13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.3 Generatίf umfjöllun um ίslenska orðmyndun 672. Tengt lýsingarorðum eða fornöfnum: all-, drjúg-, fasta-, fá-, full-, ger-, há-,hálf-, lang-, lausa-, marg-, ná-, ný-, sam-, sér-, sjálf-, vand-; blá-, blind-,bráð-, gal-, grá-, grimm-, harð-, ramm-, . . .3. Tengt forsetningum eða atviksorðum: að-/at-, af-, aftur-, á-, bak-, eftir-,fram-, fyrir-, hjá-, inn-, í-, með-, meðal-, nær-, til-, um-, undir-, upp-, úr-,út-, yfir-; af-4. Óljós tengsl við orðflokk: dá-, farand-; drep-, erki-, feiki-, fimbul-, geipi-,geysi-, svaka-, æsi-; obbo/u-, <strong>og</strong>go/u-Með því að gera ráð fyrir að forskeyti geti líka verið frjáls myndön er Sigrún í raun búinað hafna skilgreiningum sem byggjast á formlegum einkennum. Skilgreining Sigrúnar áforskeyti er þessi:Forskeyti í ákveðinni merkingu/með ákveðið hlutverk er skeytt framan við rætur orða(a.m.k. nokkur orð) til að mynda ný orð þannig að áhrifin á heildarmerkingu hversorðs eru alltaf þau sömu. (Hvert forskeyti getur síðan haft fleiri en eina merkingu/eitthlutverk).Forskeyti er eitt af þrennu:bundið myndan, sem getur ekki komið fyrir sjálfstætt (t.d. auð-, einka-, fjöl-);myndan sem stendur bundið (sem forskeyti) með sumum orðflokkum en sem sjálfstættorð (frjálst) með öðrum orðflokkum (eða í einstöku orðasamböndum) (t.d. afar-, of-,sí-);eða myndan sem er samhljóða sjálfstæðu orði (frjálsu myndani) eða rót í slíku orði enhefur aðra merkingu (t.d. aðal-, höfuð-, hund-, hálf-, sam-, af-, fram-).(Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:29)Samkvæmt heimildaskrá <strong>og</strong> inngangi ritgerðarinnar sækir Sigrún mest til þýskra fræðimannaum fyrirmyndir (Fleischer 1971b <strong>og</strong> Naumann 1974) <strong>og</strong> telur forskeytingu til sérstakrargerðar orðmyndunar sem fellur hvorki undir <strong>samsetning</strong>u né afleiðslu. Líkindin við <strong>samsetning</strong>ueru þá þau að forskeyti geta verið frjáls myndön (þ.e. orð) en munur á merkingu<strong>og</strong> merkingarvenslum skilur <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> forskeytingu að. Samkvæmt Sigrúnu geturmerking forskeytis verið breytileg, sbr. tilvitnunina hér að ofan þar sem stendur skýrumstöfum: „Hvert forskeyti getur síðan haft fleiri en eina merkingu/eitt hlutverk)“. 13Merkingarvensl forskeyta eru hins vegar alltaf fyrirsegjanleg þannig að aðeins ein gerðvensla er möguleg með hverri merkingu hvers forskeytis, skv. Sigrúnu, en merkingarvenslí samsettum orðum eru ekki fyrirsegjanleg heldur margræð: „Samsett orð . . . virðast getamyndað nánast ótakmarkaðan fjölda merkingarvensla þó að merking fyrri <strong>samsetning</strong>arliðarinssé óbreytt“ (1986:129). Sigrún virðist byggja flokkun sína því sem næst eingönguá þessu atriði:13 Þetta er andstætt kenningu Aronoffs en hjá honum er merking forskeytisins órjúfanlegur hluti reglunnarþannig að samhljóðandi forskeyti með breytilegum merkingum teljast vera eins mörg forskeyti <strong>og</strong> merkingarnareru. Form <strong>og</strong> merking falla þá undir sömu regluna en reglurnar eru eins margar <strong>og</strong> merkingarnar eru, sbr.orð Aronoffs: „Such a consistent correlation of homophony and ambiguity can only be accounted for on thehypothesis that we are dealing here with two different affixes, each with its own meaning and each with its ownbase“ (Aronoff 1976:48; dæmið er sizable sem getur bæði þýtt ‘stór’ (‘characterized by X’) <strong>og</strong> ‘mælanlegur’(‘capable of being Xed’; X = ‘size’). Með því að gera ráð fyrir mörgum merkingum sama forskeytis mættiætla að Sigrún aðhylltist kenningu Jackendoffs (1975) en hann gerir ráð fyrir aðskilnaði forms <strong>og</strong> merkingarí orðmynduninni <strong>og</strong> setur upp tvenns konar reglur, fyrir form <strong>og</strong> fyrir merkingu, þannig að hverri formreglugeta fylgt ein eða fleiri merkingarreglur. Þrátt fyrir orðalagið í skilgreiningu Sigrúnar virðist hún gera ráð fyrirorðmyndunarreglum af sama tagi <strong>og</strong> hjá Aronoff þar sem form <strong>og</strong> merking eru sett fram í sömu reglu: „Hverorðmyndunarregla felur í sér ákveðna breytingu á hljóðfræðilegu formi orðs (viðbót, brottfall o.s.frv.) en reglansegir einnig fyrir um allar setningafræðilegar <strong>og</strong> merkingarlegar upplýsingar nýja orðsins . . . “ (1986:6; vísað ertil Aronoffs sem fyrirmyndar). Sigrún gerir ekki grein fyrir því hvers vegna hún hafnar aðskilnaði Jackendoffs(sem er á heimildalista hennar) en setur samt fram skilgreiningu á borð við þá sem er hér að ofan.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!