13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

58 3 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί ίSLENSKRI MÁLFRÆÐIÞað er þó til að flækja málið nokkuð að helst er að ráða af bókinni að sum viðskeytiséu rætur, a.m.k. er þar að finna viðskeytin -angur, -dómur, -látur, -leikur, -leiki, -ligur(-legur), -ósa, -samur <strong>og</strong> -skapur sem Alexander segir upprunalega vera sjálfstæð orð.Enga útlistun eða skýringar á eðli breytingarinnar úr orði í aðskeyti er að finna í bókinni.Sömu orðhlutar eru hins vegar kallaðir <strong>samsetning</strong>arliðir í bók Alexanders um samsettorð:Wie in den anderen germanischen Sprachen haben im Isländischen manche zweiteKompositionsglieder den Charakter von Ableitungssuffixen angenommen, insbesondere:-dómur (leikdómr, lærdómr), -látr (lítillátr), -leikr (skyldleikr), -ligr (breytiligr,elskuligr), -samr (friðsamr, siðsamr) und -skapr (blótskapr, drengskapr).(Alexander Jóhannesson 1929:55)Þarna er því ekki fullt samræmi í greiningunni milli bókanna <strong>og</strong> á því leikur líka nokkurvafi hvaða augum Alexander lítur forskeytt orð þegar bækurnar eru bornar saman.Bók Alexanders um samsett orð (1929) er um margt lík bókinni um viðskeytin; skýringareru litlar en dæmin þeim mun fleiri. Flokkun samsettu orðanna er að mestu meðhefðbundnum hætti en undantekningin er sú að forskeytt orð eru talin til samsettra orða.Fyrst er fjallað um samsett nafnorð <strong>og</strong> er þeim skipt í þrennt (Dvandva, Bestimmungszusammensetzungen<strong>og</strong> Bahuvrihi). Síðan er flokkað eftir orðflokki fyrri hlutans (þ.e. no.,lo., so. <strong>og</strong> óbeygjanleg orð) <strong>og</strong> loks eru liðirnir flokkaðir eftir stofnum <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>armyndumstofnanna. Samsett lýsingarorð eru felld inn í kaflann um samsett nafnorð.Samsettum sögnum er skipt í tvo aðalflokka, þ.e. sagnir sem hafa smáorð að fyrri lið <strong>og</strong>sagnir þar sem fyrri liðurinn er fallorð. Loks er kafli um óbeygjanleg samsett orð.Forskeytt orð eru flokkuð með orðum sem hafa óbeygjanlega fyrri hluta, oftast nærathugasemdalaust. Í nafnorðagreiningunni eru orð sem hafa and-, at-, endur-, fjar-, fjöl-,mis-, ó-, ofur-, tor-, ú- <strong>og</strong> ve- að fyrri lið t.d. ekki aðgreind frá öðrum orðum með óbeygjanlegafyrri liði <strong>og</strong> engar athugasemdir fylgja liðunum sjálfum í greiningunni um það aðþessir orðhlutar komi ekki fyrir sem sjálfstæð orð eða les. 5 Á stöku stað bregður því þófyrir í skýringum að forskeyti séu tilgreind sérstaklega, t.d. í athugasemd fremst í kaflanumum samsett nafnorð með óbeygjanlega fyrri liði: „Sowohl Präfixe wie Präpositionen,Adverbia und Partikeln kommen häufig mit Nomina actionis verbunden wie imDeutschen z. B.“ (1929:31). Alexander setur líka upp sérstakan undirflokk forskeyttraorða í kaflanum um óbeygjanleg samsett orð en þar geta fyrri hlutarnir verið af ýmsutagi:Es ergeben sich im Isländischen folgende Möglichkeiten: der erste Bestandteil kannein Nomen, ein Adjektivum (Pronomen, Zahlwort), ein Adverbium, ein Präfix odereine Präposition sein. (Alexander Jóhannesson 1929:69)Orð af þessu tagi sem Alexander tekur fram að séu forskeytt eru andæris, andspænis,erlendis, forbergis, forbrekkis, forstreymis, úgnógliga, úleyfis, úsynja <strong>og</strong> örsjaldan(1929:72). Í síðari bókinni virðist hann því telja forskeyttu orðin vera sérstakan undirflokksamsettra orða <strong>og</strong> telur ekki ástæðu til að greina þau frá öðrum samsettum orðum,nema á þessum eina stað. Í bókinni um viðskeyti (1927) virðist hann hins vegar gefa þvíundir fótinn að forskeytt orð eigi eitthvað sameiginlegt með viðskeyttum orðum, a.m.k.ef marka má þau orð hans að forskeyttu orðin séu ekki höfð með af hagkvæmnisástæðumþar sem ástæðulaust sé að fjalla um þau sérstaklega af því að um þau megi fræðast í bókumum önnur germönsk mál (sjá tilvitnun á bls. 57). Fyrst Alexander er á annað borð að5 Undantekningin er athugasemd við for- sem sagt er að geti verið áhersluforskeyti: „For wird als verstärkendesPräfix benutzt bei Wörtern wie: for-fagr . . . “ (Alexander Jóhannesson 1929:36).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!