13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.3 Generatίf umfjöllun um ίslenska orðmyndun 71framan á, þ.e. orðflokkinn á inntakinu í orðmyndunarregluna. 20Niðurstaðan er því sú að eina atriðið í töflunni sem ótvírætt bendir til mismunar áviðskeytingu <strong>og</strong> forskeytingu sé mismunandi staða þessara liða í orði. Þar sem mörk forskeytingar<strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar eru aðeins byggð á merkingarlegum forsendum sem erfitt erað skilgreina nákvæmlega er þrískipting í orðmynduninni því e.t.v. fremur hugsuð semeinhvers konar prótótýpukenning en að orðmyndunargerðunum þremur sé ætlað að veraafdráttarlausar eins <strong>og</strong> venjulega er gerð krafa um í sambandi við skilgreiningar í generatífrimálfræði.Það sem gefur sérstakt tilefni til að skoða aðferðir <strong>og</strong> greiningu Sigrúnar í ljósi generatífrakenninga er það að tekið er fram í inngangi ritgerðarinnar að þar sé „stuðst við almennhugtök í generatífri orðmyndunarfræði eftir því sem tilefni gefst til“ (1986:2). Íljósi þessara orða er í verunni lítill gaumur gefinn að meginviðfangsefnum <strong>og</strong> meginhugmyndumgeneratífista. Sigrún segir reyndar að erfitt sé um vik að fást við generatífaorðmyndunarfræði vegna þess að „heildstæð lýsing á generatífri orðmyndunarfræði hefurenn ekki verið samin“ (1986:163). Henni virðist því ekki hafa verið kunnugt um bókScalises Generative Morphol<strong>og</strong>y en fyrsta útgáfa hennar kom út 1984. Hún virðist heldurekki hafa haft aðgang að eldri generatífum verkum eins <strong>og</strong> Allen (1978), Siegel (1974)<strong>og</strong> Selkirk (1982) sem sum hver, að minnsta kosti, komu út allnokkru áður en ritgerðinvar skrifuð. Þetta er bagalegt vegna þess að Sigrún hafnar generatífu kenningunum meðrökum sem byggjast á merkingu en gerir ekki grein fyrir því á hverju generatífistar sjálfirbyggja kenningar sínar, en eins <strong>og</strong> sjá má í næsta kafla hér á undan er merkingin nánastaukaatriði í skilgreiningum generatífista á muninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Sigrúnhafnar því kenningum generatífista en hrekur þær ekki.3.3.3 Margaret Stong-Jensen (1987)Í greininni Lexical Overgeneration in Icelandic setur Margaret Stong-Jensen fram greininguá bundnum síðari liðum í samsettum orðum sem myndaðir eru af sjálfstæðum orðummeð viðskeytinu -i, t.d. -yrði af orð. Markmið hennar í greininni er að sýna fram á að geraverði ráð fyrir ofvirkum orðmyndunarreglum, þ.e. að ekki sé hægt að setja það skilyrði aðúttakið úr öllum orðmyndunarreglum séu raunveruleg orð, eins <strong>og</strong> Aronoff <strong>og</strong> Kiparskygera.Viðfangsefni hennar eru afleidd orð sem aldrei koma fyrir nema sem orðhlutar í samsettumorðum <strong>og</strong> dæmi sem hún nefnir um slíkt í ensku eru goer, eyed <strong>og</strong> sightly semhún segir aðeins koma fyrir í orðum á borð við church-goer, three-eyed <strong>og</strong> unsightly.Það að orðin koma aðeins fyrir sem <strong>samsetning</strong>arliðir veldur vandamálum hjá þeim semekki gera ráð fyrir ofvirkri orðmyndun <strong>og</strong> þetta ferli þarfnast því sérstakrar skýringar:Any linguistic explanation must account for the failure of such words to occur alone,while allowing the lexicon to generate them as parts of longer words.(Stong-Jensen 1987:182)Hugmyndakerfið sem Stong-Jensen er að vinna í er í ætt við mynd Pesetskys (1985) aforðasafninu þar sem sérstök rökformgerð í orðasafni tekur við hverjum hring af víxlverkandiorðmyndunar- <strong>og</strong> hljóðkerfisreglum þannig að orðgerðin verður sýnileg áfram þótt20 Orðalag hér er í samræmi við kenningu Aronoffs um það að aðskeytin séu aðeins hluti reglunnar, en Sigrúnvirðist leggja þann skilning í þetta, ef marka má lýsingu hennar á orðmyndunarreglum (sjá þó athugasemd umaðskeyti sem les á bls. 69 hér). Ef gert er ráð fyrir að aðskeyti séu les <strong>og</strong> séu inntak í reglurnar eins <strong>og</strong> grunnorðinþá má orða þetta þannig að verið sé að bera saman áhrif aðskeytis á orðflokk annars vegar (í viðskeytingunni)<strong>og</strong> áhrif grunnorðsins á orðflokk hins vegar (í forskeytingu). Í báðum tilfellum ræður formlegur hægri hausorðflokki.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!