (20 einingar)2. Hlustun og greining (20 einingar)3. Tónfræðileg þekkingaratriði (20 einingar)C. Verklegt próf (á hljóðfæri) (20 einingar)1. Brotnir hljómar og tónstigar leiknir yfir gefinn hljómagang(10 einingar)2. Laglína og spuni yfir gefinn hljómagang (10 einingar)Þremur til fjórum vikum fyrir próf fær nemandi uppgefið lag, þ.e.hljómagang og laglínu. Í prófinu flytur nemandinn dæmið, þ.e. allt <strong>formi</strong>ð,fjórum sinnum samfellt. Fyrst er leikin laglína, þá brotnir hljómar, síðan243


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámtónstigar og loks spuni yfir hljómferlið. Viðmiðunarlengd viðfangsefnis er16-32 taktar. Trommuleikarar geta valið um að leika á ásláttarhljómborð,píanó eða syngja. Söngvarar velja á milli þess að syngja eða leika á píanó.Aðrir leika á aðalhljóðfæri sitt. Allir þættir verklega prófsins eru fluttirutanbókar.FramhaldsnámFramhaldsnám tekur við að loknu miðnámi. Hér er um umfangsmikinnnámsáfanga að ræða og marka lok hans jafnframt lok almennstónlistarskólanáms. Einnig miðast lok framhaldsnáms við að þeirnemendur, sem stefna að háskólanámi í tónlist, séu vel undir það búnir.Miðað er við að unnt sé að ljúka þessum námsáfanga á þremur árum, m.a.til að nemendur á listnámsbraut framhaldsskóla geti nýtt námið sem hlutaaf framhaldsskólanámi sínu. Þó verður að gera ráð fyrir að námstími íframhaldsnámi sé einstaklingsbundinn og ræður þar miklu ástundun,aldur, þroski og hæfileikar nemenda.Í framhaldsnámi skiptist tónfræðanám í fernt, þrjár kjarnagreinar ogvalgrein. Kjarnagreinarnar eru: djasshljómfræði, djasstónheyrn og djassogrokksaga en auk þess ber öllum nemendum að stunda nám í einnivalgrein.Kjarnagreinar tónfræðanáms er mögulegt að kenna aðskildar eðasamþættar. Hugsanlegt er að bjóða upp á samþætta kennslu í tveimur eðafleiri greinum. Þannig mætti t.d. tengja saman tónheyrn og hljómfræði,allar þrjár greinarnar eða valgrein og eina eða fleiri kjarnagreinar.Í námskránni er miðað við að heildarkennslustundafjöldi hverrartónfræðagreinar samsvari að lágmarki 1 1⁄2 klst. á viku í tvö ár eða 1 klst. áviku í þrjú ár. Skólar geta þannig boðið upp á mismunandi námshraða íeinstökum greinum og hugsanlegt er að innan sama skóla gefistnemendum kostur á mismunandi námshraða í sömu grein. Þannig má tildæmis með aukinni tímasókn gefa nemendum kost á að ljúka námsgrein áeinu ári eða dreifa náminu yfir lengri tíma. Meginatriði er að nemendurnái lokamarkmiðum tónfræðanámskrár, hvaða leið sem farin er.DjasshljómfræðiGert er ráð fyrir að við lok miðnáms hafi nemendur annars vegar öðlastskilning og leikni í almennum tónfræðum og hins vegar kynnstundirstöðuatriðum hagnýtrar djasshljómfræði. Sértækt djasshljómfræðinámhefst við upphaf framhaldsnáms. Í náminu er lögð áhersla áþekkingu og aðferðir sem nýtast við spuna og tónsmíðar á sviði rytmískrar244


