13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

76 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIAð flestu öðru leyti er framsetning Þorsteins í samræmi við atriðin sem sett eru fram íkaflanum um Kiparsky hér að framan (sjá (9) á bls. 39), þ.e.a.s. hvað orðhlutafræði varðar,þótt lagskiptingin hjá Þorsteini sé önnur en gert er ráð fyrir þar. Skiptingin hjá Þorsteinier þessi (1994:149):(13) Lagskipting orðasafnsins hjá Þorsteini G. Indriðasyni:lag 1: viðskeyting Ilag 2: beyginglag 3: viðskeyting greinislag 4: viðskeyting II, <strong>samsetning</strong>Rökin fyrir þessari lagskiptingu segir Þorsteinn vera bæði hljóðkerfisleg <strong>og</strong> orðhlutafræðileg.Hljóðkerfislegu rökin „byggjast á því að reglur í orðasafni þurfi að verka ísamliggjandi lögum“ en orðhlutafræðilegu rökin „byggjast að mestu á dreifingu orðhlutainnan orðs“ (1994:56). Í reynd er greining Þorsteins (því sem næst) eingöngu byggð áhljóðkerfislegri flokkun sem byggð er á niðurstöðum úr rannsókn hans á virkni fimmtánhljóðkerfisreglna, tólf samhljóðareglna <strong>og</strong> þriggja sérhljóðareglna. 24 Þetta efni er meginuppistaðaní ritgerð Þorsteins, eins <strong>og</strong> áður sagði, enda er orðhlutafræðiþættinum ekkiætlaður stór hlutur hjá honum.Þorsteinn skiptir viðskeytum í tvo flokka en skilgreining hans á muninum á viðskeyti<strong>og</strong> sjálfstæðu orði er þessi (leturbreytingar KB):Í þessum inngangi er einnig nauðsynlegt að ákvarða hvað skilji að viðskeyti <strong>og</strong> sjálfstæðorð. Hér verður notast við grófa skilgreiningu en ekki er tóm að fara út í þágróskumiklu umræðu um það hvort þarna sé munur á eða ekki . . . . Raunar eru einnigflokkuð hér sem viðskeyti þau myndön sem yfirleitt hafa verið talin til hluta afleiddra<strong>samsetning</strong>a (sjá Sigurð Konráðsson 1987). Skilgreiningin sem notast verður við hér,<strong>og</strong> sem þjónar ágætlega tilgangi sínum í þessari ritgerð, er eftirfarandi:Viðskeyti eru að því leyti frábrugðin sjálfstæðum orðum eða orðstofnum að þau getaekki staðið ein sér. (Þorsteinn G. Indriðason 1994:70)Aðra skilgreiningu á sjálfstæðu orði er ekki að finna í ritgerðinni <strong>og</strong> hlýtur því að verða aðráða það af skilgreiningunni hér að það geti staðið eitt sér þar sem annars væri merkingarlaustað skilgreina viðskeyti út frá þessu atriði. Í neðanmálsgrein (s.st.) tekur Þorsteinnfram að sumt af því sem hann flokkar sem viðskeyti geti „undir einhverjum kringumstæðumverið fullgild orð, sbr. leikur, lyndi <strong>og</strong> laus“. 25Þorsteinn skoðar aðeins viðskeyti sem hefjast á e, i, í, l, n, u <strong>og</strong> t, en í því umhverfihafa hljóðkerfisreglurnar sem hann er að rannsaka tækifæri til að verka. Ekki tekur hann24 Aðrir sem sett hafa fram greiningu á íslensku með þessum aðferðum hafa aðallega athugað sérhljóðareglur<strong>og</strong> niðurstöður verða aðrar þegar samhljóðareglur eru athugaðar líka:Með því að skoða samhljóðareglur líka fæst skýrari mynd af lexíkalskri hljóðkerfisfræði íslensku,<strong>og</strong> stundum ganga niðurstöður þeirra rannsókna sem hér eru fram lagðar á skjön viðeldri niðurstöður, einmitt vegna þessa. T.d. eru viðskeyti í íslensku einn samstæður hópur efvirkni sérhljóðareglna úr þeim yfir í rót er skoðuð, en sé virkni samhljóðareglna skoðuð er nauðsynlegtað skipta þeim í tvo flokka.(Þorsteinn G. Indriðason1994:13)25 Það er athyglisvert að Þorsteinn virðist gera ráð fyrir því að orðstofnar geti líka „staðið einir sér“ en annarsstaðar í ritgerðinni kemur reyndar fram að með sjálfstæðu orði á hann við orð án endingar, sbr. afleiðslu orðsinssjúklingur (1994:37). Í því er viðskeytingin sögð fara fram í lagi A <strong>og</strong> frálegðin þaðan er sjálfstæða orðið[sjúhkling] „sem jafnframt er innlegð í lag B þar á eftir þar sem endingu er skeytt við orðið . . . “. Á öðrum staðsegir svo: „Frálegð hvers lags í orðasafni er fullmyndað orð . . . “ (1994:39). Fullmyndað orð þarna er m.ö.o. ánendingar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!