13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

533 Um afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í íslenskri málfræði3.1 InngangurÍ ljósi þess hve fjölbreytileg <strong>og</strong> áhugaverð íslensk orðmyndun er <strong>og</strong> þess að orðasmíðier oft <strong>og</strong> tíðum talin til þjóðaríþrótta <strong>og</strong> flokkast sem dyggð er furðulega lítið til á prentium efnið. Í kennslubókum í íslenskri málfræði eru kaflar um orðmyndun yfirleitt mjögstuttir <strong>og</strong> hverfa alveg í skuggann af beygingafræði. 1 Handbækur um orðmyndun eruekki til fyrir utan örstuttan leiðarvísi frá Íslenskri málnefnd sem ætlaður er orðanefndum.Einu yfirlitsritin um orðmyndun eru rit Alexanders Jóhannessonar um samsett orð (DieKomposita im Isländischen (1929)) <strong>og</strong> viðskeytt (Die Suffixe im Isländischen (1927)),kandídatsritgerð Sigrúnar Þorgeirsdóttur um forskeyti (1986), sem er óútgefin, <strong>og</strong> kandídatsritgerðÞorsteins G. Indriðasonar (1994) um lexíkalska hljóðkerfisfræði <strong>og</strong> regluvirknií orðasafninu. Að auki er dálítið til af örstuttum greinum um orðmyndun almennt, t.d.grein Halldórs Halldórssonar (1984) í Norrænu tímariti um fagmál <strong>og</strong> íðorð (5 bls.) <strong>og</strong>grein Jóns Hilmars Jónssonar (1988) í Málfregnum (8 bls.), en slíku efni verða ekki gerðskil hér. Umfjöllun um einkenni tiltekinna gerða orðmyndunar er að auki að finna í ýmsumgreinum <strong>og</strong> ritgerðum, t.d. í greinum Baldurs Jónssonar um samsett orð (1984) <strong>og</strong>um orðmyndun (1987), grein Halldórs Halldórssonar um það hvernig orð geta orðið aðviðskeytum (Falling Down to a Suffix Status (1976)), í ritgerð Eiríks Rögnvaldssonar umorðmyndun <strong>og</strong> orðmyndunarreglur (1982) <strong>og</strong> grein hans um virkni viðskeyta (1987) <strong>og</strong> ígrein Magnúsar Snædals um lengd samsettra orða í Íslensku máli 14, 1992. Talsvert ertil af greinum <strong>og</strong> ritgerðum um einstaka orðliði, þ.e. forskeyti <strong>og</strong> viðskeyti, sem of langtmál yrði að rekja hér. Loks ber að nefna efni sem snertir orðmyndun <strong>og</strong> hljóðkerfisfræðien auk ritgerðar Þorsteins G. Indriðasonar er þar helst að telja greinar Kiparskys (1984)<strong>og</strong> Margaretar Stong-Jensen (1987), ritgerðir Kjartans Ottóssonar (1988) <strong>og</strong> Þórhalls Eyþórssonar(1990) <strong>og</strong> greinar Kristjáns Árnasonar (1985a, 1985b, 1987).Rit þau sem hér hafa verið nefnd eru mjög misgjöful að efni sem beinlínis snertirmismuninn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u. Hefðbundnar kennslubækur eru um margt líkarerlendu bókunum sem fjallað var um í kafla 2.3 <strong>og</strong> 2.4 hér að framan að því leyti að yfirleitter lítil áhersla lögð á að setja fram formlegar skilgreiningar. Um önnur rit gegnir oftsama máli <strong>og</strong> um sum erlendu ritin í kafla 2.5; oft er gengið út frá því sem gefnu að allirviti hver munurinn á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u er. Þar þarf því að fara krókaleiðir að skilgreiningunumeins <strong>og</strong> fyrr. Hér á eftir fylgir úttekt á muninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>uí nokkrum íslenskum ritum <strong>og</strong> eru verkin sem athuguð eru valin sem sýnishorn <strong>og</strong> úttektinniekki ætlað að vera tæmandi. Reynt er að velja efnið með fjölbreytnina í huga. Fyrsteru verk málfræðinga sem ekki fást við generatífa málfræði skoðuð, þ.e. verk AlexandersJóhannessonar (1927, 1929, sjá 3.2.1), Björns Guðfinnssonar (1937, sjá 3.2.2), HalldórsHalldórssonar (1950, sjá 3.2.3) <strong>og</strong> Baldurs Jónssonar (1984 <strong>og</strong> 1987, sjá 3.2.4). Síðan1 Til dæmis má nefna að orðmyndunarkaflinn í bók Björns Guðfinnssonar (5. útg. 1958) er 8 síður af 118blaðsíðum alls <strong>og</strong> kaflinn um orðmyndun í kennslubók Eiríks Rögnvaldssonar (Íslenskri orðhlutafræði (1990))er 15 blaðsíður en alls er bókin 128 síður.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!