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámtónlistar. Unnið er meðal annars með byggingu og hlutverk hljóma, tengslþeirra við tónstiga, laglínu og formgreiningu. Auk þess er hljómfræðinámiætlað að auka skilning nemenda á innri gerð og innviðum tónlistar.Þennan skilning má efla enn frekar með tengslum við tónlistarsögu,tónheyrn og hljómborðsfræði.TónheyrnNámi í tónheyrn er ætlað að auka tónnæmi og þroska heyrn nemenda.Byggt er á þeim grunni sem lagður var í grunn- og miðnámi. Íframhaldsnámi er einkum unnið með laglínur í dúr og moll með stökutónum utan tóntegundar, tónbil innan tveggja áttunda og fjölbreytthryndæmi sem m.a. innihalda yfirbindingar og þríólur. Sérstök áhersla erá hljómrænt tungumál djass- og popptónlistar: staka hljóma oghljómaraðir. Auk þess fást nemendur við einfaldar tveggja radda laglínurog stutt atónal dæmi. Mikilvægt er að tengsl tónheyrnar við hljómfræðiséu ræktuð og að greinarnar styðji hvor aðra. Regluleg ástundun erlykilatriði í tónheyrnarnámi.Djass- og rokksagaÍ framhaldsnámi er gert ráð fyrir að nemendur öðlist haldgóða þekkinguog góða yfirsýn yfir djasssögu og rokksögu frá upphafi til samtímans.Miðað er við að námið sé kynning á helstu straumum, stefnum oglistamönnum þessara tónlistartegunda. Kenna má djasssögu og rokksögusitt í hvoru lagi eða samþætt. Hlustun er órjúfanlegur þáttur í lifanditónlistarsögukennslu. Tengsl hennar við aðra þætti námsins eru mikilvæg.Æskilegt er að tengja djass- og rokksögu við aðra tónlistarsögu ogmannkyns- og menningarsögu á hverjum tíma eftir því sem tök eru á.ValgreinAuk framangreindra greina skulu nemendur hafa lokið einum valáfanga ítónfræðagreinum við lok framhaldsnáms. Valgrein er annaðhvort ætlað aðvíkka sjóndeildarhring nemenda eða dýpka þekkingu þeirra á tilteknusviði. Miðað er við að umfang náms í valgrein samsvari eins vetrarreglubundnu námi í tónfræðagrein, þ.e. að lágmarki einni vikustund.Skólum er í sjálfsvald sett hvaða valgrein eða valgreinar boðið er upp á.Ýmislegt kemur hér til greina en hér á eftir fara nokkur dæmi ummögulegar valgreinar: tónsmíðar, sértækir tónlistarsöguáfangar,framhaldsáfangar í tónheyrn og útsetningum, snarstefjun 109 , tölvutækni ogupptökutækni. Heppilegt kann að vera að tveir eða fleiri tónlistarskólarhafi með sér samstarf um framboð valgreina, þ.e. að nemendur geti sóttnám í valgrein í öðrum skóla en sínum eigin. Einnig býður fjarnám upp áýmsa möguleika fyrir nemendur.109Spuni, þ.e. að leika af fingrum fram.245


Rytmísk tónlist – TónfræðanámMarkmið í framhaldsnámiUppbygging kennslu í framhaldsnámi skal taka mið af eftirfarandi:Meginmarkmiðum tónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hlutaaðalnámskrár, almennum markmiðum rytmískar námskrár, sértækummarkmiðum einstakra greinanámskráa, sértækum markmiðum einstakraskóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir aðmarkmiðum geta verið mismunandi og nemendur ólíkir. Gert er ráð fyrirað nám í djasshljómfræði fari að jafnaði fram í hóptímum með og án eiginhljóðfæra en jafnframt er mikilvægt að uppbygging námsins taki mið afþörfum einstakra nemenda. Það er hlutverk kennara að leiða hvernnemanda í átt að settu marki með viðeigandi viðfangsefnum.Við lok framhaldsnáms eiga nemendur í rytmísku tónfræðanámi að hafanáð eftirfarandi markmiðum:DjasshljómfræðiHljómar og tónstigarNemandihafi öðlast góðan skilning á grundvallaratriðum bókstafshljómakerfisinsþekki og geti greint alla þríhljóma: dúr, moll, stækkaða og minnkaðaþekki og geti greint alla ferhljóma: maj7, 6, m7, m6, m maj7, m7(b5), 7,7sus4, +7, °7þekki skráningu framantalinna hljóma með rómverskum sætistölumhafi kynnst endurhljómsetninguGreiningNemandihafi öðlast góðan skilning á algengustu hugtökum djasshljómfræðinnarþekki eftirfarandi djasshljómfræðiatriði og geti nýtt þau við greininguhljómagangs:alla heimahljóma í dúr og moll, þrí- og ferhljómabreytta heimahljómahljóma í hljómhvörfumaukaforhljómaframlengda forhljómaII–V samböndminnkaða hljómalánshljómaviðeigandi tónstiga við alla hljóma sem koma fyrir í náminuspennurstaðgenglatóntegundaskipti: óundirbúin, undirbúin og tóntegundaskipti ummöndulhljómsmástíga forhljóma246


