13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

3.2 Hefðbundnar skilgreiningar á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u ί ίslensku 59minnast á þetta hlýtur hann að telja til þess einhverja ástæðu <strong>og</strong> þá er nærtækt að ætla aðhonum hafi þótt eðlilegt á þessu stigi að flokka forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti saman <strong>og</strong> munurinná afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u hljóti að vera tengdur mismuninum á hlutverki <strong>og</strong> merkingu.Einhverra hluta vegna verður síðan ofan á hjá honum að telja forskeytt orð til samsettraorða í síðari bókinni enda er erfitt að skera úr um hvers konar liðir forskeyti eru í raun <strong>og</strong>veru í íslensku.Hins vegar er augljóst af eftirfarandi málsgrein í síðari bókinni (1929) að þar telurhann allar rætur til <strong>samsetning</strong>arliða, jafnvel þær <strong>samsetning</strong>armyndir sem ekki eru samhljóðabeygingarmyndum samstofna sjálfstæðra orða <strong>og</strong> merkingarbreytingar eru heldurekki nægileg rök til þess að greina <strong>samsetning</strong>arliði frá sjálfstæðum orðum:Ein grosser Teil aller Wörter ist zusammengesetzt. Die Zusammensetzungen sindschon im Ind<strong>og</strong>ermanischen durch syntaktische Verwendung entstanden, indem einesyntaktische Verbindung ihren Elementen gegenüber isoliert wurde; die Verbindungnahm dann häufig neue Momente in ihrer Bedeutung auf und schied andere aus odereine Bedeutung eines Gliedes erhielt sich in der Komposition, die im einfachen Worteverloren ging. Die Laut- und Flexionsformen haben sich häufig in den Kompositaanders gestaltet als in den einfachen Wörtern; alte Flexionsformen haben sich daherhäufig in den Zusammensetzungen erhalten, die sonst Änderungen uterworfen wurden;dasselbe gilt für die Konstruktionsweisen. (Alexander Jóhannesson 1929:3)Öll greining Alexanders er byggð á sögulegum grunni en merkilegt er að sjá að skiptinghans í afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u er ekki afdráttarlaus. Þó er helst af bókunum að ráðaað hann skilgreini viðskeytingu fremur þröngt <strong>og</strong> telji óþarft að gera ráð fyrir forskeytingusem sérstakri gerð orðmyndunar í íslensku.3.2.2 Björn Guðfinnsson (1937)Kennslubók Björns Guðfinnssonar, Íslenzk málfræði handa skólum <strong>og</strong> útvarpi (1937), erklassísk <strong>og</strong> er sennilega sú kennslubók sem flestir þekkja enda hefur hún verið kenndí skólum landsins í hartnær sextíu ár. Að vísu hefur bókin verið notuð í breyttri útgáfuEiríks Hreins Finnb<strong>og</strong>asonar frá 1958 en breytingar í þeirri útgáfu eru svo miklar að furðusætir. 6 Skilgreiningar Björns á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u eru mjög stuttar eins <strong>og</strong> e.t.v. ervið að búast þar sem hér er mikið efni í lítilli bók <strong>og</strong> orðmyndun er afgreidd á þrettánsíðum aftast í bókinni. Öll hugtök eru skýrð með dæmum <strong>og</strong> mér vitanlega hefur það ekkisérstaklega vafist fyrir nemendum að þekkja sjálf fyrirbærin í sundur, að því marki semtil þess er ætlast af þeim í skólakerfinu. Hins vegar eru dæmi Björns sum hver svo forn6 Skýring útgefanda í formála er að bókin hafi reynst of þung fyrir þá nemendur sem hún var ætluð. Hlutibreytinganna er fólginn í því að fella burt efni sem talið er of erfitt <strong>og</strong> bæta inn viðbótarskýringum en að aukivirðist útgefandi breyta orðalagi eftir hentugleikum. Slíkar breytingar eru ekki alltaf til bóta:Beygingarendingar nefnast þær viðbætur við stofn, sem sýna mismunandi beygingu orðs (1. útg.1937).Beygingarendingar eru þær viðbætur við stofninn er auðkenna mismunandi beygingarmyndirorðsins (5. útg. 1958).Að auki er efni raðað upp á nýtt. Þannig eru rót, viðskeyti <strong>og</strong> forskeyti fyrst sýnd með dæmum í 1. útgáfu <strong>og</strong>skýrð lauslega (§284, bls. 148), þá fylgir skýring á því hvað stofn er (§285), en síðan fylgja greinar með nánariútlistun á viðskeytum (§287–290) <strong>og</strong> forskeytum (§291). Af þessu fæst nokkuð ljós mynd af hlutverki þessarafyrirbæra í sjónhendingu enda leiðir hver grein af annarri á rökréttan hátt. Í 5. útgáfu er efnið skorið niður þannigað hvert fyrirbæri er afmarkað án tengsla við heildina. Fyrst er grein um rót (§200), þá um viðskeyti (§201–202)<strong>og</strong> forskeyti (§203) <strong>og</strong> (§204). Skýringar eru því slitnar úr því samhengi sem þær hafa í upprunalega textanum.Uppsetningu er líka breytt á verri veg eins <strong>og</strong> sjá má af lista um viðskeyti sem settur er upp sem tafla í 1. útgáfuen er prentaður í belg <strong>og</strong> biðu í 5. útgáfu. Ef marka má kaflann um orðmyndun þá hefur útgefandi 5. útgáfu þvímiður fært efni bókarinnar til verri vegar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!