13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.4 Niðurstaða 83þörf krefur (þ.e. eftir því sem hljóðkerfisleg hegðun þeirra segir til um). 40(17) Flokkun á orðmyndun í íslensku:Samsetning Forskeyting ViðskeytingAJ 1929, HH Samsetning ViðskeytingAJ 1927, BG, BJ, ER Samsetning AfleiðslaSÞ Samsetning Forskeyting ViðskeytingMSJ, ÞGI Samsetning Vsk.I Vsk.IIAf dreifingunni í töflu (17) er nærtækast að draga þá ályktun að línur séu ekki mjög skýrarí skiptingu orðmyndunar í flokka í íslensku enda kemur víða fram í verkunum sjálfum aðskilin séu mjög óljós. Flestar skilgreiningarnar eru sama marki brenndar <strong>og</strong> skilgreiningarí erlendum kennslubókum sem sagt var frá í 2. kafla; þær eru settar upp sem eins konarfyrirmynd eða leiðarvísir um það hvernig þekkja á dæmigert samsett orð eða dæmigerðaafleiðslu.Forsendur sem notaðar eru við skiptinguna í orðmynduninni eru mismunandi, eins <strong>og</strong>komið hefur fram í þessum kafla, enda eru verkin sundurleit. Hér fer á eftir stutt samantektum hvert þeirra atriða sem nefnd eru sem hugsanleg greinimörk milli <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong>afleiðslu í lok síðsta kafla (sjá (17) á bls. 51–53):(18) a Frjálst/bundið: Í eldri verkunum er yfirleitt miðað við að aðskeyti sé bundiðmyndan en <strong>samsetning</strong>arliður frjáls í grunnskilgreiningum en jafnframt ergert ráð fyrir viðskeytum sem geta verið samhljóða sjálfstæðum orðum, þ.e. -dómur, -háttur, -leikur o.fl. Þetta er síðan tekið upp í generatífu umfjöllunina,t.d. hjá Eiríki Rögnvaldssyni (1990). 41 Þorsteinn G. Indriðason (1994) gengurenn lengra í þessu en meðal þess sem hann telur til viðskeyta í ritgerð sinnieru afleidd orð (t.d. lyndi). Í íslensku verkunum kemur því ekki fram sú algjörasamstaða um að greina aðskeyti sem bundin myndön sem sagt er frá í2. kafla hér að framan. Forskeyti eru talin til <strong>samsetning</strong>arliða hjá AlexanderJóhannessyni (1929) <strong>og</strong> Halldóri Halldórssyni (1950), sem þar með gera þaðekki að skilyrði að <strong>samsetning</strong>arliðir séu frjálsir. Björn Guðfinnsson (1937),40 Ýmsir hafa bent á að sum forskeyti í íslensku eru stundum áherslulaus <strong>og</strong> virðist merking þeirra vera breytilegeftir áherslunni (t.d. Jón Hilmar Jónsson (1980), Sveinn Bergsveinsson (1965) <strong>og</strong> Sigrún Þorgeirsdóttir(1986)), en í greininni The Stress of Prefixes and Suffixes in Icelandic hafnar Kristján Árnason (1987) því aðskýringarinnar sé að leita í lagskiptingu. Forskeytin sem hann fjallar um eru ó-, hálf-, full- <strong>og</strong> sí- <strong>og</strong> Kristjánheldur því fram að hljóðkerfislega séu þessi forskeyti sjálfstæð orð, þrátt fyrir það að orðmyndunarlega séu þauóumdeilanlega orðhlutar: „What I suggest instead is that the stressless prefixes do not form phonol<strong>og</strong>ical wordswith their morphosyntactic heads, but are separate phonol<strong>og</strong>ical words . . . “ (1987:141). Ósamræmi af þessutagi segir hann vera eðlilegt ef hljóðkerfishluti <strong>og</strong> orðmyndunarhluti málkerfisins eru aðskildir en mjög erfittviðfangs í lexíkalskri orðhlutafræði:. . . the sort of mismatch between morphol<strong>og</strong>ical structure and phonol<strong>og</strong>ical structure that is tobe expected if the phonol<strong>og</strong>ical component and the morphosyntactic component are separate,independently generated systems. Interpretive generative phonol<strong>og</strong>y can only account for thissort of thing by allowing a mixing of levels, which becomes more and more difficult to control.(Kristján Árnason 1987:142)41 Þar er skilgreiningin samt sú að aðskeyti séu alltaf bundin: „Hlutverk þeirra er að búa til ný orð, en þau getaaldrei komið fyrir sjálfstæð“ (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:18).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!