13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

60 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIað þau geta ekki höfðað beint til málkunnáttu eða máltilfinningar nemenda, sbr. t.d. orðiðmold sem greint er sem rótin mol- <strong>og</strong> viðskeytið -d-. Skilgreiningar Björns eru fremurrýrar. Þær eru samt miklum mun ýtarlegri en hjá Alexander Jóhannessyni <strong>og</strong> þess vegnaverða þær raktar hér:Orðin í málinu greinast í frumorð, afleidd orð <strong>og</strong> samsett orð.a) Frumorð nefnast þau orð sem eru aðeins rót með eða án beygingarendinga,t.d. far, arfur.b) Afleidd orð nefnast þau orð sem mynduð eru af rót með viðskeyti eða(<strong>og</strong>) forskeyti <strong>og</strong> með eða án beygingarendinga, t.d. barn, burður, andbyr,torveldur, mismikill.c) Samsett orð nefnast þau orð sem mynduð eru úr tveimur eða fleiri sjálfstæðumorðum eða orðstofnum, t.d. karlmaður, leikhúsgestur.(Björn Guðfinnsson 1937:154–5)Þarna er algjörlega byggt á formlegum forsendum <strong>og</strong> samsett orð sögð mynduð úr sjálfstæðumorðum eða orðstofnum. Með örlítið frjálslegri túlkun má þarna finna líkindi viðskilgreiningar þar sem greinimörkin milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar eru munurinn á frjálsum<strong>og</strong> bundnum myndönum eða því að samsett orð séu mynduð af tveimur lesum en afleiddorð aðeins af einu lesi. Allt er þetta býsna kunnuglegt en rétt er að athuga hvað felstí hugtökunum ‘rót’, ‘viðskeyti’, ‘forskeyti’, ‘stofn’ <strong>og</strong> ‘beygingarending’ til að athugaþetta betur. Skilgreining Björns á rót er þessi:Frumatkvæði orðs nefnist rót, t.d. far. Rót er tíðast sameiginleg fjölda skyldra orða.Þessi orð eru oft ólík útlits, þar eð rótin getur tekið hljóðbreytingum <strong>og</strong> viðbótum. 7. . . Rót án frekari viðbótar getur verið sjálfstætt orð eins <strong>og</strong> t.d. far, för. Hitt er þómiklu algengara, að einhverju sé aukið við rótina til þess að mynda sérstök orð.(Björn Guðfinnsson 1937:148)Í þessu tilfelli er nærtækt að álíta að „eitthvað“ sem aukið er við rótina sé ekki rót, enBjörn tekur það þó ekki fram í skýringu sinni á viðskeyti <strong>og</strong> forskeyti sem skýrð eru meðdæmunum far-m-ur <strong>og</strong> tor-fær-a á eftirfarandi hátt:Í fyrra orðinu er -m- aukið aftan við rótina, <strong>og</strong> helzt það í öllum beygingarmyndumorðsins. Það nefnist viðskeyti. Í síðara orðinu er tor- aukið framan við rótina, <strong>og</strong>helzt það í öllum beygingarmyndum orðsins. Það nefnist forskeyti.(Björn Guðfinnsson 1937:148)Skilgreining Björns á stofni byggist síðan á þessu, þ.e. stofn er rót sem er sjálfstættorð eða rót ásamt viðskeyti <strong>og</strong>/eða forskeyti (sjá 1. útg., 1937:148–149). 8 Um beygingarendingarer aðeins tekið fram að þær sýni mismunandi beygingu orðs. Hugtakið ‘orð’ erekki skýrt sérstaklega.Þessar skilgreiningar eru ekki sérstaklega nákvæmar þegar grannt er skoðað. Rót erútskýrð sem frumatkvæði orðs án þess að frekari útskýringar fylgi. Þessi skýring minnirdálítið á notkun Nidas á hugtakinu ‘kjarna’ í orðmyndun (sjá tilvitnun á bls. 18 hér aðframan) en af orðum Björns er ekki ljóst hvort ‘frumatkvæði’ orðs er merkingarlegt eðaformlegt hugtak. Forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti eru einungis skilgreind út frá stöðu í orði, þ.e.7 Í 5. útgáfu er þarna viðbótin „en merking þeirra er skyld“ (Björn Guðfinnsson 1958:111).8 Í 5. útg. er bætt við skilgreiningunum „Stofn nefnist sá hluti orðs sem helst í öllum beygingarmyndumþess“ <strong>og</strong> „Stofn er sá hluti orðsins sem eftir verður þegar beygingarending þess er numinn brott“ (1958:112–113). Þetta er ekki í samræmi við greiningu Björns á viðskeytunum -j- <strong>og</strong> -v- sem hann segir „ýmist haldast eðahverfa“ <strong>og</strong> greiningu hans á viðskeytum sem falla brott að hluta (-in-) (1. útg., 1937:152).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!