13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

3.3 Generatίf umfjöllun um ίslenska orðmyndun 81er átt við að röð orðhluta í t.d. fleirsamsettum orðum endurspeglar ekki lagskiptinguorðasafnsins . . . Líta verði svo á að skipta megi hverju samsettu orði niður í rætur,<strong>og</strong> að ræturnar, ásamt þeim orðhlutum sem þeim tengjast, fari sérstaklega í gegnumferlið í orðasafninu <strong>og</strong> tengist í <strong>samsetning</strong>arlaginu.(Þorsteinn G. Indriðason 1994:147)Á grundvelli niðurstaðna sinna um virkni hljóðkerfisreglna í viðskeytum II <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðumgerir Þorsteinn síðan ráð fyrir að viðskeyti II gegni sama hlutverki <strong>og</strong> rætur.Hann telur viðskeyti II í raun vera svo lík <strong>samsetning</strong>arliðum að hann veltir því fyrir sérhvort ástæða sé til að skilja þarna á milli:. . . ástæðurnar fyrir því að telja vsk.II til róta [eru] í raun þrenns konar: í fyrsta lagihljóðkerfislegar, þ.e. regluvirkni úr þessum viðskeytum er mjög svipuð <strong>og</strong> regluvirkniúr rótum seinni hluta samsettra orða yfir í fyrri hluta, <strong>og</strong> í öðru lagi getaþessi viðskeyti oft staðið í rótarsæti <strong>og</strong> það sjáum við ef við berum saman eftirfarandidæmi; hernaðar-legur, hernaðar-ástand, blygðunar-leysi, blygðunar-kennd <strong>og</strong>t.d. brennisteins-legur: brennisteins-fýla, <strong>og</strong> í þriðja lagi hafa þessi viðskeyti eitthvert„innihald“, eða „merkingu.“ 36 (Þorsteinn G. Indriðason 1994:144–145)Þorsteinn gengur ekki svo langt að kveða upp úr með það að viðskeyti II séu rætur, en afgreiningu hans er má ætla að hann telji engan eðlismun vera á viðskeytum II <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arliðum.Tvö atriði enn er vert að nefna sem valda vandkvæðum í lagskiptu líkani eins <strong>og</strong> Þorsteinnsetur fram. Annað þeirra tengist lögmálinu um rökformgerð orða (sjá bls. 27 hérað framan). Með aðferð Þorsteins verður að gera ráð fyrir því að afleiðsla með viðskeytumI fari alltaf fram á undan <strong>samsetning</strong>u. Þannig verða sagnleidd nafnorð alltaf að veramynduð af grunnsögn <strong>og</strong> þá tapast vensl milli samsettra orða, t.d. í orðunum malbika,malbikun. Þar verður fyrst að mynda sögnina að bika <strong>og</strong> nafnorðið bikun <strong>og</strong> síðan aðmynda tvö samsett orð 37 á nákvæmlega sama hátt með því að setja <strong>samsetning</strong>arliðinnmal- framan við. Auðvitað er hægt, formsins vegna, að nota við þetta sömu aðferð <strong>og</strong>Þorsteinn gerir við beygingar innan samsettra orða <strong>og</strong> segja að þessir liðir séu sóttir inn íreglurnar með viðskeytunum á, en með því er m.a. verið að búa til afleidd orð í lagi 1 semaldrei koma fram. Þannig verður, með aðferð Þorsteins, að búa til afleidda nafnorðið -lifun(sem hvergi kemur fram) 38 í lagi 1 til að hægt sé að setja saman upplifun í lagi 4. Þaðvirðist mun einfaldara að leyfa reglu sem er meðal virkustu orðmyndunarreglna í málinuað verka líka á samsettar sagnir <strong>og</strong> mynda þetta orð af sögninni upplifa. Fjölmörg dæmi36 Eitt af þeim atriðum sem Þorsteinn telur greina viðskeyti I frá viðskeytum II er munur á merkingarlegugegnsæi, en rökin sem hann færir fyrir því eru fremur veik:Hér hefur allnokkuð verið rætt um hljóðkerfislega <strong>og</strong> orðmyndunarlega virkni viðskeyta en merkingþeirra gæti einnig skipt máli. Merkingarlega virðist vera munur á milli viðskeyta úr þessumflokkum. Vsk.II virðast mun gegnsærri en vsk.I <strong>og</strong> svipar því til róta að því leyti . . .(Þorsteinn G. Indriðason 1994:80–81)Dæmin sem Þorsteinn gefur eru um viðskeytin -legur (viðskeyti II) <strong>og</strong> -naður (viðskeyti I) <strong>og</strong> tekur hann tvödæmi um hvert orð til að sýna muninn á merkingarlegu gegnsæi, þ.e. hernaður, sparnaður, líflegur, asnalegur.Merking viðskeytisins -legur er skýrð með „‘líkur einhverju’, eða eitthvað í þá áttina“ en um viðskeytið -naðursegir að það sé „hins vegar erfiðara að skilgreina merkingarlega <strong>og</strong> reyndar ógerlegt“ (s.st.). Í samantekt á bls.134 segir síðan um skiptingu viðskeytanna í flokka: „Enn fremur var sú niðurstaða studd merkingarlegum rökum.Vsk.II eru yfirleitt merkingarlega gegnsærri en vsk.I.“ Rökin eru fólgin í fjórum dæmum um tvö viðskeyti,eitt af hvorum flokki.37 Sama á reyndar við um samsetta orðið malbik sem sögnin malbika er leidd af, þannig að orðin eru reyndarþrjú í þessu tilfelli.38 Orðið lifun kemur að vísu fram í nafni á hljómplötu Trúbrots (ábending frá Eiríki Rögnvaldssyni).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!