13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

68 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIMunur á forskeytum <strong>og</strong> fyrri <strong>samsetning</strong>arliðum samsettra orða held ég að felist fyrst<strong>og</strong> fremst í því að um forskeytin gilda mun afmarkaðri <strong>og</strong> ákveðnari orðmyndunarregluren um <strong>samsetning</strong>ar. . . . Áhrif forskeytis á heildarmerkingu ákveðins hópsorða eru alltaf þau sömu <strong>og</strong> það er hægt að spá fyrir um merkingu nýrra orða meðþessu forskeyti (þ.e.a.s. í þessari sömu merkingu). Þegar forskeyti hefur fleiri en einamerkingu þarf að velja eina þeirra áður en heildarmerkingin er ljós . . . Aðalatriðið erað merkingarvensl forskeytis <strong>og</strong> síðari liðar breytast ekki nema merking forskeytisinsbreytist. (Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:128–9)Það veikir röksemdafærslu Sigrúnar að hún gerir enga tilraun til að gera grein fyrir merkingarvenslumí samsettum orðum <strong>og</strong> lætur nægja að nefna „nánast ótakmarkaðan fjöldamerkingarvensla“ (sbr. tilvitnun hér á undan) <strong>og</strong> vísar til Jackendoffs (1975) um fjölbreytnina:„Although the meaning of each compound is formed from the meanings of thetvo [svo!] constituent nouns, the way in which the meaning is formed differs . . . (garbageman, snowman . . . )“ (Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:129, tilv. í Jackendoff 1975:655). 14 Núer það augljóst að ákveðnar reglur gilda um merkingarvensl í samsettum orðum <strong>og</strong> til þessað halda því fram að munur sé á merkingarvenslum í forskeyttum <strong>og</strong> samsettum orðumgetur ekki verið nægilegt að gera bara grein fyrir merkingarvenslum í forskeyttum orðum.Án raunverulegs samanburðar stendur það eitt eftir af skilgreiningu Sigrúnar að einræðmerkingarvensl séu einkenni á forskeytingu <strong>og</strong> komi ekki til greina í samsettum orðum.Samt getur hvert forskeyti haft fleiri en eina merkingu, sbr. næstu tilvitnun hér á undan.Þá er varla hægt að halda því fram eins <strong>og</strong> Sigrún gerir að merking <strong>samsetning</strong>arliða séalltaf sú sama <strong>og</strong> grunnmerking orðsins: „Ef aftur á móti um nákvæmlega sömu merkingufyrri liðar orðmyndunar <strong>og</strong> t.d. lýsingarorðs, forsetningar eða agnar er að ræða ber aðgreina sem samsett orð“ (1986:22). Dæmi Sigrúnar um samsett orð <strong>og</strong> umorðun þeirraduga til að afsanna þetta: Háaloft er ekki endilega hátt loft <strong>og</strong> nýmjólk þarf heldur alls ekkiað vera ný mjólk. Síðasti liðurinn í skilgreiningu Sigrúnar á forskeyti sem kveður á um aðforskeyti geti verið „myndan sem er samhljóða sjálfstæðu orði (frjálsu myndani) eða rót íslíku orði en hefur aðra merkingu . . . “ (sjá skilgreiningu Sigrúnar í heild fremst í þessumkafla) er því tæplega nægileg röksemd til að skilja að forskeyti <strong>og</strong> fyrri hluta samsettraorða. Merkingarlegu forsendurnar sem Sigrún notar til aðgreiningar á forskeytum <strong>og</strong>fyrri liðum samsettra orða virðast því ekki vera sérlega traustar enda kemur í ljós aðekki er auðvelt að flokka forskeytin í merkingarflokka: „Merkingarflokkarnir [þ.e. fyrirforskeyti I sem eru bundin myndön] urðu alls sjö þar af er sá stærsti nokkurs konar ruslakista“(1986:55). 15 Forskeyti II, þ.e. forskeyti sem eru samhljóða sjálfstæðum orðumeða rótum þeirra eru ekki auðveldari viðfangs: „,. . . reynt [var] að skipa forskeytunum[þ.e. forskeytum II] niður eftir merkingu <strong>og</strong> þá kom fram skýr skipting í forskeyti meðáherslumerkingu . . . annars vegar <strong>og</strong> forskeyti með ýmiss konar lýsandi merkingu hinsvegar . . . Ekki var hægt að setja öll forskeytin í slíka merkingarflokka“ (1986:114–115).Afstaða Sigrúnar til formlegrar framsetningar orðmyndunarreglna <strong>og</strong> mismunarins áorðmyndunargerðunum þremur sem hún gerir ráð fyrir er fremur óljós. Það verður t.d.ekki séð af ritgerðinni hvort hún telur öll forskeyti til róta eða ekki. Eina almenna skilgreininginsem sett er fram um afleiðslu er frá Malkiel: „Derivation . . . the interplay of aroot morpheme with at least one grammatical morpheme“ (Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:11;tilv. í Malkiel 1978:127). Þarna eru aðskeyti greinilega ekki talin vera rætur. Skilgreining14 Hjá Jackendoff er þessi munur ekki notaður til að benda á mismun á forskeytingu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> afgrein hans er ekki að ráða að hann geri ráð fyrir „ótakmörkuðum fjölda merkingarvensla“ þar sem hann setur uppdæmi um merkingarreglur fyrir samsett orð. Hann gerir ráð fyrir að merkingarreglurnar séu allar í orðasafninu<strong>og</strong> nái yfir öll hugsanleg vensl en raunveruleg orð séu tilgreind sérstaklega sem slík í orðasafninu.15 Í hinum flokkunum eru áherslumerking, neitandi merking, neikvæð merking, staðarmerking, tímamerking<strong>og</strong> fjöldi eða þvíumlíkt.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!