13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

2.6 Niðurstaða 49er sem leifar frá eldri málstigum. Allir höfundarnir eru m.ö.o. að reyna að ná fram mállýsingumsem eru skýrandi en ekki bara lýsandi, á sem allra einfaldastan hátt, <strong>og</strong> markmiðiðer að setja fram hluta af allsherjarmálfræðinni (UG).Í byrjun þessarar ritgerðar var sett fram skilgreining á muninum á <strong>samsetning</strong>u <strong>og</strong> afleiðslusem byggð er á tveimur atriðum, þ.e. á muninum á frjálsum <strong>og</strong> bundnum einingumannars vegar <strong>og</strong> á muninum á merkingarbærri einingu <strong>og</strong> einingu sem hefur málfræðilegthlutverk hins vegar. Samkvæmt því eru <strong>samsetning</strong>arliðir frjálsir liðir sem bera merkinguen aðskeyti eru bundnir liðir sem hafa málfræðilegt hlutverk. Í þessari flokkun erþví aðeins byggt á andstæðunum frjálst/bundið <strong>og</strong> merking/hlutverk. Í þessum kafla hafaskilgreiningar úr ýmsum áttum verið athugaðar <strong>og</strong> nú er rétt að huga að því hvernig skilgreiningunniá bls. 7 í inngangi hér reiðir af í ljósi þeirra athugana.Í verkum allra þeirra generatífu málfræðinga sem hér er fjallað um víkja merkingarlegarforsendur fyrir formlegum forsendum í skilgreiningunum. Leita þarf til eldri rita(þ.e. Nida hér) eða til þeirra sem tæplega teljast til generatífra málfræðinga (hér Adams<strong>og</strong> Bauer) til að finna umfjöllun um muninn á merkingu <strong>samsetning</strong>arliða sem andstæðuvið málfræðilegt hlutverk aðskeyta. Í flestum ritunum sem hér eru skoðuð liggur samt íloftinu að gert sé ráð fyrir einhvers konar aðgreiningu af þessu tagi, án þess að það sébeinlínis tekið fram eða því séu gerð greinargóð skil hvað í þessu felst. Í Aronoff <strong>og</strong>Sridhar er þó eftirtektarvert að þetta atriði er ekki meðal þess sem tínt er til í sambandivið muninn á forskeytingu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u, þrátt fyrir að sett séu fram ítarleg greinimörká skipulegan hátt. Það flækir svo málið enn frekar að fleiri fyrirbæri en aðskeyti hafa málfræðilegthlutverk þannig að það einskorðast ekki við bundin myndön. Öll kerfisorð, t.d.hjálparsagnir <strong>og</strong> fornöfn, gegna líka málfræðilegu hlutverki. Niðurstaða um andstæðunamerking/málfræðilegt hlutverk úr þessum kafla er því sú að aðgreiningin hvíli á frekarveikum grunni, ef miðað er við að fá fram hreinar línur í skiptinguna. Þessi niðurstaðaræðst e.t.v. af því að þeir höfundar sem hér eru til umfjöllunar sinna þessu atriði ekki aðráði <strong>og</strong> hvergi er tekið á því hvað málfræðilegt hlutverk er.Andstæðan frjálst/bundið er heldur ekki afdráttarlaus. Því sem næst allir þeir sem hérer vitnað í eru sammála um að skilgreina aðskeyti sem bundið myndan, eins <strong>og</strong> gjarnan ergert í kennslubókunum. Þannig segir Katamba (1993:30) að þetta sé skilgreiningaratriði:„. . . by definition affixes are bound morphemes.“ Það eru aðeins Adams (1973) <strong>og</strong> Matthews(1974) sem nefna að til séu aðskeyti <strong>og</strong> sjálfstæð orð sem eru einsrituð en þá eruframburður <strong>og</strong> merking aðskeytisins önnur en í sjálfstæða orðinu <strong>og</strong> í verunni er þá ekkium sömu einingarnar að ræða. (Umfjöllunin í þessum bókum er að auki ekki generatíf,þótt mikið sé vísað í þær úr ritum generatífra málfræðinga.) Anderson hafnar því aðaðskeyti séu myndön yfirleitt <strong>og</strong> þau eru því hvorki bundin né frjáls hjá honum helduraðeins hluti af hljóðformi þeirra orðmyndunarreglna sem hann setur upp fyrir afleiðsluna.Samstaðan er ekki jafnmikil þegar kemur að því að ákvarða hvort grunneining í orðmynduninnier alltaf frjálst myndan eða hvort gera verður ráð fyrir bundnum liðum aðauki sem <strong>samsetning</strong>arliðum. 60 Aronoff (1976) brýst frá fyrirrennurum sínum (t.d. Lees<strong>og</strong> Halle) <strong>og</strong> gerir ráð fyrir því að grunneiningin í orðmynduninni sé raunverulegt orð(sem kemur fyrir sjálfstætt, þ.e. frjálst) en ekki myndan. Þessi kenning hans hefur orðiðsvo útbreidd að segja má að hún sé nokkuð viðtekin í generatífri orðmyndunarfræði síðustututtugu árin, a.m.k. að því marki að það er hún sem leggja verður til atlögu við efmenn hafa aðrar hugmyndir. Aronoff (<strong>og</strong> Sridhar) <strong>og</strong> Kiparsky halda stíft í þessi grundvallargreinimörkmilli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar — að aðskeyti sé bundið myndan en60 Formgerðarsinnar gera bæði ráð fyrir frjálsum <strong>og</strong> bundnum myndönum sem <strong>samsetning</strong>arliðum <strong>og</strong> skilgreiningNidas byggist á því hvort í myndaninu er rót eða ekki fremur en á því hvort það getur staðið sjálfstætt— en þetta er misjafnt meðal generatífra málfræðinga.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!