Rytmísk tónlist – Tónfræðanám#IV7(b5) hljóminnlaustengd II–V samböndforhljóma með sérhlutverkpedal og ostinatosamsett hljómtáknsamsíða hljóma af sömu gerðhafi góðan skilning á tengslum tónstiga og hljómahafi þjálfast reglulega í að hljómgreina algeng djass- og dægurlöghafi þjálfast reglulega í laglínugreininguhafi öðlast skilning og þjálfun í gerð leiðsögutónalínahafi öðlast skilning á módal-tónsmíðumSpuni og hljóðfæraleikurNemandihafi hlotið umtalsverða þjálfun í leik tónstiga og hljóma á hljóðfæri sínsýni með leik sínum skilning á tengslum tónstiga og hljómahafi þjálfast reglulega í að leika viðeigandi tónstiga yfir gefin hljómferli ídúr og mollhafi þjálfast reglulega í að brjóta upp hljóma yfir gefin hljómferli dúr ogmollhafi þjálfast reglulega í snarstefjunhafi náð góðum tökum á hljómrænu tungumáli djasstónlistar með tillititil snarstefjunarhafi kynnst gerð skriflegra sólóa til flutningsHlustunNemandihafi fengið tækifæri til að hlusta reglulega á valda djass- ogdægurtónlist með tilliti til námsinsTónsmíðarNemandihafi kynnst tónsmíðavinnuhafi náð góðum tökum á hljómrænu tungumáli djasstónlistar með tillititil tónsmíðaHljómborðsfræðiNemandihafi náð grundvallartökum á leik hljóma á hljómborðshljóðfæri247


Rytmísk tónlist – TónfræðanámTónheyrnNótnalesturNemandihafi gott vald á nótnalestri, jafnt í G-lykli sem F-lyklihafi kynnst í C-lyklumHrynurNemandigeti flutt undirbúin hryndæmi í 2/4, 3/4, 4/4 og 6/8 með lengdargildumog samsvarandi þögnum með sextándupörtum sem og með tríólum,synkópum, einföldum punkteringum og yfirbindingumgeti flutt óundirbúin hryndæmi, léttari en hin undirbúnu, í 2/4, 3/4, 4/4og 6/8 með sextándapartsnótum og sextándapartsþögnum, tríólum,synkópum, einföldum punkteringum, yfirbindingum og þögnumgeti skrifað niður eftir heyrn hryndæmi með synkópum, tríólum,yfirbindingum og þögnumLaglínaNemandigeti sungið undirbúnar laglínur í öllum dúr- og molltóntegundum, meðeða án söngheita, án undirleiksgeti sungið óundirbúnar laglínur, léttari en hinar undirbúnu, með öllumtónbilastökkum innan áttundar, með eða án söngheita, án undirleiksgeti sungið stuttar undirbúnar laglínur utan tóntegundar 110 meðstökkum innan fimmundar, án undirleiksgeti skrifað niður eftir heyrn einradda laglínur í dúr og moll með stökutóni utan tóntegundargeti skrifað niður eftir heyrn stuttar tónaraðir utan tóntegundar 111 meðstökkum innan fimmundar, þrjár til fimm nótur í senngeti skrifað niður eftir heyrn einfaldar tveggja radda laglínurTónbilNemandigeti sungið öll tónbil innan áttundar upp og niður frá gefnum tónigeti greint eftir heyrn öll tónbil innan tveggja áttunda sem leikin eru uppeða niður frá gefnum tóni eða í samhljómiHljómarNemandigeti greint eftir heyrn á milli eftirfarandi þríhljómsgerða: dúr, moll,minnkaður og stækkaðurgeti greint eftir heyrn hljómhvörf stakra dúr- og mollþríhljóma110Atónal.111Atónal.248


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámgeti skrifað niður eftir heyrn einfaldar hljómaraðir innan tóntegundar,bæði í dúr og mollgeti skráð niður hljómgerð ásamt efstu og neðstu rödd í leikinnihljómaröð þar sem farið er út fyrir heimahljóma og 3und og 5und komafyrir í bassaþekki eftir heyrn og geti skráð eftir heyrn djasshljóma með ólíkumsamsetningum af algengustu spennum, þ.e. 9undum, 11undum og13undum, óbreyttum og breyttumgeti skráð niður hljóma í einföldu popplagi með sjöundum og sushljómumTaktslátturNemandihafi gott vald á taktslætti í eftirtöldum takttegundum: 2/4, 3/4, 4/4, 6/8og geti beitt þeim við lestur laglína og hryndæma, jafnt undirbúið semóundirbúiðþekki vel og geti stjórnað 5/4, 9/8 og 12/8geti skipt viðstöðulaust á milli ofangreindra takttegundageti framkvæmt einfaldan fjölhryn með höndunum 2/3, 2/5, 3/4, 3/2, 5/2og 4/3Djass- og rokksagaListamenn, stílar, stefnur og verkNemandihafi kynnst vel helstu stílum, stefnum og straumum í djasstónlist fráupphafi til nútímans, þ.e. New Orleans, Chicago, swing, bebop, cool,hardbop, free djass, fusion og nýrri stílumsé kunnugur flestum gerðum djasstónlistar og fær um að setja þær,ásamt einstökum verkum, í sögulegt samhengiþekki vel helstu flytjendur og upptökur djasssögunnarHlustunNemandihafi kynnst djasssögunni af eigin raun gegnum hlustun á valdarupptökurhafi öðlast skilning og þjálfun í að tengja saman hlustun og aðra þættinámsinshafi þjálfast í að beita eigin þekkingu við mat og greiningu á óþekktuhlustunarefniÞekking, heimildir, framsetning, matNemandihafi hlotið þjálfun í öflun heimilda um afmörkuð viðfangsefni sögunnarhafi öðlast þjálfun í beitingu þekkingar og framsetningu eiginhugmynda, bæði munnlega og skriflega249


