13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

64 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIeru einnig greind sem samsett orð. Beygjanleg eru öll orð úr þeim orðflokkum sem takabeygingu. Fyrri hluta í samsettum orðum nefnir Baldur forliði en síðari hlutana viðliði<strong>og</strong> hann segir að milli forskeyta <strong>og</strong> forliða séu ekki skörp skil í reynd <strong>og</strong> forskeyti séuekki heldur einn heilsteyptur flokkur (1984:161). Af þessu er því ekki að sjá að Baldurtelji vera eðlismun á <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> forskeytingu <strong>og</strong> skiptingin milli <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong>afleiðslu er ekki skörp.3.3 Generatíf umfjöllun um íslenska orðmyndun3.3.1 Eiríkur Rögnvaldsson (1986)Kennslubók Eiríks Rögnvaldssonar sem notuð hefur verið við kennslu í orðhlutafræði viðHáskóla Íslands nú um árabil kom fyrst út í tilraunaútgáfu árið 1983 <strong>og</strong> hefur síðan veriðgefin út þrisvar sinnum með nokkrum breytingum. Kaflanum um orðmyndun var bætt viðí útgáfuna 1986 en hér verður vísað til 4. útgáfu 1990. Kaflinn er mjög stuttur <strong>og</strong> skilgreiningará afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u eru mjög í ætt við skilgreiningar í eldri kennslubókum ííslenskri málfræði, t.d. bók Björns Guðfinnssonar, <strong>og</strong> einnig í ætt við grein Baldurs Jónssonar(1984, sjá næsta kafla hér á undan), enda tekur Eiríkur fram í athugagrein (nr. 3, bls.134) að við hana sé „mjög stuðst í þessum kafla“. Munurinn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ufelst í því að aðskeyti eru ekki rætur en í samsettum orðum eru fleiri en ein rót:Orð sem innihalda tvær rætur eða fleiri eru kölluð samsett, en orð sem eru mynduðaf rót + forskeyti eða viðskeyti eru venjulega kölluð afleidd.(Eiríkur Rögnvaldsson 1990:18)Rætur <strong>og</strong> aðskeyti skilgreinir Eiríkur í upphafi kaflans bæði út frá merkingu <strong>og</strong> formi,þ.e. greinimörkin eru hvort myndönin geta staðið sjálfstæð eða ekki <strong>og</strong> hvort þau beraeiginlega merkingu eða gegna málfræðilegu hlutverki:Í öllum orðum er rót, sem er hið merkingarlega myndan. Rætur bera grundvallarmerkinguorðsins, <strong>og</strong> eru einu myndönin sem geta komið fyrir sjálfstæð, án stuðningsannarra. Framan við rótina getur komið forskeyti, en aftan á hana viðskeyti. Þaueru stundum kölluð einu nafni aðskeyti. Hlutverk þeirra er að búa til ný orð skyldrarmerkingar, en þau geta aldrei komið fyrir sjálfstæð. Merking þeirra er margvísleg.. . . (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:18)Það er athyglisvert að þarna er vísað til þess að rót sé merkingarlegt myndan. Í skilgreininguEiríks á myndani sem fram kemur nokkrum síðum aftar í bókinni fylgir hannfordæmi Aronoffs <strong>og</strong> telur myndön ekki vera merkingarbærar einingar: „Myndanið er(minnsta) afmörkuð eind í byggingu orðsins“ (1990:22). Það er því e.t.v. örlítið annarblær á skilningnum sem lagður er í hugtakið myndan í skilgreiningum á helstu gerðumorðmyndunar en annars staðar í bókinni <strong>og</strong> það er líka eftirtektarvert að þarna er sagt aðaðskeyti bætist við rætur en ekki orð. Í beygingarlýsingu sinni fylgir Eiríkur kenninguAronoffs um orðið sem grunneiningu en hér er lýsingin ekki verulega frábrugðin þeimhefðbundnu lýsingum sem raktar voru í næsta kafla hér á undan. Reyndar er orðalag Eiríksnokkuð á reiki þegar hann fjallar um orðmyndun <strong>og</strong> á stöku stað bregður því fyrir aðhann tali um að mynda orð af orði, t.d. þar sem hann setur fram einu orðmyndunarreglunasem sett er upp í bókinni en þar segir hann: „. . . við verðum að gera ráð fyrir að við búumyfir sérstökum orðmyndunarreglum, sem geri okkur kleift að mynda ný orð af orðum[leturbreyting KB] sem við kunnum fyrir“ (1990:31). Í yfirliti í lok kaflans ítrekar Eiríkursamt það sem á undan er komið <strong>og</strong> segir aftur að samsett orð séu mynduð „af fleiri en einni

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!