13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2.5 Afstaðan til afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar ί frumheimildum 43samsettum orðum í þýsku. Þar verður hann að gera ráð fyrir að hægt sé að vísa í innri gerðsamsetts orðs, t.d. til að skýra -en- í Schwanengesang ‘svanasöngur’. Innskotið skýrirhann með orðmyndunarreglu (Word Formation Rule) sem bætir inn í orðið (1992:297;hluti reglunnar):(10) [< [< X][< Y]] £ [< [< X -en- ][< Y]]Orðmyndunarreglan vísar m.ö.o. í innri gerð orðsins <strong>og</strong> bætir inn -en- en býr orðið ekkitil. Það er hins vegar fremur óljóst hvar samsettu orðin verða til, eins <strong>og</strong> sjá má af þvíað hann segir regluna hér að ofan verka á samsett orð sem mynduð eru annars staðar,annaðhvort í orðasafninu eða í setningafræðihluta málkerfisins:A rule of this sort applies only to compounds (by virtue of its Structural Description),but the compounds it applies to are structures whose formation takes place elsewhere— either in the lexicon or in the syntax. (Anderson 1992:297)Það veikir kerfi Andersons verulega að hann verður að gera ráð fyrir þriðju gerðinnií orðmynduninni, þ.e. orðum sem mynduð eru með orðmyndunarreglu en hafa samt semáður innri gerð, composites. Af þessu tagi eru orð eins <strong>og</strong> forskeytta sögnin redo, enþar verður innri gerð að vera sýnileg til þess að sögnin haldi sterkri beygingu. Að aukivalda ósjálfstæðir orðhlutar á borð við tele- <strong>og</strong> -graph talsverðum vandræðum í þessukerfi, vegna þess að grunnurinn í orðgerðarreglum Andersons á að vera orð. Um orð semmynduð eru úr slíkum orðhlutum segir Anderson að einhvers konar hermiregla (analógía)dugi til að mynda önnur orð á sama hátt, án þess að það feli í sér að þetta séu orð í málinueða „eðlilegar“ einingar í orðmyndun, 50 eða að orðmyndunarregluryfirleitt búi til orð meðinnri byggingu:. . . we mean simply to suggest that word-based morphol<strong>og</strong>y can survive a variety ofproblematic examples that might seem to motivate the assumption that word formationin general creates stucture, provided the theory admits a class of structuredcompounds, a class of Word Formation Rules that can refer to this structure, and aclass of rules that form compounds anal<strong>og</strong>ically on the basis of other compounds.(Anderson 1992:298)Þetta allt leiðir til þess að Anderson verður að gera ráð fyrir því að orðmyndunarreglurskili venjulega ekki orðum með sýnilegri innri gerð, en geti þó gert það ef nauðsyn krefur:So does all this mean that we have abandoned the claim . . . that words do not have internalnon-phonetic (or non-phonol<strong>og</strong>ical) structure? Yes and no. We do, apparently,have to rec<strong>og</strong>nize the possibility of such structure, but this does not entail the furtherclaim that morphol<strong>og</strong>ical rules in general should create it. Word Formation Rules donot build structure, that is, unless explicitly stipulated to do so.(Anderson 1992:298; [feitletrun KB].)Mörgum finnst þetta slá botninn úr kenningu Andersons <strong>og</strong> sýna betur en margt annaðað aðskilnaðurinn sem hann reynir að setja upp á milli afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar semeðlisólíkra fyrirbæra gangi ekki upp (sjá t.d. gagnrýni Andrew Carstairs-McCarthy í Yearbookof Morphol<strong>og</strong>y 1992:209–233). Það er líka ljóst að mjög erfitt er að leggja til atlöguvið gagnagreiningu með kenningu Andersons að veganesti, enda virðist hún aðeins eigavið um virka orðmyndun. Í orðgerðargreiningu eins <strong>og</strong> hér er miðað að verða línurnarsennilega aldrei eins hreinar <strong>og</strong> Anderson vill vera láta.50 Hann notar orðið Sino-Japanese sem dæmi á þennan hátt (s.st.): „Here we certainly do not want to claimthat Sino- is a word (or that the parts of productive technical compounds like erythromycin, etc. are either),but these elements still seem to turn up in newly formed words. The alternative of saying that there is a WordFormation Rule of ‘Sino-prefixing’ or the like also seems to be thoroughly unpalatable.“

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!