Rytmísk tónlist – TónfræðanámMannkynssaga og hugmyndafræðiNemandigeti tengt meginstrauma djasssögunnar við meginatriðimannkynssögunnarhafi öðlast þjálfun í að draga ályktanir byggðar á þekkingu og leggjaeigið mat á tónlistÍslensk tónlistNemandihafi kynnst meginatriðum íslenskrar djasssögu frá upphafi tilsamtímanssé fær um að tengja helstu atriði íslenskrar djasssögu við helstu stefnurog strauma í alþjóðlegri djasssöguNámslokNemandi hafi við lok framhaldsnámsöðlast færni og þekkingu til að takast á við tónlistarnám á háskólastigiFramhaldsprófFramhaldspróf er lokapróf almennra tónlistarskóla. Prófið er þríþætt:hljóðfærapróf, tónleikar og tónfræðapróf. Í kafla um áfangapróf á bls. 22–33 í þessu riti er að finna umfjöllun um áfangapróf, þ.m.t. tilgang,almennar prófreglur og einkunnagjöf. Mikilvægt er að allir, sem hlut eigaað máli, kynni sér þessi atriði vandlega.Verkefni og prófkröfurFramhaldspróf í tónfræðagreinum er fjórskipt, þ.e. djasshljómfræði,tónheyrn, tónlistarsaga og valgrein, og skal gefin einkunn í hverri greinfyrir sig. Þannig þurfa nemendur að hafa hlotið einkunnina 6,0 í hverriframantalinna tónfræðagreina. Ekki er nauðsynlegt að ljúka öllumtónfræðagreinunum á sama skólaári.Framhaldspróf í einstökum tónfræðagreinum skulu samin í hverjum skólaí samræmi við ákvæði þessarar námskrár. Enn fremur ber viðkomandiskóli ábyrgð á yfirferð prófanna og að einkunnagjöf sé í samræmi viðákvæði aðalnámskrár tónlistarskóla. Próf í einstökum tónfræðagreinumskulu aldrei vera lengri en tvær klukkustundir.DjasshljómfræðiVið lok framhaldsnáms í djasshljómfræði þreyta nemendur framhaldsprófí djasshljómfræði í samræmi við ákvæði þessarar námskrár.250


Rytmísk tónlist – TónfræðanámPrófþættir eru þessir:A. Skriflegt próf (80 einingar)1. Hljómgreining (40 einingar)2. Tónstigar (20 einingar)3. Endurhljómsetning (10 einingar)4. Hugtök og skilgreiningar (10 einingar)B. Verklegt próf (á hljóðfæri) (20 einingar)1. Laglína (5 einingar)2. Brotnir hljómar (5 einingar)3. Tónstigar (5 einingar)4. Snarstefjun (5 einingar)Þremur til fjórum vikum fyrir próf fær nemandi uppgefið lag, þ.e.hljómagang og laglínu. Í prófinu flytur nemandinn dæmið, þ.e. allt <strong>formi</strong>ð,fjórum sinnum samfellt. Fyrst er leikin laglína, þá brotnir hljómar, síðantónstigar og loks spuni yfir hljómferlið. Viðmiðunarlengd viðfangsefnis er16–32 taktar. Trommuleikarar geta valið um að leika á ásláttarhljómborð,píanó eða syngja. Söngvarar velja á milli þess að syngja eða leika á píanó.Aðrir leika á aðalhljóðfæri sitt. Allir þættir verklega prófsins eru fluttirutanbókar.Miða skal við að próftími á verklegu prófi fari ekki fram yfir 10 mínútur áhvern nemanda.TónheyrnVið lok framhaldsnáms í tónheyrn þreyta nemendur framhaldspróf ítónheyrn í samræmi við ákvæði þessarar námskrár.Framhaldspróf í tónheyrn skiptist í munnlegt og skriflegt próf.Prófþættir eru þessir:A. Munnlegt próf (40 einingar)1. Laglína undirbúin (10 einingar)2. Laglína óundirbúin (5 einingar)3. Hryndæmi óundirbúið (10 einingar)4. Hryndæmi undirbúið (10 einingar)5. Tónaröð utan tóntegundar óundirbúin (5 einingar)B. Skriflegt próf (60 einingar)1. Tónbil (10 einingar)2. Laglína (10 einingar)3. Hryndæmi (10 einingar)4. Stakir hljómar (5 einingar)251


