13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

62 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIForskeytin sem Halldór telur upp eru al-, all-, and-, fjöl-, for-, of-, tor-, van- <strong>og</strong> ör-.Eina atriðið sem notað er til að skilja forskeytin frá fyrri liðum í „venjulegum“ samsettumorðum er það að forskeytin eru bundnir liðir.Samkvæmt skilgreiningu Halldórs á viðskeytum hér að ofan eru þau líka alltaf bundnirliðir en á öðrum stað í bókinni bregður fyrir merkingarlegum greinimörkum milli viðskeyta<strong>og</strong> orða. Þetta á við um viðskeyti sem eru samhljóða sjálfstæðum orðum, sömuviðskeytin <strong>og</strong> Halldór fjallar síðar um í greininni Falling Down to a Suffix Status (1976).Þar sem þessi viðskeyti eru upphaflega talin vera orð hlýtur að vera í þeim rót, a.m.k.samkvæmt Halldóri sjálfum <strong>og</strong> þeim sögulega skilningi sem hann leggur í hugtakið rót.Halldór orðar þetta svo:Nokkur dæmi eru þess, að sjálfstæð orð, sem voru síðari hluti samsettra orða, hafiorðið að viðskeytum. Verða nú talin dæmi þess . . . -angr, . . . -arr, . . . -átta, . . . -indi,. . . -yndi, . . . -dómr, . . . -skapr, . . . -leikr . . . . (Halldór Halldórsson 1950:188–189)Síðar telur Halldór upp lýsingarorðsviðskeyti sem hann telur líka að hafi upprunalega veriðsíðari hluta samsettra orða: -ligr, -látr, -rænn <strong>og</strong> -samr (1950:192–193). Eins <strong>og</strong> séstaf þessu fjallar Halldór um orðmyndun út frá sögulegum sjónarmiðum. Sum þeirra viðskeytasem þarna eru talin kunna að hafa verið sjálfstæð orð á eldra málstigi þótt segjamegi að þau séu viðskeyti nú, jafnvel þótt engar merkingarlegar forsendur séu notaðar, þarsem þau koma ekki lengur fyrir sem sjálfstæð orð. Það að sum viðskeytin eru samhljóðasjálfstæðum orðum verður hins vegar til þess að mörkin milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>arverða ekki eins skörp hjá Halldóri eins <strong>og</strong> ætla mætti við að lesa sjálfa skilgreininguna (sjánæstu síðu hér á undan) vegna þess að um leið <strong>og</strong> farið er að nota tvenns konar forsendurverða línur óljósar. Flokkun Halldórs skilar því tvenns konar dæmigerðum viðskeytum,annars vegar „endingum“ öðrum en beygingarendingum (sem eru mjög þröngt skilgreindarhjá Halldóri <strong>og</strong> ná aðeins yfir fallendingar fallorða <strong>og</strong> persónuendingar sagna) <strong>og</strong> hinsvegar merkingarlega skilgreindum síðari liðum orða. Þar sem forskeytt orð eru talin tilsamsettra orða <strong>og</strong> engin líkindi fundin með þeim <strong>og</strong> viðskeyttum orðum er eiginlega ekkilengur hægt að tala um afleiðslu sem sérstaka gerð orðmyndunar hjá Halldóri heldur aðeinsum <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> viðskeytingu.3.2.4 Baldur Jónsson (1984, 1987)Í greinunum Samsett orð með samsetta liði. Fáeinar athuganir (1984) <strong>og</strong> Íslensk orðmyndun(1987) setur Baldur Jónsson fram skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Viðfangsefnihans í fyrri greininni er margsamsett nafnorð í íslensku nútímamáli. Tilgangslítiðer að leita slíkra orða í orðabókum <strong>og</strong> því bregður Baldur á það ráð að athuga allanorðaforðann í einu tölublaði Morgunblaðsins, 22. mars 1983. Síðari greinin fjallar umíslenska orðmyndun almennt <strong>og</strong> þær leiðir sem færar eru í nýmyndun. Þar eru orðmyndunareiningarskýrðar á eftirfarandi hátt (1987:90):(1)F R V B}F = forskeytiR = rót S = stofnV = viðskeytiB = beygingarending

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!