13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

3.2 Hefðbundnar skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u ί ίslensku 61afstöðu til rótarinnar, <strong>og</strong> af orðunum má e.t.v. ráða að þau séu ekki rætur en það er ekkibeinlínis tekið fram.Greining Björns er að mestu mjög svipuð greiningu Alexanders Jóhannessonar meðþeirri undantekningu að Alexander flokkar forskeytingu með samsettum orðum en Björntelur hana til ósamsettra orða (ásamt viðskeytingu). Helstu forskeyti skv. Birni eru and-,for-, mis-, ó-, tor- <strong>og</strong> ör-. Þar fyrir utan virðist Björn sækja margt til Alexanders, t.d.flokkun samsettra orða í samsett fallorð, samsett sagnorð <strong>og</strong> samsett smáorð, sem hjá Alexanderheita samsett óbeygjanleg orð. Viðskeyti sem Björn telur upp eru að vísu munfærri en hjá Alexander en þó virðist svipuð stefna ráða ferðinni <strong>og</strong> söguleg viðhorf ráða.Mörkin milli viðskeytingar <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar eru dregin á sama hátt <strong>og</strong> hjá Alexander <strong>og</strong>gert er ráð fyrir því að sjálfstæð orð geti orðið að viðskeytum, þ.e. -dómur, -leikur, -skapur,-átta; -látur, -legur, -rænn <strong>og</strong> -samur. Verk Alexanders <strong>og</strong> Björns, ásamt verkum HalldórsHalldórssonar sem nú verður komið að, eru sá grunnur sem umfjöllun um íslenskaorðmyndun byggist enn á.3.2.3 Halldór Halldórsson (1950)Skilgreiningar Halldórs Halldórssonar í Íslenzkri málfræði handa æðri skólum (1950) eruum margt líkar skilgreiningum Björns en flokkunin er ekki eins afdráttarlaus. Halldórflokkar forskeytt orð með samsettum orðum, eins <strong>og</strong> Alexander gerir í Die Komposita(1929), <strong>og</strong> virðist telja að aðskeyti geti verið rætur, sbr. eftirfarandi orðalag: „Eitt orðgetur verið runnið af fleiri en einni rót. Einkum eru það samsett orð“ (1950:179). Afþessu er ómögulegt að álykta annað en að einhver orð sem ekki eru samsett (<strong>og</strong> hljótaþá að vera afleidd) séu til með fleiri en einni rót. Skilgreining Halldórs á rót sýnir aðhugtakið er málsögulegs <strong>og</strong> orðsifjalegs eðlis hjá honum: „Rót nefnist því orðeining, semsameiginleg er skyldum orðum“ (1950:179) <strong>og</strong> síðar talar hann um að rót sé „orðeiningsem er sameiginleg með skyldum orðum innan þessara málaflokka [þ.e. frumgermanskraeða indógermanskra mála]“ (s.st.). Skilgreiningar hans á forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti eru ekkialgjörlega hliðstæðar <strong>og</strong> er helst af grunnskilgreiningunum sjálfum að skilja að viðskeytiséu ekki rætur þar sem Halldór kallar þau endingar <strong>og</strong> virðist flokka þau með beygingarendingum.Hins vegar má draga þá ályktun af orðum Halldórs sem rakin eru hér að ofanað forskeyti geti verið rætur, enda eru forskeytin nefnd ‘orðeiningar’ í skilgreiningunnisem hér fer á eftir, <strong>og</strong> eins má draga þessa ályktun af orðum hans um orð „af fleiri eneinni rót“ hér á undan. Skilgreiningar Halldórs hljóma svo:Beygingarendingar eru tvenns konar: fallendingar fallorða <strong>og</strong> persónuendingarsagna. Aðrar endingar, sem skeytt er aftan við rót, nefnast viðskeyti. Orðeining,sem skeytt er framan við rót, nefnist forskeyti, ef orðeiningin er ekki stofn eða fallsjálfstæðs orðs.Afleidd nefnast þau orð, sem mynduð eru af rót með viðskeyti.Samsett nefnast orð, sem gerð eru af tveimur eða fleiri sjálfstæðum orðum. Til samsettraorða má einnig telja forskeytt orð, þ.e. orð mynduð af forskeyti <strong>og</strong> sjálfstæðuorði. (Halldór Halldórsson 1950:180)Samkvæmt þessu eru forskeytt orð undirflokkur samsettra orða þar sem fyrri liðurinn erbundinn <strong>og</strong> kemur ekki fyrir sem fallmynd eða stofn sjálfstæðs orðs. RöksemdafærslaHalldórs fyrir því að telja forskeytt orð til samsettra orða er afskaplega stuttaraleg:Margir málfræðingar telja forskeytt orð til afleiddra orða. Þeim svipar þó miklu meiratil samsettra orða, <strong>og</strong> verða þau því talin hér til þeirra. Forskeyti eru fátíðari í íslenzkuen ýmsum skyldum málum, þar sem mörg þeirra hurfu á frumnorrænum tíma . . .(Halldór Halldórsson 1950:196)

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!