Rytmísk tónlist – Tónfræðanám5. Hljómaröð (10 einingar)6. Laglína utan tóntegundar (5 einingar)7. Tveggja radda laglína (10 einingar)Miða skal við að próftími á munnlegu prófi fari ekki fram yfir 10 mínúturá hvern nemanda.Djass- og rokksagaFramhaldspróf í djass- og rokksögu er skriflegt.Prófþættir eru þessir:A. Skrifleg próf (100 einingar)1. Hlustun (40 einingar)2. Tónlistarsaga (60 einingar)ValgreinNámsmat valgreina er í höndum einstakra tónlistarskóla og veltur á eðliog inntaki hverju sinni. Til viðmiðunar má benda á námsmat í öðrumtónfræðagreinum, þ.e. hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu og kafla umnámsmat á bls. 19–21 í þessu riti.252


Rytmísk tónlist – TónfræðanámTÓNFRÆÐANÁM SEMAÐALNÁMSGREINÍ framhaldsnámi er boðið upp á þann möguleika að nemendur stundi námog ljúki framhaldsprófi með tónfræðagreinar sem aðalnámsgrein í staðhljóðfæraleiks. Markmið slíks náms er að búa nemendur undir störf áþessu sviði og háskólanám með áherslu á tónfræðagreinar rytmískrartónlistar. Auk almenns framhaldsnáms í tónfræðagreinum skulu nemendurá þessari námsbraut stunda nám í tónsmíðum, útsetningum og tölvutækni,bæði varðandi nótnaritun og hljóðupptökur, auk þess að undirbúalokatónleika. Til að ljúka námi á þessari námsbraut þurfa nemendurjafnframt að ljúka miðprófi í hljóðfæraleik á sviði rytmískrar tónlistar.Einnig eru gerðar kröfur um að þeir nemendur, sem ekki hafa hljómborðshljóðfærisem aðalhljóðfæri, hafi lokið grunnprófi á píanó eða annaðhljómborðshljóðfæri fyrir námslok. Ekki er farið fram á að nemendurstundi reglulegt hljóðfæranám umfram það sem að framan er tilgreint enæskilegt er að þeir taki þátt í kór eða hljómsveitarstarfi.InntökuskilyrðiNemendur, sem velja tónfræðanám sem aðalnámsgrein, þurfa við upphafnámsins að hafa lokið miðprófi í tónfræðagreinum samkvæmt námskrá írytmískri tónlist ásamt hljómfræði framhaldsnáms. Enn fremur er æskilegtað nemendur séu, við upphaf námsins, einnig komnir áleiðis með aðrartónfræðagreinar framhaldsnáms á sviði rytmískrar tónlistar.Samsetning námsinsHér á eftir er gerð grein fyrir samsetningu námsins og einstökum námsgreinum.TónsmíðarNám í tónsmíðum virkjar sköpunarkraft og frumkvæði nemenda meðbeinum hætti. Nemendur kynnast öguðum vinnubrögðum og öðlastgrundvallartök á tónsmíðatækni ólíkra stíla. Lögð skal áhersla á vönduðvinnubrögð í frágangi tónverka og að nemendur hafi tækifæri til að heyraverk sín flutt. Námið er meðal annars hugsað sem grunnur að frekaratónsmíðanámi á háskólastigi.253


