13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.2 Hefðbundnar skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u ί ίslensku 63Baldur segir allar einingarnar vera valfrjálsar nema eina, þ.e.a.s. rótina, en „röð þeirra eðasamskipan er óhagganleg“ (1987:90):(2) (F) R (V) (B) = S ( B )Í fyrri greininni (1984) tekur Baldur fram að afmörkun hugtakanna sem nota þarf viðgreiningu samsettu orðanna sem hann er að rannsaka sé á reiki <strong>og</strong> þess vegna setur hannfram lýsingar á orðgerðunum í upphafi verks.Afleitt orð er í einföldustu mynd annaðhvort forskeyti + rót + beygingarending . . .eða rót + viðskeyti + beygingarending . . .Samsett orð er í einföldustu mynd rót + rót + beygingarending . . .(Baldur Jónsson 1984:159)Baldur skilgreinir rót ekki sérstaklega en tekur fram að stofn sé orð að frádreginnibeygingarendingu. Samkvæmt Baldri er hlutverk forskeyta <strong>og</strong> viðskeyta að „leiða einnstofn af öðrum“ (1984:160) <strong>og</strong> grunneining hans í orðmynduninni er því stofn en ekkiorð. Þar sem forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti eru hér talin bætast við rót eða stofn <strong>og</strong> mynda nýjanstofn er gert ráð fyrir að beygingarendingar tengist öllu orðinu en ekki grunnorðum eins<strong>og</strong> oftast er gert í generatífri málfræði. 9 Þetta sést best af hríslumynd Baldurs af orðinusamkeppni en þar er gert ráð fyrir beygingarendingu án hljóðforms á orðinu í heild:(3)samkeppnisam keppni 0Forskeytið er þarna „höfuðhluti stofns“ skv. Baldri, en stofninn getur „svo aftur veriðhöfuðhluti orðs á móti beygingarendingu, jafnvel þótt hún væri ,núll‘ “ (1984:161). Baldurveltir því reyndar fyrir sér hvort verið geti að mismunur í samröðunarhæfni forskeytageti tengst því að sum forskeyti tengist stofni en önnur bætist framan við orð í heild <strong>og</strong>nefnir þar forskeytin sam- <strong>og</strong> aðal-. Þær hömlur eru á röðun þeirra að aðal- getur staðiðá undan sam- (aðalsamkeppni) en sam- ekki á undan aðal- (*samaðalkeppni). Þarnabendir Baldur á athyglisvert fyrirbæri, þ.e. það að mismunandi hömlur virðast vera áendurkvæmni einstakra forskeyta. Baldur veltir fyrir sér hvort þessi munur geti tengstmismunandi grunneiningu í orðmynduninni: „Væri e.t.v. rétt að tala um tvenns konarforskeyti, orðaforskeyti <strong>og</strong> stofnaforskeyti¿‘ (1984:162).Baldur skilgreinir forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti út frá formi en gefur kost á því að nota merkingarlegarforsendur líka:Hér er sem sé gert ráð fyrir því, að forskeyti sé orðmyndunareining, sem fer næst áundan rót eða stofni, en sé ekki til sem sjálfstætt orð (a.m.k. ekki sömu merkingar).Á sama hátt er gert ráð fyrir því, að viðskeyti sé orðmyndunareining, sem fer næst áeftir rót eða stofni, en sé ekki til sem sjálfstætt orð sömu merkingar.(Baldur Jónsson 1984:159–160)Báðir liðir í samsettu orði verða að vera til „sem sjálfstæð orð (beygjanleg eða óbeygjanleg)eða rætur í beygjanlegum orðum“ <strong>og</strong> orð „sem hafa tengistaf á liðamótum“ (1984:161)9 Þetta <strong>og</strong> fleira í framsetningunni minnir á aðferðir formgerðarsinna enda er vitnað í Hockett (1956) í heimildalista.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!