13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.3 Generatίf umfjöllun um ίslenska orðmyndun 77þó öll viðskeyti sem hefjast á þessum hljóðum en ekki kemur fram hvernig viðskeytin eruvalin. 26 Viðskeytin sem athuguð eru <strong>og</strong> flokkun þeirra er þessi (sjá 1994:77):(14) a Viðskeyti I: -elsi-, -il-, -ildi-, -indi-, -ing-, -ini-, -ísk-, -li-, -ling-, -nað-, -nesk-,-neski-, -ni-, -ning-, -uð-, -ug-, -ul-, -ungbViðskeyti II: -elsi-, -end-, -ett-, -laga-, -lát-, -laus-, -leg-, -leiðis-, -leik-, -lendi-, -leys-, -leysi-, -lífi-, -líki-, -ling-, -lynd-, -lyndi-, -læg-, -læti-, -nesk-, -neyti-,-nota-, -næmi-, -nætti-, -tak-, -ung-Það er athyglisvert að -elsi-, -nesk- <strong>og</strong> -ung- koma fyrir í báðum flokkum. Þá segir Þorsteinneinnig að -elsi-, -laus-, -leg-, -ling-, -nesk- <strong>og</strong> -ung- geti valdið hljóðbreytingu í rótþótt þau séu flokkuð sem viðskeyti II (sjá 1994:76). 27Hljóðkerfislegu rökin fyrir skiptingu viðskeyta í tvo flokka <strong>og</strong> lagskiptingu í líkaninueru þau að viðskeyti I <strong>og</strong> beygingarendingar haga sér eins með tilliti til regluvirkni hljóðkerfisreglnaef umhverfið gefur tilefni til þess. Virkni hljóðkerfisreglnanna skipar síðanviðskeytum II <strong>og</strong> samsettum orðum saman í flokk, eins <strong>og</strong> sést á yfirlitstöflu Þorsteinsum allar reglurnar fimmtán <strong>og</strong> virkni þeirra innan orðasafns <strong>og</strong> utan (1994:128). Hérfylgir sá hluti þessarar töflu sem sýnir mismunandi regluvirkni 28 milli rótar <strong>og</strong> viðskeytisI (Rót+vsk.I), stofns <strong>og</strong> endingar (Stofn+end.), rótar <strong>og</strong> viðskeytis II (Rót+vsk.II) <strong>og</strong> ísamsettum orðum (Samsetn.). Stjörnumerking sýnir að umhverfi reglunnar kemur ekkifram.(15) Virkni hljóðkerfisreglna í orðasafni,skv. Þorsteini G. Indriðasyni:UmhverfiRót+vsk.I Stofn+end. Rót+vsk.II Samsetn.u u 9 9Aðblásturv u v uAfröddunu u 9 9FramgómunLokhlj. á undan /n, u u 9 9l/u u 9 9/d/-innskotv u 9 9FrálíkingÖnghljóðun u u 9 9lokhlj.u u v 9U-hljóðvarpBrottf. áherslul. u u v 9s.Með þeirri skiptingu sem sýnd er í töflunni er skilyrðið um það að regla geti aðeins verkaðí samliggjandi lögum ekki brotið (sjá (9) g á bls. 39 hér að framan). Þessar niðurstöðurgefa afdráttarlaust til kynna að hljóðkerfislega séu skilin í orðmynduninni ekki á milliafleiðslu í heild <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar heldur á milli viðskeytaflokkanna innbyrðis.26 Með samanburði við listann um viðskeyti úr bók Alexanders Jóhannessonar (1927, sjá bls. 55–57 hér aðframan) má sjá hvaða viðskeytum Þorsteinn sleppir. Viðskeytagreining Alexanders byggir á sögulegum grunni<strong>og</strong> því er eðlilegt að margt af því sem þar er komi ekki fram í greiningu á nútímamáli. Þó hefði e.t.v. veriðástæða til að hafa með viðskeyti eins <strong>og</strong> -i, -inn, -ir, -isti; -tur (-dur, -ður); -und <strong>og</strong> -un þar sem sum af þessumviðskeytum eru mjög virk í málinu. Þau ættu því að flokkast sem viðskeyti II ef tekið er mið af þeirri kenninguí lexíkalskri hljóðkerfis- <strong>og</strong> orðmyndunarfræði að virkni aukist eftir því sem neðar dregur í líkaninu (sjá (9) ká bls. 39 hér að framan), en hljóðkerfislega virðast þau ekki vera samstæð. Loks er viðskeytið -un ekki með íviðskeytalistanum en hlýtur samt að teljast til viðskeyta I <strong>og</strong> er notað sem slíkt í dæmi á bls. 140 hjá Þorsteini.27 Þorsteinn gerir ekki ráð fyrir tveimur samhljóða viðskeytum í þessum tilfellum, ef marka má eftirfarandiathugasemd: „Þó eru ekki alveg skörp skil milli viðskeyta að þessu leyti því í kafla 3.2.1 sáum við að fáein vsk.IIgátu stundum valdið hljóðbreytingu í rót“ (1994:80).28 Reglum þar sem virkni er eins í öllu orðasafninu er sleppt úr töflunni hér, þ.e. reglum um samlögun <strong>og</strong>önghljóðun nefhljóða <strong>og</strong> brottfallsreglum. Í þessum reglum kemur fram mismunur í virkni innan orðasafnsins<strong>og</strong> utan þess.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!