Rytmísk tónlist – TónfræðanámÚtsetningarÚtsetningar eru nauðsynlegar fyrir þá sem huga að frekari námi ítónfræðagreinum. Þær hjálpa nemendum að koma hugmyndum frá sér ámismunandi form fyrir hljóðfæraleikara og hljómsveitir. Það eru margarmismunandi aðferðir í útsetningum og æskilegt að kynnast sem flestum.Leggja ber áherslu á vönduð vinnubrögð og góðan frágang. Mikilvægt erað nemendum gefist kostur á að heyra útsetningar sínar fluttar.TölvutækniNám í tölvutækni lýtur einkum að hljóðupptökum og nótnaritun.Nemendur þjálfast í almennum vinnubrögðum og notkun helstu forrita tilnótnaritunar og hljóðupptakna. Leggja ber áherslu á sjálfstæð verkefni,vönduð vinnubrögð og flutning eigin verka. Einnig er lögð áhersla á aðnemendur læri að tileinka sér nýja tækni greiðlega. Tengsl tölvutækninnarvið aðrar námsgreinar geta verið mikil og gagnleg.LokatónleikarMarkmiðAð loknu framhaldsprófi í hverri grein þessarar námsbrautar, þ.e. tónsmíðum,útsetningum og tölvutækni, skal nemandi halda tónleika með30–60 mínútna langri efnisskrá. Alla jafna er gert ráð fyrir að tónleikarnirséu samfelldir, án hlés. Gert er ráð fyrir að á tónleikunum sýni nemandinnheildstæðan árangur námsins, allra námsgreina sameiginlega, í vönduðuog vel fram settu verkefni. Miðað er við að á tónleikunum séu bæði fluttarútsetningar og tónsmíðar nemandans, auk þess sem tæknikunnátta hansnýtist í verkefninu. Áhersla er lögð á að efnisskrá sé vel saman sett.Sömuleiðis er lögð áhersla á ábyrgð nemandans á heildaráhrifum tónlistarinnar,þ.m.t. samsetningu hljómsveitar og frammistöðu hennar.Uppbygging framhaldsnáms skal taka mið af eftirfarandi: Meginmarkmiðumtónlistarskóla sem sett eru fram í almennum hluta aðalnámskrár,sértækum markmiðum þessarar námskrár, sértækum markmiðumeinstakra skóla og síðast en ekki síst áhuga og þörfum nemenda. Leiðir aðmarkmiðum geta verið breytilegar enda aðstæður mismunandi ognemendur ólíkir.Við lok framhaldsnáms eiga tónfræðanemendur í rytmískri tónlist að hafanáð eftirfarandi markmiðum:254


Rytmísk tónlist – TónfræðanámTónsmíðarNemandisýni frumkvæði og skapandi hugsunþekki og geti nýtt sér í eigin verkum grundvallaratriði hefðbundinnartónsmíðatækni, s.s. mótíf, stef og leiðir til framvinduhafi kynnst og geti nýtt algengustu formgerðir rytmískrar tónlistarhafi fengist við verkefni sem byggjast á því að semja laglínu á undanhljómum, hljóma á undan laglínu og hljóma og laglínu samtímishafi fengist við verkefni í ólíkum stílum rytmískrar tónlistar eðamismunandi stílbrigðum djasstónlistarhafi fengist við tónsmíðar við textahafi kynnst ólíkum forsendum rytmískra tónsmíða, s.s. tónsmíðumbyggðum á hefðbundnum formgerðum, ólíkum takttegundum,bassalínum, frjálsum spuna með leiðbeiningum og gegnsömdumverkumhafi mjög góð tök á að setja verk sín fram í lagblaða<strong>formi</strong> 112hafi öðlast nokkra reynslu í framsetningu eigin tónsmíða í einfölduraddskrár<strong>formi</strong>hafi samið að lágmarki tuttugu niðurrituð lög í ólíkum stílumhafi tileinkað sér vönduð vinnubrögð og góðan frágangþekki og skilji helstu leiðir og hefðir í framsetningu tónsmíða í heimirytmískrar tónlistarhafi fengið verk sín flutt eftir því sem tök eru áÚtsetningarNemandiþekki raddsvið og blæbrigði algengustu hljóðfæra á sviði rytmískrartónlistarhafi kynnst raddsviði og blæbrigðum hljóðfæra sinfóníuhljómsveitarhafi náð góðum tökum á nótnaritun og þekki öll helstu leiðbeinandi orðog tákn á sviði rytmískrar tónlistarhafi mjög gott vald á ritun bókstafshljómahafi gott vald á helstu útsetningaraðferðum djasstónlistar, svo sem:„four way close“, „drop two“ og „spread“hafi öðlast þekkingu á nálgunartækni 113hafi útsett verk fyrir fimm blásara og hrynsveit, einraddaðhafi útsett verk fyrir fimm blásara og hrynsveit, raddaðhafi gert a.m.k. eina útsetningu fyrir fullskipaða stórsveithafi kynnst grundvallaratriðum útsetninga fyrir strengihafi kynnst grundvallaratriðum útsetninga fyrir raddaðan sönghafi fengið útsetningar sínar fluttar eftir því sem tök eru á112„Lead sheet“.113„Approach technique“.255


