13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.3 Generatίf umfjöllun um ίslenska orðmyndun 69Sigrúnar á <strong>samsetning</strong>u er í ætt við hefðbundnar skilgreiningar en hún gefur þrjá kosti,þ.e. að miða við að í samsettum orðum séu fleiri en ein rót, stofn eða orð. Í kaflanum þarsem skilgreiningarnar eru fyrst settar fram færir hún ekki rök fyrir því hvert af þessu séréttast en kaflanum lýkur á setningunni: „Samsett orð hafa þá fleiri en eina rót“ (1986:13).Síðar í ritgerðinni kemur fram að skilgreiningin á samsettum orðum er þröng: „Hér verðurmiðað við að liðir í samsettum orðum séu sjálfstæð orð eða rætur í sjálfstæðum orðum“(1986:127–128). 16 Orðin „samsett orð hafa þá fleiri en eina rót“ er auðvelt að skilja svo aðorð sem ekki eru samsett hafi ekki nema eina rót <strong>og</strong> lýsing Sigrúnar á orðmyndunarreglustyður þann skilning þar sem hún lýsir aðeins afleiðslu <strong>og</strong> nær ekki yfir <strong>samsetning</strong>u (þ.e.í anda Aronoffs, sjá nmgr. 20 á bls. 71 <strong>og</strong> reglu Aronoffs á bls. 30). Sjálf flokkunin bendirhins vegar til þess að forskeyti geti verið rætur þar sem það eru einungis merkingarvenslinsem greina forskeyti frá <strong>samsetning</strong>arliðum, eins <strong>og</strong> fram kom hér að ofan. 17Orðalag í ritgerðinni bendir til þess að Sigrún telji þetta atriði ekki skipta miklu máliþar sem þetta er nokkuð á reiki. Þannig talar hún t.d. á einum stað um „orð <strong>og</strong> rætur úrýmsum orðflokkum sem eru notuð eins <strong>og</strong> forskeyti (forliðir)“ (1986:14) <strong>og</strong> um orðin afar,of <strong>og</strong> ofur sem „hegða sér eins <strong>og</strong> forskeyti með nafnorðum <strong>og</strong> sögnum . . . “ (1986:19).Þarna kemur ekkert fram sem bendir til þess að eðli orðanna <strong>og</strong> rótanna breytist <strong>og</strong> þauhætti að vera orð eða rætur. Forskeyti Sigrúnar hljóta því a.m.k. stundum að vera ræturenda fjallar hún sérstaklega um það hvort forskeyti <strong>og</strong> samhljóða orð séu afbrigði samaless eða ekki (sjá Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:70–71). Hins vegar er svo talað um að aðskeytisé myndað með reglu: „Skilgreining á óvirku aðskeyti felur í sér að það er ekkimyndað með reglu <strong>og</strong> með því eru ekki mynduð ný orð“ (1986:9). Þarna er tæplega gertráð fyrir að aðskeytið sé rót þar sem hæpið hlýtur að vera að tala um að mynda rót. AfstaðaSigrúnar til þess hvort viðskeyti <strong>og</strong> forskeyti eru rætur (<strong>og</strong> þar með les) eða ekkivirðist því vera breytileg.Eitt atriði í ritgerðinni bendir þó ótvírætt til þess að forskeyti séu les hjá Sigrúnu. Húngerir ráð fyrir orðmyndun þar sem forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti mynda orð án þess að nokkurtgrunnorð sé þar á milli, t.d. í frumlegur, geysilegur <strong>og</strong> rosalegur (1986:147). Af þessuer óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að aðskeytin (eða a.m.k. annaðhvort forskeyti eðaviðskeyti) verði að vera les en ekki hluti af reglunum sjálfum (þ.e. ekki ferli eins <strong>og</strong> hjáAronoff, Anderson o.fl.) þar sem erfitt er að sjá hvernig tvö ferli geta verkað á tómið <strong>og</strong>búið til orð. Samt sem áður er eina almenna lýsingin sem Sigrún gefur á orðmyndunarreglumí anda Aronoffs þar sem gert er ráð fyrir að orðmyndunarreglur séu ferli, eins <strong>og</strong>áður sagði. Vegna þess að Sigrún flokkar forskeyti <strong>og</strong> greinir þau frá <strong>samsetning</strong>arliðumeftir mismuni á merkingarvenslum en ekki eftir formlegum einkennum er þó nærtækt aðálykta að forskeyti hjá henni gætu verið les, óháð því hvort viðskeytin eru það eða ekki.Eins <strong>og</strong> hér hefur verið rakið eru mörkin milli <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> forskeytingar hjáSigrúnu byggð á merkingarlegum forsendum <strong>og</strong> ekki er tekið tillit til formlegra einkennaí orðmynduninni. Mörkin milli viðskeytingar <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar eru sett með hefðbundnumíslenskum hætti <strong>og</strong> gert er ráð fyrir að viðskeyti geti verið samhljóða sjálfstæðum orðum(sbr. Alexander Jóhannesson (1927)). Formleg rök á borð við þau sem sett eru framí 2.4.1 eru því ekki notuð til að greina <strong>samsetning</strong>u frá forskeytingu <strong>og</strong> viðskeytingu.Rökin fyrir því að skipta orðmyndun í þrjár megingerðir, þ.e. <strong>samsetning</strong>u, forskeytingu<strong>og</strong> viðskeytingu, í stað hefðbundinnar skiptingar í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u eru fólgin ínokkrum atriðum sem Sigrún telur vera ólík með forskeytingu <strong>og</strong> viðskeytingu:16 Samkvæmt þessu er óhugsandi að orðliðir geti verið <strong>samsetning</strong>arliðir ef í þeim er ekki rót sem kemur fyrirí sjálfstæðu orði. Þá verður að greina liði á borð við þá sem nefndir eru á bls. 24 (t.d. micro- <strong>og</strong> tele-) semforskeyti. Sigrún nefnir þó engin dæmi um slíkt.17 Sama máli gegnir um viðskeyti þar sem Sigrún gerir ráð fyrir viðskeytum sem eru samhljóða sjálfstæðumorðum, eins <strong>og</strong> Alexander Jóhannesson o.fl.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!