13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

66 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐINiðurstaðan af því að skoða orðmyndunarlýsingu Eiríks er því sú að hún sé keimlíklýsingu í eldri verkum <strong>og</strong> ekki í fullu samræmi við beygingarlýsingu hans. Munurinn áafleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u er með hefðbundnum hætti.3.3.2 Sigrún Þorgeirsdóttir (1986)Kandídatsritgerð Sigrúnar Þorgeirsdóttur frá 1986 er viðamikið verk <strong>og</strong> fjallar um forskeytií íslensku nútímamáli. Ritgerðin er efnismikil <strong>og</strong> í henni er varpað ljósi á mjögmörg af þeim vandamálum sem upp koma þegar reynt er að skilja að orðgerðarflokkaí íslensku, hér forskeytingu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Það er reyndar ekki alveg víst að rétt séað telja þessa ritgerð til generatífrar umfjöllunar um orðmyndun þar sem Sigrún hafnarmörgum af höfuðkennisetningum generatífista, meðal annars þeirri að orðið sé grunneiningí orðmynduninni. 11 Flokkun hennar á forskeytum er heldur ekki í samræmi við þaðsem almennt tíðkast í generatífri málfræði, a.m.k. ef miðað er við efnið sem rakið var í2. kafla hér að framan. Samanburður á efnistökum Sigrúnar <strong>og</strong> kenningum í generatífrimálfræði er því e.t.v. ekki sérstaklega sanngjarn gagnvart henni þar sem hún gefur sér alltaðrar forsendur en yfirleitt er gert í generatífri málfræði. Þegar efni sem sett er fram samkvæmteinni kenningu er athugað í ljósi annarrar er alltaf hætta á því að efnið sé alls ekkisambærilegt <strong>og</strong> menn geri sig þar með seka um að bera saman hest <strong>og</strong> kú (sbr. nmgr. 27á bls. 31). Slíkur samanburður er þó óhjákvæmilegur hér þar sem tilgangurinn er sá að fáyfirlit um afstöðuna til afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> auk þess segir Sigrún sjálf í inngangiað stuðst sé við „almenn hugtök úr generatífri málfræði“ (1986:2). Við lestur eftirfarandikafla er lesandinn beðinn að hafa í huga að hér eru aðeins dregin fram atriði sem tengjastmuninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> myndin sem hér birtist er býsna einlit <strong>og</strong> gefurengan veginn sanngjarna mynd af mjög langri ritgerð. Heildarmynd af ritgerðinni <strong>og</strong> þvíefni sem þar er að finna fæst aðeins við lestur hennar sjálfrar.Sigrún byggir nánast eingöngu á merkingarlegum forsendum við skilgreiningu <strong>og</strong>flokkun sína á forskeytum <strong>og</strong> þau geta verið hvort heldur er bundin myndön (forskeytiI hjá Sigrúnu) eða frjáls (forskeyti II), sem hafa þá aðra merkingu sem forskeyti en semsjálfstæð orð. 12 Forskeytin sem Sigrún nefnir <strong>og</strong> formleg flokkun þeirra er þessi:(5) a Yfirlit yfir forskeyti 1 (sjá Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:38)1. Bundin forskeyti: al-, and-, auð, einka-, endur-, fjar-, fjöl-, for-, frum-,gagn-, ó-, tor-, var-, ör-2. Hálfbundin forskeyti: afar-, mis-, of-, ofur-, sí-, síð-, van-3. Forskeyti tengd töluorðum: fer-, tve-, tví-, tvæ-, tvö-, þre-, þrí-4. (Helstu) erlend forskeyti: antí-, deka-, desí-, hektó-, kúbik-, kvart-, mega-,míní-, míkró-, múltí-, semí-, sentí-, súper-, últrabYfirlit yfir forskeyti 2 (sjá Sigrún Þorgeirsdóttir 1986:74)1. Tengt nafnorðum: aðal-, auka-, dverg-, gervi-, grunn-, hliðar-, höfuð-,megin-, ofsa-, risa-, slembi-; aftöku-, ban-, band-, bál-, blek-, blý-, blóð-,dauð(a)-, . . . ; eilífðar-, gúmmí-, pínu-, plast(ik)-; arfa-, . . .11 Hún leyfir t.d. orðmyndun af forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti án þess að ‘orð’ komi þar við sögu eins <strong>og</strong> nánar verðurkomið að hér á eftir.12 Þetta atriði er afdráttarlaust í skilgreiningunni sjálfri (sjá tilvitnun hér á eftir) en síðar í ritgerð Sigrúnarer þetta ekki skilyrði <strong>og</strong> merking forskeytisins getur verið sú sama <strong>og</strong> sjálfstæða orðsins, ef marka má eftirfarandiorð: „Í umfjöllun um forskeytin hér að framan hefur komið fram að það eru til myndön sem geta ýmistkomið fyrir sem forskeyti eða sjálfstæð orð sömu merkingar [leturbreyting KB] eða allt annarrar merkingar“(1986:120). Skilgreiningin er þó ekki endurskoðuð til samræmis við þetta.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!