Rytmísk tónlist – TónfræðanámTölvutækniNemandihafi öðlast reynslu í notkun algengasta tæknibúnaðar í tölvu- oghljóðverihafi náð mjög góðu valdi á nótnaritun á tölvu, þ.m.t. ritun laglínu oghljóma, raddskráruppsetningu, tónflutningi, styrkbreytingum,leiðbeinandi orðum og táknum og meðferð textahafi öðlast skilning á samsetningu og virkni algengasta tæknibúnaðar ítölvu- og hljóðveriþekki vel möguleika MIDI-staðalsins og geti nýtt hann með MIDItækjabúnaðivið tónsköpun, upptökur og hljóðhönnunhafi undirstöðuþekkingu í notkun tölvu við hljóðvinnslu og hljóðhönnunhafi öðlast nokkra reynslu í upptökum, bæði í hljóðveri og á tónleikumhafi öðlast nokkra reynslu í frágangi og eftirvinnslu hljóðritaLokatónleikarNemandihafi þjálfast í framsetningu eigin tónsmíða og útsetningahafi þjálfast í umsjón með flutningi eigin tónsmíða og útsetningahafi þjálfast í að setja saman og leiða hljómsveithafi þjálfast í að setja saman áhugaverðar efnisskrár með sannfærandiheildarsvip að markmiðihafi undirbúið efnisskrá til flutnings á tónleikum samkvæmt þessarinámskráNámslokNemandihafi öðlast færni og þekkingu til að takast á við tónlistarnám áháskólastigi í tónfræðagreinum, tónsmíðum og tæknigreinum á sviðirytmískrar tónlistarNámsmat og prófTil að standast framhaldspróf með tónfræðagreinar sem aðalgrein þarfnemandi að ná einkunninni 6,0 í hverri eftirtalinna þriggja greina:tónsmíðum, útsetningum og tölvutækni. Í hverri grein skal einkunn verasamsett sem hér segir:A. Regluleg verkefni (70 einingar), dreifð yfir námstímann, og próf eftirþví sem við á.B. Lokaverkefni (30 einingar).Námsmat í tónfræðanámi sem aðalgrein er í höndum viðkomandi skóla.Eðli þeirra greina, sem um ræðir, er með þeim hætti að próf eru í flestumtilfellum ekki besti kosturinn við námsmat. Það er á ábyrgð kennara að256


Rytmísk tónlist – Tónfræðanámvelja námsmatsleiðir í samræmi við markmið þessarar námskrár. Að öðruleyti er vísað í umfjöllun um námsmat á bls. 19–21 í þessu riti og íalmennum hluta aðalnámskrár tónlistarskóla, bls. 30–32.Stjórnendur og kennarar hvers skóla móta verklag og ráða gerðumlokaverkefna sem í boði eru í hverjum skóla. Val og mótun einstakralokaverkefna byggist á samstarfi nemanda og kennara. Námsmatverkefnanna er í höndum viðkomandi skóla.Mat á lokatónleikumAð loknu námi í tónsmíðum, útsetningum og tölvutækni, samkvæmtþessari námskrá, skal nemandi halda lokatónleika sem metnir eru ávegum Prófanefndar tónlistarskóla. Megináhersla lögð á mat á tónsmíðumog útsetningum nemandans en einnig er tekið tillit til undirbúnings,framsetningar og heildaráhrifa tónleikanna. Nemandanum er ekki skylt aðtaka þátt í tónleikunum sem flytjandi eða stjórnandi en kjósi hann að geraþað er eðlilegt að líta hóflega til þess í mati prófdómara, enda hefur súþátttaka áhrif á heildarmynd tónleikanna. Umsögn en ekki einkunn ergefin fyrir tónleikana, framlag nemandans og heildaráhrif. Fyrir upphaftónleikanna skal prófdómari fá tónleikaverkefnin í hendur á nótum. Ekkier nauðsynlegt að halda tónleikana á sama skólaári og tónfræðagreinaprófinfara fram. Prófanefnd tónlistarskóla gefur út vitnisburðarblað fyrirtónleikana og áfangaprófsskírteini við námslok.257


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurLAGASÖFN OG SPUNABÆKURLagasöfnÍ þessum kafla eru birtir listar yfir kennsluefni og stoðbækur sem geta nýstnemendum í rytmískri tónlist óháð hljóðfærum.Á eftirfarandi lista er að finna lagasöfn sem henta nemendum í rytmískritónlist. Annars vegar er um að ræða safnbækur ólíkra höfunda og hinsvegar bækur með lögum einstakra höfunda, innlendra og erlendra.AEBERSOLD, JAMEYThe Jamey Aebersold Play-A-LongsVolumes 1-118AebersoldFRISELL, BILLAnthologyCherry Lane MusicGUNNAR ÞÓRÐARSONSöngbók Gunnars ÞórðarsonarSkrudda 2005GUNNAR ÞÓRÐARSONSöngbók Gunnars Þórðarsonar IISkrudda 2007HÖRÐUR TORFASONSöngvabókTindur 2006INGIBJÖRG ÞORBERGSSöngvasafn í útsetningum höfundarKópavogsbær 1998JÓHANN HELGASON25 vinsæl lögHugverkaútgáfan 2003258


