13.07.2015 Views

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

Afleiðsla og samsetning - Orðabók Háskólans

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2.5 Afstaðan til afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>ar ί frumheimildum 33There is, as always, an intermediate case. Here it is the combining form, whereina member of a major lexical category has a special idiosyncratic form that is foundonly in compounds . . . The problem with combining forms is to determine whether aparticular combining form is an allomorph of a member of a major lexical categoryor whether it is a prefix. This problem does not have a solution that extends to allinstances, but must rather be answered on a case-by-case basis.(Aronoff & Sridhar 1988:180)Þarna er m.ö.o. komið fyrirbæri sem ekki passar inn í hreina tvískiptingu Aronoffs <strong>og</strong>Sridhars á orðmyndun, en þeir gera ekki grein fyrir því hvernig á að fara með þetta. Aðöðru leyti er skipting Aronoffs <strong>og</strong> Sridhars á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u býsna afdráttarlaus,eins <strong>og</strong> sjá má af skilgreiningunni í (4) á bls. 31–32 hér á undan. Vandamálið er að það ererfitt að nota þessa skilgreiningu við greiningu á íslenskum orðum, einmitt vegna þessararundantekningar sem Aronoff <strong>og</strong> Sridhar minnast á hér rétt fyrir ofan. Í íslensku úir <strong>og</strong>grúir af orðhlutum sem falla myndu í flokkinn „combining forms“ hjá Aronoff <strong>og</strong> Sridhar,þ.e. einmitt það sem þeir segja að athuga verði „on a case-by-case basis“. Auðvitað erhægt að athuga hvert dæmi fyrir sig en æskilegra væri samt að kenningin væri þannig aðlínurnar yrðu hreinni. Nánar verður komið að þessu síðar.2.5.3 Elisabeth O. Selkirk <strong>og</strong> The Syntax of WordsÍ bókinni The Syntax of Words (1982) setur Elisabeth Selkirk fram orðmyndunarlýsingusem byggir á sama grunni <strong>og</strong> lýsing Aronoffs (1976) en fjallar bæði um afleiðslu <strong>og</strong><strong>samsetning</strong>u í ensku. 31 Líkan Selkirk er að því leyti líkt líkani Aronoffs að hún telursetningagerð <strong>og</strong> orðmyndun lúta strangt aðskildum reglum <strong>og</strong> gerir því ráð fyrir algjörlegaafmörkuðum hluta málkerfisins þar sem orðmyndun fer fram. 32 Það er augljóst afbók Selkirk að hún er að berjast á sömu vígstöðvum <strong>og</strong> Aronoff <strong>og</strong> röksemdafærslan ámóti ummyndunargreiningu á orðmynduninni er áberandi hjá báðum. Mismunurinn áorðmyndunargreiningu hennar <strong>og</strong> Aronoffs er hins vegar verulegur enda telur hún bæðiorð <strong>og</strong> aðskeyti til lesa í orðasafninu (<strong>og</strong> gerir sig þar með seka um að þekkja ekki í sundurhest <strong>og</strong> kú, samkvæmt Aronoff & Sridhar (1988), sbr. nmgr. 27 á bls. 31 hér að framan).Hún gerir þó strangan greinarmun á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í orðmyndunarreglunumsjálfum, eins <strong>og</strong> fram kemur hér á eftir.Rök Selkirk fyrir því að telja aðskeyti til lesa eru þau að reglur um afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>uséu endurkvæmar innbyrðis þannig að samsett orð geta verið mynduð af afleiddumorðum <strong>og</strong> afleidd orð af samsettum <strong>og</strong> reglurnar hljóta því að vera sama eðlis eðaa.m.k. teljast til sama hluta málkerfisins:A central claim is that affixation and compounding form part of the same subsystemof grammar, i.e., that the rules of affixation and the rules of compounding have thesame formal properties. The evidence for this claim is that affixes “intermingle”31 Það er e.t.v. ekki alveg sjálfgefið að velja bók Selkirk næst á eftir Aronoff þar sem áhrifamikil verk eins<strong>og</strong> Siegel (1974), Allen (1978) <strong>og</strong> Roeper & Siegel (1978) eru eldri. Umfjöllun um þessi verk er alveg sleppthér en ég held að helstu atriði sem snerta mismun á afleiðslu <strong>og</strong> <strong>samsetning</strong>u í áðurnefndum ritum komi líkafram í einhverri mynd hjá þeim sem hér er fjallað um. Kenningin í Allen (1978) virðist t.d. um margt vera líkkenningum Kiparskys (sjá 2.5.4) <strong>og</strong> kenning Roepers <strong>og</strong> Siegel (1978) er um þrengra efni, þ.e. synþetísk samsettorð sem þau gera grein fyrir með ummyndunum (sjá Botha 1984:3–37). Það snertir frekar muninn á flokkumsamsettra orða en mun <strong>samsetning</strong>ar <strong>og</strong> afleiðslu en um það fyrrnefnda verður ekki fjallað í þessari ritgerð.32 Hjá Selkirk eru beygingar sama eðlis <strong>og</strong> orðmyndun <strong>og</strong> eru ekki setningarlegar ummyndanir: „. . . I adoptthe somewhat less universally held assumption that inflectional affixation is not accomplished by syntactic transformation,but that, with derivational affixation and compounding, it instead forms part of a morphol<strong>og</strong>icalcomponent of grammar“ (1982:1).

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!