13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

38 2 UM AFLEIÐSLU OG SAMSETNINGU ί GENERATίFRI MÁLFRÆÐImismunandi skilyrðingu hljóðkerfisreglna með röðuðum lögum í stað þess að gera ráðfyrir mismunandi skilum sem fylgja hverju aðskeyti (eins <strong>og</strong> gert er t.d. í Sound Patternof English (Chomsky <strong>og</strong> Halle (1968) <strong>og</strong> hjá Aronoff <strong>og</strong> Selkirk, eins <strong>og</strong> lýst er hér aðframan). Í greinunum sem eru skoðaðar í þessum kafla fæst Kiparsky einungis við enskaorðhlutafræði en í kafla 3.3.4 hér á eftir verður komið að umfjöllun um íslenska orðmyndunsamkvæmt þessum kenningum. Hér verður því látið duga að lýsa helstu einkennumkerfisins í mjög grófum dráttum til þess að sýna hvaða mynd Kiparsky virðist gera sér afmuninum á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u án þess að fara í röksemdafærslu hans, enda virðisthún vera afskaplega bundin ensku í greinunum tveimur sem hér eru til umræðu.Underived lexical itemsLevel 1 morphol<strong>og</strong>yLevel 1 phonol<strong>og</strong>yLevel 2 morphol<strong>og</strong>yLevel 2 phonol<strong>og</strong>y. . . . . .Level n morphol<strong>og</strong>yLevel n phonol<strong>og</strong>yLexiconSyntaxPostlexical phonol<strong>og</strong>y(8) Líkan Kiparskys (Spencer 1991:110)Eins <strong>og</strong> sjá má af myndinni hér á undan skiptir Kiparsky orðasafninu í þrjú lög tilað gera grein fyrir enskri orðmyndun. Inntakið í víxlverkandi orðmyndunar- <strong>og</strong> hljóðkerfisreglureru grunnorð (eða ‘grunnles’, underived lexical entries). Á fyrsta stigi í orðmynduninnií ensku er afleiðsla með aðskeytum þeim sem hjá Siegel (1974) eru talintil I. flokks <strong>og</strong> óreglulegar beygingar (þ.e. aðskeyti (orðmyndunaraðskeyti <strong>og</strong> beygingarendingar)með skilum sem merkt eru með ‘+’, t.d. í Chomsky <strong>og</strong> Halle (1968) <strong>og</strong> Aronoff(1976)) <strong>og</strong> síðan verka viðeigandi hljóðkerfisreglur á afleidda orðið (áherslureglur <strong>og</strong> reglurum stýfingu). Á næsta stigi eru aðskeyti sem talin eru til II. flokks <strong>og</strong> samsett orð <strong>og</strong>þar verka áherslureglur samsettra orða. Á þriðja <strong>og</strong> síðasta stigi eru síðan reglulegar beygingar,ásamt viðeigandi hljóðkerfisreglum.Ýmis afbrigði af þessu kerfi hafa verið sett fram <strong>og</strong> því hefur verið beitt á ýmis tungumál.Hér fylgir listi yfir helstu einkenni kerfisins en rétt er að geta þess að ekki eru allirsammála um þessi atriði: 42(9) a Orðasafnið skiptist í lög sem ákvarðast af eiginleikum aðskeyta <strong>og</strong> önnur orðmyndunarferliraðast á sama hátt. Reglur verka í röð sem ákvarðast af lögunumí orðasafninu. Flæðið í líkaninu er aðeins í eina átt.42 Ýmis frávik eru frá þessu sem of langt mál væri að rekja hér, t.d. í sambandi við lykkjur <strong>og</strong> hringstreymi.Hér er, auk greina Kiparskys sjálfs, stuðst við Katamba (1993, sjá t.d. samantekt á bls. 133), Spencer (1991),Carstairs-McCarthy (1993), Mohanan (1986), Packard (1990) <strong>og</strong> Kaisse & Shaw (1985).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!