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurJÓN MÚLI ÁRNASON / JÓNAS ÁRNASONSöngdansar 1Nótu-útgáfan 1995JÓN MÚLI ÁRNASON / JÓNAS ÁRNASONSöngdansar 2Nótu-útgáfan 1996MAGNÚS EIRÍKSSONÍ gegnum tíðinaÍsalög 2003ROSENWINKEL, KURTCompositionsMel BaySIGFÚS HALLDÓRSSONSönglögLithoprent 1970SIGURÐUR FLOSASONBlátt ljós – bláir skuggar, 18 blúsuð djasslögDimma 2008SIGURÐUR FLOSASON / AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSONHvar er tunglið? 24 djasssönglögDimma 2006TÓMAS R. EINARSSONDjassbiblía Tómasar R.Blánótt 2004ÝMSIR50 úrvals íslensk dægurlögFTT 1993Real Rock Book I og IIWarner/Chappell Music Scandinavia AB, 1998Sígild sönglög 1Nótu-útgáfan 2004Sígild sönglög 2Nótu-útgáfan 2005The New Real Book: Vol. 1Sher Music Co.259


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurThe New Real Book: Vol. 2Sher Music Co.The New Real Book: Vol. 3Sher Music Co.The Real Book - Volume 1Hal LeonardThe Real Book - Volume 2Hal LeonardThe Real Book - Volume 3Hal LeonardThe Real Vocal Book Volume 1Hal LeonardThe Standards Real BookSher Music Co.The World's Greatest Fake BookSher Music Co.Bækur um spunaÁ eftirfarandi lista eru bækur sem fjalla um nám og kennslu í spuna. Bæðier um að ræða heildstæðar kennslubækur og bækur með dýpri umfjöllunum afmörkuð efni spunalistarinnar.AEBERSOLD, JAMEYMaiden voyage, Fourteen EASY-TO-PLAY Jazz Tunes, Vol. 54BAKER, DAVIDJazz ImprovisationAdvance/AlfredBAKER, DAVIDHow to play bebop, vol. 1, 2 og 3Hal LeonardBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 1: Melodic StructuresAdvance MusicBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 2: PentatonicsAdvance Music260


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 3: Jazz LineAdvance MusicBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 4: Melodic RhythmsAdvance MusicBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 5: Theasaurus MelodiesAdvance MusicBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 6: Developing a Jazz LanguageAdvance MusicBERGONZI, JERRYInside Improvisation – Volume 7: HexatonicsAdvance MusicBERKMAN, DAVIDThe Jazz Musician's Guide to Creative PracticingSher Music Co.CAMPBELL, GARRYExpansions - A method for developing new material for improvisationHoustonCAPONE, PHILImprovisationSchott Music Ltd PublicationCOCKER, JERRYA Complete Method For Jazz ImprovisationCOCKER, JERRYImprovising JazzCOCKER, JERRYPatterns For JazzCROOK, HALBeyond Time and ChangesAdvance261


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurCROOK, HALReady, Aim, ImproviseAdvanceCROOK, HALHow to improviseAdvanceLAPORTA, JOHNA Guide To Jazz Improvisation: C InstrumentsBerklee Press PublicationLEVINE, MARKThe Jazz theory bookSher Music Co.LIEBMAN, DAVIDA Chromatic Approach To Jazz Harmony And MelodyMETHENY, PATImprovisationsEditions Henry LemoineWEISEKOPF, WALTIntervalic ImprovisationAebersoldWEISKOPF, WALT / RICKER, RAMONGiant Steps, A Players Guide to Coltrane’s HarmonyJamey Aebersold JazzWEISEKOPF, WALT / RICKER, RAMONThe Augmented Scale in JazzAebersoldWERNER, KENNYEffortless masteryÝMSIRThe New Real Book: Vol. 1The Standards Real BookSher Music Co.The Real Book - Volume 1Hal Leonard Publishing Corporation262


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurTÓNSTIGARTil glöggvunar eru hér birtir helstu tónstigar sem fyrir koma í námskránni,ein áttund hver út frá einstrikuðu c. Tekið skal fram að hér er ekki um aðræða dæmi um flutningsmáta eða tónsvið heldur er dæmunum ætlað aðsýna samsetningu og byggingu mikilvægra tónstiga í rytmískri tónlist.KirkjutóntegundirJónískur (dúr)DórískurFrýgískurLýdískurMixólýdískurEólskur (hreinn moll)Lókrískur263


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurÝmsir tónstigarDjassmollHljómhæfur mollDúr-pentatóntónstigiMoll-pentatóntónstigiBlústónstigiMixólýdískur b9 b13 tónstigiBreyttur tónstigi (altered)Lýdískur b7 tónstigiSamhverfur minnkaður tónstigi (hálfur/heill)264


Rytmísk tónlist – Lagasöfn og spunabækurSamhverfur minnkaður tónstigi (heill/hálfur)Heiltónatónstigi265

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!