13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

4.3 Gagnasafnið <strong>og</strong> Ritmálsskráin 91þeim er jafnvel ekki sinnt, sbr. orð Pullums um heiðarleika málfræðinga hér að framan.Þrátt fyrir þessar efasemdir um ofurvægi kenninganna er ljóst að engin leið er til aðskoða gögnin nema fylgja þar einhverju kenningakerfi; öll flokkun hlýtur nefnilega aðbyggjast á einhvers konar greiningu. Án kenninganna er ekki hægt að skoða gögnin. Ogkenningarnar eru einskis virði ef þær eru ekki nægilega studdar af gögnunum. Þörfin ágagnavinnu er því eins mikil nú <strong>og</strong> áður, ekki síst á sviðum þar sem í verunni er mjöglítið til af heimildum, eins <strong>og</strong> í umfjöllun um orðmyndun í íslensku nútímamáli. Allt þettaer nokkur hvati að því að leggja í þá þolinmæðisvinnu sem skoðun á stóru gagnasafnióneitanlega er, enda má segja að nú hafi nýir möguleikar opnast þar sem tæki <strong>og</strong> tól hafabreyst nægilega mikið til að gefa tækifæri sem eldri mönnum buðust ekki. Aðgangur aðRitmálsskrá OH gefur t.d. tækifæri til rannsókna sem ekki voru mögulegar áður. T<strong>og</strong>streitunamilli kenninganna <strong>og</strong> gagnanna verður svo hver að leysa á sinn hátt en í ljósiþeirra sveiflna sem eru í kenningunum er mikilvægt að gögnin sjálf <strong>og</strong> lýsingin á þeimséu eins óháð einni tiltekinni kenningu <strong>og</strong> unnt er, a.m.k. að því marki að auðvelt sé aðtúlka niðurstöður frá sem flestum hliðum.4.3 Gagnasafnið <strong>og</strong> RitmálsskráinEins <strong>og</strong> þegar hefur komið fram er gagnasafnið að stofni til fengið úr Ritmálsskrá OH<strong>og</strong> val dæma ber þess merki að upphaflegur tilgangur verksins var nokkuð annar en nú erorðið. Fyrsta kveikjan að þessu verki voru vangaveltur um það hvort ástæða væri til aðgera greinarmun á forskeyttum <strong>og</strong> samsettum orðum út frá formlegum einkennum liðanna.Orðin í safninu eru þess vegna valin úr Ritmálsskránni eftir þeirri orðgerðargreiningu semþar er notuð <strong>og</strong> eru þau öll merkt sem samsett eða forskeytt orð. 2 Öll orðin koma fyrirí ritum frá þessari öld <strong>og</strong> þau eru úr höfuðorðflokkunum fjórum, nafnorð, lýsingarorð,atviksorð <strong>og</strong> sagnir. Þau eru valin eftir dæmafjölda um hvert orð, þ.e. um nafnorð <strong>og</strong>lýsingarorð í safninu eru 4 eða fleiri dæmi en um atviksorð <strong>og</strong> sagnir eru færri dæmi, endavoru þessir orðflokkar allir rýrari þegar til átti að taka. Orðafjöldinn úr Ritmálsskránni ígagnasafni mínu er þessi:(3) Skipting milli orðflokka í gagnasafninu:Kvenkynsnafnorð úr Ritmálsskrá: 12.090Hvorugkynsnafnorð úr Ritmálsskrá: 10.005Karlkynsnafnorð úr Ritmálsskrá: 11.451Lýsingarorð úr Ritmálsskrá: 12.641Atviksorð úr Ritmálsskrá: 1.803Sagnorð úr Ritmálsskrá: 5.233Orð úr Ritmálsskrá alls: 53.667Til samanburðar má geta þess að í Ritmálsskránni allri eru u.þ.b. 502.000 nafnorð, u.þ.b.84.000 lýsingarorð, tæplega 6.000 atviksorð <strong>og</strong> rúmlega 16.000 sagnir eða alls u.þ.b.610.000 orð.Kostirnir við að nota Ritmálsskrá OH eru ótvíræðir. Í fyrsta lagi er Ritmálsskráinbyggð á gífurlega stóru seðlasafni, Ritmálssafni OH, en í því eru yfir sex hundruð þúsundorð úr rituðu máli frá 1540 til þessa dags. Alls eru í safninu um 2,3 milljónir seðla. Orðineru valin með hefðbundinni orðtöku út frá mörgum <strong>og</strong> mismunandi forsendum, eins <strong>og</strong>2 Nánar verður greint frá orðgerðargreiningu í Ritmálsskrá í næsta undirkafla <strong>og</strong> þar kemur fram hvers vegnaþessi leið er farin.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!